Vísir - 03.09.1932, Side 2

Vísir - 03.09.1932, Side 2
Heildsölubirgðir: ÞAKJÁRN, ÞAKPAPPI, ÞAKSAUMUR, RÚÐUGLER. Gúmmístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. Símskeyti Hopedale ,‘5. sept. United Press. - FB. Hutchinson lagður af stað til Grænlands. Hutchinsons fjölskyldan er lögð af stað áleiðis til Godt- haab í Grænlandi. Manchester 3. sept. United Press. ' FB. Launadeilan í Lancashire. Atvinnurekendur og verlca- nienn í Lancashire spunaverk- smiðjunum liafa hafnað tillög- um þriggja þingmanna frá Mancliester um málamiðlun. — 150,000 höfðu gert verkfall í lok fyrstu verkfallsvikunnar. Amsterdam, 2. sept. United Prcss. - FB. Verkfall í Amsterdam. Sjómenn liafa gert verkfall. Höfðu ]>eir nýlega liafnað launalækkun. Tilraunir eru gerðar til þess að fá hafnar- verkamenn og flutningaverka- j menn lil þess að taka þátt i ; verkfallinu. Óttast menn því al- varlegar afleiðingar af verlcfall- inu. Berlín, 2. sept. Unitcd Prcss. - FB. í Líflátsdómi breytt. Á ráðuneytisfundi i Pruss- j landi var ákveðið að hreyia lif- j látsdóminum, sem Nazistarnir j 5 fengu á dögunum, i æfilangt ; fangelsii von Papen var i l'or- j sæti á ráðuneytisfundinum. Utan af landi. —o--- Siglufirði, 2. sept. FB. Mikil síldveiði siðustu daga og i morgun hafa allmörg skip komið inn með sild. Síldin hef- ir i dag og í gær verið tekin hér liti i'yrir skamt frá landi. Hafa torfurnar verið gríðar stórar og mörg skipanna sprengt herpi- nótina. í dag Iiefir verið hér gott veður, en sjór vaxandi, og nú (kl. 17,30) má heita, að komið sé stórbrim. Veiðiskip cru nú sem óðast að koma inn. Þar á meðal liggja Kveldúlfsbotn- vörj)ungarnir allir hcr. Þorskafli góður. komu liingað í morgun á e.s. Suðurlandi. - Sennilega verð- ur dráttarbáturinn Magni feng- inn til þess að gera tilraunina til þess að ná skipinu út. Línuveiðarinn Ólafur Bjarna- son er væntanlegur í nótt að norðan, af sildveiðum. Skip ]>au, sem héðan fóru á síldveið- ar liafa yfirleitt aflað vel. Eru sum þeirra komin, en þau, sem ókomin eru, væntanleg nú um helgina og í næstu viku. Nýi kirkjnprðurmn var vígður í gær. Voru jarð- suiigin þar i gær lik þeirra Gunnars Ilinrikssonar vefara og Ólafs litla, drengsins, sem fórst af bif reiðarslysi nu svo sviplega á dögunum. Voru kisturnar l)áðar bornar i dóin- kirkjuna, ,og voru þar flest sæti skipuð, en að kirkjuat- liöfninni lokinni, var farið suður Laufásveg og sem leið liggur í nýja kirkjugarðinn. Voru fjölda margar bifi'eiðar í líkfvlgdinni, að sögn tæplega 50, en mikill fjöldi gangandi fólks fór suður í nýja garðinn, bæði úr kirkjunni og eins ann- arsstaðar frá. — Þegar að liliði liins nýja garðs kom voru kisl- urnar bornar inn. en á undan ])eim gengu ])eir síra Friðrik Hallgrímsson dómkirkj uprest- ur og síra Árni Sigurðsson fri- kirkjuprestur og söngflokkur, en á eftir kistunum mann- söfnuðurinn allur. Kistu Gunn- ars lieitins báru fulltrúar sókn- arnefndar, en Ölafs lilla menn úr sfjórn fríkirkjusafnaðarins. Söngflokkurinn söng garð- vígslusálm alla leið frá Jilið- inu að gröfunum, sem teknar höfðu verið í norðausturhorni garðsins. Kisturnar voru nú settar niður við grafirnar. Því næst flutti síra Friðrik Hall- grímsson ræðu. Þá flutti síra Árni Sigurðsson ræðu og Iauk hann máli sínu með þessum orðum: „Svo helgast þessi dánarreit- ur þeim, sem héðan hverfa til hinsta hvíldarstaðar, og ást- vinum þeirra lil helgistaðar og hænarstaðar. Guð gleðji í sínu eilífa ríki sálir þeirra, er liér bera beinin. Og megi þeir, sem hingað koma með söknuð og sorg í hjarta, sjá sól eilífðar- innar vefja björtum geislum grafir látinna vina, og taka hér af öllu hjarta undir lofgjörð og sigurhrós postulans: „Dauði, Iwar er signr fnnn? Dauði, hvar er braddur þinn? Guði séu þalckir, sem gefur oss sig- urinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.