Vísir - 09.01.1933, Blaðsíða 4

Vísir - 09.01.1933, Blaðsíða 4
V I S I B Frá sj úklmgum í Landspítalanum til forstöðunefndar hans o(j hjúkrunarkvenna. Að láta skína ljós á þeirra brautum, sem líða verða af allskyns sorg og þrautum, og þeim, sem eiga enga vini nærri, V‘ii ástvinina góðu langt sér fjarri, er kærleiksverk er sjúkum seint inun gleymast og síðast þeim, sem alla lijálp þarf veita. Sú hlýja minning mun i brjósti geymast, því megnar ekkert hér á jörð að breyta. Hin liðnu jól þess ljúfust bera merki, hvað leiða má af góðu kserleiksverki, þvi gert var alt' svo gleði mættum njóta og geislaskin í myrkrum lífsins hljóta. Við fundum ATel liið góða, göfga og þýða, sem gegnum þjáning veitir friðinn bjarta. Vð fundum samúð, sanna, hreina og blíða, er sælukendum veitti i okkar hjarta. Við þökkum öllum þeim er gleði oss veittu, og þjáninganna myrkri í sólskin breyttu, og biðjum guð að blessa þá og leiða, sem böli manna og þrautum vilja eyða. Við óskum þess, að árið nýja færi þeim öllum st}7rk er vinna kærleiks störfin. Og sól guðs náðar sérhvern endurnæri, er sífelt lílcnar þar, sem lielst er þörfin. Á. J. (einn sjúklinganna). Pðlverjar smeykir. Eins og kunnugt er, urðu stórveldjn loks að viðurkenna i grundvallaratriðum kröfu Þjóðverja um hernaðarlegt jafnrétti. Pólverjum hefir mis- likað þctta mjög og samkvæmt símfregnum frá Varsjá um miðbik desembermánaðar er talið, að þar i landi sé litið á þessi úrslit sem mesta stjórn- málaósigur Pólverja um 'mörg ár. Jafnframt var þess getið, að ntanríkisráðuneytið pólska myndi gera alt, sem í þess valdi stæði, til þess að efla mótspyrn- una gegn því, að Þjóðverjum yrði leyft að vigbúast aö vild. Um líkt leyti var opinberlega tilkynt í Póllandi, • að ríkis- stjórnin krefjist þess, að þýska ríkisstjórnin skrifi undir sámn- jnga þá, sem gerðir hafa verið, um öryggi og réttindi útlend- inga (þjóðabrotanna), sem heima eiga í löndum þeim, sem að samningunum staiida, þ. e. Póllandi, Rúmeniu, Júgóslavíu, Tékkóslóvakíu og Lettlandi. -— Þýskaland liefir til þessa ekki viljað gerast aðili að slíkum samningi. Pólverjar búast við stuðningi þeirra þjóða, er mál- ið verður rætt í Genf, sem und- ir samningana hafa skrifað. Pól- verjar líta svo á, að ef Þjóð- verjar fái rétt til þess að víg- búast að vild, beri þeim að fall- ast á samninga um minnililuta- réttindi Pólverja þeirra, sem heima eiga i Austur-Prússlandi, en þeir éru að sögn ein miljón talsins. Pólskir stjórnmálamenn segja, að því er fregnir frá Var- sjá herma, að Þjóðverjgr hafi vígbúist á laun til þessa, en brátt gcti þeir vopnast að vild og án þess að leyna vigbúnaði sínum. Telja stjórnmálamennirnir í Póllandi, að Bretland, Frakk- land og Ítalía hefði átt að koma svo ár sinni fyrir borð, að Þjóð- verjar liefði gert hlutleysis- samning við Pólverja, áður en þeim væri gefið loforð um, að þeir mætti vígbúast. Pólverjar segjast hafa gert tilraunir til þess að fá Þjóðverja til þess að fallast á vináttusamning, en ekkcrt orðið ágengt, og versl- unarsamninginn, sem gerður var fyrir tveimur árum, liafi Þjóðverjar ekki enn samþykt til fullnustu. Skoðun stjórnmálamanna Póllands er því, að ákvörðunin um að leyfa Þjóðverjum að víg- búasl, muni leiða — ekki í frið- arátt — heldur til þess, að þess verði skemra að bíða, að til styrjaldar lnilli Pólverja og Þjóðverja komi. — Þjóðverjar, segja þeir, bafa unnið hvern stjórnmálasigurinn á fætur öðr- um, frá því er setulið Banda- manna var kvatt heim úr Rín- arbygðum, og seinasta sigri þeirra verður að eins jafnað til stjórnmálasigurs þeirra í Lau- sanne. Næsta skrefið verður, segja Pólverjar, að Þjóðverjar fá því framgengt, að téknar verði upp umræður um austur- landamæri Þýskalands, en af þvi kunni að leiða nýja styrjöld. —• iÞjóðverjar líta, að vonum, hins vegar svo á, að þeir liafi verið miklum órétti beittir, þar sem þeir einir voru neyddir til afvopnunar, en loforð um