Vísir - 28.01.1932, Síða 4

Vísir - 28.01.1932, Síða 4
V 1 SI R mr morguninn. NeituÖu þeir því o? bát5u Þorberg að fylgja sér þang- a» sem Axel væri, og gerði hann það ummælalaust. Fylgdi hann okkur svo að húsinu nr. 7 við Vall- argötu, fór þar í herbergi uppi á loftinu, kemur að vörmu spori aft- ur með skilaböð frá Axel til Elías- ar Þorsteinssonar um hann biðji hann um að tala við sig. Fór hann þá inn til hans, en eg og nokkrir af formönnum biðum á ganginum fyrir utan. Herbergið var aflæst að ínnanverðu. Eftir nokkra stund fóru formennirnir að ókyrrast og banka á hurðina og spyrja hvers vegna þeir eigi mættu heyra það sem þeir töluðu saman Axel og Elías, en fengu fyrst ekkert svar. Bað eg þá ac) vera rólega og hafa setn allra minstan hávaða vegna annars fólks í húsinu, og gerðu þeir ]iað. Eftir dálitla stund voru svo dyrnar að herbergi Axels opn- aðar og fóru þá formennirnir, sem uppi á ganginum voru, inn í her- bergið, og spurðu Axel hvort hann vildi góðfúslega koma með þeim til Tteykjavíkur nú þegar. En hann svaraði því, að hann hefði ekki ætlað sér að fara þangað nú. Til- kyntu þeir honum þá, að þeir hefðu álcveðið að hann færi nú þangað samt með ])eim nú ]cegar. Leiddu þeir hann ]>ví næst ofan stigann og út úr húsinu, og fóru með'hann um borð i mb. „Bjarna Ólafsson", sem beið tilbúinn við bryggjuna. Sýndi hann mjög litinn mótþróa. Stymp- ingar urðu því engar, og misþyrm- ingar og meiðsl engin. Um leið'og Axel kom út úr her- berginu ásamt mönnum þeim, er ,inn í það fóru, stóð eg á gangin- um við stigagatið. Ávarpaði hann mig þessum orðum: ,,Þú lætur þetta viðgangast." Eg svaraði því svo, að eg, eins og áður er fram tekið í skýrslunni, bæri enga ábyrgð á þessu verki, þar og þá eins og á stóð, fyrirsjáanlegt var, að það ekki var í mínu valdi að grípa inn sem lögregla eða hafa nein áhrif nema þá til hins, og orsaka þar með áflog og sennilega meiðingar. Akurgerði, Keflavíkurhreppi 22. jan. '32. Sigurgeir Guðmundsson hreppstjóri. Til Sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsvsh'. Framh. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík o stig, ísafirði — 3, Akureyri 3, Seyðisfirði 10, Vestmannaeyjum 2, Stykkishólmi —- O, Blönduósi 1, Raufarhöfn 1, Elólum í Hornafirði 6, Færeyjum 10. Julianehaab -f- 12, Jan Máyen o, Angmagsalik -t- 6, Hjaltlandi 9. Tynemouth -f- 3 stig. (Skeyti vantar frá Grindavík og Kaup- mannahöfn). —- Mestur hiti í Reykjavík í gær 4 stig, minstur -fr 1 stig. Úrkoma 8.1 mm.-Yf- irlit: Djúp lægð fyrir norðan landið á hreyfingu norðaustur eft- ir. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Vestan og norðvestan átt með hvössum snjóéljum í dag, en lygnir heldur í nótt. Breiða- fjörður, Vestfirðir, Norðurland, norðaústurland: Norðvestan átt með hvössum hríðaréljum. Aust- firðir: Vestan hvássviðri: Úr- komulaust. Suðausturland: Hvass suðvestan og éljaveðpr í dag, en léttir síðan til með norðvestap átt. í. S. í. 20 ára. íþróttasamband íslands er 20 ://h £augapcj 34 ^tut; 1300 ,Ketjhiauth Fulikomnar rélar. Nýjustu og bestu litir og efni. Þaulraní starfsfólk. Tíu ára reynsla. ára i dág. Var það stofnað þ. 28. jan. 1912. