Vísir - 17.02.1932, Blaðsíða 3
yism
slíkra kenninga, og langi til að
sýna í verki, að þeir trúi því, að
„allir eigi alt“. — Þetta sé bara
.einn þáttur uppskerunnar af
starfi þeirra manna, sem unnið
þafa að því á síðustu timum, að
gleþja hugsanalíf þjóðarinnar
,og drepa siðferðisþrek hennar.
12. febrúar.
Þ.
Fiskipingið.
—s—
16. febr. FB.
Fiskiþing' íslands, hiö n. í.röS-
Inni, var sett í Kaupþingssalnum
kl. 5 í gær. Þessir fulltrúar eiga
,-sæti á þinginu:
Fyrir Reykjavíkurdeild:
Magnús Sigurðsson bankastjóri,
Jón Ólafsson bankastjóri, Geir
SigurSsson skipstjóri, dr. Bjarni
;Í5æmundsson.
Fyrir Sunnlendingafjórðung:
•Ólafur B. Björnsson kaupm. Akra'-
nesi, Sigurjón Jónsson fiskimats-
maður, Reykjavík (varafulltrúi
Jóhanns Ingvasonar oddvita í
Keflavík, sem drukknaSi af mb.
Huldu í f. mán.).
Fyrir Vestfirðingafjórðung:
Kristján Jónsson frá Garðsstöö-
:um, erindreki á Isafiröi, Kristián
A. Kristjánsson, póstafgreiöslu-
maöur, Suöureyri.
Fyrir Norðlendingafjórðung:
‘<Guðm. Pétursson útgerSarmaöur,
Akureyri, Steindór Hjaltalín út-
•geröarmaður, Akureyri.
Fyrir Austfirðingaf jórðung:
;Sveinn Árnason yfirfiskimats-
ínaSur, SeyðisfirSi, FriSrik Steins-
í.on skipstjóri, Eskifirði.
Fulltrúar mættu allir nema Jón
Ólafsson, sem eigi gat sótt fund-
ínn og Steindór Hjaltalín, sem er
væntanlegur til bæjarins 20. þ. m.
Fundarstjóri þingsins var kos-
jnn Geir Sigurðsson, ritari Krist-
ján Jónsson, varafundarstjóri Ól-
íifui' Björnsson, vararitari Sveinn
Árnason, en þingskriftir annast
Tómas Guðmundsson cand. jur.
Kosið var í eftirtaldar nefndir á
Jundinum:
Fjárhagsnefnd: Magnús Sig-
urðsson, Sveinn Árnason, Ivr. A.
Krístjánsson, Guðm. Pétursson og
Sigurjón Jónsson.
Sjávarútvegsnefnd: Jón Ólafs-
^on, Ólafur Björnsson, Friðrik
íSteinsson, Steindór Hjaltalín,
Kristján Jónsson.
Starfsmála og lagabreytinga-
-nefnd: Kristján Jónsson, Sveinn
Árnason, Ólafur Björnsson.
Allsherjarnefnd: Geir Sigurös-
,son, Kr. A. Kristjánsson, Guðm.
"Pétursson.
Dagskrárnefnd: Dr. Bjarni Sæ-
jtnundsson, Ólafur Björnsson, Frið-
-rik Steinsson.
Á fundinum var lagt fram:
I, skýrsla stjórnar Fiskifélagsins
irið 1930—1931, ' 2. gerðir fjórð-
-ungsþinganna, frá í nóv. s. 1. og
fundargerð aðalfundar frá 22.
jan. svo og ársyfirlit forsetans
um sjávarútveginn 1931 og 3.
frumvarp til breytinga á löguni
Fiskifélagsins.
Þingfundir eru háðir í Kaup-
þingssalnum og verða fyrst um
;?inn frá kl. 4—7 daglega. Mönn-
lim er heimilt að hlýða á umræð-
itirnar.
Veðrið í morgun.
Hiti í Rej'kjavík 5 st., Isafirði
4, Akureyri 10, Seyðisfirði 12,
Vestmannaeyjum 7, Stykkis-
hólmi 4, Blönduósi 5, Hólum í
Hornafirði 7, Grindavik 5, Fær-
eyjum 9, Julianehaab -t- 8, Jan
Mayen 1, Angmagsalik -f- 3,
Hjaltlandi 7 og Tynemouth 1
st. (Skeyti vantar frá Raufar-
höfn og Kaupmannahöfn).