“ Akranesi, 2. sept. — FB. Tilraun verður gerð til þess að ná norska eimskipinu Stat á flot, og eru taldar allgóðar horfur á, að það hepnist, ef isama vindátt og nú er lvelst. Kafari og aðsloðarmaður hans Drottinn minn gefi dánum ró, Iiinum líkn, er lifa. Náðin Drottins Jesú Krists, kærleiki Guðs og samfélag lveilags anda sé með |>ss öll- um.“ Því næst var sunginn sálm- y I s i r T, " " - .. * - ur („Jurtagarður er Herrans hér.“). Síra Fr. H. kastaði því næst moldu á líkin og blessaði yfir söfnuðinn. Síðan söng' söng- flokkurinn þrefalt amcn. Um vepbætBr. --O-- í sumar fór fram mikil og þörf viðgerð á Hyerfisgötu. Er ekki annað að sjá, en að hún muni endast vel og, sennilega, lengi. Þó liefir komið í ljós lít- ils liáttar galli á stöku stað, að í smáholur, sem fyltár voru uj)j), liefir verið settur svo gljúpur, tjöruborinn mulningur og salli, að þessi uppfylling hef- irýtst upp úrholunum og mynd- að hrygg fyrir utan þær. Sér þessa t. d. glögg merki neðst í götunni, rétt fyrir ofan sölu- turninn. Nú stendur yfir samskonar aðgerð á Laugavegi. Er afleitt til þess að vita, að sú aðgerð virðist á köflum mjög laklega af liendi leyst. Má þar til nefna vegarspottann milli Frakka- stígs og Klapparstigs. Er nú lít- ið meira en vika siðan aðgerð- inni var lokið þar. Má það heita ófögur sjón, að líta þar ekki einungis sömu galla koma í ljós, sem á stöku stað urðu á Hverfisgötu, cins og getið er hér að framan, lieldur og, að nú þegar, eftir jæssa örskömmu notkun, skuli strax vera komn- ar liolur og lautir í veginn, sem safna í sig vatni, er spýtist í all- ar áttir undan vagnhjólunum. Það er bersýnilegt, að þessi að- gerð endist aldrei lengi, þvi að liolur í götum safna, eðlilega, í sig vatni, sem virðist eta út frá sér og stórskemma veginn á til- tölulega stuttum tíma. Þetta alriði virðist liáttvirt veganefnd ekki liafa athugað scm skyldi að undanförnu. Sennilega mætti spara mikið fé til vega- bóta, ef sú aðferð væri notuð, að fvlla jafnharðan upp í smá- holur, sem myndast i göturnar, enda mun sú aðferð vera not- uð í borgum erlendis. Nú er í lögum það ákvæði, að skylt er að halda allri umferð uni vegi á vinstra helmingi þeirra. Hvert mannsbarn i landinu veit, að ])etta ákvæði er sett til þcss að gera umferð greiðari og lil þess að afstýra slysum. Nú hefir það ákvæði verið sett í umferðarreglur í Reykjavík, að aðeins megi alía inn Hvcrfisgötu og niður Laugaveg. Grundvöllur al- mennu reglunnar er þar með úr sögunni að ]>ví er við kemur þessum vegum. Engu að síður er almennu reglunni haldið í gildi á þessari leið sem annars staðar. Með þessu móti slitnar Hverfisgata mjög að norðan og Laugavegur á sama hátt að sunnan verðu. En þegar til að- gerðar á vegum þessum kemur, er gatan rifin upp báðum meg- in, að miklu leyti að óþörfu og til þess að hleypa fram kostn- aði. Að sjálfsögðu ætti að leyfa umferð jafnt á hægra sem vinstra helmingi þessara gatna, úr því að aldrei er ekið nema í eina átl eftir þeim. Hitt er ekki annað en molbúaháttur. H. Ó. PRIMU OFNIN N. Hitar vel. Afar sparneytinn. Brennur hljóðlaust og lyktar- taust. — Iíostar kr. 25.00. bregst haim ekki Notið spritt til að kveikja á lionum. Dælið ekki fyrr en glóðar- hausinn er orðinn heitur. Haldið honum vel hreinum. Bæjarfréttir Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, sira Friðrik Hallgrímsson. Alliygli