Vísir - 05.11.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 05.11.1932, Blaðsíða 3
V I S I R KOLAVERSLUN ÓLAFS BENEDIKTSSONAR hefír síma 1845. • cngu, svo að ekki verður neitt til hans talað, en það er nokkuö kunn málvenja að segja karla kvongaöa en ekki gifta. Það mætti og leggja ,,að sanna identitet manns“ út meö ,,aö sanna á manni deili“ e'ða „sanna á manni heimildir". ’Það var sitthvað fleira athugavert þar, eri það ætti helst aö vera spm minst. || G. J. Frankliii D. Roosevelt. —o--- Niðurl. Hóf haiin nú aftur rekstur málfærslustarfa í New York- borg. Sumarið 1921 tók liann sér langa livíld eftir margra ára lýjandi störf og dvaldi i Maine- riki. Þar stundaði hann sigling- ar og sund. Eitt sinn ofkældist hann við sundiðkun og fékk lömunarveiki upp úr olkæling- unni. Var honum ekki líf liug- að um skeið. Hann var þá 39 •ára gainall. Smám saman lirest- ist hann við lítið eitt, og er hann loks reis úr rekkjii, varð hann að ganga við hækjur. Læknar gáfu honum litlar vonir um, að hann næði nókkru sinni fullum kröftum aftur. En viljaþrek lians var óhilandi. Hann ásetli sér að ná fullum kroftum aft- ur og með daglegum æfingum, sern bökuðu honum lengi erfið- leika og þjáningar, tókst hon- um að ná heilsunni aftur. Óg að lokum fór-svo, að hann gal varpað frá sér hækjunum, er allir höfðu haldið, að hann myndi verða að nota til æfi- loka. Er mælt, að hann hafi aldrei kvartað yfir veikindum sínum "" ekkert skyldmenna hans hafi nokkru sinni, að ósk hans, vikið einu orði að þeim, á meðan þau stóðu vfir. Arið 1924, þegar hin svoköll- uðu Teapot Dome olíúhneykslis- mál voru rædd um öíl Banda- ríkin, var Roosevelt kominn aft- ur í fremstu röð bardagaliðs demókrata. Á fulltrúaþingi de- mókrata 1924 barðist hann fyr- ir því, að Alfred E. Smith væri valinn forsetaefni, en demókrat- ar voru þá sundurþykkir, og loks varð samkomulag um Da- vis, en liann beið ósigur fyrir Coolidge, er til kosninga kom. Árið 1928 varð Smith forseta- efni demókrata og mun það mönnum enn í fersku minni. Beið hann ósigur fyrir Hoover. En Smith átti hlut að því, að E. D. R. gaf aftur kosl á sér til embættisstarfa. Studdi hann Roosevelt við ríkisstjórakjör í New York-ríki. Hlaut F. D. R. 25.000 atkvæði umfram Albert Ottinger, frambjóðanda repu- blikana. Tók Roosevelt við ríkis- stjórastörfum, er republikanar voru í meiri liluta í ríkisþing- inu. Tókst F. D. R. að koma þvi fram, þrátt fyrir megna mót- spyrnu i fyrstu, að vatnsvirkj- unarmálin kæmist i liendur rík- isins. I ríkisstjórakosningunum w v i Merkileg bók: Morgtmn lífsins Eftir Kristm. Guðmundsson. Þessi bók hefir ver- iö þýdd á fjölda mörg tangumál og hoarvetna verið ta'l- in með bestu skáld- ritum og gert höf- undinn ,f rre g a n. 1930 bar Roosevelt aftur sigur úr býtum og vann glæsilegri sigur en nokkur annar maður hefir unnið í ríkisstjóra-kosn- ingum i New York-ríki. Hlaut hann 725.000 atkvæði um- fram frambjóðanda republik- ana. Þegar F. D. Roosevelt var útnefndur forsetaefni demó- krata á flokksþinginu i suinar sárnaði A. E. Smith það mjög, því að hann hafði búist við út- nefningu sjálfur. Leiddi það til þess, að hann og Roosevelt, gamlir vinir og samherjar,. urðu óvinir, og er sökin eigi tal- in