Vísir - 17.03.1932, Síða 2
V 1 S I R
ÚtgeFðarmenn I
Heildsfllubirgðir af 1. fl.
Fiskilínum,
biknðum og dbiknðnm.
Símskeytl
—o—
Stokkliólmi 16. mars.
United Press. - FB.
Fjármálaástandið í Svíþjóð.
Kauphöllin verður opnuð á
ný á mánudaginn kemur. —
Rannsóknir til þess að gera
ljóst, hvemig ástatt er um hag
Kreuger & Toll fer nú fram, og
er búist við, að þœr standi yfir
út þennan mánuð. — Áður en
Kreuger fór til Bandaríkjanna
skipaði hann svo fyrir, að eigi
skyldi ganga frá ársreikning-
um Kreuger & Toll og nokk-
urra annara félaga, fyrr en
hann væri kominn heim aftur.
Stokkhólmi 16. mars.
United Press. - FB,
^erslun með lilutabréf Ivreu-
ger & Toll hefir verið bönnuð
á kaupliöllinni frá og með
mánudegi að telja. Ástæðan til
þess er sú, að vart varð meiri
ótta meðal liandhafa Kreuger-
verðbréfa í dag en hina dag-
ana, sem liðnir eru siðan
Kreuger framdi sjálfsmorð. —
Kreuger-verðhréf hafa jafnvel
verið auglýst til sölu í blöðun-
um og afleiðingin orðið sú, að
ýms önnur verðhréf hafa fall-
ið mikið í verði.
Hongkong 16. mars.
United Press. - FB.
Frá Hardtleiðangrinum.
Látinn er úr lungnabólgu G.
M. Hardt, yfirmaður frakk-
nesks vísindaleiðangurs, sem
ferðast um Asíu í bifreiðum.
Londou 16. mars.
United Press. - FB.
Gengi.
Gengi sterlingspunds tniðað
við dollar, er viðskifti liófust
3.62%, en 3.62%, er viðskiftum
lauk.
New York: Gengi sterlings-
punds $ 3.62% er viðskifli hóf-
ust, en $ 3.62% er viðskiftum
lauk.
London í mars.
United Press. - FB.
Samvinna mjólkurframleiðanda
í Englandi.
Mjólkurframleiðendur í Eng-
landi og Wales áforma að
mynda með sér félagsskap, til
þess að ltoma betra skipulagi á
afurðasölu sina. Landbúnaðar-
frömuðir hafa rætl málið við
landbúnaðarráðherrann og er
búist við, að skipuð verði nefnd
sérfræðinga í búnaðarmálum og
viðskiftamálum, til að koma
betra skipulagi á sölu mjólkur-
afurða og til að bæta fram-
leiðsluna. Nefnd þcssi verður
skipuð af landbúnaðarráðherr-
anum, samkvæmt heimild í lög-
um, sem nýlega voru samþýkt,
um sölu landbúnaðarafurða
(The Agricultural Marlceting
Act). — Árleg mjólkurfram-
leiðsla í Englandi og Wales
nemur fimtíu og sex miljónum
sterlingspunda, en verðmæti af-
urða, sem unnar eru úr mjólk
(smjör, ostar o. s. frv.), nem-
ur tíu miljónum sterlingspunda
árlega. — Þessi ráðgerða félags-
stofnun meðal breskra mjólkur-
framleiðanda verður að líkind-
um öflugasti félagsskapur fram-
leiðanda landhúnaðaráfurða í
Bretlandi.
Frá Alþingi
í fyrrakveld.
—o—
Neðri deild.
Framhaldsfundur var í neðri
deild í fyrrakveld og var þar
lialdið áfram limr, um verð-
hældcunarskattsfrv. Halldórs
Stefánssonar og Haralds Guð-
mundssonar.
Forsetí frestaði umr. um
málið, áður en það var útrætt,
og var þá tekíð fyrir
Frv. til 1. um fimtardóm.
Bergur Jónsson hafði fram-
sögu í málinu. Hann rakti fiv.
all ítarlega og gat þeirra breyt-
inga, sem fram liefðu komið á
því í nefnd.
Einar Árnórsson kvaddi sér
þá liljóðs.
Með frv. þessu kvað hann í
rauninni ekki verið að gera
neina nýja skipun á meðferð
mála í liæstarétti. Ilún væri í
aðalatriðum hin sama. Það væru
gerðar fáeinar breylingar og
sumar þeirra væru að eins á
pappírnum. Hann kvaðst vera
þeirrar skoðunar, að meira rétt-
aröryggi væri að hafa 5 dóm-
ara en 3, en erfitt væri að setja
nokkur takmörk um það, hve-
nær kveða skuli til þessa tvo
aukadómara.
