Vísir - 22.06.1932, Blaðsíða 3
VISIR
MaBnhorg-harmonium
•og ýmsar aðrar tegundir orgel-
harmonium, hæði ný liljóðfæri
og notuð, hefi eg til sölu. Verð
frá kr. 285.00. Greiðslukjör eft-
ir samkomulagi.
Elías Bjarnason,
Sólvöllum 5.
verksmiðjan Frón sýnir hinar
fjölbreyttu framleiðslutegundir
sínar í leikfimissalnum. Þykir
eigi ástæða til að fjölyrða um
hana, þar sem fyrir nokkrum
dögum birlist itarleg frásögn í
Vísi um starfrækslu þessarar
verksmiðju. Aðeins skal þess
getið, að framleiðsluvörunum
er smekklega fyrir komið.
Utan af landi.
ísafirði, 21. júní. FB.
17. júni var liátiðlegur hald-
inn'með ræðuhöldum, söng og
knatt spymukappleik. Bæj arf ó-
getinn setti samkomuna. Steinn
Emilsson og Ingólfur Jónsson
bæjarstjóri héldu ræður.
19. júni var einnig minst hér
með ræðum. Karlakórinn söng
og leiksýning var lialdin um
kveldið.
Grasspretta afbragðs góð hér
um slóðir. Fyrsti nýræktarhlett-
urinn á bæjarbúinu var sleginn
13. þ. m.
í fyrri viku voru menn að
greftri skamt frá Mýri á Snæ-
fjallaströnd og komu niður á
beinagrind af manni undir mó-
hellu. Er þetta slcamt frá, þar
sem ætlað er að Hávarðsstaðir
hinir fornu liafi verið.
Fyrir nokkrum dögum hvolfdi
bát með 4 mönnum á leið frá
Nesi i Grimnavík að Stað. —-
Tvær unglingsstúlkur í Nesi
setlu fram bát og tókst þeim
að bjarg'a mönnunum, allþjök-
uðum.
Bóndinn í Nesi, Elías Hall-
dórsson hefir að sögn bjargað
alls fimtán mönnum frá drukn-
un. —
Bæjarfréttir
1 IðOO 0>OCÍ!
Jarðarför
Jóns Hallgrímssonar, gjaldkera
bæjarsímans, fór fram í gær að
viðstöddu fjölmenni.
Vcðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík io stig, ísafirði
II, Akureyri n, Seyðisfirði 17,
Vestmannaeyjum 10, Stykkishólmi
11, Blönduósi 10, Hólum í Horna-
firði ii, Grindavík 11, Færeyjum
9, Julianehaab 6, Jati Mayen 5,
Angmagsalik 5, Hjaltlandi 9, Tyne-
mouth 10 stig. Skeyti vantar frá
Raufarhöfn og Kaupmannahöfn.
Mestur hiti hér í gær 14 stig,
minstur 7 stig. Úrkoma 3.2 mm.
Sólskin 6.3 stundir. — Yfirlit:
Lægð fyrir nor'ðvestan land á
hreyfingu norðaustur eftir. Hæð
fyrir sunnan land og austan. —
Horfur: Suðvesturland, Faxaflói,
Breiðafjörður, Vestfirðir Og Norð-
urland: Suðvestan kaldi, skúrir.
Norðáusturland, Austfirðir: Suð-
vestan gola. Víðast úrkomulaust og
bjart veður. Suðausturland: Suð-
-vestan kaldi; skúrir.
Italska flugvélin
var á sveimi yfir bænum og
nágrenninu i gær góða stund.
Flugvélin settíst á Skerjafjörð
og hélt þar kyrru fyrir liðlega
hálfa klukkustund. Voru flug-
mennirnir að athuga lendinga-
skilvrði þar.
Stjóm Afmælisfélagsins
óskar þess getið, að bama-
heimilið Egilsstaðir í Hvera-
gerðj í Ölfusi, taki til starfa upp
úr næstu mánaðamótum. —
Nánari upplýsingar, sem og
eyðublöð undir dvalarbeiðnir,
fást i Bókaverslun Ársæls
Árnasonar í dag.