af- vopnun annara hervelda svikin, en einnig líta þeir svo á, að við- unandi lausn verði að fást ádeil- unni um austurlandamærin. Erleadar fréttir. —o— Ástandið í Chicago hefir batnað mikið frá því, er Anton J. Cermák varð borgar- stjóri, i stað Big Bill Thomp- sons. Nú er unnið af kappi að undirbúningi sýningarinnar miklu, sem haldin verður í Chi- cago næsta vor og sumar, stór- byggingar reistar o. s. frv., og er áætlaður kostnaður við öll þau mannvirki 15 miljónir doll- arar. Þá flykkjast þangað menn í tugþúsundatali frá öllum lönd- um heims að kalla, og munu þeir komast að raun um, að því er Cermak borgarstjóri seg- ir, að glæpaöldin i Cliicago til- lieyrir liðna tímanum. Öryggi almennings er nú meira í Chi- cago en nokkurri annari borg, sem sambærileg er stærðar vegna. Fyrir nokkru var ástand- ið þannig i Chicago, að bófar óðu um með vélbyssur og sprengikúlur, ef þeim bauð svo við að liorfa, og fólk úr næstu borgum og sveitum óttaðist að koma þangað, en alt hefir þetta breyst frá því, er loks tókst að klekkja á A1 Capone og öðrum stórbófum, er höfðu aðsetur sitt i borginni, en stórbófar þessir höfðu lengi vel svo góð pólitísk sambönd, að ógerlegt reýndist að hafa hendur í liári þeirra. Tókst það loks með samvinnu borgarstjórnarinnar í Chicago, ríkisstjórnarinnar i Illinois og sambandsstjórnarinnar í Was- liington. Bófarnir gálu lengi vel kúgað smákaupmenn, eig- endur veitingastaða og jafnvel verklýðsfélög borgarinnar. — Fremstur i flokki þeirra manna, er gengið hafa í að lireinsa til i borginni, er ríkislögmaðurinn nýi, Tliomas .1. Courtney, ung- ur maður, áhugasamur og órag- ur. Yitanlega er enn mikið af glæpamönnum í Chicago, enda er Iiún ein af mannflestu borg- um í heimi, en svo mjög hefir ástandið breyst lil batnaðar, að það er nú betra en í öðrum botrgum, sem eru áhka mann- margar eða mannfleiri. United Press. - FB. Bifreiðasýning í New Ydrk. Ameríska bifreiðasýningin fyrir 1933 („The 1933 National Automobil Show“) var opnuð i New York í gær, 6. janúar, í Grand Central Palace, og voru 38 bifreiðategundir sýndar. — Sýningin stendur yfir vikutíma, en flyst þá til Chicago. Á sýn- ingunni gefst almenningi kosl- ur á að kynna sér ýinsar nýjar endurbætur á bifreiðum. Bif- reiðarnar eru sýndar þannig, að menn geta einnig gengið und- ir jiær, til þess að geta séð livernig frá þeim er gengið að öllu leyti. Bensín og gúmmí- framleiðendur taka einnig þátt í sýningunni. Á sýningunni eru m. a.: Continental-De Vaux og Stutz, Auburn, Austin, Buick, , Cadillac, Clievrolet, Chrysler, Continental, De Soto, Dodge Brothers bifreiðir, Essex, Frari- klin, Graliam-Paige, Hudson, Hupmobile, La Salle, Lincoln, Marmon, Nash, Oldsmobile, . Packard, Pierce-Arrow, Ply- ! mouth, Pontiac, Reo, Rockne, ; Studebaker, Stutz, Willys-Over- i land og Willys-Knight. — Þrjár j fyrstu bifreiðategundirnar eru j nýjar á markaðinum. United Press. - FB. 1 TAPAÐ - FUNDIÐ Manchettuhnappur úr gulli, merktur B. E. Á. tapaðist á milli jóla og nýárs. Skilist á Öldugötu 11. Sími 4218. Góð fundarlaun. (147 Til leigu tvö Iierbergi og að- gangur að eldhúsi, Bergstaða- stræti 41. (148 Herbergi til leigu með for- stöfuaðgangi á Bergstaðastræti 6 C. — (145 Bilar sem nota EXIDE raf- geyma eru léttir í gangi og gangvissir. Munið að biðja um EXIDE þeg- ar sldfta þarf um geymi. Spark Plugs Thw Standard Qnaíity Plugt nf t r.e World AC bilákertin eru nú fyrirliggj- andi i allar tegundir bíla og bensínvéla. Skiftið um kerti og finnið hvað gangur vélarinnai' batnar og bensíneyðslan minkai' Jóh. Úlafsson & Co. Hverfisg. 18. Reykjavík. Útvarpstæki. 