Vísir - 03.04.1932, Blaðsíða 4
V 1 S I R
lendu fyrirmyndum og notið
að maklegleikum mikilla vin-
sælda.
Árni og Bjarni stofnuðu
klæðaverslun og klæðavinnu-
stofu árið 1911. Hjá þeim hafa
að jafnaði starfað 10—12
manns. Síðan 1917 hafa þeir
rekið starfsemi sína i Banka-
stræti 9.
Vigfús Guðbrandsson stofn-
aði árið 1921 klæðaverslun og
klæðskeravinnustofu i Aðal-
stræti 8, en áður hafði hann
veitt forstöðu stórri klæðskera-
verslun í Reykjavík. Vigfús
rekur nú stóra saumastofu í
verslunarhúsi Brauns við Aust-
urstræti 10.
Andrés Andrésson hefir rek-
ið hér stóra klæðaverslun og
klæðskeravinnustofu um mörg
undanfarin ár nú síðast í stór-
hýsi sínu við Laugaveg 3.
Kemisk litun og hreinsun.
1 Reykjavik eru tvö fyrir-
tæki, sem starfa að kemiskri
litun og hreinsun á fatnaði,
allskonar dúkum o. fl., og liafa
þau unnið mikið gagn.
Efnalaug Reykjavílcur var
stofnuð af þeim Guðsteini Eyj-
ólfssyni klæðskera og bræðr-
unum Sigurjóni og Tómasi
Jónssonum árið 1921, og er nú
rúmlega 10 ára gömul. Hún
hefir jafnan verið eign sömu
manna. Áður en hún varð til,
hafði að vísu verið nokkuð
unnið að kemiskri fatahreins-
un hér á landi, en tæki höfðu
verið ónóg, svo að einatt varð
að senda fatnað til útlanda, og
var slíkt óviðunandi. Efnalaug-
in hefir jafnan haft nóg að
starfa, og hefir hún fært mjög
út kvíarnar. Hún er til húsa á
Laugavegi 32 B, og hefir bæki-
stöð sína í 12 herbergjum. Sýn-
ir það m. a. viðgang fyrirtæk-
isins, að það hefir samtals
greitt í vinnulaun kr. 326147.00
— síðast liðið ár kr. 42000.00.
Nýja efnalaugin. Árið 1930
setti Gunnar Gunnarsson á
stofn nýja efnalaug á Baldurs-
götu 20, með afgreiðslu á Týs-
götu 3. Hafði liann numið iðn
sína á hinni kunnu efnahreins-
unarstöð Herman Just í Kaup-
mannahöfn, með lofsamlegum
vitnisburði. Gunnar hafði
keypt sér nýtíslcuvélar frá
Danmörku, og hefir starfsemi
hans gengið ágætlega og farið
vaxandi. Er þá vel farið, að Is-
lendingar þurfa ekki að senda
útlendingum skítugan fatnað
af sér, auk þess, sem fyrr nefnd
starfsemi heftir allmikinn ár-
legan peningastraum út úr
landinu.
Hreinlætisvörur.
Sú var tíðin, að allar nýtísku
hreinlætisvörur voru fluttar
liingað frá útlöndum. En fyrir
10 árum var stofnuð liér ís-
lensk verksmiðja til þess að
framleiða slikar vörur. Þessi
verksmiðja nefnist H/f.Hreinn,
og býr hún til eftirfarandi vör-
ur: Krystalsápu, grænsápu,
handsápu, baðsápu, raksápu,
fljótandi sápu, stangasápu,
ræstiduft, þvottaduft, fægilög,
skóáburð, gólfáburð, vagn-
áburð, baðlyf og kerti. Allar
þessar vörur hafa náð miklum
vinsældum, og hefir sala á
þeim farið hraðvaxandi, enda
eru þær nú orðið samkejmis-
færar við samskonar útlendar
vörur, bæði hvað verð og gæði
snertir.
Sjóklæðagerð.
Sú var tíðin, að öll nýtísku
sjóklæði voru keypt erlendis.
En fyrir nokkurum árum var
fariö að-vinna hér að sjóklæða-
gerð, og er nú svo komiö, að
H/f. Sjóklæðagerð Islands hýr
tif rúmlega helming af öllum
sjóklæðum Isiendmga. Hafa
vörur verksmiðjunnar náð
mikium vinsæidmn og þykja
fyliiiega samkepnisfærar við
eriendar vörur af sama tæi.
Auk venjulegra sjóklæða seiur
verksmiöjan m. a. uiiarsið-
stakka úr sterku islensku uil-
arefni, uiiarbuxur úr sama og
biá nankinsíöt. Þessi iðnaður
hiýtur að eiga sér rnikla íram-
tíð hér á landi, vegna mikiilar
sjósóknar landsmanna.
Blóma- og aldinræki.