Þá veik liann að opinberu at-
kvæðagreiðslunni.
Eins og nú stæði, væri at-
kvæðagreiðslan í réttinum ekki
opinber. En ef dómara greindi
á við meiri hlutann, ætti hann
þó heimting á, að birta álit sitt
í dómasafni réttarins, ef hann
óskaði þess. Hann kvaðst ekk-
ert hafa á móti þvi, að sérá-
kvæði og ágreiningsatriði væru
birt.
Vel gæti verið að minni lilut-
inn liefði rétt fyrir sér, og fróð-
legt væri fyrir lagamenn að sjá,
hvernig hann hefði litið á mál-
ið.
Breytingin í frv. hvað þetta
snerti væri að eins sú, að hvert
sératkvæði væri birt í réttinum,
hvort sem aðili óslcaði eða ekki.
En það væru aðallega tvö atriði,
sem hann teldi máli skifta í frv.
Það væri varlmgavert að lög-
gjafarvaldið ákvæði, að dóm-
stóll skyldi lagður niður. Vara-
samt að löggjafarvaldið hlypi
til að leggja niður dómstól, livað
þá lieídur þegar urn æðsta dóm-
stól þjóðarinnar væri að ræða.
Þær breytingar, sem gera ætti
á réttinum, samkvæmt frv.,
væru og livergi nærri nógar til
. ■<.' :. :.X
þess, að ástæða væri til að fella
niður dómstólinn. Hann væri
eklci einn um þessa skoðun.
Lagadeild háskólans liefði, er
hennar umsagnar var leitað um
þetta, verið sér sammmála.
Þá veik liann að skipun dóm-
aranna.
Hann kvað vcrið liafa lagða
ríka áherslu á, í okkar löggjöf,
að dómarar tækju ekki þátt í
dægurþrasi og stjórnmálum.
Þess vegna hefði verið ákveðið
í lögum 1915, að þeir væru ekki
kjörgengir til þings. Dómarar
gegndu yfirleitt ekki störfum
utan réttarins. Á móti ætti svo
að koma, að dómslóllinn væri
sem óháðastur, og aflaði sér
þess trausts, sem nauðsynlegt
væri. Sín slcoðun væri, að meiri
liætta væri á ]>ví, að pólitískur
ráðherra skipaði menn í réttinn
eftir sinu höfði, en ef rétturinn
ákvæði það sjálfur.
Nafnið á réttinum kvað liann
ekki skifta miklu máli. En hann
vildi ekki legga réttinn niður,
þótt einliverjar breytingar yrðu
gerðar á honum.
Jón Auðun Jónsson kvað í
stjórnarskránni gert ráð fyrir,
að dómsvaldið væri hjá dómur-
unum. En með því að leggja það
á vald pólitísks ráðherra, að
skipa dómara í dóminn, hæfan
eða óhæfan, og gera sér liann
háðan, eíns og i'eynsla síðustu
ára hefði bent til, að komið gæti
fyrir, þá væri dómsvaldið ekki
lengur hjá dómurunurn,
Afkvgr. um frv. var frestað
til næsfa fundar.
. ' * i
Frá Alþingi í gær.
Sarneinað þing.
Áður en deildafimdir hófusty
var fundur í sameinuðu þingí
og lá þar fyrir
Till. til þál. um skipun nefnd-
ar til að gera tillögur um niður-
færslu á útgjöldum ríkisins.
Jóhann Jósefsson lióf fyrstur
niáls.
Hann kvað þessa tillögu fram
konma vegna þeirra eindregnu
óska livaðanæfa frá þjóðinni,
um að draga úr liiimi ofboðs-
lega kostnaði við þjöðarbúskap-
inn.
Víðsvegar frá á landinu hefðu
komið áskoranir til þingsins
um, að gæta hins ílrasta siiarn-
aðar, afnema óþörf og gagns-
lítil embætti, og gæta sérstakrar
varfærni í stjórn fjármálanna.
Áskoranir til þingsins, um að
hamla þvi, að ríkisstjórnin gæti
sóað miljónum fram yfir það;.
sem ákveðið er í fjárlögum, og
þau heimila, tekjur væru var-
lega áætlaðar, f járlögin afgreidd
tekjuliallalaus, og að ríkið>
hleypti sér ekki í fleiri ábyrgð-
ir.