Mestur hiti í Reykjavík í gær
8 stig, minstur 4 stig. Úrkoma
0,1 mm. Sólskin i gær 0,2 stund-
ir. Yfirlit: Hæð fyrir suðvestan
land. Lægð fyrir norðan land
og önnur fyrir suðvestan. —
Horfur: Suðvesturland, Faxa-
flói: Allhvass sunnan og rign-
ing i dag, en snýst í suðvestrið
i nótt með skúrum eða éljum.
Breiðafjörður, Vestfirðir: All-
livass suðvestan. Skúrir og síð-
ar él. Norðurland, norðaustur-
land, Austfirðir: Suðvestan
stinningskaldi. Úrkomulaust.
Suðausturland; Suðvestan stinn-
ings kaldi. Rigning öðru hverju.
Gjalddagar útsvara.
Gert er ráð fyrir, að gjald-
dagar útsvara i Reykjavík verði
sem hér segir: 1. júní, 1. júlí,
1. ágúst, 1. september og 1.
október og „skal greiða fimt-
ung útsvars í livert skifti“.
Næsti háskólafyrirlestur
próf. Ágústs H. Bjarnason
um nýungar í sálarfræði er í
kveld kl. 6. Öllum heimill að-
gangur.
Skip Eimskipafélagsins.
Goðafoss fór frá Hull i gær
áleiðis lxingað. Brúarfoss lagði
af stað frá ísafirði í gær til
Norðurlands, en sneri við vegna
veðurs. Er á ísafirði i dag. Lag-
arfoss er í Leitli. Dettifoss legg-
ur af stað áleiðis til útlanda í
kvöld. Selfoss fór frá Leith í
gær.
Ivarlsefni
kom af veiðum í morgun með
2800 körfur.
Þýskur botnvörpungur
kom liingað í nótt lil þess að
leita sér aðgerða vegna leka.
Hannes ráðherra
kom frá Þýskalandi í morg-
un.
Verkefnanefnd
, hefir ákveðið að láta bora
eftir lieitu vatni i Breiðliolts-
mýri á þrem eða fjórum stöð-
um, „þar sem líklegast þykir,
að heitt vatn náist“. — Sama
nefnd liefir ákveðið, að láta
liefja lokræsagerð i Breiðholts-
rnýri og Fossvogi.
Fjárhagsnefnd
bæjarins liefir samþykt, að
fela lögfræðingi innheimtu úti-
standandi skulda bæjarins hjá
öðrum sveitarfélögum, „sem
mest vanskil liafa sýnt“. —
Vísir liefir oftar en einu sinni
vikið að því, að nauðsyn bæri
til, að gerð væri gangskör að
því, að innheimta þetta fé, því
að bæjarsjóður Reykjavíkur
gæli ekki verið og mætti ekki
vera hanki annara sveitarfé-
laga^
Bæjarstjórnarfundur
verður lialdinn á morgun kl. 5.
Mötuneyti safnaðanna.
I gær mötuðust 106 fullorðn-
ir og 70 börn.
Gengið í dag:
Sterlingspund kr. 22.15
Dollar — 6.43i/2
100 sænskar kr — 124,04
— norskar kr — 120,51
— danskar kr — 121,97
— ríkismörk — 152,89
— frakkn. frankar. — 25,49
— belgur — 89,89
— gyllini — 261,02
— svissn. frankar — 125,87
— pesetar — 50,37
— lírur — 33,60
-— tékkósl. kr — 19,21
Tilkynnmg.
Fram \-fir næstu mánaðamót
gegnir Guðm. Guðfinnsson
læknir læknisstörfum fyrir
mig.
17. febrúar 1932.
Magnús Pétursson,
læknir.
Gullverð
íslensku krónunnar er í dag
57,99.
Innflutningurinn.
Fjármálaráðuneytið tilkynn-
ir FB.: Innfluttar vörur í janúar
kr. 2,012,518,00, þar af til
Reykjavíkur kr. 1,459,543,00.
Esperanto-félagið í Reykjavík
lieldur fund í K. R.-húsinu,
uppi, fimtudaginn 18. þ. m. kl.
9. Um 40 nýir esperantistar
ganga í félagið. Það er kunnugt,
að í bænum eru margir, sem
liafa lagt meira eða minna
stund á esperanto, en standa þó
utan félagsins. Ef þeir hafa bug
á að fullkomna sig i málinu og
vilja styðja esperanto-hrcyfing-
una, ættu þeir að gerast félags-
menn.
