Vísir - 13.02.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 13.02.1932, Blaðsíða 2
V I S I R Húsmæð up I Gefið bömunum yðar liafragraut úr „Viking“ haframjöli, ]>ví að það er það bcsta, sem fáanlegt er. Fæst í V2 kg. og % kg. pökkum. Símskeyti —o— London 12. febr. United Press. FB. Gengi sterlingspunds. Gengi sterlingspunds 3.44VÍ miðað við dollar, cr opnað var, en 3.44y2, er lokað var. New York: Engin gengis- skráning í dag vegna þess, að frídagur er. Genf 12. febr. United Press. FB. Afvopnunarstefnan í Genf. Tékkóslóvakia, Danmörk og Spánn liafa tilkynt, að þau séu samþykk tillögum Frakklands um alþjóðalögreglu. Dr. Muncli, fulltrúi Dana, óskaði eftir því, að gerð væri skýr ákvæði um það, hvenær einliver þjóð væri talin iiafa byrjað árásarstyrjöld. Genf 12. febr. United Press. FB. Fulltrúar Delgíu á afvopnun- arráðstefnunni bafa tilkynt, að Belgía sé samþykk því, að bann- að verði að nota flugvélar í hernaði, eiturgastcgundir, lang- drægar fallbyssur o. s. frv. Full- trúar Rússa liafa hvatt til al- gerðrar afvopnunar, en ef það hefðist ekki fram, væri bannað að nota skriðdreka (tanks) í hernaði, langdrægar fallbvlsur á sjó og landi, loftskip og flug- vélar til skotárása, eilurgasteg- undir o. s. frv. Sbanghai 12. febr. United Press. FB. Ófriðurinn í Asíu. Að afloknu vopnalilénu bófst skotbrið aftur kl. 1 f. ir. London 13. febr. United Press. FB. Shanghai: Bárdagar lialda áfram á Cliapei- og Woosung- vigstöðvunum. Flugvélar Jap- ana hafa flogið }Tir Chapei og varpað þar niður sprengikúlum. Tokio: Ríkisstjórnin hefir til- kynt, að liðsauki sé á leiðinni til Sbangliai. Herforingi Japana muni bjóða liershöfðingjum stórveldanna að taka þátt í leið- angri á hendur kínverska bern- um, sem ætli að laka Sbanglmi herskildi. Kínverjum verður þó fyrst send úrslitaorðsending um að bverfa af Shanghai-svæðinu. Neiti ].-•'••• «>vi. munu Japanar liefja sókn á bendur þeiui, einir, ef í það fer. Genf 12. febr. United Press. FB. Iiina liefir farið fram á það við framkvæmdaráð Þjóða- bandalagsins, að þing verði kallað saman út af japansk- kinversku deilunni. Osló 12. febr. United Press. FB. Norska krónprinsessan elgnast dóltur. Norska krónprinsessan ól manni sínuin dóttur á fimtu- dagskveld. Bæði móður og dótt- ur líður vel. London 12. febr. United Press. FB. Verðtollur á landbúnaðarvörum í Bretlandi. Sir John Gilmour, landbún- aðarráðherra, liefir tilkynt, að á allar innflutlar landbúnaðaraf- urðir verði lagður 10% verð- tollur, að undanteknum hveiti, ull, kjöti og grænmeti. Fiskur, sem Bretar veiða, er undanþeg- inn verðtollinum. Nfja stjörnin í Frakklandi. k Eins og frá var sagt í skeyt- um, var ný stjórn mynduð í Frakklandi um miði)ik janúar- mánaðar. Laval er forsætisráð- lierra áfram. Hann er einnig utanríkismálaráðherra, í stað Briands, sem gekk úr stjórn- inni. Léon Bérard er dómsmrli., og vára-forsætisráðli., Pierre Catliala innanríkisráðli., Pierre Etienne Flandin fjármálaráðh., André Tardieu hermálaráðli., Charles Dumond flolamálaráðh. Louis Rollin viðskifta- og iðn- aðarmálaráðb., Achille Fold landbúnaðarmálaráðh., Mau- rice Deligne, ráðberra opinberra verka, Jacpies Louis Dumesnil flugmálaráðh., Auguste Cham- ])etier de Ribes cftirlaunamála- ráðh., Adolphe Landry