Vísir - 27.05.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1932, Blaðsíða 2
V I S I R Nýkomið kandLa bökiimml Flórsykup: Rúgmjöl, Hveiti: Belgiskur. Danskur. Blegdamsmöllen. Cream of Manitoba. Cream of Lothians. Gilt Edge. Gep: Humlar Pressuger. Þurger. * Malt. E Christen Zimsen j f ræðismaður. I —o— Hann andaðist 21. þ. m., eins og getið hefir verið um hér í blaðinu, rúmlega fimtugur að aldri, fæddur 13. janúar 1882. Hafði hann kent nokkurs sjúk- leiks mörg ár undanfarin. Á siðastliðnum vetri ofanverðum lá liann rúmfastur um liríð, en iirestist allvel og hafði fótavist siðustu vikurnar. Virtist liann þá hafa fengið góðan bata, var hress að sjá og gamansamur 1 viðtali, eins og lionum var lag- ið. En aðfaranótt 20. þ. m. veiktist liann snögglega og and- aðist eftir tveggja daga legu. Með Clir. Zimsen er til mold- ar genginn góður drengur og góður borgari þessa bæjarfé- lags. Hann var sonur Christians Zimsen, kaupmanns í Hafnar- firði og síðar í Reykjavík, og konu hans, frú Cathincit, en bróðir Knuds borgarsljóra, Jes kaupmanns og þeirra systkina. — Var Christian Zimsen kaup- maður hinn mesti öðlingur, glaður og reifur jafnau, vinsæll og vinfastur. Hann var af- greiðslumaður Sameinaða gufu- skipafélagsins mörg síðustu ár ævi sinnar og tók Christen son- ur lians við því starfi að lion- um látnum. Gegndi liann því síðan til dauðadags og þótti jafnan góður viðskiftis, manna áreiðanlegastur, liófsmaður um alt, vfirlælislaus, raungóður og vinsæll af öllum, er við liann áttu skifti. Þó að ski pa-afgreiðslan yrði höfuðstarf C. Z., hafði hann löngum ýmsum öðrum trúnað- arstörfum að sinna. Hann var ræðismaður ítala l)ér á landi og liafði verið lengi, sat í stjórn margra félaga, svo sem ísfélags- ins við Faxaflóa, Hlutafélagsins Kol & Salt, Styrktar- og sjúkra- sjóðs verslunarmanna o. fl. — Þðtti liann livervetna hinn á- gætasti liðsmaður, góðgjarn og lipur i allri samvinnu, en gat verið fastur fyrir og einbeittur, ef því var að skifta. Chr. Zimsen var manna fá- skiftnastur og liélt sér lítt fram. Hann var ágætum gáfum gædd- ur, hlýr í viðmóti, og mun verða saknað af öllum þeim, er nokk- ur veruleg kjmni liöfðu af hon- um. Hann kvæntist 26. sept. 1908 ungfrú Johanne Hartmann, . danskri konu. Lifir liún mann sinn, ásamt tveim börnum i þeirra uppkomnum: Ellen, er nú dvelst erlendis, og Christian, stúdent og lyfjafræðingi. Símskeyti Madrid 27. maí. United Press. FB. Frá Spáni. Syndikalistar (stjórnleys- ingjar) liafa frestað um viku- tíma byltingaverkföllum þeim, sem þeir liöfðu boðað. Yfir- völdin halda áfram að gera víðtækar varúðarráðstafanir. Wasliington 27. maí. United Press. - FB. Öflun tekna. Ölduiigadeildin hefir nú tekjuaukaráðstafanirnar til meðferðar. Hefir deildin fallist á aukna skatta sem nema alls 80 miljónum dollara, m. a. verður lagður söluskattur á bifreiðagúmmí og söluskattur á óliófsvörur. Er búist við að sá skattur nemi 12 miljónum dollara á ári, en af bifreiða- gúmmíi og slíkum vörum 33 miljónum dollara. Aþenuborg, 25. maí. United Press. - FB. Ný stjórn í Grikklandi. Papanastasiou fyrverandi forsætisráðherra í Grikklandi hefir tekið boði Zaimts forseta um að gera tilraun til að mynda nýja rikisstjórn. Papanastasiou hefir rætt við Venizelos og samkomulag náðst milli þeirra um deilumálin. Er því búist við, að Venizelos og flokkur lians styðji stjórn Papanastasiou, sem sennilega verður fullmvnd- uð í dag. Síðar: Papanastasiou liefir lokið stjórnarmyndun sinni. Hann er sjálfur forsætisráð- herra, utanríkismálaráðherra og landvarnarmálaráðherra. Bacapoulos er innanrikismála- ráðherra, en Barbaressos fjár- málaráðherra. •■tW. S ' -j$ Jt «v. * **■ - ' ' Tokíó, 26. maí. United Press. - FB. Frá Japan. Keisarinn hefir fallist á skip- un hinnar nýju ríkisstjórnar. Hafa nýju ráðherrarnir nú tek- ið við embættum sínum. Berlín, 26. mai. United Press. - FB. Frá