Vísir - 24.03.1933, Page 3

Vísir - 24.03.1933, Page 3
V 1 S I R „Barnafataverslunin, Laugaveg 23. Sími 2035. Við höfum fjölbreytt úrval af fallegu og ódýru GARNI. T. d. ágætt garn í peysur, frá kr. 0.50 pr. hespu. ím livað sem um þetta er og fleira, er vel hægt að fallast á, að til aukinnar fjölbreytni sé nokkur ávinningur að því, að hafa þessar fréttir, enda næst sennilega samkomulag um af- not þeirra, ef þær fást hóflegu verði. — í þessu sambandi skal það tekið fram, að gefnu til- efni, að engin ákvörðun hefir verið tekin um það, að leggja F.R. niður. Jafnvel þótt út- varpsfréttirnar gæti komið í :staðinn fyrir simskeytafréttirn- ar, —- sem nær engri átt, og enginn heldur fram nú, — væri þar með aðeins fullnægt einu hJutverki F.B. Mun og ekki koma til þess, að F.B. liætti stÖrfum, þótt revnt sé að svifta hana ríkisstyrknum. En eigi skal fjölyrt um það i þessari grein. — Það verður fróðlegt seinna meir, t. d. að áratug liðnum, að líta uni öxl og rifja upp fvrir sér í livaða átt þró- unin varð í íslenskri blaða- mensku, á því timabili, sem nú er fram undan. Verði samvitin- an góð, verður áreiðanlega um framför og' þróun að ræða. Axel Thorsteinson. Leikhúsid. Karlinn í kreppunni. hess er ekki a'S dyljast, að leik- nrinn er bráÖskemtilegur, eins og allir gamanleikir Arnolds og Bachs, en því verður þó ekki neitaÖ, að fyetta er sá leikur þessara höfunda, sem er sístur þeirra, er hér hafa verið sýndir. Það eru á honum svo einkennilcgir smiÖagallar, að það gegnir furðu, að jafn þaulvanir og bráðlagtækir leikritasmiðir skuli hafa getið látið slíkt henda sig. Það er gömul og auðskilin regla allra gamanleikj ahöfutida, að láta glens- ið vera sístígandi frá byrjun fyrsta þáttar alla leið aftur í siðasta at- riði síðasta þáttar, svo að þar nái gáskinn hámarki, — þar komi aðal- hvellurinn. Hér fer nokkuð á ann- an veg, þvi að gáskinn fer stígandi fram í annan þátt, og nær þar há- tnarki sínu, þegar Pétur Mörland birtist á nærbuxunum, — nærbux- um, sem eru svo gamansamar og •eitistakar í sinni röð, að vel er far- andi í leikhúsið, til þess eins að kynnast ]>eini. En í þriðja þætti, sem í sjálfu sér er ekki óskemtileg- ur, má segja, að komið sé aftur nið- ur á jafnsléttu gáskans. Þetta getur •orðið til þess, að áhorfendur, sem eru orðnir vanir meira og viltara glensi i fyrri þáttunum, taki ekki -eftir Jteirri kátinu, sem Jjriðji Jjátt- urinn hefir að geyma, og finnistr hann blátt áfram daufur. ÞaÖ get- ur aftur dregið þann dilk á eftir sér, að leikendurnir, ])ó að þeir láti ekkert standa upp á sig í leikslok, missi, ef svo mætti segja, áhorfend- tirna út úr höndunum á sér, og að lokaundirtektirnar verði daufari en leikur og leikendur eiga skilið, og svo var einmitt fyi'sta leikkvöldið. Sá, sem þetta ritar, hefir ekki séð leikritið á frumrtiálinu, en á bágt með að trúa Jm, að Joessi ágalli sé svona áberandi frá höfundanna hendi; nær virðist að láta sér detta í hug. að hann hafi að minsta kosti ágerst við staðsetninguna, sem svo er kölluð. Til J>ess bendir eindregið frásögnin i þriðja þætti af gistingu Jíeirra Friðmundar Friðar og Mör- lands i steininum, sent ekki má lengri vera, en að ósekju hefði mátt vera nokkru styttri, þvi að hún hlýt- ur, samkvæmt efni sinu í öllum að- alatriðum, að vera smíð Jtvðandans. Það má og tilfæra annað, sem smog- ið hefir inn við þýðinguria og orð- ið til J)ess að þyngja niður glensið i léiknum, eins og höfundarnir hafa frá þvi gengið. Allir leikir Arnolds og Bachs eru gamanleikir, gleðileik- ir, eða hvað menn vilja kalla það — Þjóðverjar kalla J)á „Posse“, en Frakkar „farce“. Það er glens, sem byggist á skringilegri atburðaflækju og skringilegu fólki, en beinist ekki að neinum einstökum manni eða málum, og er alveg græskulaust. Hinsvegar hafa gamanleikir þcir, sem kallaðir eru „revyur“ kosíð sér það hlutverk, að veitast að raun- verulegum atvikum liðandi sturidar og mönnum, sem