verka- málaráðh., Charles Guernier póst- og símamálaráðherra, Louis de Chappedeláine versl- unarflotaráðh., A. Blaisot heil- brigðismálaráðh. og Paul Rey- nand nýlen duniálaráðh. Auk þess eru 10 undir-ráðherrar. Fréttabpéf úr Norður-Þingeyjarsýslu. . —o— (Frú fréttaritara FB.). Af Norður-Þi 1 igeyingum fara jafnan litlar sögur. Sýslan er afskekl og bygðin strjál. Sýslu- búar eru mjög yfirlætislausir og vilja því ógjarnan, að mikið sé um þá talað eða ritað. Frem- ur lítinn áliuga bafa sumir þeirra fyrir landsmálum, en láta sér þess meira ant um þau mál, scm varða héraðið sjálft, og þyi talsverður félagsmála- áhugi þar rikjandi og mörg fé- lög starfandi. í flestum sveitum eru ung- mennafélög og í])róllafélög. Ungmennafélögin eru fremur athafnalítil nú sem. stendur, en fyrir nokkrum árum var vegur þeirra meiri og lögðu þau ])á drjúgan skerf til samkomuhúsa og skóJabúsbygginga í bérað- inu. I Kelduhverfi var félagið svo öflugt, að það gat bygt sér stórt hús fyrir nokkrum árum, en í Öxarfirði og Núpasveit lögðu ungmennaféögin fram fé allríflega til hinna myndarlegu Tniipanar S koma daglega. — Verðið lækkað. Hvítir 40 aura. Rauðir 60 aura. Fjólublá- ir 70 aura. IB O E S K O V. Laugavegi 8. ______. _______1 BanBannBaaBBaBBH skólabúsa, sem þar voru bygð fyrir nokkru. Þegar tíðarfarið er gott, eins og t. d. i vetur, eru oft haldnir uinræðufundir i félögunum og sum gefa út sveitarblöð. íþróttafélögin eru allmörg í sýslunni og liafa þau myndað með sér samband, er beitir í])rótlasamband Norður-Þing- eyinga, og telur það nú nokkuð á annað hundrað félagsmenn. Innan íþróttasambandsins hef- ir verið allmikill áhugi og unn- ið að ýmsum nauðsynjamálum. Meðal annars annaðist það um sundkenslu i nokkur vor, en sundnámskeiðin kostuðu all- mikið fé, en gáfu mjög lítið i aðra hönd. Fór sambandið þess á leit við sýslunefndina oftar en einu sinni, að fá ofurlitinn styrk til að halda uppi sund- kenslunni, en þeirri málaleitan var aldrei sint, svo að sam- bandið neyddist til að hætla þessari starfsemi sinni og hörmuðu það margir. Þá liefir sambandið gengist fyrir héraðsmótum á vori liverju, og hafa þau verið vel sótt og farið ágætlega fram. Stjórn íþrótta- sambanclsins ski]>a nú þessir menn: Einar Benediktsson, gagnfræðingur, Vikingavatni, Gunnl. Stefánsson, gagnfr., frá ÁJairseli, og Benjamín Sig- valdason, búfr., frá Gilsbakka. í hverjuin hreppi er búnað- arfélag, og hafa þau einnig myndað með sér samband, er nefnist Búnaðarsamband Norð- ur-Þingeyinga. Þó að það sé ekki búið að starfa nema fá ár, þá hefir ])að verið lalsvert at- hafnamikið, og þá einkum snú- ið sér að jarðræktarmálum. Keypti það tvær dráttarvélar með styrk frá hreppsfélögum og kaupfélögum, og unnu þær að landbroti síðastliðið sumar. Þrátt fyrir smábilanir og ýmsa aðra örðugleika er jafnan fylgja hvers konar byrjunarstarfsemi, gekk starfið sæmilega. Voru unnar um 300 dagsláttur, og er meiri hluti ])ess talið fullunnið. Hefir slyngum jarðrældar- manni talist svo til, að komist ])etta land, sem nú þegar er brotið, i ákjósanlegustu rækt, þá eigi það að gefa af sér jafn- mikla töðu og nú fæst af öllum túnum sýslunnar eða því sem næst. Mörgum finsf búnáðar- sambandið luifa farið of geyst af stað, þar sem fyrirsjáanlegl er, að erfitt verður