Vísir - 20.12.1932, Blaðsíða 5

Vísir - 20.12.1932, Blaðsíða 5
Nýja dráttarbrantin. Botnvörpungurinn Kári Söl- mundarson dreginn á land til viðgerðar í gær. — Skipavið- gerðir í stórum stíl hef jast inn- anlands. Dagurinn í gær var í raun- inni merkisdagui- i sögu þjóð- arinnar og þá fyrst og fremst þessa bæjarfélags. Þá var botn- vörpungurinn Kári Sölmundar- son dreginn á land til aðgerð- ar á nýju dráttarbrautimii, en það er væntanlega upphaf þess, að framvegis fari allar viðgerð- ir á botnvörpuskipum landsins fram hér, i stað þess, að hing- að til hefir öll meiri háttar við- gerð á botnvörpuskipum orðið fram að fara erlendis, ekki vegna þess, að hér sé eigi völ nægra hæfra manua, til þess að inna af hendi allar nauð- synlegar viðgerðir, — heldur vegna hins, að nægilega stór og vönduð dráttarbraut var ekki til hér á landi. Hve mikils vert það er, að liafa fengið liina nýju dráttarbraut, má marka af því, að sennilega nemur kostnaður við „klössun“ á íslenskum botn- vörpungum, sem til þessa hefir orðið að framkvæma erlendis, á að giska 200.000—300.000 kr. árlega. Vegna nýju dráttar- hrautarinnar er því komið i veg fyrir, að mikið fé sé árlega flutt úr landi. En þá er ekki siður á það að líta, að vegna breyt- ingar þeirrar, sem nú verður á í þessum efnum, skapast mikil atvinna í landinu sjálfu. Loks er vert að geta þess, að iðulega verður bráðabirgðaviðgerð að fara liér fram á erlendum skip- um, vegna þess, að ekki hefir verið hægt að draga sldpin á land. Þetta hefir komið sér illa fyrir eigendur skipanna, að mörgu leyti og bakað þeim ó- þarfa kostnað, en nú er svo komið, að erlendir hotnvörp- ungar og fleiri skip, er viðgerð- ar þurfa hér á landi, geta feng- ið fullnaðarviðgerð, og má gera ráð fyrir, að allmikið fé komi inn i landið fyrir þær árlega. Þrátt fyrir þetta, sem hér hcf- ir verið sagt, er eigi minst um það vert, að gera má ráð fyrir, að þessi framfarasigur, sem nú hefir verið unninn, leiði til ann- ara sigra, sem enn mikilvægari eru, þ. e. að innan skannns verði hægt að framkvæma all- ar nauðsynlegar skipaviðgerðir liér á landi.' Og ef alt gengur að óskum, bætist önnur dráltar- hraut við, þegar á næsta ári, og verður þá hægt að draga á land skip á stærð við Esju, m. a. sum Eimskipafélags-skipin. Og víst er, að Reykvíkingar eiga eftir að sjá það, að hér kemst upp þriðja dráttarbrautin, og þá verður hægt að draga hér á land til viðgerðar hvaða skip sem er í islenska skipaflotan- um. Er þess að vænta, að svo rætist úr yfirstandandi erlið- leilcum, að þegar á næsta ári verið unt að bæta við stærri dráttarbraut, eins og ráðgert er. Öllum, sem einhver álirif liafa i þvi efni, væri það til sæmdar, að eiga þar hlut að máli. í tilefni af þvi, að á þessu ári eru 30 ár liðin frá því, er Slipp- félagið í Reykjavík li.f. var stofnað, liefir stjórn félagsins, en hana skipa Th. Krabbe, for- maður, Eggert Claessen og Kristján Siggeirsson, látið eftir- farandi upplýsingar i té: Á þessu ári eru 30 ár siðan „Slippfélagið í Reykjavík“ var stofnað. Það var gert undir for- ustu bestu manna, er þá voru starfandi hér. Það voru ungir menn og áhugasamir, sem sáu, að hér var um þýðingarmikið mál að ræða. Fremstir i flokki stóðu þeir Tryggvi Gunnarsson, Asgeir Sigurðsson og Jes Zim- sen, er mynduðu fyrstu stjórn félagsins, og sat Tryggvi Gunn- arsson i henni sem formaður til dauðadags 1917, en