Roosevelt’s, enda fór svo, að Alfred Smith sadlisl við liann á ný fvrir skömmu og hét hon- um stuðningi og var það öllum demókrötum mikið fagnaðar- efni. F. D. Roosevelt hefir ferð- ast uni öll Bandaríkin til þess að halda kosningaræður. Má marka af því, að þær hal'a eigi verið áhrifalausar, því að Hoo- ver forseti fór á stúfana, en liann liafði ætlað sér að sitja heima í „Hvíta húsinu“ og láta aðra berjast fyrir sig. Forselakosningarnar fara nú fram næstkomandi þriðjutlag og er því úrslita skamí að biða. Messur á morgun. 1 dómkirkjunna: Kl. n, síra Friðrik Hallgrímsson. Kl. 5 síra Biarni Jónsson. í fríkirkjunni: Kl. 5 síra Árni Sigurðsson. I fríkirkjunni í Hafnarfirði: Kl. 2, síra Jón Auðuns. Aðventkirkjan. Kl. 8 síðd. tal- ar O. J. Olsen um: „Framtíðar- horfur, hvað á næsta kynslóð, 1 vænclum?“ Veðrið i rnorgun. Hiti í Rcvkjavik ö stig, ísa- firði 4, Akureyri 5, Seyðisfirði (5, Vestmannaeyjum 7, Stykkis- hólmi 5, Blönduósi 4, Hólum í Hornafirði 6, Grindavík 6, Fær- eyjum 7, Julianehaab 1, Jan Mayen 0, Angmagsalik 2, Tyne- moutli 1 stig. (Skeyti vantar frá Raufarhöfn og Hjaltlandi). Mestur liiti hér i gær 8, minstur 2 stig. Úrkoma 15,7 mm. Yfir- lit: Lægðin sem var vfir Græn- landshafi i gærkveldi er nú fyr- ir norðan Island. Önnur lægð mun vera að nálgast suðvestan að. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vest- firðir: Suðvestan kaldi í dag', en vaxandi sunnan átt í kvelcl. Þykt loft og' rigning. Norður- land, norðausturland, Austfirð- ir, suðaústurland: Suðvestan og sunnan átt. Hlýtt, og rigning með köflum. Sextugsafmæli. Sigurjón Grímsson, málari, Njálsgötu 42, á óo ára afmæli á morgun (sumiudag). Háskólafyrirlestur fíytur Matth. Þórðarson, þjóð- minjavörður í Háskólanum kl. 6 e. h. í dag um búnað presta og kirkna á fvrri ölóum. Allir vel- komnir. ♦ Aflasölur. Mai seldi nýlega ísfiskafla í Aberdeen, 1350 kit íyrir 566 stpd., en Jupiter sama dag fyrir 562 stpd. Gevsir seldi í Grimsby í íyrradag, 1000 kit fvrir 869 stpcl. og Surpreisé 1200 kit fyrir 1169 stpcl. Enskur Ixitnvörpungur sem flutti bátafisk frá Vesturlandi til Englands scldi afla fyrir 846 stpd. og Vikingur seldi Húsavíkurfisk, 450 kit. fyrir 275 stpd. Esja var á Borðeyri í morgun. E.s. Brúarfoss kom í dag að vestan. E.s. Nova kom hingaö nokkru eftir hádegi ' dag. Rozsi Cegledi heldur hljómleika i Gamla Bíó kl. 3 e. h. á morgun. Þykir mikið til listar hennar koma, enda ágæt aðsókn að hljómleikunum. J. Trúlofun. Síðastliðinn miðvikudag opin- beruöu trúlofun sína ungfrú Jóna Kristjánsdóttir, Syðra-Langholti og Þórður Kárason, sjómaður. Gengið í dag. Sterlingspund ... . . kr. 22,15 Dollar . . — 6.74% 100 ríkismörk . . 160.62 — frakkn. fr. . . .. — 26.64 — svissn. fr. . . . . . — 130.29 — lírur . .. — 34.71 — pesetar .... ... — 55.35 — gyllini . . I . . ... — 271.83 ■— tékkósl. kr. . .. . — 20.12 — sænskar kr.. .. . — 117.03 — norskar kr. ... — 113.00 — danskar kr . ... — 115.30 Gullverð ísl. krónu er nú 55.30. Sendiherrafregn hermir, að fréttastofa utan- rikisráðuneytisins danska liafi • leitað fregna af W.eis prófess- or um jarðvegsrannsóknir lians hér á landi. Kveðst hann liafa lokið við saniningu ritgerðar uni þetta efni. Er hún i tveim- ur köflum óg verður