Vísir - 16.02.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 16.02.1933, Blaðsíða 3
VlSIR SjAlfYÍ^kt þvoffael 533 ccío°i' 0 AcA l<-v A Heiðraða húsmóðir! Fyrst að ekki finst betra og ómengaðra þvottaefni en FLIK-FLAK, og FLIK-FLAK er eins gott og það er drjúgt — og þegar þér vitið, að FLIK-FLAK getur sparað yður tíma, peninga, erfiði og áhættu — er þá ekki sjálf- sagt, að þér þvoið að eins með FLIK-FLAK. FLIK-FLAK er algerlega óskaðlegt, bæði fyrir hendurnar og þvottinn; það uppleysir öll óhreinindi á ótrúlega stuttum tíma — og það er sótthreinsandi. Hvort sem þér þvoið strigapoka eða silki- sokka, er FLIK-FLAK besta þvottaefnið. Germania heldur aðalfund sinn föstudaginn 17. þ. m., kl. 9 e. h. í Odd- fellowhúsinu. Dagskrá: Stjórnin skýrir frá gerðum siðasta starfsárs. Hr. Ernst Hintz les upp ferðasögu herskipsins „Schlesien“. Síðan kaffidrykkja og dans. þrátt fj'rir góðæri á góðæri of- an, var skuldaólin reyrð æ faslara að þjóðinni. Loks varð að kippa þessum herrum úr stjórnarsessi og setja menn í þeirra stað, sem trúandi var til að bæta úr misgerðum fyrir- rennara sinna. Og nú er svo komið, þegar loks hefir verið farið á rétla braut í stjórn rík- isfjármálanna, þótt margt standi enn til bóta í þeim efn- um, að það verður enn á ný að velja á milli öfgamannanna og viðreisnarmannanna. Hverj- ir eiga að fara áfram með völd- in? Þeir, sem vilja eyða sem mestu, og lána til þess að eyða meiru, þegar það, sem fyrir var, er húið. Þeir, sem í raun- inni stefna í áttina til hruns og byltingar, eða hinir, sem vilja þroska þær dygðir þjóð- arinnar, sem lengstum hafa reynst henni farsælastar? Þeir, sem vilja að þjóðin ástundi gætni og sparsemi, en stefni þó fram, og vilja stjórna land- inu í samræmi við þá stefnu og jafnframt koma því til leið- ar, að allir þegnar ríkisins búi við jöfn réttindi, að þeir fái sömu aðstöðu til þess að hafa álirif á stjóm landsins, hvar sem þeir húa á landinu. Óskanda væri, að öllum þeim, sem vilja reisa við at- vinnu og viðskiftalífið, þjóð- inni til blessunar, mætti auðn- ast að finna samvinnuleið út úr hverjum vanda, sem leysa þarf, óskanda, að þingmenn sem flestir gerði sér ljóst, að nú ríður á, að láta ekki sundr- ungarandann ráða. Nægilega margir þingmenn sjá þetta og vilja, að alt megi fara vel, en það getur ekki orðið, nema öfgamönnunmn verði haldið i skefjum. Kjósandi. Teðrið í morgun. Hiti í Reykjavík —- i stig, ísa- firði — 4, Akureyri :— 3, SeySis- firði — 2, Vestmannaeyjum —• 1, Stykkishólmi — 3, Blönduósi — 4, Raufarhöfn — 3, Hólum í Horna- firði —• 3, Grindavík — 3, Grímsey — 3, Færeyjum 3, Jan Mayen —4, Hjaltlandi 4, Tynemouth 3 stig. Skejdi vantar frá Julianehaab og Angmagsalik. — Mestur hiti hér í gær 2 stig, minstur — 3. Úrkoma 0.7 mm. — Yfii-lit: Grunn lægð fyrir norðaustan land, en hæð fyrir suðvestan. — Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói: Norðvestan kaldi. Dálitill éljagangur, en bjart á milli. Breiðafjörður, Vestfirðir, Norð- urlartd, norðausturland: Norðvest- an gola. Sumstaðar dálítill élja- gangur. Austfirðir, suðausturland: Norðvestan gola. Bjartviðri. Naður liverfur. Laust eftir helgina var lögregl- anni tilkynt, að Árni B. Jónsson, Vesturgötu 20, hefði farið að héiman á sunnudagskveld, og ekki spurst til hans síðan. Hefir hans verið leitað, en árangurslaust. Mað- urinn