hinir, ásamt Guðmundi Ólafssyni, til aðal- fundar 1930. Fyrsti slippurinn var keyptur i Englandi og settur upp vorið 1904, eftir fyrirsögn O. Elling- sen, er síðar tók við sem verk- stjóri, og var þegar farið að taka upp skip. Þau skip, sem um var að ræða, voru aðaliega þilskip, sem þá var farið að fjölga hér. Þau voru dregin upp til eftirlits og viðgerðar, og reyndist þetta framan af að vera hið besta og þarflegasta fyrirtæki, ekki síst fyrir skipaeigendur sjálfa. En þegar fram leið og þilskipum fór að fækka, en togaraútgerð- in að færast í aukana, fór eðli- lega að draga úr viðskiftum Slippfélagsins, því engir mögu- leikar voru til, að taka upp skip af togarastærð. Á árunum fyr- ir strið óx togaraflotinn mjög ört, og var Slippfélagsstjórninni þá þegar ljóst, að hér var um mikilvægt atriði að ræða. Á að- alfundi 1914 gat Tryggvi Gunn- arsson þess, „að stjórnin liefði fullan hug á, að koma Slippn- um i það horf, að hann væri fær um að gera við botnvörp- unga, en að ekki váeri hægt að svo stöddu, að benda á, hvernig það yrði gert“. Mál þetta var rætt við og við á næstu árum, en ekkert varð úr framkvæmd- um, enda fékk Slippfélagið nokkur ágæt ár, eftir að heims- ófriðnum lauk. En hugmyndin var vakandi og kom fram aft- ur og aftur; sérstaklega liafði Kirk verkfræðingur mikinn áhuga fyrir því, að koma hér upp fullkomnum slipp. En eft- svinWq andlát lians 1917 féll málið niður í bráð. Á siðustu 10 árum liafa við- skifti við Slippfélagið farið minkandi, jafnframt því, sem þörfin fyrir fullkominn slipp, er gæti tekið togara og jafnvel stærri skip, liefir farið sí-vax- andi. Loksins á síðastliðnu vori tókst að festa kaup á tveimur slippum, er voru til sölu í Þýskalandi, og komu þeir hing- að í maí-mánuði. Fengið var samkomulag við bæjarstjórn um lóð og réttindi til að setja upp og starfrækja tvo nýja slippa. Nýtt hlutafé var fengið, þrátt fyrir alla „kreppu“. Samn- ingur fékst við liafnarstjórn um lán og hluttöku í fyrirtækinu og með aðstoð ýmsra stofnana, sér- staklega Útvegsbankans og h.f. VlSIR „Hamars“, hefir það nú tekist, | þrátt fyrir mikla erfiðleika, að j koma upp öðrum slippnum. Iiann er nú tilbúinn að taka til i starfa, og getur tekið upp stærstu skip úr íslenska fiski- flotanum. Þó þetta sé ekki nema byrjun, —■ því þegar á næsta vori vonum vér, að geta komið upp stærri slippnum, og er byrj- un á þvi verki hafin, — þá ligg- ur i augum uppi, hve mikla þýð- ingu þetta getur liaft fyrir út- gerðina og atvinnulíf bæjarins. Væntanlega gefst tækifæri til þess siðar með tölum, að sýna, hve mikið fé árlega hefir farið út úr landinu, vegna aðgerða á íslenska fiskiflotanum. Auk þess getur það tæplega talist vansa- laust, að vera ekki sjálfbjarga í þessum efnum. Væntum vér því þess, að héð- an af láti ekkert útgerðarfélag, ekkert vátryggingarfélag, skip sin fara til útlanda til aðgerðar, til flokkunar eða eftirlits. Naumast kemur fyrir nokk- ur sú aðgerð á þessum skipum, sem ekki er fullkomlega hægt að framkvæma hér, eftir að slippurinn er kominn upp. Og það er trú vor, að reynslan muni sýna, að útgerðin geti sparað allverulega upphæð, við að láta allar aðgerðir fara fram hér. Shppfélagið mun gera sér alt far um að taka skipin upp eins ódýrt og kostur er á, og leysa af hendi þau verk við skipin, sem það tekur að sér, svo sem limburvinnu, lireinsun og mál- un, eins vel og ódýrt og frek- ast er unt. Til þessarar vinnu munum vér hafa nýjustu og bestu tæki, sem þekkjast. Félag- ið treystir þvi hins vegar, að allir útgerðai'menn sjá sinn hag 1 þvi, að láta allar aðgerðir fara fram hér heima. Framkvæmdarstjóri félags- ins er Sigurður Jónsson verk- fræðingur.