annar sendur danska vísindaféla’ginu (Videnskabernes Selskab) til birtingar. Ritgcrðin verður send til íslands í þessum mánuði. — Jarðvegsrannsóknimar íiafa leití í ljós, að jarðvegur liér á landi er frjósamur nieð af- brigðum. í ritgerðinni er gerð grein fyrir vísindalegum atliug- ununi próf. Weis og gefnar bendingar um, Jivað liægt sé og beri að gera til þess að jarðvcg- urinn kómi að sem bestum nof- um. Alþýðufræðsla safnaðanna. Ásmundur Guðmundsson há- skólakennari flytur framhald af er- indi sínu i írakkneska spítalan- um kl. 8]/2 í kveld. Farsóttir og manndauði í Reykja- vík. vikuna 23.—29. okt.: (í sviguhi tölur næstu viku á und- an.): Hálsbólga 45 (17). Kvefsótt 70 (20). Kveflungnabólga 3 (2). Barnsfararsótt 1 (o). Gigtsótt 3 (o). Taugaveiki i (o). Iðrakvef 21 (2). Skarlatssótt. 1 (o). Hlaupa- bóla 6 (1). Stingsótt o (2). Um- íerðargula 1 (o). Murmangur 4 (o). Mannslát 3 (6). (Landlreknis- skrifstofan. • — FB.) Merkjasala Templara. Samkvæmt leyfi frá stjórnarráð- mu hafa templarar merkjasölu sína um land alt í dag og á morgun. All- ;r, seni til þekkja og hlutdrægnis- laust vilja dæma, vita það, að mál þau er templarar hafa meö hönd- um, bindindismálin, eru hin mestu nauðsynjamál, sem hverjum góö- um manni ætti ’að vera ant um að styrkja. — Vonandi taka því bæj- arbúar og aörir lándsmenn þess- ari merkjasölu vel og sýna það í verki, aö þeim sé ant um mannú'ð- armál bindindishreyfingarinnar, meö því áð kaupa merki — þau kosta 25 aura hvert. B. Iðnskólinn heldur fyrstu clansskemtun sína á þessum vetri í K. R. húsinu í kveld. Hin góðkunna hljómsveit’ Aage Lorange spilar. Sjá augl. i blaðinu í gær. Hjálpræðisherinn. Samkomur á ,morgun : Helgun- arsaníkoma kl. Ii árd. Barnasam- koma kl. 2 siðd. Samkoma í saln- um kl. 4. Hjálpræðissamkoma kl. £. Lúðrafl. og strengjasveitin spila. Allir velkomnir! Voraldarsamkoma verður haldin í Góðtemplara- húsinu uppi annað kveld kl. 8)4. Allir velkomnir. Málfundafélag Verslunarskóla ís- lands heldur fund kl. 4 e. h. á morgun í húsi skólans við.Grund- arstíg. Rætt verður um mentun verslunarmanna og réttindi. Stjórn verslúnarmannafél. „Merkúr“ og nemendum er luku prófi við skól- ann sí'ðastliðiö vor er boðið á fund- inn. • & t iw- Kveldskemtun verður haldin í húsi K. F. U. M. í kveld kl. 9, samanber auglýsingu hér i blaðinu í dag. Skemtiskrá- in er fjölbreytt og a'ögangurinn ódýr, að eins 1 króna, sem greið- ist við innganginn. Auk hinna vin sælu og ágætu skemtikrafta, sem þarna verða, er það nýstádegt við j.'essa skemtun að smástúlkur syngja nokkra söngva og verður 'eikið undir söngnum á 4 guitara, harmonium og flygel. Óliætt er að íullyrða að það er ómaksinsvert að sækja skemtun þessa, og ætti iólk ekki að láta tækifærið ónotað, ]iví hún verður ekki endurtekin. { Svipuð skemtun og.