Vísir - 06.02.1932, Page 4

Vísir - 06.02.1932, Page 4
V ISI R greifi. — Bæði loftskipin nota ein- göngu Veedol smumingsoliur til áburðar á vélar skip- anna, af því að betri olíur og öruggari þekkjast ekki. Gommander Byrd notaði að eins Veedol olíur á flug- vélamótorana þegar hann fór til Suðurpólsins fyrir nokkurum árum. Notkun Veedol olíanna gefur fylsla öryggi og sparar notendum þau feikna útgjöld sem orsakast af notkun lélegrar olíu. Minnist Veedol þegar þér þurfið olíu og feiti til áburðar á bíl yðar. Jéh. Ólafisson t €o. REYKJAVÍK. VEEDOL mótuni, sem fram hafa farið á ísa- firði, skipaö dómara á þau og margt fleira. — Eitt merkasta og besta starf íþróttaráðsins hefir veriö starfræksla íþróttaskólans í Re\'kjanesi. En þar er sundskáli og sundlaug, eins og kunnugt er, sem mikið hefir verið endurbætt. Á síðastliðnu ári stofnaði íþrótta- ráöið til námskeiðs þar í Reykja- nesi. Stóð það yfir í fimm vikur. Aðaláhersla var lögð á sundkenslu og fimleika. En auk þess voru kendar ýmsar aðrar íþróttir, eink- um ýmsir útileikir, knattspyrna og aðrir knattleikir, svo sem t. d. „baseball", sem mjög er iðkaður í Bandaríkjunum, en hefir aldrei fyr verið kendur hér á námskeiði. Söngleikir voru lcendir kvenjtjóð- inni, hringdansar og fleira. Fimtíu og sex nemendur luku sundprófi á námskeiðinu, en alls lærðu sjötíu og átta sund. Til þess að Ijúka sundprófi, urðu nemend- urnir að synda ioo stikur í öllum fötum, og geta afklætt sig á leið- inni. Enn fremur að synda ioo stiku baksund og 300 stiku bringu- sund og geta kafað eftir smáhlut á þriggja stikna dýpi. Loks var öllum veitt tilsögn í björgunar- sundi og lifgunaræfingum (Schá- fers-aðferðinni). Um helgar var farið með nemendurna í ýmsar smáferðir um nágrennið, t. d. að Arngerðareyri og í Vatnsdal. — Námskeiðið tókst hið besta og eiga kennararnir, þeir Gunnar J. Andrew og Viggó Nathanaelsson, miklar þakkir skildar fyrir þetta nytsemdarstarf sitt. Er vonandi, að þetta starf þeirra verði ekki lát- ið niður falla, en að ísafjarðar- bær, sýslan og ríkið, styrki íþróttaskólann í Reykjanesi fram- vegis. Og undir stjórn íþróttaráðs Vestfjarða er þessum nauðsynja- rnálum vel borgið. Um síðustu áramót skipaði I. S. í. þessa menn í íþróttaráð Vest- fjarðat Gunnar J. Andrcw for- mann (endurk.), Einar O. Krist- jánsson (endurk.), Finn Jónsson (endurk.), Guðmund Jónsson frá Mosdal (endurk.) og Helga Guð- mundsson. En varamenn voru kosnir: Aðalsteinn Jónsson, Ágúst Leós, Aróra Halldórsdóttir, Jak- obína Þórðardóttir frá Laugabóli og Sigurður Guðmundsson. —• Að- setur iþróttaráðsins er á ísafirði og er það skipað til þriggja ára. Öll sambandsfélög íþróttasam- bands íslands á Vestfjörðum eiga að snúa sér til íþróttaráðs Vest- Dugleg stúlka óskasl í vist á gott sveitaheimili nú þégar. Gott kaup. Uppl. afgr. Álafoss, Laugav. 44. Sími: 404. (69 \TNNA. Kjólasaumalærling- ur óskast nú þegar. Agústa Bjarman, Sóleyjargötu 1.4. Simi 519. (55 Nokkra sjómenn vantar. Uppl. lijá Magnúsi Guðmunds- svni, Hafnarstræti 18. (54 Stúlka óskast í árdegisvist á fáment heimili. Freyjugötu 10, niðri. (51 Tilboð óskast, að stc>pa grunn undir hús og leggja lil efni. A. v. á. (50 Tek að mér „Permanent“- hárliðun og legg hár (Vand- ondulalion). Er nýbúin að fá bestu tegund af augnabrúna- og augnaháralit og hefi lækkað verðið á litun niður í kr. 2.00. Vil einnig minna á „Vita“-nudd- vélina, er cyðir allri óþarfa fitu, livar sem er, styrkir laugar og veika fætur. Lækkað verð. Als- konar andlitsböð og hárlitun. Hefi einnig fengið ágæta and- litsoliu, sem nærir og mýkir hörundið og eyðir hrukkum. Sel einnig andlitscrem og