Vísir - 16.04.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 16.04.1932, Blaðsíða 2
V I S I B Hreinlaetisvörur: RÆSTIDUFT — „VI-TO“. ÞVOTTADUFT — „TIP-TOP“. FÆGILÖGUR „MATADOR & FALCON“. HANDSÁPA fl. teg. RAKSÁPA — „ORAL“. SÓDI. BLÁMI. Símskeyti —o— Rómaborg, 15. april. United Press. FB. Atvinnuleysið á Ítalíu. Opinberlega tilkynt, aS tala atvinnuleysingja í landinu liafi í lok marsmánaðar verið 1,053,016. Til samanburðar má geta þess, að í lok februarmán- aðar var tala atvinnuleysingj- anna 1,147,945. Washington, 15. apríl. United Press. - FB. Bannmálið vestra. Áskoranir um afnám Vol- steadlaganna, undirritaðar af 5 miljónum manna, hafa verið sendar fulltrúadeild þjóðþings Bandaríkjanna. Genf, 15. apríl. United Press. - FB. Fjárhagskröggur í Búlgaríu. Fulljrúar Búlgaríu í Þjóða- bandalaginu hafa tilkynt að frá og með deginum í dag geti Búlgaria að eins greitt mánað- arlega lielming þess, sem henni ber að greiða, af erlendum skuldum í vexti og afborganir, eða 35 miljónir leva, í stað 70. — Hér með eru ekki taldar skaðabótagreiðslur, sem Búlgar- ía greiðir ekki nú og liefir ekki gert um skeið. London, 15. apríl. United Press. - FB. Gengi. Gengi sterlingspunds er við- skifti hófust, S,!!1/?,, miðað við dollar, en 3,76Ví>, er viðskiftum lauk. New York: Gengi sterlings- punds $ 3,76% til $ 3,76%. Stokkhólmi 16. apríl. United Press. - FB. Kreuger-hneykslin. Lögreglan hefir handtekið þá Carl Lange, Sven Huldt og Vic- tor Holm, forstjóra Kreuger- sambandsfélaganna, að fengn- um upplýsingum frá endur- skoðöndum og' rannsóknar- nefnd þeirri, sem skipuð var á Kreuger & Toll. Verða liinir ákærðu leiddir fjTÍr rétt í dag. — Handtakan vakti fádæma eftirtekt í Stokkhólmi. — Hin- ir liandteknu eru ákærðir fyr- ir að hafa aðstoðað Kreuger með sviksamlegri bókfærslu o. s. frv. Loks eru þeir ákærðir fyrir að hafa liaft á hendi for- stjórastöður í lítt þektum fé- lögum, sem stofnuð voru til að gera greiðari tilfærslur milli bóka liinna ýmsu félaga í því augnamiði að leyna liinu raun- verulega ástandi innan félag- anna. — Óreiðan í Kreuger- félögunum hófst órið 1925. Angiyslð í VÍSI. Frá Alþingi í gær. —o— Efri deild. Þar voru 3 mál tekin fyrir. Till. til þál. um skipun milli- þingan. til þess að íhuga og koma fram með tillögur um mál iðju og iðnaðar. Till. var samþ. og send Nd. með þeirri brtt. frá Jakob Möller og Ein- ari Árnasyni, að nefndarmenn ynni kauplaust, en nauðsynleg- ur kostnaður við nefndarstörfin greiddist úr ríkissjóði. Frv. til 1. um breyt. á 11. gr. hafnarlaga fyrir Vestmanna- eyjar, nr. 60, frá 10. maí 1913, var samþ. og málinu vísað til 3. umr. Atkvgr. fór nú fram um stjórnarskrárfrv. Fór hún svo, að frv. var samþ. með 9 atkv. gegn 3 og sent nd., ásamt. brtt. þeirra Jóns Þorlákssonar og Péturs Magnússonar, um að 50 verði liámarkstala þingmanna. Þeir framsóknarmenn, sem at- kvæði greiddu með frv. voru Ingvar Pálmason og Jón i Stóradal. Allar aðrar brtt. við frv. voru feldar. Höfðu ein- hverir framsóknarmanna í e. d. orð á þvi, að samherjar þeirra í n. d. mundu „laga“ frv. — Vafalaust reynir stjórnarliðið að koma máhnu fyrir kattarnef með einhverju móti, þó að vit- anlegt sé, að sumum framsókn- armönnum standi ógn af slíku verlci. Neðri deild. Fjögur frv. voru þar samþ. og vísað til 3. umr. Frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 16, 20. júní 1923, um varnir gegn kynsjúkdómum, frv. til 1. um gjaldfrest bænda og bátaút- vegsmanna, frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 42, 14. júní 1929, um rekstur verksmiðju til bræðslu síldar, og frv. til 1. um breyt. á hafnarlögum fyrir Reykjavík- urkaupstað, nr. 19. 