Þýskalandi. United Press hefir frétt frá góðum heimildum, að Bruning muni einhvern næstu daga fara fram á það við Hindenburg for- seta, að sér verði gefið einræðjs- vakl til að endurmynda ríkis- stjórnina. ununnnuuunun ilí ínaiísa f VÍSP nuuunnnuuunu Frá Alþingi í gær. -—o— Efri deiid. Ed. afgreiddi í gær sem lög frá Alþingi frv. til 1. um lán- töku fyrir ríkissjóð. Brtt. Jóns Þorlákssonar um að kveðið væri á um i frv. til livers lán- inu skyldi varið var feld með 8 : 6 atlcv. (sjálfstæðismanna). Frv. til 1. um gjaldfrest bænda og bátaútvegsmanna var samþ. og vísað til 3. umr. Nokkurar breytingar voru gerðar á frv. og eru þær helstar, að gjaldfresturinn tekur nú að eins til bænda, og að ákvæði laganna taka nú ekki til skulda, sem stafa af ógreiddu verka- kaupi eða ógreiddum aflahlut. Umr. var frestað um frv. til 1. um viðauka við 1. um breyt. á 1. um atvinnu við vélgæslu á gufuskipunt. Neðri deild. Nd. afgreiddi sem lög frá Alþingi frv. til 1. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að leyfa erlendum manni eða félagi að reisa og starfrækja síldar- bræðsluverksmiðju á Austur- landi. Stjórnar-fjðsið. —o— Hver vill moka? —o— Jæja, loksins kom að því, að hændastjórnin ylti úr völdunt. Hún hefir stimpast við í lengstu lög, barist um og bolast, setið meðan sætt var, eins og draug- arnir á Fróðá. — Vona allir sæmilegir menn, að slík stjóm komist aldrei framar til valda hér á landi. Hér verður ekki rakinn syndaferill „ bænda“-stjórnar- innar. Hann er kunnur að nokk- uru leyti, en ætti að rekja hann til hlítar, yrði það ekki gert í litilli blaðagrein. Ef segja ætti frá öllum slórsyndum og áyirð- ingum stjórnarinnar, mundi ekki nægja minna en 10—15 arka bók. En nauðsynlegt væri að slik bók yrði skrifuð, öldum og óbornum til stöðugrar við- vörunar. Sennilega liefir engin menningarþjóð átl við lakari stjórn að búa siðustu árin, en við íslendingar. En hvað tekur nú við? Hver er svo skapi farinn is- lenskra stjórnmálamanna, að liann vilji taka að sér, að moka undan framsóknarstjórninni ? Hver vill taka við stjórnarfjósr inu nú, þegar út hefir verið leyst, hreinsa það hátt og lágt og koma öllu í lag, sem aflaga fer og spilt hefir verið? Væri ekki réttast, að láta Tryggva og félaga lians hafa fyrir því að moka flórinn? — Eg býst við því. Mér þykir líka næsta ó- sennilegt, að nokkur sæmileg- ur eða dugandi maður muni fást til þess. Ríkissjóður er peningalaus, en til hans hljóta að verða gerð- ar mjög mikla kröfur um fjár- framlög á næstu tímum. Stjórnin hefir snúið öllu i flag, sóað fé rikisins í vitleysu, hnept þjóðina í skuldafjötra, svo að liún má sig hvergi hræra. — Nú — þegar fram- sóknarstjómin veltur úr vold- um — er þjóðin komin í sjálf- heldu féleysis og liverskonar vandræða. Hún hefir í raun réttri sjaldan verið ver stæð en nú, og aldrei fvrr en nú getað kent sjálfri sér um vandræðin að öllu leyti. Fyrir kosningarnar í fyrra sögðu stjórnarliðar, að svo væri „í pottinn búið“, að engum skyldi of gott að taka við völd- unum.Framsóknarstjórninhefði séð úm það, að hvervetna skyldi komið að tómum kofum, flagi og rústum. „íhaldinu“ skyldi hitna við endurreisnarstarfið og skammirnar skyldi dynja á ])ví vægðarlaust. Það væri um að gera, að hverfa ekki frá fyrr en fyrir því væri séð, að næsta stjórn kæmi að tómum kassa, gæti ekkert gert og ekki lireyft sig. Og þá skyldi menn sjá, að liægðarleikur yrði að rægja liana svo við landslýðinn, að valdadagar hennar yrði ekki margir. — Náttúrlega færi þessir „ráðdeildarsömu bjálfar“ undir eins að reyna að laga fjárhaginn — þeir væri altaf að hugsa um fjárhag rikissjóðs ■— og þá væri um að gera að ráðast á þá sem grimmilegast og láta fólkið lieimta peninga til allskonar framkvæmda. Vit- anlega gæti þeir ekkert látið, en þjóðinni skyldi talin trú um, að þeir vildi ekkert láta af hendi rakna. Þetta væri þeir einstakir svíðingar. alltf