skal vakin á því, að messan byrjar ekki kl. 10, eins og ver- ið hefir i sumar. í frikirkjunni í Reykjavík kl. 5 síðd., sira Árni Sigurðsson. í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði kl. iy2 síðd. Veðrið i morgun. Iliti í Reykjavík 7 stig, ísa- firði 4, Akureyri 4, Seyðisfirði 7, Vestmannaeyjum 5, Stykkis- hólmi 7, Blönduósi 4, Raufar- höfn 5, Hólum i Hornafirði 10, Grindavík 7, Færeyjum 10, Julianeliaab 5, Jan Mayen 3, Hjaltlandi 11, Tynemouth 12, Mestur hiti liér í gær 11 stig, minstur 6 stig, sólskin 5,0 stundir. - Yfirlit: Alldjúp og víðáttumikil lægð milli íslands og Noregs á hreyfingu austur eftir. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói: Allhvass á norðan i dag, en lægir i nótt. Bjartviðri. Breiðafjörður, Veslfirðir: Mink- andi norðan átt, léttir til. Norð- urland: Alhvass á norðan. Dá- lítil rigning og kalsaveður. Batnar í nótt. Norðausturland, Austfirðir: Allhvass á nor'ðan, rigning öðru hverju, kalsaveður. Suðausturland: Allhvass á norðan, víðast bjartviðri. ínnbrot. Maður nokkur, ættaður af Austfjörðum, sem er á Vest- mannaeyjabát, gerði tilraun til þess að brjótast inn i verslun- ina Fálkann við Laugaveg í fyrrinótt, en komst ekki inn. Gerði liann þá tilraun lil að brjótast inn í bakhúsið á Lauga- veg 24 C, cn kona hevr'ði til hans og kallaði á bjálp. Lagði þjófurinn ]>á á flótta og faldi sig, en lögregluþjónn fann liann og setli í varðhald. Maðurinn liefir játað á sig innbrotstilraun- irnar og enn fremur að liafa stolið 70 kr. af manni nokkr- um i fyrradag. 82 ára verður i dag Sigurður Ámundason, Bjarkargötu 8. G.s. ísland fer til útlanda i kveld kl. 8. Gusíav Holm, Grænlands-leiðangursskipið, kom liingað frá Grænlandi í gærkveldi. Skipið hafði fengið slæmt veður á leiðinni hingað, mótvinda og stórsjó og lá lengi lil drifs. — Á leiðangursskipinu Godtliaab mun von liingað bráðlega. Það mun hafa farið frá Grænlandi nokkuru síðar en Gustav Holm. P ólárs-rannsóknirnar. Veðurathuganaflugin liófust i gær. Annar hollensku flug- mannanna komst í 5250 metra liæð á flugi sínu i gær og var þar 28 sliga frost á Celcius. — Flaug liann nokkuð suður og vestur með ströndinni. Síðar í gær var llogið í 5200 metra hæð. Var þá skýjað upp í 3000 metra hæð. Flugferðunum verður lialdið áfram daglega, þegar flugfært er. Gengiö í dag. Sterlingspund........kr. 22.15 Dollar .......... — 6.4Q 100 rílcisniörk .... 152.48 — frakkn. fr......— 25.23 — belgur .......... — 88.71 -— svissn. fr......— 124.11 — lírur............ — 32.94 — pesetar ..........— 51.66 — gyllini ......... — 257.75 — tékkósl. kr.....— 10.12 — sænskar kr. ... — 113.95 — norskar kr......— 111.26 — danskar kr......— 114.18 Gullverð isl. krónu er nú 58.30. Arsskýrsla í. S. í. er nýkomin út. Skýrir húu frá hinu margþætta starfi íþróttasambandsins á síðasta starfsári. Verður ársskýrslan send öllum sambandsfél. í. S. í. ásamt ársskýrslublaðmu, seat þeim ber að útfylla og endur- senda til stjórnar í. S. í. „Áfram“, eftir O. S. Marden, cr nú kom- in út i 2. útg. Útgefandi er Isa- foldarjirentsmiðja h.f. Bókin ec hollur lestur æskulýðnum. Eru bækur Marden’s mjög rómaðar. ar. — Hinar lieimsfrægu GIL- LETTE-rakvélar og blöð, ásamt sápu, eru nú kom- in á markaðinn aftur. — Til þess að kynna þessar ágælu vörur sem víðast, þá verða nokkur hundruð vélar geí'nar i kaupbæti næstu daga, þannig, að liver sá, er kaupir 1 Gil- lette-raksápu 2.25 virði, og þrjú Gillette rakblöð 0.55 aura virði Iivert, fær gef- ins eina Gillette rakvél af hinni nýjustu gerð. Notið tækifærið!

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.