Vísir - 21.02.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 21.02.1933, Blaðsíða 2
V I S I R fe MaraaN 1 útsm öH Höfum fyrirliggjandi: NETAKÚLUR ódýrar. Hörmulegt slys. Níu menn drukna. Miami 20. febr. United Press. - FB. Dómurinn yfir Zangari. Zangari var dæmdur til 20 ára fangelsisvistar fyrir tiiræð- ið við Franklin Roosevelt og 60 ára fangelsis samtals fyrir þrjár aðrar ákærur. Ef þau Cermak borgarstjóri eða Mrs. Gill, er særðust við árás hans, látast af sárum sínurn, verður Zangari ákærður fyrir morð. Washington 21. febr. United Press. - FB. Afnám bannsins í Banda- ríkjunuml Fulltrúadeild þjóðþingsins hefir með 289:121 atkv. sam- þykt bannlagaafnámið við lokaafgreiðslu. Gengur það nú til þinga liinna einstöku ríkja til fullnaðarafgreiðslu. Genf 21. febr. United Press. - FB. Erjumar í Austur-Asíu. Japanar hefja sókn. Samkv. áreiðanlegum lieim- ildum hafa Japanar nú hafið stórfelda sókn á hendur Kín- verjum til þess að ná Jehol- héraði á sitt vald. Sóknin hófst i dagrenning í morgun (þriðju- dag). Tokio 21. febr. United Press. - FB. Talsmaður hermálaráðu- neytisins, Honma herdeildar- foringi, vildi hvorki játa því eða neita, að sóknin i Jehol væri hyrjuð. Kvað hann svo að orði, að um stundarsakir yrði engar fregnir frá vigstöðvun- um látnar af hendi, fyrr en jafnótl og opinberar tilkynn- ingar kæmi. Peiping 20. febr. United Press. - FB. Kínversku hershöfðingj arn- ir í Jeholhéraði hafa lýst því yfir, að þeir muni aldrei hörfa undan Japönum með lið sitt. Þeir hafa valið sér að herópi: Jehol skal aldrei falla í hend- ur .Tapana. Árás Japana á Jehol-hérað Frá Genf er símað 11. þ. m. um árás þá sem búist var við að Japanar gerði þá og þegar á Jehol-liérað: Járnbrautar- lestir frá Kóreu, með 24.000 japanska hermenn, eru nú á leiðinni lil Mansjúríu, og á lið þetta að taka þátt í árásinni á Jehol-hérað. Samkv. fregnum, sem kínversku fulltrúarnir hér hafa fengið, hafa Japanar nú 1000 lierflugvélar í Mansjúríu. AIls hafa komið 24 herflutn- ingalestir nýlega til Mansjúriu frá Kóreu, þar af 220 vagnar með hermenn, 288 með mat- væli og ýmsar birgðir handa liernum og 58 með skotfæri, fallhyssur og vélhyssur. Kín- versku fulltrúarnir hér ætla, að styrjaldarundirbúningur Japana í Mansjúríu sé meiri en dæmi eru til áður þar eystra. - Ivínverjar, sem lieima eiga í nánd við Mukden, hafa álcært Japana fyrir Þjóða- bandalaginu. Segir í ákærunni, að japanskir hermenn mis- þyrmi á ýmsan hátt ldnversk- um bændum og borgurum í Mansjúríu. — (FB.). Frá Alþing! í g æ r. Efri deild. Fundur var settur kl. 1, en síðan var honum frestað, þar til lokið var fjármálaræðu for- sætisráðherra í neðri deild. Var fundur svo settur aftur um kl. 2. Á dagskrá voru 4 mál, og urðu um þau litlar umræður. Jón Þorláksson gagnrýndi nokkuð frv. um vegastæði og götulóðir í kaupstöðum og kauptúnum. Er það tilgangur frumvarpsins, að draga úr kostnaði, er leiðir af kaupum á landi undir götur og vegi, eða koma honum að meira eða minna leyti yfir á þá aðila, sem svo eru settir, að þessar opin- heru framkvæmdir verða til þess að hækka fasteignir þeirra í verði. Taldi J. Þ. þennan til- gang frumvarpsins rétlmætan, en ýms ákvæði þess væri svo óákveðin og óvarleg, að leitt gæti til misnotkunar, þó að það væri ekki tilgangur frum- varpsins, og mundi um að kenna fljótvirkni þess, er það samdi, sem ræðumaður kvaðst vita að elcki væri ráðherra sjálfur. — Atvinnumálaráð- lierra kvaðst * þakksamlega vilja ráðgast við J. Þ. um ein- stök atriði frumvarpsins og var því síðan vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar. Dómsmálaráðh. gerði stutta grein fyrir frv. um réttindi og skyldur embættismanna. Kvað hann mikla þörf slíkrar laga- setningar, því að svo mætti heita, að engin lög væri til um þau efni, og mætti þó ætla, að slíkra laga væri engu síður þörf en t. d. laga um réttindi og skyldur vinnuhjúa einstak- linga, sem til væri um allmik- ill lagahálkur. Var frv. síðan vísað til 2. umr. og allsherjar- nefndar með samhljóða at- kvæðum. Enn voru á dagskrá frv. til laga um að prestlaunasjóður skuli feldur niður og um inn- heimtu prestsgjalda, og frv. J. .1. um að fella niður útflutn- ingsgjahl af landbúnaðaraf- urðum, og var þeim báðum vísað til 2. umr. og nefnda um- ræðulausf. Neðri deild. Þar voru íjögur mál á dag- skrá, öll til 1. umræðu. 