Vísir - 20.10.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 20.10.1932, Blaðsíða 2
V I S I R aMXOLSEM .Drræii eiokatirasksins' —o— Heildsölubipgöir: Þakjárn, no. 24 og 26 Gaddavír. Girðinganet. Símskeyti —o-— • Bukarest, 19. október. Unitcd Press. - FB. Ný stjórn í Rúmeníu. Maniu, leiðtogi þjóðeruis- sinna, hefir myndað stjórn. Ráð- hérralistinn liefir ekki verið birtur enn, en kunnugt er, að Titulescu er utanríkismála-ráð- herra. London 19. okt. United Press. - FB. íslensku stjórninni boðið að taka þátt í tollmálaviðræðum við Bretastjórn. íslensku ríkisstjórninni hef- ir, eins og ríkisstjórnum hinna Norðurlamiarík janna, verið boðið að taka þátt í viðræðum við bresku rikisstjórnina um íollamálin. Helsingfors, 20. okt. United Press. - FB. Frá Finnlandi. Ríkisstjórnin hefir ákveðið að láta Wallenius hershöfðingja lausan, þvi að hann er veikur orðinn og máttþrotinn. Hinir tveir, sem „hungur-verkfallið“ gerðu, bafa hætt við það. Stokkhólmi i okt. United Press. - FB. Frá Svíþjóð. Fóllcsflutningar frá Svíþjóð hafa verið minni i ár en nokk- uru sinni undanfarin 70 ár. - - Útflytjendur fyrra misseris j)essa árs voru að eins 2,971 talsins, en innflytjendur 8,,°>90. „Við h8imtmn“. Ein fyrirsögnin í Alþýðu- blaðinu í fyrradag byrjaði á orðunum: „Við heimtum". Hún hefði ált að vcra: „Við heimtum alt af öðrum“. í þeim orðum felst í raun.og veru öll stefnuskrá flokksins. Öll starf- semi foringjanna miðar að því, að innræta flokksmönnum sin- um þann hugsunarhátt, að þeir eigi að heimla sem minst af sjálfum sér, cn sem mesl af öðrum. Eftir þeirra kenningu, l)cr enginn maður ábyrgð á vel- ferð sinni, hefir enga skyldu við fjölskyldu sína, fyrr en á eftir bæjarfélaginu og þjóðfé- laginu. Hvernig færi nú, ef allir landsinenn hugsuðu þann- ig? Ilvernig færi, ef allir borg- arar Reykjavíkur „heimtuðu", að bæjarfélagið sæi þeim fyrir öllum þörfum þeirra? Hvernig ætti að fara að því, að vcrða við allri þeii-ri heimtufrekju? En því fer nú betur, að þeim leiðtogum alþýðuflokksins gengur furðu erfiðlega, að inn- ræta alþýðunni þessa lífsskoð- un. Þcss vegna er það líka, að þeir sjálfir vcrða svo oft að láta í Ijósi undrun sína vfir þvi, að gengi þeirra skuli ekki vcra meira meðal alþýðu en rauu ber vitni. Ef þeim hefði tckist að innræta alþýðunni í Revkja- vík þennan hugsunarhátt, þá mundu þeir sigra hér í hverj- um kosningum og ráða öllu í bæjarstjórninni. En reynslan sýnir, að fylgi þeirra fer frem- ur þverrandi cn vaxandi. — En það þarf ekki að vera nokkr- um manni undrunarefni. Þeir ættu jafnvel ckki sjálfir að þurí'a að undrast vfir þvi, og | þeir ættu að forðast það, að láta slika undrun í ljós. Þessi undrun þeirra er svo ljós vott- ur þess, live gersamlega þá skortir skilning á lundarfari og lifsskoðun íslenskrar alþýðu — sem þeir hafa sjálfir kjörið sig foringja fyrir. íslendingar hafa' bygt þetta land í rúm þúsund ár. Mann fram af manni hefir íslensk náttúra kent einstaklingum