að hugsa um að horga slculdir og nurla í sjóði, en alt þess liáttar væri landinu „bara til bölvunar“. Lilil og fá- tæk þjóðfélög ætti að „vaða í skuldum", eins og liver maður gæti séð, og það hefði bænda- stjórnin líka altaf liaft liugfast. Eg vona að sjálfstæðismenn verði ófúsir tiKþess, að ganga í stjórn með einhverjum fram- sóknarmönnum, eins og nú standa sakir. Og vitanlega kem- ur ekki til mála, að þeir taki stjórnina í sínai’ liendur, jafn- vel ])ó að eitthvert brot fram- sóknar byði þeim hlutleysi. — Mér þætti því i’éttast, að fram- sókn yrði látin dingla áfram, þar til er kosningar hafa farið fram og þjóðin látið í ljós vilja sinn. Eg ann sjálfstæðismönnum betra lilutskiftis en þess, að fara pú að út-ata sig í lireiðri hænda- stjórnarinnar óverkuðu. Borgari. « I. O. O. F. 1145278 Vt = 0. Stjórnarskiftin. Dráttur' nokkur hafði orðið á þvi, að lausnarbeiðni stjórn- arinnar yrði simuð konungi. 5rar talið í gær, að búið væri að senda liana, en hún mun ekki hafa fárið fyrr en i morg- un. — Veðrið.í morgun. Hiti í Reykjavík ii stig, ísa- firði 8, Akureyri 12, Seyðisfirði 13, Vestmannaeyjum 9, Stykkis- hólmi 12, Blönduósi 16, Raufar- höfn 9, Hólurn í Hornafirði 11, Grindavík 10, Fáreyjum 8, Juli- anehaab 6, Jan Mayen -4- o, Ang- magsalik 3, Tynemouth 8 stig. (Skeyti vantar frá Hjaltlandi og Kaupmannahöfn). — Mestur hiti hér í gær 13 stig, minstur 10 stig. — Yfirlit: Hæð fyrir sunnan og suðaustan land. — Horfur: Súð- vesturland, Faxaflói, Breiðafjörð- ur, Vestfirðir: Sunnam og suð- Laxa- og Silnngsveiðiáhöld Landsins mesta, f jölskrúðug- asta og ódýrasta úrval, ’ kom með „Goðafoss“. — Nokkrar nýjungar, sem vert er að at- huga. VERSL. B. H. BJARNASON. Jarðyrkj n verkfæri Garðslöngur og „Slöngustativ“, hálfu ódýrara en annars staðar — erú nýkomin til VERSL. B. H. BJARNASON. Þakjárnlí óviöjafnanlega og allar aðrar Byggingarvörur fá menn bestar og ódýrastar í VERSL. B. H. BJARNASON. NorSnrálfu Carbornndum - Ijábrýnln sama teg. sem fyrra ár, og Hverfisteina, allar stærðir, 15” —21”, seljum við 25% undir verði annara. VERSL. B. H. BJARNASON. vestan gola. Þokuloft og dálítil rigningú dag, en léttir sennilega til í nótt. Norðurland: Hægviðri. Úr- komulaust. Norðausturland, Aust- firðir, suðausturland: Stilt og víð- ast bjart veður. Gullbrúðkaupsdag eiga á morgun hjónin Ólafur Jónsson íiskimatsmaður og Helga Jónsdóttir,. Vesturgötu 35 hér i bænum. Þau eru bæði innfæddir Reykvíkingar, og hafa dvalið hér allan sinn aldur, og er Reykjavik því orðin þeim kær. Þótt aldurinn sé nú orðinn nokkuð hár (76 og 77 ára) eru hjónin nokkuð ern enn þá og við fremur góða heilsu. Ólafur hefir vérið svo hraustur um dagana, að aldrei hefir hann legið veikur. Æfistárf hans hefir verið bæði sjómenska og land- vinna, aðallega fiskimat, hefir hann jafnán verið bæði duglegur og áreiðanlegur starfsmaður að hverju þvi, sem hann hefir gengið. — Vin- ir þeirra líjóna og samborgarar senda þeim heillaóskir um bjart og fagurt æfikveld á þessum sjald- gæfa minningardegi, og þakka fyrir langt æfistarf. G. G. Gengið í dag. Sterlingspund........... lcr. 22.15 Dollar ................. — „6.02)4 100 ríkismörk.............— i43-°2 — frakkn. fr............— 23.92 — belgur ............... — 84.29 — svissn. fr......... — 118.20 — lirur ................ — 31.12 — pesetar . . . .........— 5<?-°8 — gyllini .............. — 244.75 — tékkóslóv. kr.......— 18.04 — sænskar kr..........' — 114.32 — norskar kr.............— ito.45 — danskar kr........— 121.10 Gullverð 1 ísl. krónu er nú 61.96. E.s. Suðurland fór til Borgarness í morgun. Tveir Þjóðverjar kolnu liingað nýlega til þesa að koma fyrir vélum í kaffi- bætisverksmiðju, sem firmað Ó. Johnson & Kaaber er að koma liér á stofn. Kaffibætis- verksmiðjan mun sennilega taka til starfa fyrri liluta júlí- mánaðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.