Vísir - 07.04.1932, Blaðsíða 6

Vísir - 07.04.1932, Blaðsíða 6
Fimtudaginn 7. april 1932. VÍSIR Kaupirðu góðan hlut, þá muudu hvar J)ú fékst ha.nn. í kuldanum’ ter best að fá sér hlýja og ódýra uílarfrakka, fyrir fuli- forðna og börn. — Föt, tilbúin af lærðasta liraðsauma- klæðskera landsins. — Verð frá kr. 75.00. Afgr. Alafoss, Alafoss litbix, Laugaveg 44. Simi 404. Bankastræti 4. úr kostmn þjóðar vorrar, sem sann- arlega er miklum kostum búin. Hún er harðfeng og dugleg. Og um alí- an almenning má það vafalaust segja, að hann sé nægjusamur, geri eigi óhóflegar kröfur til lífsins, þó aö hitt leyni sér ekki, að á þvi gagnstæða er farið að bera í bæj- unum. En þótt þjóðmálaþroskinn sé minni en búast mættí við hjá vel gefinni þjóð, er' það eigi að siður góðs viti, er tveir aðalflolikanna hafa þó náð þeim þroska, að þeir leggjast á sömu sveif i stórmáli (kjördæmamálinu), þrátt fyrir á- greining i ílestmn mikilvæguin mál- um öörum. Hinsvegar er þroski þriðja flokksins, framsóknarfloklís- ins svo kallaða, sem heíir að baki sér aðeins 36% kjósanda i landinu, eigi meiri en það, að hann vill hald? til streitu þeirri stefnu, að minni hlutinn eigi að ráða lögum og iof- um i landinu. Leiðtogar þess flokks vilja halda dauðahaldi i óréttlátt skipulag, til þess að geta haldið völdunum. Þroskinn i þjóðmálunum er eigi meiri en það, meðal þess flokks, sem nú fer með völdin, að menn sjá eigi hve vonlaust það er, að halda óréttlætinu til streitu, þvi hann virðist enn eldd geta komið auga á það, að réttlætið hlýtur að ná fram að ganga. Eða eru orsak- irnar aðrar ? Það má vera, að önn- ur mál hafi hér haft meiri áhrit en menn grunar, til dæmis skulda- ntál kaupfélaganna; bændur hafi blátt áfram ekki þorað aiinað en a'ð greiða framsóknar-frambjóðönd- um atl^væði í seinustu kosningum, vegna þess, að á þvi mun hafa ver- ið alið, að ef framsóknarflokkur- inn misti völdin, yrði gengið að kaupfélögum og því næst að bænd- um. En hvort heldur er, eða þótt hvorttveggja sé, þá sýnir það, að bændur þessa flokks annaðhvort af skorti á þekkingu og viðsýni eða af skuldaótta, hafa gengið i lið með óréttlætinu, með mönnunum, sem einmitt hafa kornið f járhag landsins á kné og reynst bændum óhollir leiðtogar í landbúnaðarmálunum eigi siður en öðrum. Það er ákaf- lega alvarlegt íhugunarefni, er mik- ill hluti bænda landsins ljær órétt- lætismáli fylgi, hverjar svo sem á- stæðurnar eru. En aðrir flokkar eiga nokkra sök á því, að þjóð- málaþekking bænda er einhæf og af skornum skamti. Þannig gefur sjálfstæðisflokkurinn ekki út neitt opinbert flokksmálgagn. Þrátt fyr- ir þann góða stuðning, sem ýms blöð veita málstað sjálístæðisflokks- ins út um sveitir landsins, verður flokkurinn auðvitað að hafa sitt op- inbera málgagn, eins og framsóknar- flokkurinn. Þetta ástand, samfara einfeldnislegri oftrú á flokksleið- togum, sem mjög gætir i framsókn- arflokknum, hefir leitt þá í fylking- una, sein berst gegn réttlátum kröf- um yfirgnæfandi meiri hluta kjós- andanna í landinu. Þegar þetta alt er ihugað, er það ekkert einkenni- legt, að einmitt þeir leiðtogar, sem þessir óþroskuðu, óttaslegnu kjós- endur halda við völd í trássi við alt réttlæti, hafa einmitt reynst þjóð- inni hinir mestu skaðræðisgripir. Einmitt þeir hafa komið fjárhag ríkisins i kalda kol, þótt þeir hefði öll skilyrði til að hafa þjóðarbú- skapinn í góðu lagi. Sannleikurinn er sá, að ísland ætti framar öllum öðrum löndum að geta verið fjár- hagslega vel stætt land, skuldlaust með öllu. Framleiðslan hefir um nokkur ár verið meiri á einstakling hér á landi en liklega í' nokkru öðru landi veraldar. Góðærin komu livert á fætur öðru. Alt