Vísir


Vísir - 08.08.1932, Qupperneq 2

Vísir - 08.08.1932, Qupperneq 2
V I S I R ÞAKJÁRN. ÞAKPAPPI. ÞAKSAUMUR. Fyrirliggjandi. Síldarnet útvegum við með stuttum fyrirvara frá < Johan Hansens Sönner A.s. Bergen. Gæðin viðurkend. Þörðnr Sveinsson & Co. æ 88 æ Símskeytl Briissel, 8. ágúst. United Press. - FB. Vinnudeilur. Landsfundur verkamann^i í kolanámum ákvað í gær að hefja verkfall í dag, ef náma- eigendur gengi ekki að 5 °/o kauphækkun frá 1. september. Fundurinn ákvað einnig að mælast til þess að verkamanna- flokkurinn og verkalýðsfélögin athuguðu möguleikana fyrir allsherjarverkfalh, til að stvðja kröfu náinamanna. Framtíðarlansn atvinnuleysismálanna. —o--- Lausn atvinnuleysismálanna er með flestum eða öllum þjóð- um vafalaust að mjög miklu leyti undir þvi komin, að viðun- andi lausn fáist á ýmsum al- þjóðavandamálum, fjárhags, viðskifta og stjómmálalegs eðl- is. Um lausn alþjóðavandamál- anna horfir nú öllu vænlegar en áður, þar sem ófriðarskaðabæt- urnar mun nú mega telja úr sögunni. Menn gera sér þær vonir, að þjóðirnar séu farnar að læra af reynslu kreppuár- anna og að þess muni þvi vænt- anlega skamt að bíða, að önnur óleyst vandamál þjóðanna verði leyst á viðunandi hátt. Rætist þessar vonir má gera ráð fyrir, að um hægfara bata verði að ræða á flestum eða öllum svið- um, cn að sjálfsögðu er þetta þó undir því komið, að eigi ó- nýtist fyrir áhrif óvæntra at- burða alt það, sem gert hefir verið og verið er að gera, til að auka traust þjóða i milh, en af vantrausti þvi, sem rikjandi hefir verið milli þjóðanna, lief- ir m. a. leitt, að hver þcirra af annari liefir reynt að takmarka sem mest ínnflutning á vörum og framleiðslu annara þjóða. Af þessum liömlum hefir leitt, að viðskiftin þjóða milli hafa farið stöðugt minkandi. En einnig i jiessu efni gera menn sér vonir um breytingu til hins betra, þótt mikil lækkun toll- múranna eigi vafalaust enn all- langt í land. Mönnum ber sam- an um, að kreppan eigi að nokkuru leyti rætur sínar að rekja til heimsstyrjaldarinnar niiklu, en ýmsir vilja þó telja meginorsök liennar þá, að sífelt eru fundnar upp nýjar vélar, sem geta afkastað jáfn- miklu verki og fjöldi manna gat áður, en þess eigi gætt, að finna nokkur ráð, sem duga, til þess að bæta úr neyð þess fólks, sem fyrirsjáanlega verður at- vinnulaust, þegar vélastefnan heldur áfram sigurför sinni um iðnaðarlöndin. En sigrar jieirr- ar stefnu virðast ætla að verða þjóðunmn dýrkeyptir, ef ekki næst samkomulag um inótráð- stafanir. Það er einmitt þetta atriði, sem. ýmsir mætustu menn Jijóðanna hafa verið að glíina við, ekki síst sumir merk- ustu iðjuhöldar í heimi, t. d. Henry Ford og Agnelli hinn ít- alski. Og þetta hefir verið rætt á fjölda ráðstefna, sem að vísu eru oft, í íslenskum blöðum og erlendum, kallaðar gagnslausar, en liið sanna mun þó vera, að einmitt ráðstefnurnar skapa iskilvrðin til lausnar á vanda- málunum, og þótt lítið liafi á- unnist enn' þá, þá er það þó þeim að þakka, að sveigst licfir í áttina til frekari samvinnu um úrlausn vandamálanna. Fulltrúar þjóðanna fá tækifæri til þess á ráðstefnunum að ræða vandamálin til þess að fiiina leiðir út úr vandanum. En jafnvel þótt menn geri sér eins bjartar vonir og liægt