Vísir - 15.12.1932, Blaðsíða 5

Vísir - 15.12.1932, Blaðsíða 5
VlSIR Fimtudaginn 15. desember. Frá Landssímanum. Jóla- og nýársskeyti fyrir hálft gjald má nú senda til eftirtáldra landa: — Bretlands, Danmerkur, Fær- cyja, Noregs og Svíþjóðar, og auk þess til Portúgals og Azoreyjanna. Ákvæðin um skeyti þessi eru sem hér segir: 1. Skeytin séu afhent til sendingar á tímabilinu frá 15. desember til 5. janúar og verða borin út til við- takenda, að svo miklu leyti sem unt er, á aðfanga- dag eða jóladag eða nýjársdag. 2. 1 skeytunum mega vera jóla- og nýjárskveðjur; en ekkert verslunarmál, enda séu skeytin á máli sendi- eða viðtökulandsins. 3. Til aðgreiningar frá öðrum skeytum skal skrifa stafina XLT fyrir framan nafnkveðjuna í skeyt- um þessum og teljast þeir sem eitt orð. 4. Ef skeytin óskast skrifuð á heillaskeytaeyðublöð, þá er það leyft til Færeyja, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar, gegn 50 aura aukagjaldi. 5. Gjaldið er hálft venjulegt gjald, en lágmarksgjald hálft gjald fyrir 10 orða skeyti. Til þess að tryggja það, að jólaskeytin komist í hendur viðtakenda á aðfangadag'skveld, eru símanot- endur vinsamlega beðnir að afhenda þau eigi siðar en á Þorláksmessú. mskeyt 1 Bæjarfréttir 5o<oo ( Rómaborg, 15. des. United Press. - FB. Skuldamálin. Italska ríkisstjórnin liefir skipað svo fyrir, að á morgun skub greiða Bandarikjunum $ 1,245,437 af ófriðarskuldum llabu. London 15. des. United Press. - FB. Heimastjórn í Skotlandi? Hvergi er meira atvinnuleysi og fátækt á öllum Bretlands- eyjum en í Skotlandi, og á það sinn þátt í, að kröfurnar um heimastjórn i Slcotlandi eru að verða ákveðnari og almennari. Hertoginu af Montrose hefir gerst leiðtogi heimastjornar- manna í Norður-Skotlandi og virðist svo, meðfram i'yrir lians atbeina, að lieimastjórnarstefn- unni vaxi mjög hratt fylgi, og þetta mál verði bráðlega eitt- hvert mest umdeilda og með merkustu innanríkismálum á Bretlandseyjum. — (Frá því að Skotland og England sam- einuðust, árið 1707, að afstöðn- um blóðugum viðureignum, hafa England og Skotland liaft sameiginlegt þing. En frá því þetta var, hafa Skotar liorft upp á það, að aðrar þjóðir Bretaveldis fengi aukin réttindi og eigin þing, liver af annari. Og þær hafa tekið i sinar hend- ur innanríkis, og nú á siðari tímum utanrikismál sín. Cana- da liefir t. d. sinn eigin stjórn- arfulltrúa í Washington, en áð- ur var sendiherra Breta þar fulltrúi Canadamanna. Tveir sterkir flokkar hafa verið myndaðir í Skollandi, til þess að berjast fyrir lieimastjórn; flokkur liertogans af Montrose, sem vill að Skotar fái sitt eig- ið þing, er hafi úrökurðarvald í öllum innanríkismálum Skota Hinn flokkurinn, skoski þjóð- flokkurinn, vinnur að því, að Skotland fái fullan rétt á við hvert annað land innan Breta- veldis sem er. 1 þessum flokki hallast menn að því, að full- trúar frá hverju þingi innan Bretaveldis eigi að mynda ráð, sem taki fullnaðarákvörðun i öllum stórmálum Bretaveldis. Nú er verið að gera tilraunir til þess að sameina þessa tvo flokka í Skotlandi, sem minst liefir verið á hér). E.s. Hekla fór árdegis í dag frá Port Tal- bot áleiÖis til Ítalíu. Næturlæknir er í nótt Kristinn Bjarnarson, Stýrimannastíg 7. Sími 4604. Happdrætti Hvítabandsins. Frestað hefir verið að draga í happdrætti Hvítabandsins óákveð- inn tíma. Sjá augl. Alþýðufræðsla safnaðanna. 1 kveld kl. 8ý flytur Ásmundur Guðmundsson háskólakennari er- indi í franska spítalanum. AJlir vel- komnir. Útvarpið í dag. