Vísir - 24.07.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 24.07.1932, Blaðsíða 2
V I S I R KÍIDHtomiOlseini Heimsins besta hveiti Cream of Manitoba er nú komið aflnr. Ódýr 09 hlý hhsakynni er eitt af höfnðviðtangseínnm nfitímans. A Iðnsýningunni gefsl mönnuni kostur á að kynnast Eternit 09 Korkotex'byggingarefni (byggingin við innganginn í portið). Ensonit og Jonitex-veggplðtnm (skilrúmin i leikfimissalnum og stofu nr. 14). EnsO'Veggföðri, Korkparket, Gúmmí (i stofu nr. 9 og 15). Spyrjist fyrst fyrir um verð hjá mér. Aðalumboösmaöup Jón Loftsson, Austurstræti 14. — Sími 1291. ímskeytí Los Angeles 23. júlí. United Press. - FB. Látinn leikhússtjóri. Látinn er Florenz Ziegfild, einn af frægustu leikhússtjór- um Bandaríkjanna. Dublin 23. júlí. United Press. - FB. Deilur Breta og íra. Neðri deild lriríkisþingsins (Dail) hefir með sjötiu atkvæð- um gegn sextiu felt breytingar þær, sem efri deild þingsins gerði á frumvarpi því um aukna tolla á breskum vörum, sem borið var fram vegna svipaðra álagninga á írskar innflutnings- vörur í Englandi. — Cosgrave- flokkurinn hefir hvatt alla þjóð- ræknissinnaða Ira til þess að beita sér fvrir því og vinna að því sleitulaust, að tollastríð- ið milli Breta og íra verði sem fyrst úr sögunni. Berlín 23. júlí. United Press. - FB. Embættasviftingar. Til þessa, hefir um tuttugu af æðstu embættismönnum Prússlands verið vikið úr embætti, síðan von Papen hóf frávikningarbaráttu sína á dög- unum. Ottawa 23. júlí. United Press. - FB. Frá Ottawaráðstefnunni. Yfirmenn sendinefndanna á albresku ráðstefnunni ræddu í dag um skipun nefndar, sem hefið sérstaklega með höndum viðskiftaaukningu innan Breta- veldis. Bálstofa og atvinnuhætnr. —o— Atvinnubótavinna er fvrir dyrum. Næg eru verkefnin, ef fé verður handbært lii fram- kvæmda. Hér skal minst á eitt verk, sem bæjárstjórnin þarf að láta vinna á næstunni. l>að er hygging hálstofu. í flestum menningarlöndum Evrópu er mikill skriður kominn á lik- brenslu. I Þýskalandi eru rúm- lega 100 bálstofur og í sumum bæjum þar í landi eru flést lík brend. „Dansk Ligbrændings- forening“ átti hálfrar aldar af- mæli i fyrra, en „Svenska Eld- begangelseföreningen“ varð 50 ára í surnar. Væri því ekki ras- að fyrir ráð fram, Jxitl íslend- ingar tækju ííú upp bálfarir. Likhúsið hér í kirkjugarðin- um er söfnuðinum til liáðung- ar. Fjöldi bæjarbúa er til neydd- ur að láta lik standa uppi í þröngum íbúðum, og er slíkt óverjandi með öllu. I sambandi við væntanlega bálstofu verður pláss, þar sem lík standa uppi, og jafnframt skrifstofur fvrir útfararmál bæjarins. En aðalatriðið er vitanlega, að gefa kost á að brenna dána menn, i stað gamla aflægisins — að grafa líkin í dimma gröf, til þeirrar andstyggðar, sem rotnuninni fylgir. Bæjarstjórn- in ætti að vinna á móti hinu rándýra útfararprjáli, sem tíð- kast í Rvik, en reisa bálstofu, og gefa bæjarbúum kost á bál- för eftir sinn dag, með öllu tilheyrandi, gegn vægu gjaldi i lifanda lífi, í eitt skifti fyrir öll. í Khöfn fæst þetta fyrir eina 40—90 króna greiðslu, eft- ir aldri, og þarf ekki að hafa áhyggju af útförinni, ef það er greitt. Erlendis reynast bálstofur bæjarfélögunum ódýrari, held- ur en kirkjugarðar, og verður væntanlega svo lika hér. „Dansk Ligbrændingsforen- ing“ býður Rvíkurbæ lán með 5% vöxtum, og afborgun eftir hentugleikum, til þess að reisa bálstofu, og mun bærinn varla eiga kost á hentugra láni til at- vinnubóta. Bæjarstjórnin ætti því að taka rögg á sig og liefja verkið. Margar liendur atvinnu- lausra manna bíða eftir þvi, að þeim sé fengið verk að vinna. Ódýrt lánsfé er fyrir hendi, og bér er verk sem bæjarstjórnin þarf að láta framkvæma fyr eða síðar. G. Cl. Tandræðamenn. --O— Stutt athugasemd. —o— „Verklýðsblaðið“, sem úl kom í dag, talar á þá leið, að ekki verður skilið annan veg en þann, að allur verkalýður þessa