í opinberu lifi vas- ast, og glotta framan i þá, Jæim til viðvörunar, og almenningi, sem skilur ekki fyrri en skellur í tönn- um, til greinisemi. Það eru mjög ólíkar leikritatcgundir þessar, og báðar kunnar ‘ f rá því á dögum Grikkja, — og að kalla óskildar. „Revyurnar" fljóta á laglcga mið- uðum hnútum, en samhengi er lítið haft í þeim, svo að ])að skyggi ekki á háðið og háðið ekki á það. Þýð- andinn hefir, er hann sneri leiknum reynt að gera hann að „revyu“, með ])vi að fella inti í hann, stundum nokkuð smellnu, en stundum lika harla ósmellnu, háði um eitt og ann- að i islensku lífi nú. Fyrir bragðið er ])að, að „revy“-brotið eftir J)ýð- andann og leikrit Arnolds og Bachs, sem })ýðandinn sýnist hafa afrækt nokkuð „revyunni“ i vil, flækist stöðugt hvað fyrir öðru, og alt verð- ur full sundurlaust og grautarlegt. Þetta spillir vafalaust nokkuð. Þó að margt })að, sem hér dróst inn i, mætti, að hyggju })ess, sem J)ettá ritar, fá á baukinn, fanst manni ])ó i mörgu ketina frekar nepurðar en gáska. Það voru mörg andlitin í leikhúsinu, sem brostu að sumu, en óvist er, hvað þau bros hafi rist djúpt, eða hvað undir J)vi hafi búið, ])ví að sumir voru ])arna staddir, er stærstu hnúturnar áttu. Það er álitamál, hvort leikfélagið eigi að vera að Jtessu, enda þótt „revyur“ séu harla góðar, ef vel er til vand- að; í J)eim efrium erum við að visu ekkr góðu vanir. Skal nú útrætt unt Jtetta, en J)ví bætt við, að i heild sinni er Jæssi samsetningur bráð- skemtilegur, og hægt að fá sér hressandi hlátur J)ar yfir rnörgu, enda drundi við og við i húsinu af sköllunum. Frammistaða leiðbeinanda og leikara var hins vegar lýtalaus og ágæt. Það auðkendi J)etta leikrit sarna sem öll leikrit, er Indriði Waage gengur frá,' að allir leika ])ar vel, en hvergi bregður fyrir lé- legri frammistöðu. Það er hvort- tveggja, að Indriði virðist vera frá- l)ærlega naskur á að finna getu- mennina og sjá hvers ])eir megna, svo og hitt, a'ð leiðbeiningahæfileik- ar hans eru mjög miklir, og meiri en við eigum hér að venjast. Hef- ir })etta ])ó sjaldan, að eg man, kom- ið betur fram en hér. Þessi meðferð Jæssa leiks hefði verið boðleg i hverju góðu leikhúsi og hvar, sem væri. Aðalhlutverkin voru i höndum Haralds A. Sigurðssonar og Brynj- ólfs Jóhannessonar. Haraldur fór með sitt hlutverk með þessari lipru og léttu kýmni, sem honum er lag- in, en annars er ekki algeng hjá íslendingum, enda veltust menn um af hlátri yfir leik hans. Hann er vafalaust besti kýmnileikari lands- ins, að öðrum ólöstuðum. Brynjólf- ur fór og ágætelga með sitt hlut- verk, en má J)ó muna tímana tvo í því nú, og í „Karlinn í kassanutn“, því að nú er hlutverkið svo gengið i sjálft sig, að það er erfitt fyirr hann að koma sér við í því, J)rát't fyrir ágæta viðleitni. Báðum J)ess- um leikurum hefði verið betur gert að gcfa J)eim færi á að ska]>a nýja menn í nýjum hlutverkum, heldur en að láta þá endurtakajtarnasjálfasig. „Non bis idem“ stóð í skjaldar- merki Bajaralands hins forna, — ekki tvisvar sarna. Alfred Aridrés- son lék „revy“-höfundinn af hreinni snild. Framsögn, hreyfingar og alt hans athæfi var svo, sem írekast varð á kosið, og er hann vafalaust, ef rétt er á haldi'ð, efni í ágætan leikara. Indriði Waage lék gamlan, skringilegan skrifstofuþjón einstak- lega skemtiiega, og Valur Gíslason lék sama fimtardómarann, sem hann lék í „Karlinn i kassanum", og gerði ])að með sama góða handbragði og þá. Haraldur Björnsson lék banka- stjóra, sem ekki er við eina fjöl feldur, og gerði það ágætlega, en Gestur Pálsson lék togaraútgerðar- stjóra, sem heldur ekki er allur })ar, sem hann er séður, og fór vel úr hendi. Af kvenþjóðinni ber fyrst að minnast frú Mörthu Kalman, sem lék hárgreiðslukonu, sent tal- aði annaðhvort dönsku eða íslensku, hvort heldur var, er ekki ljóst. Leik- hæfi frúarinnar er fádæma frjó- samt, og blátt áfrarn Shakespeare- blær yfir gáska hennar. Ungfrú