var lagt upp i hendurnar á framsóknarstjórnmni. liún haíði ótal tækifæri til aö gera mikið og hafa fjárhaginn i góöu lagi. Vitsmunina skorti til að gera þaö, sem hyggilegt var, ráðdeildar- semina til að íara gætilega, og sam viskusemi og drengiund, til þess a'Ö gera ávalt það, sem rétt var og heiðarlegt. Land vort hefir af fáu þvi að segja, sem mörgum öðrum illa stæÖum þjóðum er þungbærast urn þessar mundir. Öll þau gifur- legu útgjöld, sem þjóðirnar haía af styrjöldum og vigbúnaði og at- vinnuleysi hafa sligað þær sterk- ustu, en ekkert af þessu hefir slig- að oss. Hér var það leikur einn að stjórna vel. Hér þurfti ekki annað en halda áfram að vinna að fram- förunum á sama hátt og gert hefir verið undanfarna áratugi. Vel mátti leggja til þeirra allmiklu ríflegar en áður, vegna óvanalegra tekna, en mikið mátti til hliðar leggja, til þess a'Ö framfarastarfsemin gæti haldið áfram, þótt erfiðir timar kæmi. En þvi fór svo fjarri,að þetta væri gert, þvi það sem gert var, var flest svo óviturlegt, að engu tali tekur. Eyðsl- an var svo gífurleg, að það var engu likara, en að fávitarnir, sem við völdin eru og voru, síðan fram- sóknarfloklcurinn komst til valda, hafi ekki látið sér detta annað i hug, en að það væri óhugsandi, að hér á landi gæti komið erfiðir tim- ar. Og það versta er ótalið, þvi þessi stjórn, sem styðst við óþroskuðu kjósendurna, er ekki einu sinni þeim kostum búin, að geta lært neitt af reynslunni. Herniar einu bjargráð eru auknar álögur, sem fyrirsjáan- lega lama enn meira eða sliga alveg atvinnuvegi landsmanna. Það er því sannarlega eigi seinna vænna, að skifta um stjórn. — Með tið og tima er vafalaust hægt að auka þekkingu og viðsýni þess hluta kjós- anda, sem greiðir atkvæði slikum mönnum og nú fara með völdin, en meiri hlutinn getur ekki sætt sig við drátt á þvi, að réttlátar kröf- ur hans nái fram að ganga. Að því marki verður ávalt að stefna, að all- ir kjósendur séu svo þroskaðir og mentaðir, að þeir viðurkenni jafn- an rétt allra kjósanda til að hafa áhrif á úrslit þjóðmála. Þegar svo er komið, verður framtið vors kostamikla lands síður hætt. Barátt- an fyrir réttlætismálinu mikla, á væntanlega sinn mikla þátt í því, að opna augu þeirra, seni eigi hafa þroskast og vitkast svo enn, að þeir hverfi frá þeirri villu, að vilja halda rétti meiri hlutans fyrir honum. Hið óhafandi fyrirkomulag, sem nú er ríkjandi, hefir leitt í ljós, að vegna þess getur þjóðin árum saman átt við að búa illa stjórn og illan fjár- hag, oísóknir og lögleysur hvers- konar. Það hefir leitt í ljós, i fyrsta sinni i sögu þjóðarinnar, hvað get- ur gerst, þegar slikir menn stjórna sem nú, þvi þótt kröfurnar um breytingar á fyrirkomulaginu hafi eigi verið háværar, fyrr en á seinni árum, þá stafar það aðallega af því, að þótt áður hafi verið stjórnir, sem studdust við minni hluta kjósenda, þá völdust í þær sæmilegir menn, sem ekki misbeittu aðstöðu sinni, sóuðu fé rikisins án heimilda, né frömdu hvers konar óhæfur aðrar. Hve óhafandi fyrirkomulagið er, varð mönnum ekki ljóst, fyrr en reynslan leiddi í ljós hvað gat gerst. þegar glæframenni urðu æðstu valdamenn landsins. Framsóknarstjórnin hefir framið mörg óhæfuverk þess eðlis, að ef slíkt hefði komið fyrir í öðru menn- ingarlandi en íslandi, þá hefði hún neyðst til, sóma síns vegna, að segja af séc. En stjórnin hefir aldrei séð sóma sinn. Og það er ekki von. Þv'. hún er sómalaus. — Nú er svo komið, að skylda þjóðarinnar við landið krefst þess, að menn komi i veg fyrir það, að framsóknar- mennirnir fái lengur að halda áfram eyðslu og eyðileggingarstefnu sinni. /í^.