Á seinni árum hefir blóma-
og aldinrækt aukist geysimik-
íð hér á landi, eftir að íarið
var að nota hverahita i þeim
efnum; stærsta garðyrkjustöð
landsins eru Reykir í Mosfells-
sveit. Þar eru 6 gróðurhús, og
var hið fyrsta þeirra bygt árið
1923. Alls er flatarmál húsanna
2000 fermetrar, og eru í þeim
ræktaðir tómatar, agúrkur, asi-
ur, melónur, jarðarher, vinber,
og blóm, svo sem rósir, nellik-
ur, gyldenlak og ýmsar lilju-
tegundir. Að vetrinum eru
ræktaðar þarna páska- og
hvítasunnuliljur, hyasintur,
túlipanar, alpafjólur o. m. fl.
Eigendur þessa fyrirtækis
eru Guðmundur Jónsson skip-
stjóri og Bjarni Ásgeirsson al-
þm. Aðalútsala i Reykjavik er
Versl. Blóm og ávextir í Hafn-
arstræti 5, og sér hún um blóm-
sveigagerð og skreyting á lík-
kistum.
Hænsnarækt.
Eitt af þvi, sem mjög hefir
færst í vöxt hér á landi á síð-
astliðnum árum, er hænsna-
rækt, enda er fullvist, að á því
sviði geta landsmenn verið
sjálfum sér nógir. Nokkrir á-
hugasamir menn hafa sett hér
á fót fyrirmyndar hænsnabú,
og skulu tvö þeirra nefnd:
Hænsnabú Kristínusar Arndal
á Blómsturvöllum og Hænsna-
bú Einars Einarssonar í
Grindavík. Bæði þessi hænsna-
bú hafa upphaflega keypt sér
útungunaregg frá fyrirmyndar
hænsnabúum erlendis, og alið
sér aðeins upp úrvalshænsni,
með nákvæmu, vísindalegu eft-
irliti í hirðingu og fóðurblönd-
un.
Körfugerð.
Körfugerðin (Þórsteinn
Bjarnason) Bankastræti 10,
hefir starfað i tæp 7 ár. Hefir
hún smám saman aukið fram-
leiðslu sína, og er nú nýflutt
af Skólavörðustíg 3 í miklu
rúmbetri húsakynni í Banka-
stræli 10. Körfugerðin býr til
allskonar körfur (þvottakörf-
ur, handkörfur, bréfakörfur,
saumakörfur o. s. frv.) og
margskonar körfuliúsgögn, svo
sem stóla og legubekki, ýmsar
tegundir, bæði með fjöðrum og
án fjaðra. Einnig býr hún til
ýmiskonar borð, stór og smá,
blómajötur, nótnastæði, hús-
gagnavendi o. m. fl. Efni það,
sem unnið er úr, er einkum
spanskreyr, sefgras og pílvið-
ur, og eru þessi efni keypt frá
Hollandi, Þýskalandi og Japan.
Körfuhúsgögn eru yfirleitt
sterk og þola misjöfn húsa-
kynni.
Iðnaður blindra manna.
Einn þátturinn í starfsemi
Blindravinafélags lslands er sá,
að kenna blindu fólki iðnað,
útvega því efni frá útlöndum
og annast siðan sölu á þeim
munum, sem blinda fólkið býr
til. Af blindraiðnaði má eink-
um nefna bursta og körfur, en
einnig húsgögn og prjónles,
og er ástæða til að eggja menn
á að kaupa þessa henna unnu
muni hlinda fóiksins.
Kexverksmiðjur.
Kex hefir löngum verið keypt
frá útlöndum, eins og flestar
aðrar iðnaðarvörur vorar, en i
seinni tíð hafa þó risið hér upp
kexverksmiðjur, sem liklegar
eru til að fullnægja að nokk-
uru þörf landsmanna á því
sviði.
Kexverksmiðjan Geysir í
Hafnarfirði, eign Ásmundar
bakarameistara Jónssonar, hóf
starfsemi sína fyrir tveim ár-
um. Nýlega hefir verið feng-
inn þangað þaulæfður, þýskur
sérfræðingur, og jafnframt ver-
ið unnið að því, að framleiðsla
verksmiðjunnar mætti aukast.
Verksmiðjan er i stóru, rúm-
góðu steinhúsi. Eru þar ýmis-
konar vélar og frágangur allur
hinn prýðlegasti. Þar er aðal-
lega búið til smákex, matar-
kex, tekex, allskonar kaffi-
brauð, og að sjálfsögðu einnig
kringlur, tvíbökur og hart
brauð. Vörurnar eru ódýrari
en samskonar erlendar vörur
og gæðin engu minni, enda
eykst salan árlega um alt land.
Söðlasmiðir.
Söðlasmíðabúðin Sleipnir er
víða kunn, og eigandi hennar
og stofnandi, Eggert Kristjáns-
son, söðlasmiður. Sleipnir býr
til lmakka, söðla, aktýgi, tösk-
ur allskonar, svipur, reiðbeisli
og margt fleira. Ennfremur
dráttarólar ýmiskonar. Plóg-
aktýgi frá Sleipni eru víða í
notkun og ]þykja ágæt. Söðla-
smíðabúðin Sleipnir er stofn-
sett árið 1900 og mega því all-
ir sjá, að Eggert Kristjánsson
muni enginn viðvaningur í iðn
sinni.