er, þegar á all er litið, og vænti batnandi viðskifta og.aukinnar atvinnu i heiminum yfirleitt, áður langur tími hður, er bata- vissan litil enn sem komið er. Og menn gera sér ljóst, að þótt þjóðirnar verði að vinna saman að úrlausn lielstu vandamál- anna, sem atvinnulevsismálin eru svo mjög undir komin, Jiá verður liver þjóð um sig að sinna Jiessum málum og öðrum skyldmn af alúð, eigi síður inn á við en úl á við. Menn gæti t. d. hugsað sér, að aiþjóðasam- komulag næðist um 40 stunda vinnuviku eða enn styttri. Það mundi hafa mikil áhrif til góðs, til þess að bæta úr atvinnuleysi iðnaðarlandanna. En jafnvel þótt svo stórt spor væri stigið, verður liver þjóð að sinna þeá's- um málum heima fyrir af mestu aluð og alvörugefni. Það er þess vegna mikið rætt með öllum þjóðum nú, hvað tiltæki- legt sé að gera til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og allar þær hörmungar, er því fylgja, Jjví að þó lausn atvinnuleysismálanna sé, sem fyr segir, undir lausn ýmissa alþjéiðavandamála kom- in að miklu leyti, Jiá er aðstaða og skilyrði þjóðanna til að ráða fram úr innanlandsvandamál- um ærið misjöfn og liver þjóð um sig keppist nú við, að finna þau ráð, sem duga, til að upp- ræta atvinnuleysisbölið. Um .ráð til lausnar þessu vandamáli eru vitanlega uppi margar skoðanir og margt lief- ir athugunarvert komið fram, sem mætti vera oss íslending- um athugunarefni, þótt vér ættum sífelt að hafa í huga, að aðstaða vor er að ýmsu leyti ó- lik ýmissa annara landa, og Jiví engin vissa fyrir, að jafnvel það, sem vel kann að gefast er- lendis, gefist vel hér. En þar fyrir þurfum vér að komast að fastri niðurstöðu um það sem allra fyrst, hvernig vér liugsum oss að koma í veg fyrir atvinnu- leysi hér á landi í framtíðinni, auk þess, sem að sjálfsögðu verður alt gert til að bæta úr því atvinnuleysi, sem nú stend- ur yfir, eftir þvi sem liægt er. Hér að framan hefir verið minst á tvo menn, sem mikið hafa hugsað um atvinnuleysismálin. Agnelli hinn ítalski vill koma á styttri vinnutíma í iðnuðunum, með alþjóðasamtökum, og jafn- framt liækka laun verkalýðsins. Henry Ford hefir komið fram með tillögur um það, sem kalla mætti starfssameiningu, þ. e. koma því til leiðar, að verka- menn og iðnaðarmenn stundi smábúskap sem aukastarfs- grein. Hugmynd lians, sú, scm liér um ræðir, er á þá leið, að hver verkamaður hafi dálítið býli, sem liann stundi í frislund- um sínum, en að öðru leyti geti notið aðstoðar konu og barna við. Fjölskylda verkamannsins geti Jiá framleitt margt til heim- ilisnota, svo sem kartöflur, róf- ur, garðmeti allskonar o. m. fl. og sparað sér mikil úlgjöld. Missi hann atvinnu um stund- arsakir verður hann eigi á flæðiskeri staddur. Af þessu mundi leiða að auki aukna heil- brigði og ánægju verkalýðsins og ef til vill það, sem mest er um vert, að kleift vrði að fram- kvæma það, að stytta vinnutím- ann í verksmiðjunum, án Jiess að lækka launin, en Jiað cr mik- ilvægt atriði, Jiví að viðskifta- fjörið er þvi meira sem launin eru betri og Jiar af leiðandi hag- ur allra betri, geti laun haldist liá. Hitt er annað mál, að fram- leiðslan getur komisl í Jiað á- stand, að hún beri ekki liá laun, eins og nú er víðast ástatt i lieiminum, en