Sá rauði þráður, sem gengi i
gegn um allar þessar áskoranir
væri, að stjórnin liætti liinni ó-
liófslegu eyðslu, sem verið liafi
undanfarið.
Skuldir ríkissjóðs liefðu 1927
verið rúmar 11 milj. kr., en i
árslok 1930 hefðu þær verið
orðnar milli 24 og 25 milj. kr.
Allar umframtekjur góðu ár-
anna væru horfnar og komin
skuld þar sem ætti að vera inni-
eign.
Atvinnuvegirnir væru að slig-
ast, þar sem hvorki bankar eða
ríkissjóður gætu veitt þeim
neina 'aðstoð.
Áskoranir bærust að hvaðan-
æfa, til banka og ríkissjóðs, um
stuðiting við atvinnureksturinn,
cn ríkissjóður og bankarnir
væru févana. Útlit væri fyrir,
að útgerðina þyrfti að stöðva
vegna skorts á rekstursfé.
Á undanförnum árum liefði
stjórnin, i fullkomnu ráðleysi,
lagt í byggingar og kostnað, sem
enginn ráðdeildarsamur maður
hefði látið sér i liug koma. Kast-
alar hefðu verið reistir i afdöl-.
um lýrir afskaplegt fé, að
ástæðulausu. Stjórnin hefði
verið að þræða nýjar brautir.
Óslitið hefði liún keypt sér
fylgi með bitlingum og nýjum
embættaveitingum. Fyrri
stjómir hefði ekki notað sér
slíkt til framdráttar, þar liefði
núverandi stjóm „þrætt nýjar
leiðir“.
Skrifslofuhús ríkisins í Rvík,
Arnarhváll, hefði farið langt
fram úr því, sem áætlað var. En
sparnaðurinn við þessa ný-
breytni væri ekki meiri það, að
leigan fyrir skrifstofurnar væri
nú liærri en meðan þær voru
liingað og þangað út um bæinn.
Símastöðin nýja mundi fara
langt fram úr þvi, sem áætlað
var (kosta um 2 fnilj.). Öll þessi
framfaraviðleitni stjórnarinnar
hefði færl landsmönnum lítil
gæði, en haft óskaplegan kostn-
að í för ineð sér.
Ríkisútgerð liefði verið sett á
stofn, og ekki þótt lítill bú-
hnykkur, þegar í það var ráðist.
1930 hefði þó tapið á livoru
strandferðaskipi verið um 200
þús. kr., og landhelgisgæslan
komin í það óefni, að skipun-
um væri lagt upp á víxl og
koslnaðurinn við þau væri
kominn upp í 800 þús. kr. Þrátt
fyrir þetta væri nú landhelgis-
gæslan orðin lítið annað en
nafníð tórnt. Varðskipin væru
orðin lystisnekkjur stjórnar-
innar og liennar gæðinga, og að
cins tíi varnar Iandhelginni,
þegar þeir liáu herrar kynnu
hetur við síg á þurru landi.
Landhelgissjóðurínn væri
þurausinn, og væri mi áætlað,
sð rikissjóður Iegði % til land-
líelgisgæslunnar framvegis í
st'að helmings,. sem haxm liefði
áður lagt til, móts við land-
lielgissjóð.
Síldareinkasaia stj órnarmnar,
i sem mest hefði verfð gunxað af,
i hefði orðið gjal'dþrota, og ver-
; ið afnumin með bráðabirgða-
logunr,
Sildárbræðsiusföðirr, sem á-
ætlað hefðí verið, að kostaði 1
miljön, og jafnvel gert ráð fyr-
ir, að fleíri en ein stöð fengjust
fýrir það verð, hefði kostað 1%
miljön. Matsmenn liefðu verið
fengnir til þess að meta Ióðina,
sem verksmiðjan var reist á, á
Siglufirði, þeir liefðu fengið 4
þus. kr. fyrir mat sitt, en lóð-
ina hefði landið átt sjálft.
Spamaðarnefnd hefði verið
skipuð. Skýrslur nefndarinnar
hefðu verið gefnar út, fullar af
myndum, mannanöfnum og töl-
um, og lagðar á Iiilluna. Ekki
liefði verið dregið úr gjöldun-
um, lieldur þvert á móti. Það
væri engu likara en að nefndin
hefði sýnt stjórninni frarn á, að
embættin væru altof fá og of
lítið um bitlinga.