“ Eftirfarandi upplýsingar hef- ir Sigurður Jónsson verkfræð- ingur látið í té um nýju drátt- arbrautina: „Brautin er 140 m. löng, þar af er ca. helmingurinn neðan- sjávar. Halli hrautarinnar er 1:11. Dýpi við brautarenda er á flóði ca. 20 fet. Sá hluti brautarinnar, sem er á þurru, er gerður úr stein- | steypu, sá hlutinn, sem er und- . ir sjó úr tré. Gildir tréstaurar eru reknir niður í botninn og ófan á þeim eru boltuð tré, sem ljrautarteinarnir svo livíla á. Tréð er járnvarið vegna tré- orms. Óll trévinna var unum af köfurum og voru 3 kafarar i 2 mámiði v»ð þá vimni Vagninn er úr járui. F.r bann þannig gerður, að sk''úta niá slcorður undir skipið strax á floti, með þar til gerðum úl- búnaði. Stoðir með pöllum eru á báðum liliðum vagnsins. Pall- arnir eru svo háir, að þeir standa upp úr vatni, þó vagn- inn sé á brautarenda. Stórum skrúfum er komið fyrir á þess- um pöllum og með þeim eru skorður skrúfaðar undir skipið. Togvindan er knúin með 70 HK. rafmótor. Hægt er að taka alla togarana íslensku upp, Brautin kostar uppkomin ca. 150.000 kr. Byrjað er á byggingu annar- ar brautar, nokkuð stærri, er getur tekið á land skip á stærð við „Esju“. Vagninn til þeirrar brautar er keyptur og mótor og togvinda uppsett.“ i) Þar af hefir HafnarsjóiSur Reykjavíkur lagt fram í hlutafé cg lánum 120.000 kr. Þtiöíudaginn, 20. ctes. 1932. Bækur til jdlaojafa: BIBLÍA, kr. 5—25 — Sálmabækur, 6,25—18. — Passiusálma 5—7. — Almenn kristnisaga eftir dr. Jón Helgason biskup, 4 bindi \ ób. 27,00, ib. 45,00. — Kristnisaga íslands, eftir dr. Jón Helgason biskup, 2. bindi, hvert ób. 10,00. — Kristur vort lif, prédikanir (ný bók), eftir dr. Jón Helgason biskup, ib. — Frá heimi fagnaðarerindisins, eftir Ásmund Guðmunds- son dósent, ib. 15,00. — Fimm höfuðjátningar, eftir próf. Sigurð Sívertsen, ób. 8,00. — Saga Nýja-testmentisins, eftir próf. Magnús Jónsson, 5,00. — Pislarsagan, með myndum, ásamt hugvekjum, eftir sr. Friðrik Hallgrímsson, ib. 5,00 og fleira. HEIMSKRINGLA, ób. 16,00, ib. 26,00. — Menn og mentír I—IV, eftir próf. Pál E. Ólason, ib. 100,00. — Saga Reykjavíkur, eft- ir lílemens Jónsson, ib. 25,00 og 28,00. — Islensk lestrar- bók, Sig. Nordal, ib. 10,00—15,00. — íslenskt þjóðerni og Islandssaga, eftir próf. Jón Aðils, hvort ib. á 10,00. — Al- þingismannatal, með myndum, ób. 10,00 — ib. 13,50. — Undirbúningsárin, efhr sr. Fr. Friðriksson, ib. 10,00. — Norður um höf, eftir Sigurgeir Einarsson, ib. 17,50. — Ennýall, eftir dr. Helga Péturss, ób. 5,00, ib. 7,00. —Goethe: Faust, þýðing Bj. Jónssonar frá Vogi, ib. 15,00. — Morgunn lífsins, eftir Kristmann Guðmundsson, ib. 10,00. — Fisk- arnir, eftir dr. Bjarna Sæmundsson, ób. 12,00, ib. 15,00. — Spendýrin, eftir dr. Bjarna Sæmundsson, ób. 10,00, ib. 12,50 (ný bók). — Á íslandsmiðum, eftir Loti, ib. 8,50 og 12,50 — Þýdd ljóð: Magnús Ásgeirsson, ib. 8,00 og 12,00. — Or- valsgreinar, Guðm. Finnbogason þýddi, ib. 8,00 og 13,00. — Aldahvörf i dýraríkinu, eftir Árna Friðriksson, ib. 8,00. — Nonni, eftir Jón Sveinsson, ib. 10,00. — Nonni og Manni, eftir Jón Sveinsson, ib. 7,50. — Sólskinsdagar, eftir Jón Sveinsson, ib. 7,50. — Moldin kallar, eftir Guðbr. Jónsson, ib. 6,00. — Skip sem mætast á nóttu, ísl. þýðing Snæbj. Jónssonar, ib. 5,00 og 9,00. — Ferðaminningar Svbj. Eg- ilson, skinnb. 