Þ.
Sjómannakveðja.
16. febrúar. FB.
Farnir til Englands. Kærar
kveðjur til vina og vandamanna
Skipverjar á Walpole.
V oraldarsamkoma
verður lialdin annað kveld í
Góðtemplaralmsinu, salnum
uppi, kl. 8y2. Allir velkomnir.
H jálpræðisherinn.
Hljómleikasamkoma verður
haldin fimtud. þ. 18. febr. kl.
8 síðd. Lautinant Kjærbo
stjórnar. Föstud. þ. 19. febr. kl.
8 síðd. Kaffisamsæti, söngur og
hljómleikar. Aðgangur 25 aura.
Bethanía.
Samkoma í kveld kl. 8V2. —
Efni: Bæn og bænheyrsla.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 12 kr. frá konu,
5 kr. frá G. J„ og 5 kr. frá P.
S„ 15 kr. frá H. G.
Til máttlausa drengsins,
áheit, 2 kr. frá konu.
Útvarpið í dag.
10.15 Veðurfregnir.
12.15 Tilkynningar. Tónleikar.
Fréttir.
12.35 Þingfréttir.
16,10 Veðurfregnir.
18.15 Háskólafyrirlestur (Ág.
H. Bjarnason).
19,05 Þýzka, 1. flokkur.
19.30 Veðurfregnir.
19.35 Enska, 1. flokkur.
20,00 Klukkusláttur.
Erindi: Frá útlöndum
(Vilhj. Þ. Gíslason).
20.30 Fréttir.
21,00 Föstuguðsþjónusta í Frí
kirkjunni (sr. Árni Sig
urðsson).
Akron heiiir stærsta loftskip
sem bygt hefir verið og var ný-
lega tekið í notkun fyrir loftber
Bandaríkjanna. — Akron er rúm-
lega helmingi stærra en Zeppelin
greifi. — Bæði loftskipin nota ein-
göngu Veedol smumingsoliur til áburðar á vélar skip-
anna, af því að betri olíur og öruggari þekkjast ekki.
Commander Byrd notaði að eins Veedól olíur á flug-
vélamótorana þegar hann fór til Suðurpólsins fyrir
nokkurum árum.
Notkun Veedol olíanna gefur fylsta öryggi og sparar
notendum þau feikna útgjöld sem orsakast af notkim
lélegrar olíu. Minnist Veedol þegar þér þurfið olíu og
feiti til áburðar á bíl yðar.
Jóli* Ólafisson & Oo.
REYKJAVlK.
VEEDOL
Laidsins mesta ónsl af rammalistm.
Myndir innrammaðar fljótt og rel. — Hvergi eins ódýrt.
GoðmnndDr AsbjOrnsson,
--- Laugavegi 1. -
Teggfóður.
Fjölbreytt úrval, mjög ódýrt, nýkomið.
Goðmaodflr isbjðrnsson,
Sími 1700.
Laugavegi 1.
Best að auglýsa i Vísí.
íslensk
V.
kaupieg
ávalt
hæsta
verði.
Gísli Sigurbjörnsson.
Lækjargötu 2. Sími: 1292.
Hngsið yðnr nm.
Þá munuð þér komast að
raun um, að
VÖRUHÚSIÐ
er ávalt ódýrast.
Vörurnar þær bestu
fáanlegu.
aocxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxsac
Karlm.
nærfatnaðup.
Mikið úrval.
Sanngjarnt verð.
VÖRUHÚSIÐ
og Útibúið Laugavegi 35.
— ]a,en
VÖRUHÚSIÐ
selur ódýrara.
VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða.
Slðasta vika
dtsðlunnar
stendur nú yfir. Notið jrður uú
vel þetta síðasta tækifæri, tíl
að gera góð kaup á:
Búsáliöldum. Postulíni og
Glervörum. Borðbúnaði. 2ja
lurna silfurpletti. Barnaleik-
föngum og ýmsum Tækifæris-
gjöfum, dálítið af ódýrum
Kaffistellum eftir enn þá. Einn-
ig hinir góðu 14 karat Sjálf-
blekungar, á að eins 7,60. Ferða-
fónar 15 krónur. Góða liand-
sápu á 35 aura og
ótal margt fleira
— afar ódýrt.
I
I ir
Bankastræti 11.