þjóðarinnar það, að þeir verði fyrst og fremst að treysta á sjálfa sig, að gera kröfur til sjálfra sin, að heimta af sjálf- um sér, og altaf því meira sem erfiðleikarnir eru meiri. ís- lensk náttúra er því að eins gjöful, að menn vinni til gjaf- anna, sæki þær í skaut hennar, án þess fyrst og fremst að vega það og meta, hvers virði gjöfin muni reynast í samanburði við erfiðið. — Þess vegna er það, að íslensk alþýða hefir tamið sér þann liugsunarhátt, að menn verði fyrst og fremst að gera kröfur til sjálfra sin, áður en þeir gera kröfur til annara. Því er það líka, að foringjum jafnaðarmanna og kommún- ista gengur svo seint og erfið- lega að innræta alþýðunni ó- mensku-kenningar sinar. Reykvíkingar eiga nú að ganga lil kosninga. Andstæð- ingar sjálfstæðismanna hafa valið sér að kjörorði: Við heimtum alt af öðrum. Sjálf- stæðismenn ganga til kosning- anna i fullri meðvitund þess, að fyrst og fremst verða þeir að heimla af sjálfum sér. — Revkvíkingar eiga nú undir högg að sækja að ná rétti sin- um, stjórnmálalegu jafnrétti við aðra landsmenn. Sjálfstæð- ísmönmun í Reykjavík er það Ijóst, að þeir muni þvi að eins geta náð þessum rétti sínum, að þeir, liver einstakur og all- ir í sameiningu, geri það, sem i þeirra valdi stendur til þess. Og þeirn er það Ijóst, að til þess að þeirra stefna sigri i land- inu, þá verða þeir fyrst og fremst að fá jafnréttiskröfunni fullnægt. - Þess vegna mun hver einasti sjálfstæðiskjósandi i Reykjavík telja sér skylt að koma á kjörstað á laugardag- inn og greiða þar atkvæði. Þó að allir þykist vila, að Pétur Halldórsson muni eiga vísa kosningu, þá vill enginn sjálf- stæðismaður láta það um sig spýrjast, að hann hafi ekki nent að fara á kjörsiaðinn, til að leggja sitt lóð í vogarskál- ina. Alþýðublaðið sagði á dögun- Íum, að alþýðan i Danmörku og Svíþjóð hefði reynt „úrræði 1 einkabrasksins“. Og blaðið bæt- | ir þvi við, að þau „hafi gefist illa“. Nú séu komnar jafnaðar- menskustjórnir í þessum lönd- um báðum og nú ætti kjósend- ur hér í Reykjavik „að taka sömu afstöðu“. En það er áreið- anlegt, að reykviskir kjósendur kæra sig ekkert um að fá jafn- aðarmanna-stjórn, þeir hafa reynt hvað það er að liafa slika' stjórn, þvi að framsóknar- stjórnin, stjórn þeirra Tryggva, Einars og Jónasar, var ekkert annað en grímuklædd bolsa- stjórn. Þessi stjórn kom fjár- hag landsins í hið versta öng- þveiti og átti frambjóðandi Al- þýðuflokksins sinn þátt þar i. Það verður nú að vísu tæj)lega ályktað, að liér í landi komisl á jafnaðarmannastjórn, þótt reykviskir kjósendur kvsi Sig- urjón A. Ólafsson á þing, nema þetta eigi að skilja þannig, sem sennilegast er, að á uppsiglingu sé endurfæðing þess banÖalags, sem var milli jafnaðarmanna og Jónasar-liðsins i framsóknar- flokknum, þ. e. hið gamla bandalag litið breytt frá því, sem áður var, þegar svo vel ár- aði, að hægðarleikur liefði ver- ið að leysa alla skuldaf,jötra al' þjóðinni, en þau ár voru, sem kunnugt