þessi var hald- in fyr i haust og komust þá færri að en vildu. S. Ll ppeldismál. Erindi síra Siguröar Einarsson- :u- um uppeldi og trúarbragða- fræöslu, sem getið var um í blað- inu í gær. hefst kl. 5 e. m. á sunnu- daginn 6. þ. m. en ekki ,kl. 4, eins og áður var skýrt frá. Síra Sigurður fjallar í þessu erindi um eitt viðkvæmasta vandamál upp- tldisfræðinnar nú á dögum, þ. e. að hverju gagni kristindóms- íræðslan komi eins og henni er nú háttað. Er því meiri ástæða til að gefa gaum orðum þessa manns, sem liann er bæöi kennari við Kennaraskólann í uppeldisfræði, og stýrir æfingum kennaraefna i kristnum fræðum. Má því svo skoða, sem á honum hvili nú meiri vandi um þessi mál, en nokkrutn manni öðrum hér á landi og væri það eitt ærið nóg til þess að menn sæktu erindi hans og gæíu því aö óllu sem læstan gaum. Mundu bogarar þessa lánds illa kunna því ef sá héldi á þessum málum við meuntastofnun kennara, sem illa væri til þess liæfur. en sist ástæða ti! að draga fjöður vfir það í þess- um málum sem vel kann að vera gert. Faðir. Útvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,(K) Veðurfregnir. 19,05 Barnatími. (Frú Gu’ðný Guðniundsdóttir). T9,30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónieikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. SiHabúð á besta stað í bænum, til leigu. UppL i síma 1287. 20,30: Erindi: Opinberunar- bókin og stjörnulífspeki. (Dr. Helgi Péturss). 21,00 Tónleikar (Útvarps- trióið). ' Grammófón: Kórsöngur: Scala-kórinn í Milanó syngur: Kór verksmiðju- stúlknanna úr „Carmen“ eftir Bizet; O Signore úr „Lombárdi“, eftir Verdi, og II bel Giovanetto úr „Mcfistofele“ eftir Boito. B. B. C.-kórinn syngur Gesta-marsinn og Píla- grímakórinn úr „Tann- liáuser“ eftir Wagner. Danslög til kl. 24. Málaferli. Ýmsir spyrja mig, Iivað líði málum minum og ríkisstjómar- innar. Eftir nærfell 5 ára saka- málsrannsókn mcð liæfilegum hvíldum, liefir rannsóknar- dómarinn nýverið skilað af sér skýrslu til dómsmálaráðuneyt- isins, er málið ekki enn afgreitt jiaðan. Mínar kröfur eru, að all- ar ráðstafanir fjármálaráðu- neytisins verði ómerktar, og mér skilað aftur cmbætti og eignum eða sakamál höfðað tafarlaust á mig og aðra, er við málið eru riðnir. Revkjavík, 4. nóv. 1932. Virðingarfylst Einar M. Jónasson. Erleadar fréttir. Moskwa 22. okt. United Press. - FB. Viðskifti Rússa. \ iðskifti Rússa við aðrar þjóðir nu’nkuðu mikið á fyrra misseri þessa árs, samanborið við sama timaþ fyrra, samkvæmt skýrslum, sem nýíega voru gefnar út hér. Verðmæti inn- og útflutnings nam á þessu misseri 680,433,000 rúbl- um, en á sama tíma í fyrra 883, 535,000. en magn inn- og útflutn- ingsins var 8:252,000 smál. og í fyrra á sania tíma 9,844,000 smál. Er sá munur ekki ýkja rnikill og sýnir hversu lágt afurðaverð hefir haít áhrif á viðskifti Rússa við aðrar þjóðir. A fyrra misseri yfir- standandi árs nam útfluttningur- inn 275,160,000 rúblum, en inn- flutningurinn^ 405,273,000 rúblurn. Óhagstæður mismunur 130,113,ooa rúblur. í fyrra á sama tíma 150, 023,000 rúblur. Á fyrra misser' arsins 1931 keyptu Rússar frá Bandaríkjamönnum fyrir 142,652, 000 rúblur, en á sama tíma í ár fyrir 19,261,000 rúblur. Útflutn- mgur á afurðum frá Rússlandi til Bandaríkjanna minkaði einnig, en tiltölulega minna. Nam hann 7,129, 000 rúblum á fyrra misseri yfir- standandi árs, en 10,214,000 rúbl- um á sama tíma í fyrra. London, 6. október. FB. Fyrir all-Iöngu var skipuð nefnd manna til þess að athuga efni það, sem fyrir hendi er, um einka og stjórnmálalíf allra þeirra, sem átt hafa sæti í neðri málstofunni frá 1262—1832. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.