iðjuliöldarnir framannefndu eru Jieirrar skoð- unar, að það ætti að vera kleift að búa svo í liaginn, að liægt verði að framleiða mikið, greiða sómasainleg laun og bæta lir atvinnuleysinu. Til þess að hægt verði að fram- kvæma liugmyndir Henry Fords, verður vitanlega að breyta skipulagningu verk- smiðjurekstursins allverulega, cn Ford og fleiri telja Jiað kleift, og þeir telja það þess vert, að það sé gert. Þeir búast við, að verkalýðurinn muni hagnast á því og þeir búast við að liagn- ast á ]>ví sjálfir og er J>á sjálf- gefið, að einnig rikið hagnist á J)VÍ. Margt annað hefir frain koin- ið til lausnar þessiun málum. Ið j uhöldarnir f ramannef ndu hafa stóriðjulöndin i huga er ]>eir setja fram skoðanir sínar, en ]>ær geta þó vafalaust að ýmsu leyti átt við minni löndin. í ýmsum öðrum löndum en ít- alíu og Bandarikjunum hafa komið fram merkar tillögur, sem fara í þá átt að bæta úr at- vinnuleysinu í bæjunmn með þvi, að efna til nýræktar í sveit- um, skifta stórjörðum o. s. frv. Vafalaust má lengi um J>að deila, livaða leiðir verði heppi- legastar til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi liér á landi í framtiðinni. Vér stöndum að ýmsu levti öðru vísi að vígi ís- lendingar, en aðrar þjóðir. I^and vort er litt numið. Sjórinn kringuni ísland er aúðugur og framleiðsla sjávarafurða er gif- urlega mikii á íslandi, tiltölu- lega við mannfjölda. Vér höf- um eigi af neinum ófriðar- skuldum að segja eða skaðabót- um, og vér þurfum ekki fyrir neinum bækluðum hermönnn- um að sjá eða bágstöddu skylduliði slikra manna. Vér ættum að geta búið skuldlítið eða skuldlaust, en eigi að síður er fjárliagur ríkisins slæmur, landið i botnlausum skuldum, atvinnuleysi í landinu, og horf- urnar yfirleitt slæmar. Það eru því sannanlega næg rök fyrir hendi, til þess að sannfæra hvem meðalgreindan mann um það, að nauðsynlegt sé að gera það örugt, ]>rátt fyrir þau skilyrði, sem eru hér á landi til að búa skuldlaust, að hægt verði að stofna til atvinnubóta í tæka tíð i nægilega stórum stíl, ef eitthvað ber út af, og af tveimur orsökum, en sú fyrri er, að J>að er blátt áfram mann- úðarskylda, að sjá J>eim, sem vinnulausir eru, fyrir atvinnu, en hin er sú, að verði það ekki gert er fyrirsjáanlega ekki hægt að varðveita innanlandsfriðinn til lengdar, en fátt er þjóð vorri mikilsverðara, en að hann verði varðveittur. Þriðj u ástæðuna mætti nefna, J>ótt hún væntan- lega liggi í augum uppi, ef menn fara að hugsa málið, og liún er sú, að það ber að gera ráðstaf- anir sem duga, til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi í fram- tiðinni, af þvi að það er aug- Ijós hagur ölhun stéttum og ríkinu, frá hvaða hlið sem á það er litið. En hverjar eru þá leiðirnar, sem liægt er að fara til ]>ess, að koma í veg fyrir at- vinnuleysi liér á landi í fram- tíðinni? Niðurl. A. ---------— ■ j--------- Kristján Mapússon llstmálarl. ;— Tveir dómar. — —o— Sínum augum lítur hver á silfrið. Svipað má segja um listdómara J>egar þeir eru að dæma um listir. Ungur listamaður, Kristján Maynússon, sem þá var nýkom- inn frá Ameríku, sýndi hér fyr- ir éinum þrem árum allmörg olíumálverk og vatnslitamynd- ir, en þá komst listdómari „Morgunblaðsins“ svo að orði um myndir