1. Frv. til fjárlaga fyrir árið 19‘ó't. — Um leið og fjármála- ráðherra lagði frumvarpið fyr- ir þingið, hélt liann fjármála- ræðu eins og venja er til, og gaf yfirlit yfir hag ríkissjóðs á siðastliðnu ári. Kvað liann yf- irlit síðasta árs bera með sér hæði „gott og ilt“. Atvinnuleysi og verðfall hefði aukist að miklum mun, en þó hinsvegar orðið verðhækkun á sjávaraf- urðum, útgjöld ríkisins mink- að og verslunarjöfnuðurinn stórum batnað. Var hann á þessu ári um 10 milj. kr. okk- ur í vil og hagur hankanna gagnvart útlöndum liefir hatn- að um eina miljón. Kvaðst liann vonast til, að þingheimi fyndist ekki hafa ræst ver úr en á horfðist um afkomu ríkissjóðs. — En tekjurnar hefði orðið 1 miljón og 600 þús. kr. minni en s.l. ár. En gjöldin hefði þó minkað meira, eða um rúml. 2,1 milj. Það, sem einkum veldur þvi, að tekjurnar eru minni, er mikil lækkun á tóbakstollin- um, og vegna innflutningshaft- anna mikil lælckun á tolli af ýmsum miður nauðsynlegum vörunx, senx nxjög lítið lxefir verið flutt inn af árið senx leið. Vörutollur hefir og lækkað nxjög vegna lítils innflutixings á hyggingarvörum. En nxest hefir lækkunin orðið á vei’ð- tolli, vegna hafta og minkandi kaupgetu almennings, sem Jxetta mikla kreppuár hefir oi'- sakað. Fasteignaskattur liefir þó liækkað urn 80 þús. og bif- reiðaskattur um 60 þús., en tekju- og eignarskattur hefir þrátt fyrir 25% hækkun, sem samþykt var á síðasta þingi, orðið 60 þús. krónum lægri en næsta ár á undan. Pósttekjur voru áætlaðar 60 þús, kr., en reyndust engar. Einnig urðu tekjur af landssímanum og víneinkasölunni miklu minni lieldur en árið áður. Tekjur ríkissjóðs kvað ráð- herrann hafa orðið alls 10 mil- jónir og 800 þús. kr., en gj öld 12 milj. og 56 þús. kr., en í gjöldunum er mism. á eigna- hreyfingunx til úlgj. 944 þús.Er greiðsluhalli því ca. 2 milj. og 250 þús., eða % milj. lægri en s.l. ár. —- Ilér í kvað lxann þó vera talið 1 nxilj. kr. samkv. sérstökum heimildum og styrk til Eimskipafél. Islands. Fjáraukalög sagði hann að myndu verða innan við eina milj. kr., og væri það óvenju- lega lágt. Hann vildi því álíta, að til jafnvægis miðaði milli tekna og gjalda. Með miklum sparnaði taldi liann því líklegt, að á þessu ári nxætti rétta við greiðsluhallann. Skuldir ríkissjóðs hafa vax- ið á árinu um 1 milj. 534 þús., mestmegnis innanlands. Skuldir sem hvila á rilcis- sjóði sagði hann vera 40 milj. og 900 þús. kr., en þá er ekki tekið tillit til gengislækkunar, sem orðið hefir á dönskum lánum á s.l. ári. Gagnvart út- löndum hefir hagur bankanna hatnað um 1 milj. og 200 þús. kr., og vildi fjármálaráðlierra þakka það innflutningshöftun- um, og kvað hann þjóðar- og ríkisbúskapinn nú stefna í rétta átt. Hann gat þess, að fyrir þing- ið myndi verða lagður versl- unarsamningur við Noreg. Að síðustu gat liann þess, að komið gæti til mála, að ráð- Kl. um 8V2 í gærkveldi, er línuveiðarinn Papey var ný- lega farin héðan á veiðar, og var komin i námunda við Akureyjar-duflið, varð árekst- ur milli hennar og þýska fiskflutningaskipsins Brigitte Sturnx, er var að koma liingað úr fisktökuerindum af höfnum úli um land. Eins og stendur verður eigi sagt nxeð vissu liver verið liafi orsök þessa sviplega atburðar, er bar svo skjótt að, að Papey sökk nærri