Vísir - 01.06.1932, Blaðsíða 3
V I s I R
Aðalsafnaðarfundur
dómkirkjusafnaðaríns verðnr suiinudaginn 12. þ. m. kl. 8 síð-
degis i dómkirkjunni.
Dagskrá auglýst síðar.
Sóknarnefndin.
Ég liefí flutt
vinnustofu mína á Laufásveg 2.
Loftup Sigupdsson.
Naínlaust bréf
með nokkurum krónum, sett
í póst i Silkeborg í Danmörku,
hefir komið til skila, og þakka
eg kærlega fyrir sendinguna.
Iíleppi, 1. júni 1932.
Þórður Sveinsson.
Samkoma í fríkirkjunni.
Með þessum línum vildi eg
■velcja athygli á samkomu, sem
haldin verður i l'rikirkjunni á
morgun, fimtudaginn 2. júni kl.
8y2 síðdegis. Hún er haldin til
styrktar starfsemi fríkirkju-
safnaðarins fyrir forgöngu
.áhugasamra safnaðarmanna. A
samkomu þessari býðst fjöl-
breytt og gott efni sem flestir
munu hafa ánægju af að heyra,
og þá ekki sist þeir, sem jafn-
framl vilja styrkja það mál-
efni, sem ágóðans á að njóta.
Þar leikur Páll ísólfsson 2 lög
á fríkirkjuorgelið. Frú Elísabet
Waage syngur nokkur lög. Þá
verður erindi flutt. Síðan syng-
ur Erling Ólafsson nokkur lög
og loks endar samkoman með
því, að blandað kór syngur 3
lög. — Aðg'öngumiðar fást i
Bókav. Sigf. Evmundssonar,
hjá frú Katrínu Viðar og við
innganginn og kosta 1 krónu.
Eins og sést af ofanrituðu, hef-
ir-verið vel vandað til samkomu
þessarar. Vildi eg óska, að bæði
forgöngumenn liennar og þeir,
sem liana sækja, megi verða
sem ánægðastir með árangur-
ínn.
Á. S.
Höfnin.
Enskur botnvörpungur kom
‘inn í gær til að taka ís. Fiski-
skipstjóri á botnvörpung þéss-
um er Aðalsteinn Pálsson.
E.s. Dettifoss
fór héðan í gærkveldi vestur
og norður. Farþegar voru 30—
40.
Súndmenn Ármanns!
Mælið til Álafossfarar kl. 8
í kveld á Hverfisgötu 82.
G.s. Botnía
kom frá útlöndum í nótt.
tJtsvör.
Fyrsti iiluti útsvara fyrir árið
1932 er fallinn i gjalddaga. Sjá
augl. frá bæjargjaldkera i blað-
inu í dag.
E.s. Vestri
fór frá Genúa á mánudag á-
leiðis til Santa Pola. Þar tekur
hann saltfarm til Siglufjarðar
og Eyjafjarðar.
Sumarbeit.
Hestamannafélagið Fákur tekur
við hestum í sumargöngu í Geld-
ínganesi. Sjá augl. í blaðinu í dag.
Bæjarstjórnarfundur
verður haldinn á morgun á
venjulegum tíma (kl. 5).
Ljóðkveld
heldur Ivristján Kristjánsson
-söngvari i Gamla Bió næstkom-
andi föstudagskveld. Leikur
liann sjálfur undir. x.
Kvörtunum um rottugang
í húsum er veitt móttaka á skrif-
stofu heilbrigðisfulltrúa við Vega-
mótastíg kl. io—12 og 2—7, dag-
ana 2.—10. þ. m. Sími 753, á sama
tíma.
Hestamannafél. Fákur
hefir sótt um til fasteigna-
nefndar, að þvi yrði leigt Geld-
inganes til hestabeitar i sumar
og ennfremur Breiðholts- og
Ártúnsgirðingar. Fyrir þetta
vill félagið greiða 1000 kr. i
leigu, en fasteignanefnd leggur
til að leigan verði ákveðin
1500 krónur.
Útvarpið í dag.
10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tónleikar (Útvarps-
kvartettinn).
20,00 Klukkusláttur.
Erindi: Frá útlöndum
(Vilhj. Þ. Gíslason).
20.30 Fréttir.
21,00 Grammófóntónleikar:
Ensöngur: Benjamino
Gigli syngur: Santa Lucia
luntana, eftir Mario; Vo-
ce é notte, eftir Curtis;
Tombe degl’avi miei og
Tu che a Dio spiegasti úr
„Lucia di Lammermoor“
eftir Donizetti.
Píanó-sóló: Ballade í F-
moll, Op. 52, og Prélu-
des Nr. 15, 16 og 17, eft-
ir Chopin, leikin af Al-
fred Cortot. ,
Norskar
loflskeytafregnir.
—o---
NRP, 28. maí. t-.FB.
Útvarpsmál Norðmanna.
A rikisráðsfundi í gær yoru
lagðar fram tillögur um fram-
tíðarskipulag útvarpsmálanna í
Noregi. Samkvæmt tillögunum
verður útvarpsstarfsemin að
öllu leyti rekin af ríkinu. Versl-
unarráðuneytið á að liafa með
höndum verkfræðilega stjórn
útvarpsins, en kirkjumálaráðu-
ncytið hefir með höndum yfir-
umsjón efnisvals. Ráðgert er að
breytingarnar komi til fram-
kvæmda 1. júlí að ári. Til rikis-
ins á að greiða 200,000 kr. ár-
lega, en að öðru leyti renni
tekjur útvarpsins til útvavps-
starfseminnar.