hans: „Enn sem komið er, er Ivrist- ján ekki kominn svo langt, að áliorfendur myndanna sjái, að hann liafi tilfinningu fyrir heildarsvip og innra eðli þess, sem hann málar. Myndirnar sýna formið dautt. Málarinn virðist rigbundinn í vanaskorð- ur. Hann }>arf að gefa sjálfum sér alnbogarum, reyna að lioría frjálsm a n nlegar á við- fangsefni sín, en hann nú ger- ir, og sjá það „maleriska“ lif í }>ví, sem hann málar. Þá mun hann komast að raun um, að liann nú hefir staðnæmst á bvrjunarstigi, vegna vöntunar á handleiðslu og tilsögn.“ Svo mörg eru þau orð. Auð- fundið virðist, af livaða sauða- húsi þessi listdómari muni vera, þar sem liann örvar til huglægs geðþótta, sem af er sprottið alt það versta, er spilt hefir list síðari ára og gert sumt af lienni að fáránlegu „expressionistisku“ fálmi, i stað sannrar, hlutrænnar listar. Hálfu ári siðar eða svo, sýndi Kristján ]>essar sömu myndir, fyrst í The Alpine Gallery í London, og ári síðar í sölum Listvinafélagsins í New Bond Street, og fékk þá alt aðra dóma. Þar er talað um „hinn færa, gáfaða landslagsmálara“ og lionum talið það helst til hróss, að hann forðist þá freist- ingu, að láta tilfinninguna lilaupa í gönur með sig, en láti aftur á móti landslagið sjálft mæla sínu máli. Fyrri sýningin varð þéss valdandi, að málaranum var boðið til dvalar, ásamt konu sinni, um nokkurra vikna skeið á eynni Lundy (Lundey) við vesturströnd Englands, af gjör- ókunnugum manni, sem var eigandi eyjarinnar. Málaði Kristján þar einar 20 myndir í viðbót við Islandsmyndir sín- ar. Voru myndirnar svo allar sýndar í fyrrahaust í einhverj- um bestu sýningarsölum Lund- únaborgar. Um þá sýningu reit P. G. Konody, einn hinna þektustu listdómara Englendinga, í sunnudagsblað „Observers“ 8. nóv. f. á„ að málaranum tak- ist sérstaklega vel, að ná hin- um áhrifamiklu, sífeldu birtu- brigðum eyðilegra liéraða og túlka hamfarir náttúrftnnar af miklum skilningi og þrótti. Aldrei bregst það heldur, segir hann, að hann taki eftir og lýsi — án þess þó að verða óþarf- lega „sentimental“ — hinni ljóðrænu fegurð ættjarðar slnnar, }>egar hamförum nátt- iirunnar linnir. Hér kveður við annan tón en í ofangreindum ummælum „Morgunblaðsins". — Kristjáni er nú boðið að senda myndir sínar vestur um baf, af forstöðunianni Wor- ceseter Art Museum, eins hins fegursta listasafns í Massachu- setls. Eru jafnvel horfur á, að málverk hans verði send á um- ferðasýningu um öll Banda- ríkin. Hér má segja sem oftar, að enginn sé spámaður í sínu eig- in föðurlandi. Á. H. B. Þjðrsárdalnr. Fyrir nokkurum árum ]>ótti all-langt að ferðast austur í Þjórsárdal. Var þá farið á hest- um og þurfti marga liesta til ferðarinnar. Margt fagurt er að sjá á leiðinni upp í Þjórsárdal. En þrátt fyrir það urðu færri til að fara þangað en t. d. að Geysi og Gullfossi. — Nú er öld- in önnur. Bifreiðin kom til sög- unnar og hún ,<fer yfir hvað sem fyrir er“, að heita má. Em nú tiðar ferðir i Þjórsárdal og má komast J>angað á fáum klukkustundum. Leiðin þangað er óviðjafnanlega fögur og skál útsýninu lýst að nokkuru leytí. Þegar komið er austur á Ivamba opnast liinn fagri fjallafaðmur og meðan ekið er austur Fló-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.