Norður Kaldadal
fór bifreiðin RE. 340 á sunnu-
daginn var. Er það í fyrsta sinn,
sem bifreið fer norður Kalda-
dal á þessu sumri.
Frá Allsherjarmólinu.
Karl Sigurhansson, hinn ágæti
þolhlaupari Jieirra Eyjamanna, vann
J>að afrek í gær, Jirátt fyrir and-
stætt veður og enga samkepni, að
ryðja hinu 11 ára gamla meti Jóns
Kaldal á 10 km. Hljóp Karl vegal.
á 34 min. 6.1 sek., en gamla metið
var 34 mín. 13.8 sek. — í kveld
kl. 10 verða verðlaun afhent í K.
R.-húsinu, og eru allir þátttakendur
mótsins og starfsmenn boðnir þang-
að. — Frekari fréttir af mótinu
bíða þar til á morgun.
Gengið í dag.
Sterlingspund .. kr. 22.15
Dollar . . 6.16
100 ríkismörk . . 146.68
—■ frakkn. fr . . — 24.38
•— belgur . . — 85-59
— svissn. fr . . — 120.25
— lírur . . — 3I-63
•—• pesetar .. — 50.81
— gyllini . . — 249.20
— tékkóslóv. kr. .. .. — 18.39
— sænskar kr . . —- 114.02
— norskar kr . . — 109.42
—• danskar kr 120.97
Gullverð
ísl. krónu er nú 60.58.
Ms. Dronning Alexandrine
er væntanleg að vestan og norð-
an í kvöld kl. 10—11.
E.s. Suðurland
kom frá Borgarnesj í gær-
kveldi.
E.s. Goðafoss
kom í nótt frá Keflavík og
Akranesi. Fér héðan i kveld
áleiðis til útlanda.
E.s. Vestri
kom í morg'un til Siglufjarð-
ar.
„Listviðir“.
Júníblaðið ér nýlega komið
út, fjölbreytt að efni með mörg-
um myndum.
Frú Ruth Hanson Anderson
var meðal farþega á Brúar-
fossi í fyrrakveld.
Dansleikur
í sambandi við allsherjarmót-
ið verður haldinn í kveld kl. 10
í K. R. húsinu. Allir þátttakend-
ur mótsins eru boðnir. Aðrir
íþróttamenn geta fengið að-
göngumiða í dag í verslun Har-
alds Árnasonar, fyrir sig og
gesti sína. Keppendur og starfs-
menn mótsins eru beðnir að
mæta stundvíslega kl. 10.
Knattspymumót Islands
Fyrsti kappleikur mótsins er
í kveld kl. 8y2 milli K. R. og
Vikings. Fimm félög keppa á
mótinu, K. R. Valur, Fram,
Vikingur og Knattspymufélag
Akureyrar.
1 Þjópsárdal
Tun guferðip
og
Skemtiferð
(í drossium).
Sunnudaginn 25. júní að
fpá Bifpeiðastöð Kristins.
Símar 847 og 1214.
GRÝLU,
KERI,
LAUGARVATNI
ÞINGVÖLLUM.
Nýtt I Nýtt I
heitir alveg ný gerð af garðslöngustút, sem er í senn krani,
dreyfari og stútur. Afar handliægur og ódýr. ------- Fæst hjá
Kaffi, mjólk m. kökum eða skyr
og rjómi i Hveragerði. 2 réttir
matar og kaffi á Laugarvatni
og kaffi á Þingvöllum.
Verð: 17 krónur, alt innifalið.
Helga Magniíssyni & Co.
Utvarpið í dag.
10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tónleikar. (Útvarps-
kvartettinn).
20,00 Klukkusláttur.
Grainmófóntónleikai-:
Ivarneval dýranna, eftir
Saint-Saéns.
Dúettar: Gluntarne.
20.30 Fréttir.
Músik.
Míðka-strákar.
—o—
Það er segin saga hvert sum-
ar, hvenær sem dropi kemur úr
lofti og rakt er í rót að kveldi,
að þá er sægur af strákum kom-'
inn í garða bæjarbúa svona um
miðnættið, þegar búist er við að
allir séu háttaðir og sofnaðir.