bað- vatn. — Lindís Halldórsson, Tjarnargötu 11. Simi 846. (272 rat FAPAÐ FUNDIÐ 1 Kven-armbandsúr tapaðist í fyrradag. Skilist gegn fundar- launum á Klapparstíg 38. (72 Kvenveski fundið. Vitjist í Körfugerðina. (74 Tapast liefir hægri handar skinnbelgvetlingur 3. febr. Skilist á Njálsgötu 79 (58 Gleraugu með svartri umgerð liafa tapast. Finnandi beðinn að koma þeim á Hverfisgötu 71. (53 fjarða með tilkynningar um leik- mót sín, lagaskýringar og annað, er við kemur iþróttamálum. Næsta ár hefir Iþróttaráð Vest- fjarirf ákveöið að starfrækja íþróttaskólann i Reykjanesi. — Verða námskeið þau, sem þar verða haldin, i ár og á komandi árum vonandi vel sótt. Stór stofa með húsgögnum, ljósi, liita og ræstingu til leigu. Uppl. á vinnustofu Jóns Þor- steinssonar, Laugavegi 48. Sími 1647. ' (68 Góð forstofustofa til leigu á Óðinsgötu 17 B. (67 Sólrik nýtísku íbúð til leigu nú þegar, einnig ein ágæt stofa fyrir einhleypa. — Uppl. Berg- staðastræti 65. Sími 2175. (61 Til leigu frá 14. mai 3 her- bergi og eidhús við miðbæinn. Aðeins fyrir fámenna fjöl- skyldu. Tilboð auðkent „Ný- tisku þægindi" leggist inn á af- gr. jiessa lilaðs. (56 Stofa með aðgangi að eldhúsi til leigu fyrir 30 kr. á mánuði. Uppl. Vesturgötu 61. (52 3 herhergi og eldliús til leigu 20. febrúar, fyrir fámenl fólk. Uppl. á Njálsgötu 52, eftir 7. (48 KAUPSKAPUR Húseignir til sölu. Nýtísku steinhús, verð 29” þúsund, væg útborgun. Steinhús i Skólavörðuhollinu, með öllum nútima þægindum, verð 39' þús. kr., væg útborgun. Timb- urhús við miðbæinn, nýlegt, út- borgun við fleslra hæfi, tæki- færisverð. Steinhús við miðbæ- inn, með öllum nútima þægind- um, sérlega ódýrt og væg út- borgun. Kaupendur geri svo vel að spyrjast fyrir hjá mér. Hús- tekin í umboðssölu. — Elías S. Lyngdal, Njálsgötu 23. — Sími 664. (73 Litið steinhús í austurbænum óskast til kaups, án millihða. Tilboð merkt: „Steinliús“, send- ist afgr. Vísis sem fyrst. (79 Darwin-túlípanar, rauðir og bláir og fleiri litir, fást daglega í skartgripaverslun Áma B, B j örnssonar, blóma verluninni Anna Hallgrímsson, og hjá Ein- ari Helgasyni. Sími 72. (60 Maður í góðri stöðu óskar eftir 2-3 herbergjum og eldhúsi hjá góðu fóíki. Uppl. hjá afgreiðslunni. (12 Upphituð herbergi fást fyrir ferðamenn ódýrast á Hverfis- götu 32. (385 Fjögur herbergi og eklhús óskast til leigu í austurbænum frá 14. maí. — Uppl. Grettis- göt'u 28 B. (42 UNGLINGASTÚKAN BYLGJA. Fundur á morgun (sunnud.) kl. 1J4 e. h. — Kosning og innsetning embættismanna o. fl. Mætið vel. Gæslumaður. (71 I. O. G. T. Svava nr. 23. Fund- ur á morgun byrjar kl. 1. Verið stundvís! Æskufélag- ar skemta með leik. (59 Sími 1094 Derksm i Smiðjust. 10 Jleijlijavik Ódýrir túlípanar i Hellusundi 6. Hyasintur komnar aftur, Sími 230. Sent heim. (65 fbúðarhús með öllum þæg- indum er til sölu i vesturbæn- um. Uppl. lijá Þorsteini Einars- syni, Holtsgötu 1(5. Sími 2163, '________________________ (64 Sem nýtt píanó til sölu með tækifærisverði. . Uppl. í síma 2053. (63 Nýtísku hús er til sölu, tals- verð útborgun, semja ber við Jón Arinbjarnarson, Bergstaða- stræti 65. Sími 2175. (62 Tækifæriskaup á allstóru ibúðarhúsi geta inenn fengið hjá mér nú strax. Einnig á ! miðlungsstóru steinhúsi. Auk 1 þess jafnan til sölu mörg hús, ! stærri og smærri, t. d. falleg ! steinvilla. Finnið mig strax að máli. Viðtalstími 11-12 og 5-7. Aðalstr. 9B (steinhúsið). —■ Helgi Sveinsson. (60 STEINHÚS óskast keypt, Kjallari og 1—2 hæðir. Útborg- un 10 þús. kr. Tilboð með lýs- ingu, tilgreindum stað, verði og áhvílandi skuldum, sendist Vísí, merkt „10.000“. . (57 Helgi Helgason, Laugav. 