Vinnutími á norskum skipum.
Óðalsþingið hafði í gær til 3.
umræðu breyting á lögum um
vinnutíma á norskum skipum.
Lagt var til, að vinnustunda-
fjöldinn skyldi vera 8 í stað 7
stunda á hitabeltissvæðinu og
ennfremur, að vinna frá kl. 6
að morgni til kl. 18 að kveldi
skuli ekki teljast yfirvinna, í
stað 7 að morgni til 17 að
Sólinpillur
eru framleiddar úr hreinum
urtaefnum; þær hafa engin
skaðleg áhrif á líkamann, en
góð og styrkjandi áhrif á melt-
ingarfærin. —
Sólinpillur hreinsa skaðleg efni
úr blóðinu. — Sólinpillur hjálpa
við vanlíðan, er stafar af óreglu-
legum hægðum og liægðaleysi.
Notkunarfyrirsögn fylgir
liverri dós.
Fæst hjá héraðslæknum og öll-
um lyfjabúðum.
ODYRT—bm
Strausvkur, 0.25 kg.
Melís, 0.30 % gk.
Hveiti (Alexandra), 0.20
Smjörhki, 0.85 V2 kg.
Matarkex, 1.00 % kg.
Kartöflur, 0.15 y> kg.
Haframjöl, 0.25 % lcg.
Hrísgrjón, 0.25 y2 kg.
— Alt sent heim samstundis. —
Bergþórugötu 2. Sími 1671.
Nýkomið:
Sænskt
flatbrauö
„Brteíass"
fer á föstudag (3. .júní) kl. 6
síðdegis beint til Leith og Kaup-
mannahafnar.
kveldi, eins og nú er. — Breyt-
ingarnar voru samþyktár. Jafn-
aðarmenn greiddu atkvæði. á
móti þcim.
)
Norskt skip strandar.
Norska eimskipið Herleik frá
Skien kendi grunns við Tielke,
samkvæmt simfregn frá St.-
Johns á Newfoundland. Skips-
höfnin er ekki talin í hættu, en
vafasamt að skipinu verði
bjargað. — Síðari fregn
hermir, að skipið liafi komist
af eigin ramleik til St.Jolins.
Hitt og þetta,
Ný stjórn í Frakklandi.
Þingkosningar fófu fram í
Frakklandi i síðastliðnum mán-
uði, sem kunnugt er, og urðu
úrslit þau, að róttækari flokk-
arnir unnu mikið á. Ný stjórn
verður mynduð þessa daga og
er búist við, að myndun hennar
verði lokið þ. 5. eða 6. þ. m.
Tardieustjórnin gegnir störf-
um þangað til ný stjórn er
mynduð.
Pnppipsp okap I
Eg liefi jafnan fyrirliggjandi allar stærðir af pappírspókum
(,,Patent“-pokum). „Patent“-pokar hafa alstaðar útrýmt öðr-
um pokum, enda mun handhægari og skemtilegri i notkun, en
þó ekki dýrari. Enn fremur útvega eg, beint, allskonar poka
og pappír, með og án áprentunar. Verð og gæði vel samkepn-
isfært.
Simi 1643.
Akureyri:
Ferð næstkomandi föstudag.
Hvammstangi:
Ferð næstkomandi föstudag.
miuuiuiiiuuiuiiiiiiiiil
Sími 715.
HIIlflIIKBllBEIlllSllllimilll
i OPEL. i
Bíllinn, sem þúsundir manna hafa beðið eftir.
OPEL er lítill bíll, en þó nokkru stærri en þeir
smábílar, sem hér þekkjast. Þetta er rétti bíllinn, bú-
inn öllum kostum stærri bila, sérlega fagur tíg vand-
aður, ódýr i rekstri og auðvéldur/ méð að fará.
OPEL vinrtur vel, vélin gengur titringslaust og
bregður skjótt við. Hvílir í gúmmíklossum á fjórum
stöðum. Stimplar úr léttum málmi.
Blöndungurinn blandar bensin og loft ávalt í rétt-
um lilutföllum, þó ökumaðurinn gleymi áð stilla inn-
sogið á verkfæraborðinu. Vegna þessa fer aldrei skökk
bensínblöndun inn í vélina og getur ekki valdið
skemdum.
Bosch startari og kveilcja, sjálfstillandi rafkveikja.
Þrjú gír áfram, eitt afturábak. Grind með sex þver-
bitum. Heilfjaðrir að aftan og framan úr Chrome-
Vanadium stáli, olíufyltir liristingshemlar. Fóthemlar
á öllum hjólurn, handhemill bak við gírkassann. Ben-
sin-geymir að aftan, bensínpumpa liægra megin vélar-
innar. Lugtir af nýjustu gerð, stefnuljós, sjálfvirkur
rúðuþurkari, hraðamæhr, olíumælir, bensínmælir, raf-
kveikja læst með lykli, fullkomið verkfærasett o. fl.
Gúmmístærð 26x4.00, stáldiskahjól. Vinstrihand-
arstýri. Hemlar og allir ganglimir innilokað og vatns-
og rykþétt.
OPEL er til af sjö gerðum, þar á meðal einkar
liandhægir bílar til léttra flutninga.
OPEL fæst einnig af stærri tegund, en er ódýrari
en sambærilegir bílar.
Aðalumboð fyrir ísland:
JÓH. ÓLAFSSON & CO., Hverfisgötu 18,
Reykjavík.
Símar: 584 og 1984.
Munið, að OPEL er bygður hjá General Motors, stærsta
og langöflugasta bifreiðafélagi í heiminum. — Það er
besta tryggingin.