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,05 Grammófóntónleikar. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Iílukkusláttur. Fréttir. 20.30 Erindi: Um botnlanga- bólgu. (Guðm. Tliorodd- sen). 21,00 Tónleikar. (Útvarps- kvartettinn). Luigini: Ballett Egypzk Suite. Merkúr. Framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn í Varðarhúsinu ann- að kveld kl. 8V2. „Fjötrar og frelsi" heitir erindi, sem flutt verður fundi í „Septímu“ annað kveld kl 8J. Einnig les Þorlákur Ófeigsson upp grein eftir Jinarajadasa. Fé- lagsmenn mega bjóða gestum. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. Almenn samkoma i lcveld kl. 8. Gengið í dag: Sterlingspund .......... kr. 22.15 Dollar ................. — 6.77 100 ríkismörk ........... — 161.1.3 — frakkn. frankar . . — 26-57 — belgur ......... — 93.71 — svissn. frankar ... — 130.26 — lírur ............... — 34.83 — pesetar ......... — 55.43 — gyllini ......... — 272.11 — tékkósl. kr..........— 20.20 — sænskar kr...........— 121.19 — norskar kr...........— 114.19 — danskar kr..........— 114-77 Gullverð ísl. kr. er 55.12. Verslunarmannafélag Rvíkur. í dag: Bókaútlán og spilakveld í Kaupþingssalnum. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Sig- ríður Jóhannsdóttir, Skothúsvegi 7, og Gísli Jónsson, háseti á Goða- fossi. Félag útvarpsnotanda biður þess getið, að þeir, sem sæki fundinn annað kveld, eigi að sýna félagsskírteini sín við inn- ganginn. Ötvarpsfréttir Berlín, kl. 8 (f. h.) — FÚ. Utanríkisráðli. Litla Bauda- lagsins koma saman i dag, i Belgrad, höfuðborginni i Júgó- slaviu. Ætia þeir að ræða um skaðabótagreiðslur vegna styrj- aidarinnar lil einslakra staða i iöndum sinum. Ennfremur ætia þeir að ræða um afstöðu bandalagsins til Sovjet-Rúss- lands, og erti samningar þeir, sem ýms bandalagsrikin hafa gert við Rússland tilefnið tii þeirrar umræðu. Það er nú talið fullvist, að Herriot muni ekki taka að sér stjórnarmyndun i Frakklandi. Forsetinn, Lebrun, ætlar þó enn einu sinni að leggja að Herriot, að takast stjórnar- myndunina á liendur. Bregðist lierriot enn undan þessu, er talið víst, að stjórnarmyndun- in muni verða falin Poul Bon- court, sem er hermálaráðherra i ráðuneyti Herriots. Umræðunum í neðri mál- stofu breska þingsins um skuldagreiðslumálin, lauk i gær, en engin atkvæðagreiðsla fór fram mn þau. Enginn þing- manna mælti eiginlega á móti því, að greiðslaii færi fram eins og um væri samið, en mjög' var deilt á stjórnina, þegar ræddir voru skuldagreiðslusamningar Bretlands og Bandaríkjanna. Foringi verkamannaflokksins, Lansbury, lagði að visu til, að greitt væri nú, en tólc það fram, að þetta bæri ekki að skoða sem meðmæli með frekari greiðslum samkvæmt núgild- andi samningum. Stakk þessi þingmaður ennfremur upp á þvi, að stofnaður væri alþjóða- gerðadómur, til þess að skera úr þessu máli. Að umræðulok- um tók fjármálaráðherrami, Cliamberlain, til máls og lýsti því, yfir, að Brelar og' Frakkar liefði ekki gert neinn samning með sér um það, að þeir skyldu koma sameinaðir fram gagn- vart Bandaríkjunum, og gæti þvi hver þjóðanna farið sinna ferða i þvi máli fyrir annari. Englandsbanki er nú búinn að ganga svo frá, að hann get- ur innt af liendi striðsskulda- greiðslu Bretlands til Banda- ; rikjanna, sem fram á að fara ! i dag. Boðskapur Bandaríkjafor- seta um stríðsskuldamálin mun fyrst verða birtur, þegar greiðslum er lokið og útséð um lrverjir greiði. Talið er víst, að i honum verði þeim ríkjum, sem greiða, öðrum fremur boð- ið að gera nýja samninga um