11. júlí 1911. Níu málum var visað til 2. umr. og nefnda. 1) Frv. til I. um greiðslu sölt- unarlauna úr búi Síldareinka- sölu íslands, 2) frv. til 1. um breyt. á skiftalögum, nr. 3, 12. apríl 1887, 3) frv. til 1. um breyt. á 1. nr. 70, 27. júní 1921, um útflutningsgjald (samkv. frv. er ætlast til, að af síld og síldarmjöli verði tekið sama út- flutningsgjald og af öðrum út- flulningsvörum, í stað liins af- arháa gjalds, sem nú er tekið af þessum vörum). 4) Frv. til I. um breyt. á 1. nr. 15, 14. júní 1929, um breyt. á 1. um útflutn- ingsgjald af síld o. fl. (Frv. þetta er í samræmi við frv. það, er á undan getur). 5) Frv. til 1. um, að efni í tunnur, sem ætl- aðar eru undir innlenda fram- Ieiðsluvöru, skuli undanþegið innflutningstollum, 6) frv. til 1. um, að efnivörur til skipa- og bátasmíða skuli undanþegnar innflutningstollum, 7) frv. til 1. um heimild fyrir ríkisstjómina til að reka síldarbræðslu á Raufarhöfn, 8) frv. til 1. um byggingarsamvinnufélög* og 9) frv. til 1. um viðauka við 1. nr. 14, 15. júní 1926, um breyt. á 1. nr. 43, 3. nóv. 1915, um at- vinnu við vélgæslu á gufuskip- um. Framhaldslíf. —o— Það liafa orðið orðahnipping- ar milli þeirra meislaranna Jakobs Jób. Smára og Guðna Jónssonar út af listgildi í síð- ustu leikritum Einars H. Kvar- ans. Eg ætla nú ekki að gera það að umtalsefni, en að eins um leið og eg minnist á það láta i ljösi, að eg get ekki skihð að íistin biði hneklci af því, að listamanninum sé gjarnt á, að beita henni ó hugðarefni sín, og það liygg eg að fleiri ritsnill- ingum en Einari H. Kvaran verði tíðhvarflað til áhugamál- anna. En það sem eg vildi minnast á er það, er mag. Guðni Jóns- son segir, að „þótt sjálfur hann (E. H. Kv.) lifi í skoðun, þá verður framhald lífsins senni- lega aldrei annað en trú alls þorra manna“. Eg veit ekki livaðan honum kemur, að segja þetta „sennilega“ svona alment, annað en að lionum þyki það sennilegt. Þetta er nú fyrir miljónum manna ekki lengur sennilegt trúaratriði, lieldur þekking; þar á meðal fyrir sæg af visindamönnum — mér er víst óhætt að segja — í flestum vísindagreinum, fyrir skáldum, heimsspekingum og djúpvitr- ingum á öllum sviðum. Þegar stjörnuspekingurinn Tycho Brahe dó, þá trúði hann því ekki, að jörðin gengi lcring- um sólina, og þá var þó Koper- nicus búinn að finna liið sanna liklega fyrir 60—80 árum. Sennilega liefði T. Brahe ekki þurft að lifa mörg ár til, til þess að komast að raun um sannleikann og með tímanum hlaut hann auðvitað að gera það. Eg veit svo ekki frá hvaða tíma á að telja það, að þetta var orðin fullkomin þckkingareign mannanna, að jörðin gengur umliverfis sólina, svo að það mundi sennilega koma um það skrítla í einhverju blaði, ef drengur í barnaskóla lcæmi upp um sig, að hann vissi það ekki. Það mun satt, að enn er fram- hald lífsins ekki annað en trú alls þorra manna, eins og mag. Guðni segir. En það eru heldur