er, notuð þannig, af Jónasarliðinu og jafnaðar- mönnum, að þjóðin var hnept í nýja skuldafjötra, hvern á fæt- ur öðrum, sem hún fyrirsjáan- lega verður áratugi að losa sig við. Og lnin gctur það þvi að eins, að engir slikir mehn kom- ist að völdum aftur, slikir menn sem Jónas Jónsson, Tryggvi Þórhallsson og Einar Árnason, en sannarlega eru alþýðufor- kólfamir þeim samábyrgir urn hina alræmdu fjármálastjórn, er hér var i landi, uns hægfara framsóknarmenn og sjálfstæð- ismenn neyddu eyðsluseggina til að fara frá völdum. Nú er það vitað mál, að stjórnir hvarvetna um heim eru misjafnar, og engum heil- vita mánni dettur i hug, að halda því fram, að allar borg- aralegar stjórnir séu ágætar, en allar jafnaðarmannastjórnir til einskis nýtar, né lieldur, að jafnaðarmannastjórnirnar séu altaf fyrirtaks stjórnir, en eftir borgaralegu stjórnirnar liggi aldrei neitt nýtilegt. Hitt má ^aftur rökstyðja sem best, að borgaralegu stjómirnar reynast yfirleitt betur, svo miklu betur, að engin jafnaðarmannastjórn í nokkuru landi þolir þar saman- burð. í Svíþjóð er nú jafnaðar- mannastjórn, sem ekki hefir meiri hluta í þingi. Þessi stjórn er svo nýlega komin á, að ekk- ert verður um sagt hvernig liún reynist. I Danmörku er jafnað- armannastjórn, sem sumt gott liggur eftir, en eigi verður séð annað en að nóg sé af erfiðleik- um þar í landi í atvinnumálum og fjármálum, engu síður en í þeim löndum, sem liafa borg- aralegar stjórnir. Það er ósköp skiljanlegt, að stjórn Staunings vcitist erfitt að sigrast á ýmsum erfiðlcikum, sem nú steðja að, en aðalatriðið er, að lienni hef- ir ekki tekist að sigrast á þeim. En því minnist Alþbl. ekki á árangurinn af stjórn jafnaðar- manna í Nýja Sjálandi og Ástr- aliu? Þvi minnist blaðið ekki á hvaða ,,afstöðu“ breskir kjós- Kvöldskóli K.F.D.M. Vegna veikindaforfalla er hægt að bæta 1—2 námsmeyjum við í B-deild kvöldskólans. Upplýs- ingar lijá Sigurbirni Þorkels- svni í Versl. Vísi, Laugaveg 1. endur tóku, þegar framkvæmd á hugmyndum jafnaðarmanna var að koma Bretlandi í ríkis- gjaldþrot og niðurlægingu? Því minnist blaðið ekki á sildar- einkasöluna, nú fyrir kosning- una, þetta ástfóstur Jónasar og jafnaðarmanna? Er það vegna þcss, að reykvískir kjósendur víta það fyrir, að ef Jónas og jafnaðarmenn kæmist að völd- um á ný, vrði árangurimi svip- aður og áður eða ef til vill miklu verri ? Alþbl. vill þjóðnýta botnvörpungana og koma á einkasölu á saltfiski o. s. frv. Getur blaðið láð þeim kjósend- um, sem hafa ekki meiri trú á forkólfum jafhaðarmanna og Jónasarliðsins en svo, að þeir eru sannfærðir um, að stjóm þeirra á slíkum fyrirtækjum mundi verða i engu betri en stjórn þeirra var á síldareinka- sölunni. Alþbl. veit sem er, að reykvískir kjósendur óttast, að ef jafnaðarmenn kæmist að völdum, myndi þeir koma öllu í lirun, og það er ekki hægt að lá kjósendunum þetta, þvi að reynslan er ólygnust. Allir vita hvernig ])ingmenn Alþfl. beiltú áhrifum sinum, er þeir studdu