28,00. — Þúsund og ein nótt, 5 bindi, ib. 55,00. — Sögur herlæknisins i 5 bindum, ib. 50,00. — Sam- líf og þjóðlif, eftir Guðm. Finnbogason, ib. 5,50. — Báru- járn, sögur eftir Sig. Gröndal, ib. 6,00. — Saga hins heil- aga Frans frá Assisi, ib. 11,00. — Nýall, eftir dr. Helga Pjeturss, ib. 17,00. — Borgin eilifa, eftir Guðbr. Jónsson, ib. 7,00. SÖGUR FRÁ ÝMSUM LÖNDUM (ný bók), ób. 7,50, ib. 10,00. LJÓÐMÆLI: Hannes Hafstein — Einar Benediktsson — Herdís og Óhna Andrésdætur — Guðm. Friðjónsson — Þorst. Er- lingsson — Davið Stefánsson — Steingr. Thorsteinson — Jón Tlioroddsen — Jónas Hallgrímsson. — Hafræna, sjáv- arljóð og siglinga, ib. 10,00. — Svanhvít, ób. 1.75, ib. 6.00. — íslensk söngbók, ib. 5,00 — o. fl. MYNDIR úr meúningarsögu íslands, eftir Sigfús Blöndal og Sig. Sigtryggsson, ób. 5,00, ib. 7,50. — Myndir, Guðm. Thor- steinsson, 8,00. — Myndir, Ríkh. Jónsson, 12.00. ORÐABÓK Blöndals, ób. 75.00, ib. 100.00. — Dönsk-islensk orða- bók, ib. 18,00. — Ensk isl. orðabók, ib. 18,00. — Enn frem- ur orðabækur af þýsku, frönsku, ensku, latínu og dönsku o. fl. orðabækur. BARNABÆKUR. Með litmyndum: Hans og Greta, 3.00. — Ösku- buska, 3,00. -j- Stígvélaði kötturinn, 3.00. — Kynjaborðið, 3,00.---Með myndum: Gosi, æfintýri gerfipilts, ib. 4,00. — Jólasveinarikið, ib. 2,50. — Tumi þumall, ib. 2,50. — Ferðir Munclihauseps baróns, ib. 2,50. — Þrautir Hera- klesar, ib. 2,50. — Æfisaga asnans, ib. 2,00. — Refurinn hrekkvísi, ib. 2,00. — Tveir vinir, ib. 2,50. — Jólin koma, 1,50 og 2,00. — Kötturinn, ib. 1,5Q. — í tröllahöndum, ib. 2,00. — Karen, ib. 3,00 og 3,50. — Sögur handa börnum og unglingum, sr. Friðrik Hallgrímsson, 1. hefti, ib. 2,00; 2. hefti (nýútkomið), ib. 2,50; bæði heftin bundin saman 4,50. — Mikið úrval annara bóka, fyrir börn og unglinga, íslenslcra og erlendra. NÓTNABÆKUR: íslenskt söngvasafn, 1. hefti, 6,00, ib. 8,00; 2. hefti 6,00, ib. 8,00. (I íslenskri söngbók eru allir textarnir við lögin í Söngvasafninu). — Glettur, 3.00. — Fjögur sönglög, 4,00. — Forspil 2, eftir Pál ísólfsson, 2,00. — Is- lensk þjóðlög, Max Raebel, 3.00. — Valagilsá, 4.00. — Þjóð- lög, eftir Svbj. Sveinbjörnsson, 5,50. — Kirkjusöngsbók sr. Bjarna Þorsteinssonar, ib. 24,00. — 12 sönglög fyrir karlakór, eftir Svbj. Sveinbjörnsson, 4,00 (ný bók). ERLEND JÓLAHEFTI, margar tegundir, norræn og ensk. Mikið og gott úrval erlendra bóka. Bókaverslim Sigfúsar Eyraundssonar og BÓKABÚÐ AUSTURBÆJAR BSE, Laugaveg 34. Kári Sölmundarson var dreg- inn upp til aðgerðar i gærmorg- un og gekk það mjög greiðlega. Um kl. 2 í gær var blaða- mönnum og fleiri boðið að koma vestur að dráttarbraut- inni og skoða þetta nýja mann- virki. Var þar stjórn félagsins fyrir, Sigurður Jónsson verk- fræðingur og Ben. Þ. Gröndal verkfr. o. fl. Er menn höfðu skoðað brautina og fengið nán- | ari upplýsingar um framkvæmd verksins o. fl., var gengið inn á skrifstofur félagsins. Fluttu þeir ræður þar, Th. Ivrabbe, sem bauð gesti velkomna, og mintist sérstaklega þeirra Hjalta Jónssonar og Ben. Þ. Gröndals verkfr., fyrir áhuga þeirra og starf i þessu máli. Sigurður Jónsson verkfr., er veitti nokkr-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.