starfaði i Brjóstsykursgerð M. Th. S. Blöndahl’s, var 45 ára og ættaður af Austurlandi. Höfnin. Gulltoppur kom frá Englandi i gær. Enskur botnvörpungur kom í gær og annar frakkneskur í morg- un. Dettifoss fór til Keflavíkur i »ótt, en væntanlegur hingað í dag. Stiðurland fór til Borgarness i dag. Bruni. Aðfaranótt mánudags kom upp eldur í húsinu Laufás í Keflavik við Hellissand. Veður var þá slæmt, mikill stormur, og brann húsið til kaldra kola á skanunri stundu. Fólk bjargaðist, en að eins lítið af inn- anstokkmsunum. Línuveiðarinn Huginn er .nýlega kominn til Hafnar- fjarðar frá Englandi. Fékk vont veður og laskaðist talsvert, auk þess sem hann misti út bátana. E.s. Brúarfoss fór í gærkveldi til Breiðafjarðar og ísafjarðar. Farþegar voru 24 talsins. E.s. Dettifoss fer annað kveld kl. 10 um Vest- mannaeyjar til Hull og Hamborgar. Á aðalfundi Heimdalls var Jóhann Möller stud. jur. kosinn formaður félagsins, en með- stjórnendur Alfreð Jónasson, Hall- grímur Jónsson, Skúli Jóhannsson og Þórður Þórðarson. 1 varastjórn voru kosin: Egill Kristjánsson, Victoria Jónsdóttir og Haukur Eyjólfsson. Gengið í dag. Sterlingspund ...... kr. 22.15 Dollar ..............— 6.45% 100 ríkismörk........— 153.56 —. frakkn. fr......— 25.37 — belgur .........— 89.96 — svissn. fr......— 125.64 — lírur ..........— 33.11 — pesetar ........— 53.31 — gyllini ........— 259.24 — tékkósl. kr.....— 19.26 — sænskar kr. .... — 117.40 — norskar kr......— 113.46 — danskar kr...... —100.00 Gullverð íslenskrar krónu er nú 57.78. Erindi um sníkjudýr mannsins. Mikil og atkvæðarik er sú fylk- ing dýra, sem valið hefir sér lík- ama mannsins að dvalarstað. Kyn- slóð eftir kynslóð hafa sníkjugestir mánnslíkamans hrj áð mannkynið, oft og einatt hafa þeir skipað öndvegi meðal þeirra erfiðleika, sem menn- ingin hefir haft við að stríða. Dimt næturmyrkur hefir hví.lt yfir lifn- aðarháttum Jæssara dýra, alt fram að vorum tímum, og margar gátur viðvíkjandi hinum krókótta lífsferli þeirra, eru ennþá óráðnar. Áratug eftir áratug hafa bestu læknar heimsins og færustu dýrafræðing- ar haldist í hendur um að bregða birtu yfir hið leyndardómsfulla líf þessara vera, sem ala aldur sinn i eilífri kyrð og sifeldu myrkri. Það má þvi heita svo, að meginþættirn- ir í lífi sníkjudýranna seu kuiinir orðnir, og á flestum mentamálum heimsins hafa komið út alþýðlegar bækur, er opna skyldu augu fjöld- ans fyrir einhverjum dásamlegasta þættinum í sögu náttúrunnar, en litlu hefir íslenskri alþýðu hingað til verið miðlað af slikum fróðleik. — Enda þótt ýmsir kunni að vera hér, ekki síst meðal lækna, sem bet- ur kunni frá að segja en eg, er það þó ætlun mín, að flytja erindi um nokkur af innvortis sníkjudýr- um mannsins, sunnudaginn 19. febr. kl. 3, í Nýja Bíó. Mun eg sýna margar góðar myndir, erindinu til skýringar ,og kosta kapps um að flytja það þannig, að hverjum manni verði auðskilið. Ef aðsókn verður svo góð, að kostnaður greið- ist, getur verið að eg flytji fleiri erindi um sníkjudýr mannsins, uns fengið er yfirlit yfir þau helstu og lifnaðarhætti þeirra. — Aðgöngu- miðar kosta cina krónu, og verða seldir við innganginn. Arni Friðriksson. I. R. Old Boys kl. 6. Germania heldur aðalfund sinn föstudaginn 17. þ. m. kl. 9 e. h. í Oddfellowliús- inu. Stjórnin skýrir frá gerðum síð- asta starfsárs og