málið, og að það verði afgreitt fyrst við þau. I Bandaríkja- þinginu liefir komið fram til- laga um að skipa sérstaka nefnd til þess að annast þessi mál og afgreiða, en fréttastofa Reuters býst ekki við, að þessi Nýkomið: Postulínsvörur ýmiskonar. — T. d. Barnadiskar, Bollapör og Könnur með myndum. Köku- diskar. Sykursett. Mjólkurkönn- ur. Ávaxtasett. Kaffistell, 12 manna. Japönsk 24.75. Japansk- ar rafmagnsperur 15 w. og 25 w. á 90 au., 40 w. 100 aura. Margt gott til jólagjafa. í íiflirssin 1 mm. Bankastræti 11. tillaga nái samþykki, og að heidur verði kosiö að láta þessi mál fara hina venjulegu ieið utanrikismála. Berlin kl. liy2 i dag. FÚ. Samningagerðir um stjórnar- myndun í Prússiandi milli Naz- ista og þjóðernissinna, hafa strandað, og liefir von Winter- feldt skrifaö forseta landsþings- ins Kerl á þá leið, að þjóðern- isinnar geti ekki tekið þátt i s t j órnarmyndun með Nazistum, vegna þess, að Nazistar muni vinna á móti Schleiclier-stjórn- inni, og muni það aðeins verða lil þess, að lierða á baráttunni milli Prússlands og ríkisins. Útflutningur í Þýskalandi i nóvember liefir verið 82 mil- jónum marka meiri en inn- flutningur. — Innflutningurinn var 393 miljónir, og er það 5 miljónum minna en i október. — Innflutningur hefir minkað mjög mikið á fullunnum er- lendum vörum, en aukist á lirá- efnum. Talið er mjög líklegt í Paris, að nýja stjórnin, þegar hún verði mynduð, muni hafa stuðning sömu flokka og Her- riot, en samsteypustjórn þjóð- ernisflokka komi ekki til mála. — Búist er við tilnefningu nýs forsætisráðherra fyrir kvöldið. Irski verslun arráðherr ann liélt ræðu i þinginu í gær, og boðaði þar, að liklegt væri, að írar myndu segja sig úr öllu sambandi við Breta, en sam- bandið gæti þvi aðeins staðist, að írska þjóðin liefði liag af því. — Ivvað liann brátt myndu verða gerðar tilraunir til liag- kvæmra verslunarsamninga við aðrar þjóðir. Hitt og þetta, Neðanjarðarbrautir í Moskva. Ibúatala Moskva hefir aukist mjög ört á síðari árum, og er nú 3.000.000. Umferðarörðugleikar eru nú orðnir svo miklir i borginni, að menn hafa komist að niðurstöðu um það, að eina ráðið til þess að bæta úr þeim á viðunandí hátt, sé að stofna flutningakerfi neðanjarðar. Rússar hafa leitað aðstoðar sér- fræðinga frá París, London og New York, og hefir nú þegar verið haf- ist handa um framkvæmdir. Búist er við, að einhvern hluta neðan- jarðarbrautanna verði hægt að taka í notkun 1934, en það verður nokk- urra ára verk, að gera kerfið eins fullkomið og áformað er. (UP.FB). Til jólanna hverpi eins tidýrt Crepé de Chine, svört og mislit frá la’. 4,00 pr. mtr. Georgette, margir litir. Silkisvuntuefni. Slifsi, frá kr. 4,75. Silki í upphluta. Borðar og knipplingar í miklu úrvah. UHarkjólatau skosk og mislit. Peysur (Jumpers). Treflar. Barnakjólar. Yasaklútamöppur. Saumakörfugrindur, og margt fleira mjög hentugt til jólagjafa. - Nýi basarinn Hafnarstræti 11. Sími: 4523. Nokkurar Teofani á dag, setja hálsinn í lag. Lillu hökunardropar í þessum um- búðum, hafa reynst vel, og inunu ávalt reynast bragð- bestir allra bökunardropa, enda vinsælir hjá húsmæðr- um og brauð- gerðarhúsum um land alt. Þetta sannar liin aukna sala, sem árlega fer sívaxandi. Notið þvi að eins LILLU-bök- unai’dropa. H.f. Efnagerð Reykjavíkur Kemisk verksmiðja. K.F.U.K. A. D. fundur annað kveld kl. 8i/2. Síra Árni Sigurðsson frikirkju- prestur talar. Alt kvenfólk inn- an og utan félags velkomið. — Siðasti fundur á árinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.