um áburð- arkaup á komandi vori. Má því teljast fullvíst, að að eins lítill hluti af hinu brotna landi komist slrax í rækt. Þá er og bersýnilegt, að fjárhagur bún- aðarsambandsins verður all- erfiður á komandi árum, þar sem dráttarvélarnar og starf- ræksla þeirra kostaði samtals um 30,000 kr. Stjórn búnaðar- sambandsins skipa nú: Bene- dikt Kristjánsson, bóndi, Þverá, Helgi Kristjánsson, bóndi, Leir- höfn, og Jön Sigfússon, bóndi, Ærlæk. (Meira). Leikhúsió* —o— John Galsworthy: Silfur- öskjurnar. Það er eklci að vanþakka val Leikfélagsins á leikriti að þessu sinni. Leikritið er að efni til rétt eins og þaö væri samið ein- mitt núna. Höf. bregður upp myndum úr daglegu lífi, en dregur enga ályktun af; það ætlar bann áhorfendum. Þetta kann að vísu að koma flatt upp á þá, og þeim að þykja leikrit- ið endaslept, en þeir munu átta sig á því að það sé spurning frá böf. til þeirra. Efni leikritsins er þetta: James Jones er ökuinaður á hcrrasetri og kcmst þar i kynni við stúlku, á við henni barn og gengur síðan að eiga hana,af því að þeim þykir vænt livorn um annað, en einmitt ])að leggur þegar fyrsta steininn i götu þeirra. Oddborgarahátturinn rís upp á afturendann vegna barn- eignarinnar, og Jones er rekinn úr vistinni vegna þess að liann „gefi vont eftirdæmi“. Hann fer til London, cn vinna hans verður upp frá ])ví stopul, hann kona hans og börn lenda í basli og bann fyllist kergju við mann- félagið, sem liann veit ekki til hann hafi gert neitt af sér við. Hann getur ekki skilið hvers- vegna bann, sem er fullhraust- ur og vill vinna, enga vinnu getur fengið, og það því fremur, sem hann sér allmargt lolk yf- irstéttarinnar lifa herramanns- lífi í lireinu aðgerðarleysi, og svo legst hann í drykkj uskap af örvæntingu. Gremjan í hon- um verður þó enn rikari við vín, svo að hann þá er vondur við konu sína, ber hana og út- hýsir henni, cn við það virðist ást þeirra hverfa. Konan fer að hugsa um að skilja við mann- inn, en hann er þrátt fyrir þetta afbrýðisamur, og altaf þegar til á að taka reynist ást þeirra lif- andi, enda þótt fallin sé j7fir hana skriða örbirgðar og ar- mæðu. Ivonan bcfir ofan af fyr- ir sér og börnunum með ræst- ingum hér og þar í bænum, en dugir þó ekki til, og er alt sem þau hafa átt komið lil veðlán- ara og nú skulda þau húsaleigu, svo að gaddurinn blasir við þeim. Maðurinn cr að gefast upp á að leila sér vinnu, bann drekkur i sinnuleýsi upp livern skilding, sem honum áskotnast, cn konan er búin að missa all- an kjark í þessu andstreymi. I borginni býr þingmaður nokk- ur, Bartwick, efnaður og innan- tómur með öllu. Hann Jiykist vera frjálslyndur og fullur samúðar með þeirn, sem bágt eiga, en er i raun réttri odd- borgari binn mesti, og er við ekkert bræddari en að verða bendlaður við eilthvert hneyksli í blöðunum; um það snýst allur hans liugur. Kona hans er enn verri gripur af sama sauðahúsi. Hún er ein af þeim sálum, sem lifir með aug- að á liverju skráargati og hneykslast yfir því, séin inni fyrir er, en getur þó ekki slitið sig frá því. Þau ciga son, sem er að dafna i sömu dygðum og þau sjálf, og gáir sín hvergi, af því að hann veður í peningum, og því siður, sem hann sér að það í augum foreklranna er helsta manndygðin, að láta ekki það, sem manni verður