E. Hintz les upp ferðasögu „Schlesien“ hingað til lands. Að þvi búnu kaffidrykkja og dans. Nýja Bíó sýnir í fyrsta sinni í kveld ame- ríska kvikmynd „Mammy“, sem jazzsöngvarinn frægi, A1 Jolson, syngur aðalhlutverk i. Samkoma verður haldin í frikirkjunni ann- að kveld kl. 8j. Þar flytur síra Jakob Jónsson erindi, frú Elisabet Waage og Sveinn Þorkelsson syngja einsöngva og Sigurður ís- ólfsson leikur á fríkirkjuorgelið. Er þess vænst, að menn fjölsæki sam- komu þessa, og mun engan iðra þess. S. Kvennafundur. / Eins og menn vita, var því nær ófært veður á sunnudaginn, og gat þvi ekkert orðið af kvennafundi ' þeim, sem auglýstur var í blöðun- j um i Nýja Bíó þá. Nú á að halda i þenna fund i Varðarhúsinu á föstu- daginn kemur, af því ekki er hægt að fá Nýja Bíó, og vona allir, sem óska eftir að fundur þessi komist á, að konur láti sig ekki muna þann litla vegarspotta, sem Varðarhúsið er frá alfaravegi. Það er altaf bæði gagn og gaman, að fá haldna fjöl- 1 sótta kvennafundi; þeir auka líf og kynningu milli kvenna. B. Sundskálinn. í. S. í. hefir sent bænum erindi viðvikjandi flutningi á Sundskál- anum í Örfirisey að Nauthólsvík. BæjarráÖ fól borgarstjóra að at- huga málið. ' Skuggasvein er nú i ráði að leika innan skamms. Eru það K. R.-ingar, sem efna til sýningar á honum. Á með- al leikenda eru Erlendur Pétursson, sem leikur Skugga-Svein,og Þórodd- ur Ásmundsson, sem leikur Grasa- Guddu. AÖrir leikendur eru nýir. Liðlega áratugur er nú frá því að Skugga-Sveinn var leikinn hér síð- ast. Leikritið hefir altaf átt vinsæld- um almennings að fagna. x. Sendisveinadeild Merkúrs heldur fund í Góðtemplarahús- inu, uppi, kl. 8j í kveld. Dansleikur. Kvennadeild Slysavarnafélagsins efnir til dansleiks í Oddfellowhús- inu í kveld, til ágóða fyrir slysa- varna starfsemina. Vísir hefir ver- ið beðinn að geta þess, að öllum sé heimill aðgangur að dansleiknum. Heimatrúboð leikmanna. Almenn samkoma kl. 8 í kveld. Htrarpið. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19,05 Þingfréttir. 19,30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,39 Erindi: Psykotéknik. (Emil Jónsson bæjar- stjóri). 21,00 Tónleiltar. (Útvarps- kvartettinn). Fiðlusóló. (Georg Tak- ásc): Hubay: Nocturne; Czárda-Szene nr. 5. Vera- cini: Largo. Wieniawski: Scherzo-T aran telle. Einsöngur. (Frú Elisabet Waage). K.F.U.K. A.—D. Fundur annað kveld kl. 8%. Síra Friðrik Hallgrímsson talar. Alt kvenfólk velkomið. Afmælisfagnað heldur st. „Skjaldbreið" nr. 117, annað kveld kl. 9. Sjá augl. í blað- inu í dag. Útvarpsfréttir. Berlín i morgun. FÚ. Kínversltar fregnir herma, að Japanar hafi úr lofti varpað sprengjum á hæinn Kailu í Je- hol-héraðinu, og liafi þá 30 menn farist. Utanríkisráðuneyt- ið japanska ber það til baka, að Japanar muni setja Kínverjum lokakosti. Umboðsmaður Jap- ana í Genf, Matzuka, er nú far- inn þaðan áleiðis til Japan, til skrafs og ráðagerða við stjóm- ina, en aðrir umboðsmenn Jap- ana i Genf, eru þar kyrrir eftir. J ár nbrau tarverkf allsmennim- ir i Rúmeniu hafa nú sest í smiðjurnar og víggirt sig þar. I gær lét stjórnin ryðja smiðj- urnar í Klausenburg, borg i Sie- benbúrgen, sem Ungverjar áttu fyrir ófriðinn mikla, en Rú- menar eignuðust 1921, og i dag er ráðgert, að smiðjurnar í Bukarest verði ruddar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.