Frumvörpin, sem stjórnin nú
legði fyrir þingið, gengi ekki í
nýja átt. Það væru enn frv. um,
að stofna ný embætti, og leggja
álögur á landslýðinn. Þegar
kreppan liefði skollið á, hefði
stjórnin verið búin að búa svo
í liaginn, að tekjur góðu áranna
voru liorfnar og skuldir kornn-
ar í staðinn. Heill her bitlinga-
manna drægist með stjórninni,
og ekki yrði sé'ö, að luin ictlaði
að ráða neina bót á þessu. —
Kreppunni ætlaði hún að mæta
með þvi að bæta ný.ium skött-
um á þjóðina. Það væri nauð--
synlegt, að rannsókn færi fram
um, livar draga mætti úr kostn-
aði við ríkisbúskapinn, færa
saman embætti og yfirleitt
spara. Vegna þeirrar nauðsynj-
ar væri þessi tillaga fram kom-
in. Við réðum ekki við krepp-
una, en við réðum því, livort
við héldum skynsamlega á
stjórn fjármálanna.
Fjármálaráðh. talaði nokkur
orð og kvaðst geta fallist á skip-
un þessarar nefndar, yrði hún
stjórnskipuð eftir tillögum
flokkanna. — Hann taldi sam-
einað þing ekki réttan veltvang
fyrir þelta mál, og mundi því
tillaga í þessa átt vera borin
fram í annari hvorri deildinni.
Jón Baldvinsson lýsti því yfir,
að Alþýðuflokksmenn rnundu
greiða atkvæði með þessari til-
lögu, en óskuðu liins vegar
gjarnan, að nefndin tælci líka til
athugunar rekstur einkafyrir-
tækja.
Jón Þorláksson kvað nú svo
komið, að það virtist, sem ráð-
stöfunarvaldíð með ríkisfé væri
komið úr höndum þingsins.
Þetta hefðí verið gert með á-
ætlunarupphæðum í fjárlögun-
um, sem stjórnin væri ekki
beint bundin við. Það væri ekkí
mikið um þetta að segja, með-
an í hófi væri, en nú væri þaS
komið í það óhóf, að það værí
langt fram yfir það, sem stjórn-
arskráin heimilaði og ekki Við
það unandi. Það væri komið svo,
að stjórnin tæki úr ríkissjóði
stórar fúlgur og ráðstafaði eft-
ir eigin geðþótta.
Kl. 3% sleit forseti fundi, án
þess að umræðum væri lokið.
Fór liann þeim orðum um, að
hann teldi það vafasamt, að
þessi tillaga væri borin fram á
réttum vettvangi, í sameinuðu
þingi, og vildi þvi takmarka um-
ræður. Má það heita merkilegt,
hvað augu forseta liafa seint
opnast fyrir þessu, þegar þess
er gætt, að málið hefír tvisvar
verið á dagskrá sameinaðs þings
áður, án þess að Iiann ympraði
á þessu. Má vera að hljóðmæli
Jónasar á fundinum í gær, og
orð Ásgeirs um þetta, Iiafi orð-
ið honum sá skilningsauki, sem
riðið hafi haggamuninn.
Að fundi loknum í sameinuðu
þingi hófust deildarfundir.
Efri deild.
Þar voru 5 mál á dagskrá.
1. Frv. til 1. um breyL á 1.
nr. 7, 14. júní 1929, um tanu-
lækningar. 3. umr.
Frv. var samþvkt og sent
neðri deild.
2. Frv. til I. um heimild
handa atvinnumálaráðherra að
veita Transamerican Airlines
Corporation leyfi til loftferða á
Islandi o. fl. 2. umr.
Unxr. um málið var frestað.
3. Frv.. íil 1. urn opinbera
greinargerð síarfsmanna ríkis-
ins. 2.. u«ar.
Frv,;. var samþvkt og því vís-.
að til 3,. umr.
4'.. Frv. til 1. um; skiftameð-.
ferð á búi Síldareiiiskasölu ís-
lands. 2. umr.
Frv. var samþyjfet og því vís-
að til 3. umr.
5. Frv. til k. um breyt. á L
nr. 42, 14. júri* 1929, um rekst-
ur verksmið ja til bræð jlusíldar,,
1. umr.
Máliuu ‘var vísað til 2. umr,
Neðri deild.
Þar var að eins eitt mál tekið
fyrir.
Frv. til 1. um fimtardóm.
2. umr. málsins var lokið á
kveldfundinum í fyrrakveld og
fór þvi atkvæðagreiðsla fram,