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Sigurjón Péturs- son glímukappi. Mikil þörf var á stofnun íþróttasambandsins og hefir íþróttastarfseminni fleygt fram þann tíma, sem sambandið hefir starfað, og eru nú í því 120 félög og 91 styrktarfélagi. Axel Tulinius forstjóri var forseti í. S. í. fyrstu 14 árin eða til ársins 1926, er Ben. G. Waage kaupm. var kjörinn forseti og hefir hann verið það síðan. Hefir hann ver- ið 17 ár i stjórn sambandsins, — Stjórn þess skipa nú: Ben. G. Waage, Jón Sigurðsson stud. med., Kjartan Þorvarðsson skrifstofumaður, Guðm. Kr. Guð- mundsson, og Magnús Stefánsson afgreiðslumaður. Trúlofun sína htjfa opinberað ungfrú Guðfinna Árinannsdóttir, Bakkastíg 6 og Pctur Runólfs- son, vélstjóri, Laugavegi (i6. Skip Eimskipafélagsins. Goðafoss var á leið til Önund- arfjarðar í morgun. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss er liér, Brúarfoss og Gullfoss í Kaup- mannahöfn. Dettifoss fór frá Hamhorg í gær. Lyra fer héðan í kveld áleiðis til Björgvinjar. Aflasölur. Ólafur hefir selt ísfiskafla í Englandi (rúmlega 2000 körf- ur) fyrir 1187 sterlingspund, Geir 1800 lcörfúr fyrir 906, Gyllir 1736 kit fyrir 1650 ster- lingspund. Bragi kom frá Englandi í nótt. Skúli fógeti kom af veiðum í morgun með 1600 körfur. Walpole kom af veiðum í morgun með 2300 körfur. Sjómannakveðjur. FB. 27. jan. Mótt. 28. jan. Erum á leið til Englands. Vellíðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Venusi. FB. 27. jan. Farnir af stað áleiðis lil Eng- lands. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipshöfnin á Sviða. Aðalfundur K. F. U. M. verður i kveld kl. 8JJ. Áríð- andi að allir mæti. Barnavinafélagið Sumargjöf heldur aðalfund næstkom- andi sunnudag kl. 3 í Ivaup- þingssalnum. Sjá augl. Próf í klæðskeraiðn fer fram um miðbik mars- mánaðar. Sjá augl. Alliance Frangaise. Bókasafn félagsins er opið til útlána í dag ltl. 6—7 í Vallar- stræti 4, uppi. ísland í erlendum blöðum: í „Steglisclier Anzeiger“ hefir MjðlkurM Fiðamaona Týsgötu 1. — Sími 1287. Vesturg. 17. — Sími 864. Jónas Bergmann, við Skildinganesveg. 1. flokks mjólkurafurðir. Skjól afgreiðsla. Alt sent heim. Matvömerslun tll sðln. Af sérstökum ástæðum er verslun i fullum gangi, á góð- um stað i bænum, lil sölu. — Lysthafendur leggi nöfn sín í lokuðu umslagi, merkt: „Versl- un 1932“, inn á afgreiðslu Vís- is fyrir föstudagskveld þ. 29. þ. m. birtst grein eftir A. Artur Kuli- nert. Heitir greinin Islándischer Sonntag. — í „Bergens Tiden“ de“ hefir birtst grein, sem köll- uð er: „Fragtkrigen paa Island“. — í „Newfoundland Trade Review“ hefir birtst ítarleg grein, sem kölluð er „Iceland and its future“. (FB.). Vikivaka sýna 16 börn frá U. M. F. Vel- vakandi kl. 10 í kveld á Hótel Borg. Útvarpið í dag. 10.15 Veðurfregnir. 16,10 Veðurfregnir. 19,05 Þýska, 2. fl. 19.30 Veðurfregnir. 19.35 Enska, 2. fl. 20,00 Klukkusláttur. Erindi: Tungumálanám, I. (Jón Ófeigsson). 20.30 Fréttir. 21,00 Hljómleikar: Píanósóló. Emil Thoroddsen leilcur: Sex variationir í F-dúr, eftir Beetlioven og Noc- tuelles, eftir Maurice Ra- vel. 21.15 Upplestur. (Sigurður Skúlason). 21.35 Grammófón hljómleikar: Fiðlukpnsert eftir Men- delsolm. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 í kveld. — Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. Annað kveld kl. 8 verður kaffisamsæti með upplestri o. fl. Lúðrafl. og strengjasveitin spila. Inngangur kostar 50 au. Áheit á Barnaheimilið Vorblómið, (happakrossinn) aflient Vísi: 5 kr. frá G. Áheit á Strandarkirkju, afhent Visi: 2 kr. frá gamalli •konu. Til fátæku konunnar á Vífilsstöðum, afhent Vísi: 10 kr. frá Ullu og Hauk. ------------------------ Veðurspá. Sænski veðurfræðingurinn Sand- ström hefir spáö því, aö allar líkur bendi til, aö voriö í ár veröi mjög kalt í Vestur-Evrópu. Aðalfundur hlutafél. „Völundur“ verður haldinn á skrifstofu félagsins, Klapparstig 1 í Reykjavík, föstudaginn 12. febrúar 1932, kl. 2 e. li. Dagskrá samlcv. 