4 lampa batt- eriistæki til sölu. Kaldal, Lauga- veg 11. (144 Barnavagn óskast keyptur. Sími 1817. (141 26.00 — tuttugu og sex krónri vöggur fást að eins á einum stað. Körfugerðin. Sífrii 2165. (146 Stúlka óskast að Reýkjum í Mosfcllssveit. Uppl. á Vestur- götu 36 B á morgun milli 3—6, (143* Duglegur trésmiður, ér \rildi tryggja sér fasta atvinnu, ósk- ast í félag. Þarf að geta lagi fram kr. 500.00. Staðurinn er í grend við Reykjavík. — Tilboð sendist afgr. Vísis fyrir kl. 1 10. þ. m., merkt: „500“, (142 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. H E F N DI R. eilífar trygðir, nálega á hverjum einasta degi, alla þá löngu stund, sem liann dvaldist erlendis. Og hann var staðráðinn í því að „stjórna“ og „þjóna“ í senn. Og hann ætlaði að nota leynifélögin, sem fvrir voru, og stofna ný í viðbót. Honum skildist, að með. þeim liætli gæti hann orðið ættjörð sinni að mestu liði og náð sem öruggustum tökum. Meðan h«nn beið komu’brúðarinnar, sat hann löngum heima eða heima við. Og daglega kom-u hinir kynlegustu sendiboðar, hæglátir, bljúgir menn, og Wu sat á tali við þá stundunum saman. Hann leitaði sambanda við leynifélögin, hvert á fætur öðru, og þar var ekkert til fyrirstöðu. — Hann sáði og uppskar — lagði.grundvöllinn að veldi sínu um gervalt landið. En þrátt fyrir þetta vanrækti liann ekkiaðlítaeftir viðbúnaðinum undir komu brúðarinnar. Alt, sem fingerðar, litlar hendur frú Wu áttu að snerta við, var fegrað og prýtt. Og sama máli gegndi um alla liluti, sein Iienni var ætlað að sjá eða augum leiða. Alt var fágað og fegrað á einhvern liátt. Sérstak- lega var þó lögð stund á, að prýða garðinn henn- ar. Og svo var að sjá, sem blómin slcrýddisl að vilja herra Wu’s. — Allur garðurinn stóð í skínandi blómskrúði. Ilmurinn barst viðsvegar og litainergð og litaskraut var svo margbreytt og dásamlegt, að orð fá ekki lýst. Menn efuðu, að annar slíkur blómareitur væri lil i öllu Kinaveldi. Það var guða-musteri,- svo sem að líkindum læt- ur —- sól-úr, glæsileg skemtibrú, lótustjörn og sér- stakur lundur með ofurlitlum dvergtrjám. Guðamustérið var ellefu liæðir. Atta horn voru á þakskeggi eða sérstöku útskoti hverrar hæðar, og á hverju horni hékk blá, silfurbrydd postulíns- klukka, er hljómaði fagurlega. Klukkur þessar voru svo viðkvæmar og „vakrar“, að þær titruðu og sungu fyrir hinum minsta andvara. Og jafnframt voru þær þannig gerðar, að frá þeim streymdi ljúf- ur ilmur um allan garðinn. Hver klukka hafði sér- stakan óm og ihn. Þetta var síðasta undirbúningsverkið, áður en brúðurin kæmi. Og svo kom liún til heimkynna brúðgumans. Ilún kom einn ilmrikan góðviðrisdag — korii í rökkr- inu og sat í djúpum, blómskreyttum burðarstóli. Hún kom með milcilli viðhöfn, og skrautið var gcysilegt. Fyrir dyrum heimilisins beygði Wu sig niður og Jyfti lienni úr burðarstólnum, sem burðar- karlarnir höfðu sett á jörðina. Hún linipraði sig saman, og þegar hann kom við liana, skalf hún og titraði, eins og óttasleginn fugl. Hanri gal ekki séð andlit hennar, þó að liann hefði hana í faðminum, þvi að liún var hjúpuð rauðri slæðri frá hvirfli til ilja. Hann fann aðeins mjúkan lik- ama og heitan og sá glitra á gull og gimsteina und- ir slæðunni. Hann sá móta fyrir mörgum perlu- banda-röðum, sem héngu úr brúðarkrónunni og nálega huldu andlit hennar. Þetta sá enginn nema liann, því að þegar burðarkarlarnir létu stólinn á jörðina, höfðu þeir allir snúið sér við þegar i stað, svo að bök þeirra vissu að stolnum. Því næst bar liann brúði sína inn i húsið og brá henni rétt sem snöggvast yfir rjúkandi kola-eld á þröskuldinum. Öll óhamingja og óþægindi áttu a"ð viðrast burt með þessum reyk. Þegar inn kom, lyfti hann lienni, í liásætið og tók því næst sæli j sínu. — Á aðra klukkustund sátu þau þarna, þegjandi og hreyfingarlaus, en þegar villigæsin, sem töframaðurinn lét fljúga yfii' höfðuin þeirra, hringsólaði umhverfis liana en ekki Iiann, þá hló Wu hátt, en frúin unga horfði — bak við slæðuna sína — niður á skóna sína og brosti ánægjulega. En flöktið í gæsinni um höfuð brúðarinnar álti að merkja það, að hún, en ekkí herra Wu, ætti að stjórna i þessu liúsi. Wu þótti þetta nokkuð kátlegt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.