framsóknarstjórnina, beint og óbeint. Ivjósendurnir vita vel hvað fvrir Alþýðublaðinu vak- ir. Það vill enn, af veikum mætti, flytja almenningi gvdl- ingakenningar sínar. En þegar j)að fer að leita eftir dæmum úti í löndum, þar sem menn liafa, reynt að framkvæma hinar gullnu liugsjónir jafnaðarstefn- unnar, þá forðast blaðið að minnast á þau lönd, þar sem menn hafa fengið meira en nóg af jafnaðarmenskunni, en bend- ir á Sviþjóð, þar sem jafnaðar- mannastjórn er að vísu komin að völdum, en engin reynsla um það fengin hvernig stjórn þeirra reynisl. Reykviskir kjósendur vita loks vel, að það er engin ástæða fyrir ])á, né aðra íslenska kjós- endur, að lilaupa eftir því hver verða úrslit kosninga úti í heimi. Slíkt getur viíanlega ver- ið goít að hafa til liliðsjónar, er menn skapa sér skoðun um þjóðmál, en ])á er sannarlega einnig vert að einblina ekki á kosningaúrslitin ein, t. d. í Sví- þjóð, heldur líta á alla þá reynslu, sem fengist hefir, þar sem jafnaðarmenn hafa verið' við völd, t. d. í Nýja Sjálandi, Ástralíu, Bretlandi og>Rússlandi, þar sem tiltölulega fámennur flokkur, konimúnistar, stjórna með harðri liendi, en þar i landi er nú svo ástatt, að þjóðinni eru sköintuð matvæli, og matvæla- skamtarnir fara minkandi! Reykvikingar liafa cnga ástæðu til ])&ss að vantreysta l'rambjóðanda Sjálfstæðis- flokksins og þeir munu meta það við hann á laugardaginn, að hann telur sér heiður í að vilja vinna að því, að einstaklings- framtakið fái að njóta sín i , þessu landi. Þeir kjósa ckki liðsmenn Jónasar frá Hriflu, hvorki Brynjólf eða .Sigurjón. Þeir kjósa C-listann, lista Sjálf- stæðisflokksins, með yfirgnæf- andi meiri hluta atkvæða. Sjálfstæðismaður. ------------------------- m Valid. —o— A laugardaginn kemur eiga reykvískir kjósendur að velja sér fulltrúa á Alþing í stað Eín- ars Arnórssonar hæstaréttar- dómara, sem tók sæti í hæsta- rétli frá 1. f. m. Þrir flokkar hafa lagt fram frambjóðanda- lista, Sjálfstæðisflokkurinn, Al- þj'ðuflokkurinn og Kommún- istaflokkurinn. Framsóknar- flokkurinn treysti sér ekki til þess að bjóða fram mann hér að þessu sinni. Ósigurinn hefði orðið svo mikill, að skárra þótti að liafa engan í kjöri heldur en híða svo herfilegan ósigur, að af hefði leitt álitshnekki og fylgistöpun annarstaðar. En hinir róttækari meðal Fram- sóknarmanna verða ekki i nein- um vafa um hvaða lista þeir greiða atkvæði, þótt enginn list- anna sé opinberlega þeirra listi. Þeir liafa um tvo lista að velja, A-listann og B-listann. Þeir kjósa Brynjólf eða Sigurjón, liver eftir sínum smekk. Brynj- ólfur Bjarnason og Jónas Jóns- son eiga í þvi sammerkt, að þeir eru menn álíka rökfimir og prúðir í rithælti og mundi Brvnjólfur sennilega reynast J. J. ekki ónýtur liðsmaður, ef nokkur von væri til, að hann kæmisl á þing. Um Sigurjón er Nýjar vörnr Gíöar vörnr Ódýrar vðrnr hjá í öllum deildum. Athugið hvað til er í HAfiALDARBÚB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.