ekki nema 60—80 ár síðan far- ið var að reyna að sanna fram- haldslífið vísindalega. Og nú er komið svo langt að sannan- irnar eru fengnar og eru til eins áreiðanlegar eins og sannanir Kopernicusar fyrir hringrás jarðarinnar voru, þegar Tycho Brahe dó, eða jafnvel enn áreið- anlegri. Eg er að vísu ekki fróð- ur um sögu stjörnufræðinnar, en eg held samt að eitthvað liafi enn verið ófundið, sem gerði það afsakanlegt, að T. Bralie ef- aðist. En mér vitanlega er ekk- ert ófundið um sannanirnar fyrir framhaldslifinu. Þekking- in um það er orðin fullkomin vissa, sem aldrei getur framar glatast, fremur en þekkingin um jarðsnúninginn. Sú þekking felst nú þegar óafmáanlega geymd i stórkostleguni bók- mentum, í skjalfestum og stað- festum rannsóknum stórmerkra vísindamanna, sem fyllilega má setja á bekk með Kopernicusi, Galilei og öðrum slíkum. Einn þeirra manna, sir Oliver Lodge ritar svo: „Hvort sem heiminum líkar það betur eða ver, þá nálgumst vér þann tíma, er mennirnir verða neyddir til að viðurkenna þá staðreynd, sem svo mjög er um deilt, að líf mannlegs per- sónuleika eftir dauðann hefir verið sannað ó óhrekjandi hátt, og að sambandið milli liinna sýnilegu og ósýnilegu heima hefir til fullnustu verið sýnt með vísindalegum sönnunum, sem fengist hafa með nákvæm- ustu rannsóknum.“ Spurningin er að eins, live langan tíma þarf til þess, að fá viðurkenning á því, sem þegar er sannað. Hve lengi mun rétt- trúnaður, livort heldur vísinda- legur eða trúarlegur spyrna á móti, eins og forðum móti Kopernicusarkenningunni og reyndar fleiru? G. J. segir að það hætti „sennilega" aldrei, en eg vil skjóta þvi til hans, hvort ekki muni sennilegra þegar alls er gætt, að þess verði ekki ýkja- langt að bíða. Þó að núverandi kynslóð lifi það ekki, fremur en T. Bralie að sannfærast um nýju kenninguna, þá koma nýj- ar kynslóðir og sannanir sálar- rannsóknanna geymast vísar, eins og forðum sannanir Koper- nicusar, og munu enn og eru enn að aukast og staðfestast. Þá segir mag. Guðni: „Þótt það sé án efa mikilsvert, að hugsa um hvað við tekur eftir þetta lif, er þó hitt oss öllum nær, að reyna að taka þetta jarðneska lif réttum tökum, og þar til eiga skáldin að leggja lið.“ Við þetta er það að athuga, að ef gert er ráð fyrir, að nokk- uð taki við eftir þetta lif, þá má ekki slíta það úr sambandi við það, hverjum tökum þetta líf er tekið. Þegar það sem við tekur er framhald, þá er þetta undir- búningur, sein ekki gildir einu hverjum tökum er tekinn. Og „þar til eiga skáldin að leggja lið“, að taka lífið réttum tökum, segir G. J. Þykir mér það vel sagt og finst allir eigi að vera sammála um það, að listin eigi að vera fyrir lifið, en ekki að eins listin fyrir sjálfa sig (l’art pour l’art). Þannig beitir Einar II. Kvar- an list sinni, og hygg eg það vera almannadóm, að sama listarhandbragð sé á þessum síðustu ritum hans og engu síðra en á fyrri skáldritum hans. Kristinn Daníelsson. Bindindi og æskalýðurinn. Það hefir verið furðu liljótt um alla bindindisstarfsemi í landinu undanfarið og hér er þó um stórmál að ræða, sem þess er vert, að því sé sýnd liin fylsta alvara. En allar hugsjónir eiga blómaskeið og svo koma tímar, sem þeim er ekki veitt athygli. En aftur rísa þær upp voldugar og þrýsta sér inn í huga