11. Sími 93. Líkkistur ávalt fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir hér og í ná- grenninu. Upphlutur til sölu með tæki- færisverði, í Vonarstræti 8. Sími 968. (49 Túlípanar í öllum litum fást daglega í Hellusundi 6. — Sent heim, ef óskað er. — Sími 230. F JELAGSPRENTSMIÐ JAN. (508 Klumbufótur. bjóst eg við að regnkápur væri afardýrar í Þýska- landi — skortur á togleðri var mikill um þessar mundir. Gyðingurinn tók mér með kostum og kynjum og fylgdi mér inn i búð sína. Hún var lítil og sóðaleg. Eg valdi mér græna regnkápu, sem mér jiótti raunar mjög ósmekkleg. — En mér virtist svo, sem eg yrði að fara að dæmi Þjóðverja í klæðavali, fyrst það var ætlun mín að láta líta svo út, sem eg væri einn af þeim. Maðuf nokkur varð á vegi mínum, er eg kom út úr búðinni og lá við sjálft, að eg rækist á hann í dyrunum. Hann var lítill vexti, væskilslegur og nokk- uð við aldur. Hann hafði uppmjóa húfu á liöfði og var brugðið um liana gyltum borða upplituðum. Eg kannaðist þegar við, að þarna mundi vera kominn einn af leiðsögumönnum þeim, er lierja á ferðamenn hvarvetna i nánd við járnbrautarstöðvar á megin- landi Evrópu. Eru menn þessir bæði framir og ágeng- ir og linna ekki látum, fjrr en þeir geta liaft fé af ferðarnönnum. „Vantar yður ekki fylgdarmann?“ spurði maður- inn á þýsku. Eg liristi höfuðið og hraðaði mér áleiðis eftir strætinu. Maðurinn trítlaði við hlið mér. „Þurfi þér ekki að komast á gistihús -— gott og ódýrt gistihús, herra? — þurfi þér ekki ....?“ ,,/E — fari þér til fjandans!“ hrópaði eg reiðilega á þýsku. En karlinn fór sínu fram, þuldi upp það, sem hann hafði á boðstólum, rnóður og másandi, skrækrómaður og leiðinlegur. Eg vék af leið minni, þegar er við komum að götuhorni, í þeim von, að mér tækist að losna við manninn — en það varð árangurslaust. Að lokum staldraði eg við og rétti að honum eitt gyllini. „Taki þér við þessu —- og snautið svo i burtu,“ sagði eg. Ivarlinn drap hendi við peningunum. „Danke, danke,“ sagði liann hirðulejrsislega, en leit í allar áttir um leið. Þvi næst breytti liann um róm, og vottaði nú ekki lengur fyrir hinni skræku rödd, er liann hafði áð- ur notað: „Þér cruð skrambans ári erfiður viðfangs!“ Eg var á báðum áttum augnablik, en lét þó ekki bilbug á mér finna og sagði hiklaust á Jiýsku: „Hvað viljið þér mér? Eg skil yður ekki. Ef þér látið mig ekki í friði, neyðist eg til að kalla á lögregl- una!“ Hann lióf máls á ný og var nú ekki um að villast, að þetta var mentaður Breti og vel upp alinn: „Annaðhvort eru þér þaulvanur leiknum — eðð þér eruð ekki með öllum mjalla! Stöðin úir og grú- ir af mönnum, sem eru að leita yðar. En þér labbið um eins og þér væruð heima lijá yður — og það eL Hklega þess vegna, að þeir fengu ekki grun á yður.“ Eg svaraði enn á ný á þýsku: „Eg skil yður ekki!“ En hann virtist ekki veita svari mínu athygli og mælti aftur á enska tungu: „Vari j)ér yður! Þér berið lierfylkislitina á háls- bindinu yðar að hermanna sið.“ Eg bar höndina upp að hálsbindinu og blóðið steig mér til höfuðsins. Hvílíkt erkiflón og viðvaningur gat eg verið! Eg Iiafði steingleymt því, að eg baf liti lierfylkis míns í hálsbindi mínu. Mér sárnaðí svo injög, að eg eldroðnaði, — en þó létti mér um leið. Eg fann, að mér væri óhætt að treysta þessum manni. Þýskur njósnari hefði þurft að vera óvenju- lega athugull til þess að koma auga á þetta lítil- ræði. — Eg var samt cfa‘>!''é•' bví, að lualda fast við að tnla bý°ku, — m ewgum að treysta. Karlinn lét ennþá dæbma ganga. Eg sá tvo verka- menn nálgast. Þegar beir voru kömnir hjá, sagðí hann og mælti nú á enska tungu-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.