V eiðarf æraverslanir.
Veiðarfæraverslunin Geysir
hóf göngu sína í desember 1919
í vestari hluta þeirra liúsa-
kynna, sem hún starfar í enn-
þá, en færði út kvíarnar 15.
okt. 1927. Stofendurnir voru 5,
og var Kristinn Markússon
framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, en meðstjórendur voru
þeir Guðjón Ólafsson og Sig-
urður Jóhannsson. „Geysir“
verslar með allskonar vörur til
skipa og útgerðar. Hefir versl-
unin frá því fyrsta liaft segla-
saumastofu og verkstæði fyrir
tjöld, fiskábreiður, drifakkeri,
vatnsslöngur úr striga o. fl., og
bætt við sig ýmsum nýjungum,
eftir því sem tök liafa verið á.
Veiðarfæraverslun O. Elling-
sen. O. Ellingsen kaupmaður
stofnsetti verslun sína árið
1916, og má eflaust nú telja
hana með elstu og stærstu veið-
arfæraverslunum á landinu.
Hefir reynsla sú og þekking,
sem hann fékk á árunum 1903
—1616, er hann var forstjóri
Slippfélagsins, komið honum
að góðu liði við rekstur hinn-
ar umsvifamiklu verslunar
hans. Veiðarfæraverslun O. El-
lingsen hefir ávalt mikið af ís-
lenskum vörum fyrirliggjandi,
eins og sjá má af auglýsingu
þeirri frá henni, sem birt er í
blaðinu í dag.
vilzan
í Sleipnis-glugga.
Snnnndag:
Mánudag:
Þriðjudag:
MiBvikuiiag: Töskupúðar, töskuólar og yfirdýnur.
Fimtndag:
Fðstudag:
Áktýgi, dráttartaugar, hrossahöft og kejTÍ.
Beisli og svipur.
Hnakkar.
Gjarðir, istaðsólar og reiðar.
Klyftöskur, linakktöskur, bakpokar, skjalatösk-
ur, skólatöskur, innheimtumannatöskur o. fl.
Lauaardaa’ Spannólar, burðarólar, axlabönd, merkjageym-
ar og glímubelti.
Á húsgagnavInnustofu
Baiðursgötu 30
eru framleidd als-
konar bóistruð
húsgögn, svo
sem:
Stólar, sóffar
og legubekkir.
Bólstruð húsgögn best!
Eiliö innlendan iðnað!
Gosdrykkir.
Sanitas, gosdrykkja- og ald-
insafagerð, mun vera elst þess
konar framleiðslufyrirtækja
hér á landi. Stofnandi verk-
smiðjunnar var Gísli heitinn
Guðmundsson, gerlafræðingur,
en núverandi eigandi er Sig-
urður Waage. Sanitas gos-
drykkir liafa ávalt þótt ágætir
og jafngilda fullkomlega að
gæðum samskonar framleiðslu
erlendri. — Sanitas hefir jafn-
an farnast vel og viðskiftin
aukist ár frá ári.
Niðurlag.
Höfundur þessarar greinar
vill að endingu láta þess getið,
að greinin er samin á tveim
dögum, algerlega fyrir-
varalaust og undirbúnings-
laust. Þetta stafar af því,
að útkoma blaðsins í þess-
ari mynd var svo seint afráðin.
Mikið af tímanum, sem mér
var ætlaður, hefir farið í að
hafa tal af ýmsum iðnaðar-
mönnum, og hlaut greinin því
að verða flausturslega samin
og ófullkomin. Upptalning og
frásögn um iðnaðar- og iðju-
fyrirtæki hlaut að miðast nær
einvörðungu við upplýsingar
frá auglýsendum i blaðinu, og
hefir gengið næsta misjafnlega
að ná til þeirra, og hafa fréttir
af þeim. Til sumra, sem sjálf-
gert var að taka með, hefir alls
ekki náðst. Lesendur eru beðn-
ir að athuga þetta vel og virða
jafnframt á betra veg það, sem
miður hefir farið. Þó þykir mér
trúlegt, að gi*einin geti frætt
um einstök atriði, sem sumum
eru áður ókunnug. Yæri vel,
af hún gæti sýnt, að hér er nú
risinn upp allmikill og marg-
víslegur iðnaður, sem vafa-
laust á fyrir sér að aukast
landsmönnum til atvinnubóta
og aukinnar hagsældar. Vér
lifum i svipinn á óvenjulega
örðugum tíma, hvað fjárhag og
viðskipti snertir. SJikir tímar
eiga að lieimta sundraða krafta
þjóðarinnar til sameiginlegra
átaka. Ef það tekst, mun hún
á síðari og betri tímum finna
meir til máttar sins og sjálf-
stæðisgetu en áður. Hér á landi
býr gáfuð og liraust þjóð við
óteljandi vaxtar- og framfara-
skilyrði.
Sigurður Skúlason.