lands sé kommúnistar. En þetta er mesti misskilningur og mér finst rétt, að einliver mólmæla- rödd lieyrist úr herbúðum verkamanna sjálfra. Eg þori ekki um það að segja, bversu margir kommúnistar hér á landi muni vera, en eg þykist þó mega fullyrða, að þeir skifti ekki mörgum Iiundruð- um. Þeir eru örlítið brot alls verkalýðsins. „Verklýðsblaðið" eða menn þeir, sem að því standa, mega ekki imynda sér að alt það fólk, sem slæst i för með þeim, þeg- ar þeir eru að labba liér um bæinn i hinum svokölluðu kröfugöngum, fylgi þeim að málum. Sannleikurinn er sá, að allur l>orrinn hendir gaman að þessum ærslabelgjum, sem fólk telur víst að sé að þessu labbi af eintómum leikaraskap. Mönn- um er ómögulegt að trúa því, að labb eða „spásseringar“ um göt- urnar, tröpi>uræðuböld og þess- báttar barnaskapur, geti skap- að neina atvinnu eða orðið þurfandi heimilum til gagns á nokkurn hátt. En margir eru forvitnir og vilja sjá bvað ger- ist. Og svo mun um mestan hluta alls fylgdarliðs konnnún- ista á kröfugöngunum. Það er skoðun mín, að ís- lenskum koinmúnistmn só stöð- ugt að fækka. Og þeir eru árcið- anlega færri nú, en þeir voru í fyrra um þetta leyti. Það er bæði ánægjulegt og skiljanlegt, að menn hverfi frá villu sins vegar. Einn fyrverandi komm- únisti liér i bænum hefir sagt, að ekki færi hjá því, að allir skynsamir menn yxi frá komm- únismanum með aldri og meiri þroska. Hann væri einskonar barnasjúkdómur meðal hinna vinnandi stétta. Með aldri og þroska sæi hver maður, að ekk- ert ynnist á með ærslum og gaspri og löglausu athæfi. F3g beli nú verið að velta þvi fyrir mér, hvað það mundi vera, sem kommúnistarnir hérna befði unnið verkalýðnum til gagns. Og eg liefi ekki getað komið auga á neitt. Alt þeirra gaspur og ólæti hefir ýmist orð- ið árangurslaust með öllu, ell- egar þá verkalýðnum til tjóns. Eg held að ekki verði komið auga eitt einasta dæmi, sem bendi í þá átt, að kommún- istar hafi orðið verkafólkinu að liinu allra minsta liði i viður- eign þess við atvinnurckendur. Og hvernig ætti það líka að vera, að menn með sliku liug- arfari og slíku framferði gcti orðið öðrum til gagns? Hvernig getur nokkur atvinnurekandi eða forstjóri fyrirtækis farið að semja við svona ]>illa? Eg lái ekki neinum, þó að liann eigi bágt með að ganga til samninga við þann mann eða þá, sem.bafa svívirt liann á allar lundir og reynt að níða af honum æru og mannorð. Mér hefir oft fundist hæpið, að nokkur árangur gæti orðið af samningaumleit- unum jafnaðarmanna við at- vinnurekendur, og hafa þeir þó hegðað sér miklu skár en kommúnistar. Annars verð eg að segja það, að-mér finst alveg óverjandi að lála æsingamenn annast kaupsamninga cða jafna kaupdeilur, hvern flokk sem þeir fylla, þvi að af starfi slikra manna er þvi miður lítils góðs að vænta. Annars get eg ekki stilt mig um, að drepa hér á það, sem eg hefi oft hugsað um í ein- rúmi, að okkur verkafólkinu er í rauninni nokkur hætla búin af foringjum okkar. Þeir eru flest- ir eða allir ofmiklir þjösnar og oflitlir samningamenn. Þeir vilja keyra alt í gegn með ilksku og ójöfnuði, en slíkt hefnir sin. Það er ekki ráðið til góðs árang- urs, að eg byrji á því, að sví- virða þann mann og særa á all- ar lundir, sem eg þarf að semja við á eftir. Þessháttar framferði hefnir sín og eg er viss um, að við höfum oft goldið þess i lakari samningum. En hvað mundi þá, ef kommúnistar hefði átt að semja fyrir okkur? Ætli niðurstaðan liefði ekki orð- ið sú oftast nær, að alhr samn- ingar hefði farið út um þúfur fvrir fult og alt og atvinnuveg- irnir lagst í rústir. Eg er gróf- lega liræddur um það. Blessun kommúnismans liefði þá eink- um lýst sér í brauðleysi og klæð- leysi og algerri eymd verka- fólksins. \ Að endingu slcal eg geta þess, að þó að eg álíti samtök verka- lýðsins alveg nauðsynleg, að því leyti, sem þau miða til þess, að