11. gr. fé- lagslaganna. Hluthafar, sem ætla sér að sækja fundinn, verða að sýna hlutabréf á skrifstofu félagsins i síðasta lagi 9. febrúar. Félágsstjórnin. Ljósnæm. Litnæm. Sportvöruhús Reykjavíkur. Stúlka óskar eftir formið- dagsvist. Uppl. á Grettisgötu 42. (611 Stúlka, vön húsverkum, ósk- ast á Grettisgötu 13, til Þorst. Sigurðssonar. (609 Stúlka óskast í vist hálfan daginn, Slcólavörðustíg 5, uppi. (602 Stúlka óskasl i létta vist. Laugavegi 153. (590 Stúlka óskast nú þegar á Vesturgötu 35 A, búðin. Sími 1913. (605 Ráðskona óskast strax. Uppl. á Þórsgötu 10, annari hæð, eft- ir kl. 7. (603 Þýtt úr ensku og dönsku. — Tilboð, merkt: „Þýðingar“, — sendist Vísi. (533 Húsgagnavinnustofan í Banka- stræti 7 A tekur að sér viðgerð- ir á allskonar stoppuðum liús- gögnum. Lægst verð. — Krist- inn Sveinsson. (357 Beykisvinnustofan, Vesturgötu 6 (gengið inn frá Tryggvagötu). Smíðar alt, sem að þeirri iðn lýtur. (141 Í----------S---------------1 Fæði og þjónusta fæst á Laugaveg 17. (608 Ábyggilegir menn geta fengið fæði á Bergstaðastræti 2. (595 Lítil, ódýr ihúð til leigu nú þegar i Grjótagötu 14. — Símí 1110. (614 Gott þvottaliús til leigu á Bergstaðastræti 2. (596 Silfurrammi með mynd tap- aðist. Skilist gegn fundarlaun- um á Grettisgötu 45. (601 Conklin dömu-lindarpenni (hettulaus) hefir týnst. Skilist til Ársæls Árnasonar káupm. (598 Peningar hafa fundist. A. v. á. (592 | KAUPSKAPUR I Stórt steinhús á hornlóð ná" lægt miðbænum, til sölu. Lítif útborgun, ef samið er strax. — Margar aðrar eignir, smærri og stærri, til sölu með góðum greiðsluskilmálum. Fasteigna- stofan Bergþórugötu 29. Símí 2088. Viðtalstími 1—2 og 7—8 e. h. (612 Nokkur liundruð kg. af norð- lenskri töðu til sölu. Uppl. í síma 2335. (610 Nýkominn freðfiskur í versl. Kristínar J. Hagbarð. (597 Vil kaupa vandað liús, án milliliða. Tilboð, uppgefið verð, merkt: „Hús“, sendist Vísi fyr- ir 2. febrúar. (591 gjijap- Eg hefi til sölu fast- eignir, suinar með liagfeldum greiðsluskilmálum. Eignaskifti geta hugsast. — Sigurður Þor- steinsson, Rauðará. , (604 Húseignin Bergstaðastræti 14 (Spitalastíg' ur 9) er til sölu. Ein íbúð, 6- lierbergi, eldhús og baðher- bergi, laus 14. maí n.k. Allar frekari upplýsingar á skrifstofu Guðmundar Ólafssonar & Pét- urs Magnússonar, Austurstræti 7. Símar 202 og 2002. Til sölu: Refanet. — Uppl. í síma 426. (588' Sími 1094 Uerksm p SmiSjust. 10 Jleijíqavik Helgi Iielgason, Laugav. 11. Sími 93, Líkkistur ávalt fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir hér og í ná- grenninu. Munið, að seldir eru síldar- réttir á Franska spítalanum. Sími 1947. (444 HUSNÆÐl 1—2 skrifstofuherbergi ósk- ast við miðbæinn nú þegar. — Uppl. í síma 2088, (613 Herbergi til leigu á Laufás- veg 17. (607 Ágæt stofa til leigu á Grettis- götu 81. (606 Stofa með forstofuinngangi til leigu, aðgangur að eldliúsi gæti komið til greina. — Uppl. á Urðarstíg 13, frá kl. 6—8.(600' Forstofustofa til leigu í nýju liúsi.. Uppl. á Bergstaðastræti 56 (uppi). (593 2 herbergi og eldhús, með nú- tíma þægindum, óskast frá 14. maí. — Tilboð, merkt: „1903“, sendist Vísi, (557 Góð og ódýr stofa til leigu á Nýlendugötu 15, uppi. (567 | KENSLA 1 lvenni dönsku. Talæfingar, verslunarbréfaskriftir. A. v. á. (594 Kennum eðlisfræði, eínafr., stærðfræði og byrpcndum ]iýsku. Uppl. i síma 1801, frá 4—7. (593 Vélritunarkensla. — Cecilie Helgason (til viðtáls kl. 7—8). Símí: 165, (548 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.