samstund- is. Níu menn af Papey drukn- uðu, en á henni var 17 manna áhöfn, og björguðust hinir upp í þýska skipið. Eigandi skipsins er Guð- mundur Magnússon skipstjóri frá Hafnarfirði, og var liann sjálfur með það. Væntanlega upplýsist við rétt- arpróf, hver var orsök árekst- ui’sins. Um það fer tvennum sögum manna á meðal, og legt væri að fresta þinginu til næsta hausts, þar eð fyr yrði vart útséð um afkomu land- húnaðarins og viðskiftasamn- ingana við Bretland. Yfirvof- andi væri, að tollur af síld inyndi hækka nxjög í Þýska- landi. — Frá Norðurlöndum liélt liann að ekkert væri að óttast, en taldi ráðlegt að búa sem mest að sínu og beita allri þeirri sparnaðarviðleitni, sem frekast væri unt. Að lokinni ræðunni lagði hann til að málinu yrði visað lil fjárveitinganefndar. Þá kvaddi sér lxljóðs 2. þm. Rvíkur (H. V.) og gat þess, að sér lxefði virst að fjármálaráð- heiTann í ræðu sinni hefði lát- ið í ljós allgóðan vilja til þess að spara, en sagðist eigi fá séð, hvar það hefði komið fram í reyndinni, þar eð allir út- gjaldaliðir hefðu liækkað, nema til verkl. franxkvænxda, vegagerða, bókmenta og lista. — Þá spurðist liann og fyr- ir um það, livar talin væru útgjöld til varalögreglunnar, en tók um leið fram, að hann ætl- aði ekki að liefja eldhúsum- ræður að þessu sinni. Fjármálaráðh. svaraði þessu með nokkurum orðum og kvað kostnað við varalögregl- una vera færðan á dómgæslu og lögreglustjórn og næmi hann 52 þús. kr. Málinu var síðan vísað til fjárhagsnefndar með 21 sam- hlj. atkv. 2. mál var frv. til.fjáraulca- laga fyrir 1931. Lagði fjár- málaráðherra til, að því yrði vísað til 2. umi’æðu, og var það gert með 21 samlilj. atkv., og til fjárhagsnefndar með 18 sanihlj. atkv. 3. málið var frv. til laga um samþykl á landsreikningnum 1931. Þvi var visað til 2. umr. og f járhagsnefndar með 23 samlilj. atkv. 4. mál var tillaga til þings- álijktunar um skipun kreppu- nefndar (hvernig ræða skuli). Forseti lagði til að ein umr. yrði um málið, og var það samþvkt. verður eigi að þeim frásögnum vikið hér, en þess beðið, að hið rétta upplýsist. Þeir, sem drukknuðu, voni: Jón Óddsson, 1. vélstjóri, Hafnarfirði, f. 11. októher 1900. Bjarni Magnússon, háseti, Hafnarfirði, f. 13. okt. 1893. Björn Jónsson, háseti, Hafn- arfirði, f. 22. sept. 1889. Cecil Sigui’björnsson, háseti, Grundarfirði, f. 22. ágiist 1896. Eiríkur Magnússon, háseti, Hafnarfii’ði, f. 28. júlí 1908. Jóhann Kristjánsson, háseti, Grundarfirði, f. 9. júní 1892. Ólafur Jónsson, liáseti, Dal- vik, f. 7. mai 1913. Þórður Kárason, háseti, ætt- aður úr Landeyjum, en til heimilis. i Rvík, f. 10. ágúst 1909. Þórður Guðmundsson, Vest- urgötu 22, Rvík, f. 29. ágúst 1891. Hesteyrarmáiið. Dómur uppkveðinn í gær. For- stjórar Kveldúlfs sýknaðir. Eins og kunnugt er, lét fyrv. dómsmálaráðherra, Jónas frá Hriflu, liefja rannsókn og síðar liöfða sakamál gegn forstjórum Kveldúlfs úl af grun unx það, að síldai'verksmiðja þeirra á Hesteyri notaði of stór síldar-mál eða mæliker. Var Ólafi lögfræðingi Þorgrímssyni falin rannsóknin og hefir hann nú kveðið upp dóm í málinu. Forsendur eru langar og eru ekki tök á að birta þær í blað- inu í dag, en dómsorðið er sem hér segir: „Því dæmist rétt vera: Hinir ákærðu, Ricliard, Ólaf- ur og Thor Thors, eiga að vera sýknir af ölluni ákærum rétt- vísinnar og valdstjórnarinnar í máli þessu. Ákærðir, Kjartan og Haukur Tliors, eiga einnig að vera sýknir af ákæru réttvísinnar í málinu, en greiði fyrír brot á 1. gr. laga nr. 13 frá 1924, sbr. 1. og 11. gr. tsk. nr. 1 frá 1925 sekt í ríkissjóð kr. 130 hvor, er greiðist innan 15 daga frá lögbirtingu dómsins. Sé sektin eigi greidd á réttum tíma, komi í stað hennar 10 daga einfalt fangelsi. Kostnaður sakarinnar greiðist af almanna-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.