^3Efnalaujg | isleoskur iðnaður. —0— Framh. Húsgagnavinnustofa Kristins Sveinssonar, i. Bankastræti 7, er stofnuð árið 1912. Var Kristinn fyrst í félagi við Þorvald lieitinn Sig- urðsson og unnu þeir saman til 1917, en þá keypti Kristinn hans hluta í fyrirtækinu, og hefir síðan verið einkaeigandi þess. Vinnustofan býr til alls- konar hólsíruð húsgögn, og hefir farnast vel. Kristinn Sveinsson er maður fær í iðn- grein sinni og hefir starfað að húsgagnasmiði um 20 ára skeið sem sjálfstæður atvinnu- rekandi. Vinnustofa lians þyk- ir leysa af hendi vandaða vmnu og smekklega. i Áfengisversiun ríkisins framleiðir bölcunardropa og húrvöln.Með lögum frál928var ákveðið að rikisstjórnin ein mætti flytja inn vörur sem í er meira en 2*4% áfengi. — Fyrst i stað var látinn óátal- inn innflutningur á hökunar- dropum, liárvötnum og ilm- völnum. En bráðlega tóku ein- staklingar, sérstaklega á sum- um höfnum úti um land, að misnota þetta. Varð þá að not- færa sér heimild löggjafarinn- ar og taka fyrir þann innflutn- ing. Síðan hefir Áfengisversl- unin sett saman hökunardropa og hárvötn og kyrsett með þvi margar krónur i landinu, mið- að við að kaupa þetta altilbúið frá útlöndum. Sýningargluggi Áfengisversl- unarinnar á þessum vörum er i Vöruhúsinu, og liefir vakið sérstaka eftirtekt fyrir það, hve vel og smekklega lionum er fyrir komið. Konfektgerðin Fjóla, á Vesturgötu 29, var stofnuð í árshyrjun 1928. Eigandi henn- ar er frú Svanhildur Gissurar- dóttir. Ivonfektgerðin framleið- ir allslconar karamellur, hrjóst- sykur, súkkulaði og is. Iðnað- argrein þessi má teljast frem- ur ung hér á landi, og stend- ur vafalaust til bóta, eins og flestar aðrar iðngreinir. Fram- leiðsluvörur Konfelctgerðarinn- ar Fjólu þykja góðar og snyrti- lega og smekkvíslega frá þeim , gengið. Lífstykkjabúðin. Árið 1916 stofnsetti frú Elísa- bet Kristjánsdóttir Foss líf- stykkjasaumastofu í Kirkju- stræti 4, og upp úr þeirri saumastofu reis Lífstykkja- búðin, sem nú er orðin lands- kunn. Lífstykkjabúðin var um eitt skeið í Austurstræti, en 1929 var hún flutt í liið nýja stórhýsi, sem frú Elísabet hafði ílcmisk fatahtcinsiutt íittrn 34 ^únii IjOO FuIIkomnar rélar. Nýjustu og bestu litir og efni. Þaulvant starfsfólk. Tíu ára reynsla. ^fHH!IIllIIHIII!IKIIIIII!!ðIIIIl!IllI!IIIIilllS!ilI!IIII!IS!imillIIIIBEf?SIir^ 1 Trésmíðastofa 1 (Guðmundar Úlafssonar | ------- Óðinsgötu 6. -------- Smíðar fögur og vönduð liúsgögn. Fullnægir ströng- ~ ustu kröfum. Afgreiðir fljótt og áreiðanlega. 3iiiiiiíiiiiiiiiiiiiííiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiíiiiiiiihiiihiiiiiiiiiiiihiihiiF § Þad er ekki nóg 88 að gasvélin sé ódýr, — liún þarf einnig að vera góð. 88 gg Þessa tvo aðalkosti hefir þessi vél: JOHS. HANSENS ENKE. H. BIERÍNG, Laugaveg 3. Sími 1550. þá reist i Hafnarstræti 11 (til móts við firmað I. Brynjólfsson & Kvaran). — Vafalaust hefir verið orðin þörf á slikri stofn- un sem Lifstykkjabúðinni. Saumastofa verslunarinnar liefir jafnan haft mikið að gera og vörur þaðan eru þektar um land alt. Eftirspurnin liefir stöðugt farið vaxandi, en vinnustofan býr einlcum til líf- stykki af allskonar gerð, mjaðmabelti, sjúkmhelti o. m. fl. — Framleiðsluvörur Líf- stykkjabúðarinnar þykja vand- aðar og verðinu stilt í hóf. Varningur verslunarinnar, sá sem hér er unninn, er til sýn- is i gluggum hennar þessa dag- ana. ELOCHROM filœur, (ljós- og litnæmar) 6x9 cm.,á kr. 1,20 6y2xll--------1,50 Framköllun og kopíerirg ------- ódýrust.-------- Sportvöruhús Reykjavíkur. SÍÍÍSSSÍSOOOOOOOCOOOOOOOOOOOOÍ Vikuritid Nú flytur Vikuritið 2 sög- ur: Ljóssporið, eftir Zane Grey og Leyniskjölin, eftir Oppenheim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.