á, komasl í blöðin. Hjá þessum bjónum er frú Jones við ræst- ingu. Eina nótt er pilturinn á slarki og lendir þá i t'æri við kvenmann af götunni. Verður þeim sundurorða og slítur liami af henni liandtösku með öllum peningum hennar og hverfur síðan frá lienni. Er að húsdyr- unum kemur, fer hann að leita að skráargatinu öfugu megin á hurðinni og kemst því ekki inn. Jones, sem þá er á ferli um götuna, lijálpar honum, og býð- ur pilturinn lionum upp með sér til þess að liann geti þægt lionum fyrir. En svo reynist, er upp kemur, að hann sé peninga- laus, svo að hann gefur bonuna í stupinu í staðinn og segir hon- um að hann megi taka alt, hvað sem hann vilji; með það sofnar pilturinn. Jones tekur nú buddu götustúlkunnar, sem Bartwick ungi hafði tekið af henni og ennfremur vindlingaöskjur úr silfri og fer burt með það. Um morguninn er silfuraskjanna saknað, og grunurinn leiðist að frú Jones. Hinn frjálslyndi þingmaður yfirlieyrir hana og kemst það helst upp, að liún liafi átt barn með manni sínum fyrir giftingu þeirra en við þá frétt ætlar frú Bartwnck að springa af vandlætingu. Skömnui síðar kemur stúlkan af götunni til þess að heirnta af Bartwáck vngra tösku sina með peningunum en hittir fyrir föður hans. Pilturinn þrætir og kveðst ekkert muna, en játar svo og skilar töskunni, en þá vantar í hana ])eningana, svo að gamli maðurinn verður að borga. Bartwick fær nú lög- reglunni málið um hvarfið á silfuröskjunum, sem frú Jones auðvitað ekki hafði kannast við. Er frú Jones kemur heim til sín, er maður hennar búinn að sofa úr sér, og er kona búsvarð- arins kemur að krefjast búsa- leigunnar verður frú Jones liissa á því, að maður hennar getur borgað, og er hún fréttir hvern- ig á peningunum stendur, at- vrðir liún hann fvrir. En nú finnur hún líka á lionum silfur- öskjurnar og vill þá skila þeim aftur. í þeim svifum kemur lögreglumaður, til þess að taka hana fasta og sér hann öskj- urnar og þykist viss um að hún hafi tekið þær. Nú vakna liinar sofandi tilfinningar Joneshjónanna frá fyrri dög- um. Hann gefur það upp, að hann hafi tekið dósirnar og hún.fer að bera blak al' honum. Ætlar Jones með valdi að verja lögreglunni að taka konuna, en svo fara leikar, að þau eru bæði flutt í fangelsi. Segir Jones lögreglunni alveg satt og rétt frá atvikum og um leið segir liann frá því, hvernig Barwick yngri liafi kömist yfir pening- ana sem hann tók af honum. Þegar Bartwick gamli fréttir það, verður hann óður af bræðslu við að þetta muni kom- ast í blöðin. Og er frú Bartwick fréttir að sonur hennar bafi verið í týgjum við stúlku af göt- unni, ætlar hún af göflunum að ganga, en síðan skipar hún syni sínum að segja nú salt, að þetta liafi aldrei gerst. Yfirkominn af gunguskap þykist lianh ekkert muna, cnda þótt hann muni alt, og þegar fyrir réttinii kemur vinnur liann eið að ])ví, að þetta sé alt vitleysa bjá Jones — en þegar Jones ætlar að segja frá viðureign Bartwicks við , götu- stúlkuna er honum sagt að þegja. Er frú Jones nú sýknuð, en maður liénnar dæmdur í mánaðar betrunarhúsvinnu. Þar með hefir lífið lagl nýja óráð- anlega gátu fvrir Jones. Hann skilur ékki hversvegna sér sé refsað fvrir að verja saklausa konu sína og ckki að Barlwick

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.