Þetta eru maðkastrákarnir. Eru
þeir herskáir í mesta lagi og
slenst engin girðing þann
stefnivarg. Varpa þeir sér yfir
girðingarnar, en vaða því næst
um garðana þvera og endi-
langa og safna ánamöðkum í
pjáturdósir. Mun maðkurinn
vera verslunarvara þeirra og
þyk i r auðvitað mikið undir því
komið, að liandsama sem allra
flesta. Sjaldan eða aldrei munu
strákar þessir biðja um leyfi til
þess, að tína maðka í görðum
manna og mætti þó ekki minna
vera en að þeir gerðu það. Eru
þeir oft. ærið flóttalegir við
þessa iðju sina, skima í allar
áttir, en þó oftast i húsglugg-
ana í kring, ef vera kynni, að
einliver sæi til þeirra. Og sjái
þeir fólk í gluggunum, taka þeir
oftast til fótanna, stökkva á
girðingarnar þar sem lientast
þykir og bíða ekki boðanna. —
Ber slikur flótti vitni um það,
að piltum jiessum sé ljóst, að
þeir eru að aðhafast það, sem
þeir liafa ekki leyfi til. — Rétt
er að geta þess, að sumir þess-
ara maðkastráka fara vel að
ráði sínu að því leyti, að þeir
traðka ekki niður blóm eða
annað, heldur þræða göturnar
með varkárni og gæta þess, að
stiga ekki á blóm eða i beð.
Aðrir hirða ekkert um þetta,
heldur vaða beint af aiigum,
svo sem þeim þykir lientugast.
Eru það slæmir gestir og ætti
skilið að tekið væri duglega í
lurginn á þeim. Virðist alveg
nóg, að farið sé inn i garða hjá
fólki í óleyfi, þó að engu sé
spilt. — Eg vildi nú mælast til
þess, að víkingar þessir bæði
um leyfi garðeiganda, áður en
þeir leggja út í maðkahemað-
inn. Mundi slíkt leyfi auðfengið
hjá mörgum. Gæti þá strákar
Áptis
hangikjöt
frá Laxamýri.
NÝJAR KARTÖFLUR
á 60 aura kg.
fæst í
IHALI’S
Sissons
Brothers
Máiningavðrnr
eru þektar uin víða veröld
og þá einkum fyrir gæði.
Hall’s Distemper (vatns-
farfi).
Botnfarfi, á járn og
stálskip.
Lestamálning, 2 teg.
Skipamálning.
Húsamálning.
Lökk allskonar.
Zinkhvíta.
Blýhvíta.
Þurkefni.
Terpentína.
Kítti. Trélím.
Fernisolía.
Málningarpenslar.
í heildsölu hjá
Sr. 0. Skegfjörð
Sími 647.
lokið maðka-stríði sínu fyrir
miðnætti, og þyrfti ekki, eins
og nú, að fara liuldu liöfði eða
hegða sér „eins og þjófar á
nóttu".
Garðeigandi.
Hitt og þetta.
Mikil flóð
komu í Oklahoma, Banda-
ríkjunum, i júníbyrjun. Nokkr-
ir menn drukknuðu, en á anm
að þúsund menn urðu að flýja
að heiman. — Eignatjónið var
mikið.
Ferðaskrifstofa
fslands.
Sími 1991.
BtMO£K OUT
Áwi 4tnv
hið óbrigðula skordýra-
eitur — frá
Helga Mapússyni & Co.
BifreiSastjórar!
Ein dós af „Pneumosan"
og þér þurfið alls ekki að
bæta smágöt, sem koma
á slönguna.
„Öpninn“.
Laugaveg 8.
Brúnn foli
verður seldur á uppboði á
morgun kl. 2 í Tungu við
Laugaveg.
Lögreglan.
Nýkomið:
25x1 mtr. 2” möskvar
ferkant,
Varastykki í Narag-katla:
Ristar, hristiristar o. s. frv.
Nokkra rafmagnsmótora
(0,7—5 ha.) seljimi við
mjög ódýrt.
k. Einarsson & Fnnk.
Amatörap.
Framköllun og kópiering
best og ódýrust hjá okkur. —
Kodak-filmur fyrir 8 mynda-
tökur.
Amatörverslunin
Þorl. Þorleifsson.
Austurstræti 6. Sími: 1683.