hækka kaupið og bæta kjör almennings, þá er ekki þar með sagt, að nauðsynlegt sé eða æskilegt, að alt verkafólk sé reyrt i viðjar liins sama stjórnmálaflokks. Slikt ófrelsi er óþolandi og reynslan sýnir, að verkafólkinu er nauðsynlegt, að eiga vingott við alla stjóm- málaflokka — nema flokk kommúnista. Eg á að heita „Dagsbrúnarmaður“, en mér hefir aldrei dottið i hug, að of- urselja mig því félagi þaunig, að eg teldi mér skylt að kjósa frambjóðendur „Alþýðuflokks- ins“, hvorki til þings eða i bæjarstjórn. Eg liefi kosið eftir sannfæringu minni, og þá vit- anlega ekki fulltrúa þess 1‘lokks, sem afneitar ættjörð sinni og vill fyrir livern mun, að íslenskt fólk eigi engan sérstakan ríkis- borgararétt. Eg kýs ekki með þeim flokki, sem vill fyrir livern mun, að framandi þjóðir, svo sem Danir, liafi hér sama rétt og' við sjálfir. „Verklýðsblaðinu“ er óhætt að trúa því, að kommúnisminn á enga framtíð hér á landi, nema því að eins, að öll þjóðin missi vitið. Eg vorkcnni þeim aumingja mönniun, sem glæpst hafa á þvi, að herjast fyrir hin- um versta málstað, en livað er vcrra en að reyna að koma þjóð sinni á vonarvöl. Og verk þeirra eru jafn óhæfileg fyrir því, þó að þeir fái þau borguð rausnarlega með rússnesku gulli. 19. júlí. VerkamaSur. CJtan af landi. Akureyri, 22. júlí. FB. Ivaupdeila stendur nú vfir við Krossanessverksmið j u. Vil j a verkamenn vinna fyrir kr. 1,00 um klukkustundina, ef verk- smiðjan vill lofa tiu vikna vinnu. Annars fyrir kr. 1,25. — Verksmiðjan vill greiða kr. 1,10 um klst., en ekki lofa neinu um lengd vinnunnar. Frakkn&skur Grænlandsleið- angur liggur hér á höfninni. Eru ]>að rannsóknarskipið „Porquoi Pas“ og herskipið Pollux. Tekur „Porquoi Pas“ flugvélina, sem Hvidbjörnen skikii hér eftir. Valtýr Stefánsson ritstjóri hefir gefið Mentaskólanum hér málverk af föður sinum, Stefáni skólameistara. Ei’ það málað af frú Kristínu Jónsdóttur og er hið |)rýðilegasta. von Crponau lenti liér kl. fimm mínútur yfir 3 í gær og var hðlega 3 stundir á leiðinni hingað frá Seyðisfirði. Flaug hann nyrðri leiðina. von Gronau gerði ráð fyrir því i gær, að halda áfram í dag, á- leiðis til Grænlands, en þaðan er áform lians að fljúga til Bandaríkjanna um Labrador. Ný bók, sem mörgum mun verða kær- komin, kom á markaÖinn i gær. Er það 3. útgáfa hinnar ágætu „Ensk-íslensku orðabókar" Geirs T. Zoéga rektors. Fj'rsta útgáfa orðabókar þessarar var prentuð 1896 og seldist upp á nokkurum ár- um. Önnur útgáfa (aukin) kom haustiÖ 1911, og nú kernur þriðja útgáfa, stórum aukin og endurbætt. — G. T, Zoéga andaðist 15. apríl 1928, og hafði þá lokið við að end- urskoða orðabókina (2. útgáfu) og búa 3. útgáfu undir prentun. Tengdasonur höfundarins, Þor- steinn hagstofustjóri Þorsteinsson, hefir annast útgáfuna, en hann er hverjum marini vandvirkari og -má, víst treysta því, að hann Hafi ekki ..kastað höndunum“ til þessa verks. — Orðabókar-starfsemi Geirs heit- ins Zoéga rektors var öll hin merki- legasta og í raun réttri þrekvirki, að honum skyldi verða svo mikið á- gengt i þeim efnum, sem raun l>er vitni, því að hann var löngum önn- unt kafinn við lýjandi kenslustörf. — 2. útgáfa orðabókarinnar hefir nú verið uppseld og ófáanleg um hríð, og mun þvi þessi útgáfa koma i góðar þarfir. -r Onnur útgáfa var aðeins 35 arkir að stærð, en þessi er 44 arkir, og er þvi Ijóst, að aukningin muni all-veruleg. — Útgefandi er Bókaverslun Sigurð- ar Kristjánssonar (Herbertsprent). Bókin kostar 18 krónur i laglegu bandi. Oveitt prestakall. Grundárþing í Eyjafjarðar-pró- fastsdæmi hafa nú verið auglýst laus til umsóknar. Tekur presta- kallið yfir Grundar-, Saurbæjar-, Hóla-, Möðruvalla-, Munkaþverár- og Kaupangssóknir. Umsóknar- frestur til 1. september næstkom- andi. Runólfur Stefánsson, frá Litla-Holti cr hálf-sextugur i dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.