manna, svo þeir eru neyddir til að veita þeim eftirtekt. Bindindi er liug- sjón, semrfkomin er fram af brýnni þörf til þess að lagfæra það, sem miður fer. Og sú hug- sjón hlýtur að sigra og hún á að sigra. Nú vona eg, að líf sé að fær- ast í gamlar glæður. Líf sem er varanlegt og kemur einliverju til leiðar. Æskulýðurinn hefir tekið þetta mál á sínar herðar. Og þar sem æskan er að verki, þar er líka kraftur og starfsþol, sem lætur sér ekki alt fyrir brjósti brenna. En liann verður líka að berjast innan sinna eig- in herbúða. Því miður er það alt of mikill sannleikur, að æsku- lýður þessa lands hefir lieldur verið andvígur bindindisstarf- semi. Ungir menn gorta jafnvel af því, að þeir séu ekki bindind- ismenn og liafi vín um liönd. Það er jafnvel gengið svo langt, að sá sem ekki drekkur áfengi er ekki samkvæmishæfur, eins og það er orðað. Hér er verkefni fyrir þá, sem finna fjörið brenna í æðum sér og liafa löngun til þess að vinna þrekvirki. Það þarf þrek til að ráðast á móti tiðarandanum — hefðinni. Það er liún, sem getur eyðilagt dómgreindina og þyrl- að ryki í augu manna, svo þeir sjá ekki það, sem rétt er. Hér er verkefni fyrir unga menn, að uppræta þá gömlu og rótgrónu liefð, að það sé fínt að drekka. Æskulýðurinn verður að skilja tilgang sinn í þessu efni og taka upp sverð og skjöld móti Bacc- usi, sem því miður virðist vera farinn að verða nokkuð fastur í sessi meðal okkar Islendinga. I skólum víðsvegar út mn land alt, liafa verið stofnuð indindisfélög. Markmið þeirra er að vinna að bindindi meðal skólafólks og sýna því fram á með skýrum rökum, livað á- fengi raunverulega er. Iiér í bænum eru starfandi 5 slík félög. Mentaskólinn reið þar fyrstur á vaðið. Þeir, sem stóðu að stofnun þessa félags, skildu það, að þaðan varð að hefj- ast bindindisalda. Ekki af því, að drukkið sé svo mikið í þeim skóla, lieldur til þess að reyna að skapa áhuga og fá nemend- ur til að verða virka þegar úr, skólanum kæmi. I þessu félagí eru nú þegar 63 nemendur. Félag þetta skrifaði bréf til skóla um alt land. Árangurinn varð sá, að búið er að stofna 5 félög hér í bænum og heldur fleiri úti á landi. En meira varð að gera, ef átti að lyfta Grettistakinu. Til þess þurfti samvinnu allra þeirra, sem áliuga liafa á þessum mál- um. Varð það úr, að Samband bindindisfélaga í skólum íslands var stofnað 16. mars s. 1. Áð sambandsstofnuninni stóðu bindindisfélög þessara skóla: Mentaskólans, gagnfræðaskól- anna beggja, Kennaraskólans og Samvinnuskólans. En brátt bættust einnig við Bindindisfé- Jag Flensborgarskólans í Hafn- arfirði, Bindindisfélag Gagn- fræðaskólans i Vestmannaeyj- um, Bændaskólinn ó Hólum í Hjaltadal og Alþýðuskólinn á Núpi í Dýrafirði. — Má búast við því, að þau bindindisfélög, sem eru starfandi 1 skólum ut um land gerist einnig þátttak- endur. Tilgangur sambandsins er að safna öllum bindindismönnum í skólum undir merki sitt og reyna að mynda félög. Hvernig þetta tekst verður tíminn að skera úr. Þátttakendur geta öll bind- indisfélög i skólum orðið, enn- frcmur þeir bindindismenn, sem eru i skólum þar sem ekki eru starfandi bindindisfélög og svo allir bindindismenn, sem liafa verið i skólum. Þeir sem vilja, geta einnig orðið æfifélag-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.