Arndís lék heldur en ekki dúðáða sveitastelpu með hnitmiðuðum hætti og útreikningurinn var viss hjá henni, — hann er það altaf. Ung- frú Þóra Borg og frú Magnea Sig- urðsson gerðu sínum hlutverkum góð skil. Þa'ð er hver maðúr ósvikinn aí að sjá ])etta leikrit. En það verður eindregið að ráða leikfélaginu til þess að fara varlega í það, að láta vinda leikritum mjög við i þýðing- unni. Eigi það vel að fara, þarf að leggja i ])að mikla vinnu, meira en sýnist hafa verið gert hér. En það er síst fyrir að synja, áð þýð- andinn gæti sjálfur búið til gamau- leik, hann er áð minsta kosti fjöl- hæfur maður. G. J. Frð Veslur-íslenflinaum. —o— FB. 23. mars. Þorbjörn Bjamason (Þorska- bítur), vestur-íslenska skáldið, lést að heimili sínu, Pembina, Nortli Dakota, þ. 7. febrúar. Atliugavept. Fræðigreinar í blöðum og ritum eru því að eins til gagns, að rétt sé með farið. Gildir þetta einnig um smámuni. Oft hefi eg rekið mig á það, sérstaklega nú á síðari tímum, að hroðvirknislega er frá slik- um greinum gengið. — Fólk, sem auðsjáanlega hefir fengið þá undirstöðumentun, sem lýð- skólar veita, Jieldur, að það hafi mcð þvi orðið alviturt og vill, án frekari aðgerða, fara að fræða aðra. — Eg tek til dæmis grein úr vikuhlaði einu. I því er grein, sem lieitir: „Hvað varð af þeim“. Er þar, í ýmsum smá- munum farið með skakt mál. Vil eg telja upp það, sem eg í fljótu bragði, rakst á i þessari stuttu grein, sem rangt er. — í kaflanum um Kitehener lá- varð cr sagt, að „uppreisnar- menn liafi drepið Gordon hers- hörðingja þegar Kitchener náði borghini Khartum. Heldur höf. auðsjáanlega að Ivitchener hafi að eins komið nokkurum dög- um of seint, til þess að bjarga Gordon. En sannleikurinn er sá, að Gordon var drepinn 1885, en Kitcliener braut á bak aftur veldi „Mahdistanna" árið 1898 eða 13 árum síðar! Þess ber og að geta, að vafasamt er, að beri að nefna „Mahdistana" „upp- reistarmenn“. — Sagt er, að þegar Kitchener fórst með beitiskipinu Hamps- liire, að engar sögur fari af því skipi; þetta er rangt. Nokkurir menn komust af og vissu þeir, auðvilað, að skipið rakst á tundurdufl eða var skotið í kaf af þýskum kafbát, svo sem Þjóðverjar nú segja að verið liafi. Vissu þeir og, að Kitche- ner fór í bát, er sldpið var að sökkva, en sá Mtur hefir farist, þvi rok var og stórsjór. -— Sagt er, að Nungesser og Coh hafi verið með þeim fyrstu „eða allra fyrstu“, sem tilraun gerðu til þess að fljúga yfir Atlantshaf. — Þetta er rangt. — Alcock og Brown flugu yfir liafið frá Newfoundland til Ev- rópu mörgum árum áður en áðumefndir menn reyndu að komast það. — Hawker liafði þar áður reynt að fljúga yfir liafið og k'omsl all-langt áleið- is. — Þótt litið sé, er það einnig rangt, að bensíngeymir úr „Lat- liam“ hafi rekið við Noreg. Það er óvíst að svo hafi verið, en aftur á móti fann skip annað flotholtið undan vélinni á reki í hafi. — Eg Iiefi ekki tekið fyrir þessa smágrein af þvi, að hún sé lak- ari en fjölda margar aðrar. Ónákvæmni og hroðvirkni virð- ast oft fvlgifiskar nútima menn- ingarinnar. Er ilt að svo skuli vera. —- t FrændL gp*sr>o<==»oo<s»o<s>iA | Bæjarfréttir «x=>o OOOi I.O.O.F. 1 = 1143248 /z == I. 9. Dánarfregn. Ólöf Sigurðardóttir, skáld- kona frá Hlöðum, andaðist á Elliheimilinu Grund kl. 4 í gær. Hafði hún átt við langvinna vanheilsu að stríða. Veðrið í morjjun. Hiti um land alt. I Reykjavík 3 st„ Isafirði 2, Akureyri 4, Seyðis- firði 5. Vestm.eyjum 6, Stykkis- hólmi 2, Blönduósi 4, Raufarhöfn 3, Hólunt í Hornafir'ði 6, Grímsey 4, Grindavík 5, Færeyjum 8, Juli- anehaab — 6, Jan Mayen — 1, Hjaltlandi 6. Tynemouth 4 st. (Skeyti vantar frá Angmagsalik). Mestur hiti hér i gær 8 st., minst- uf 2. Úrkoma 1,7 mm. Sólskin í gær 3,3 stundir. — Yfirlit: Víð- áttumikil, en kyrstæð lægð fyrir suðvestan Island. —Horfur: Suð- vesturland og Faxaflói: Vaxandi suðaustan kaldi í dag, en allhvast með nóttunni og rigning. Breiða- fjörður og Vestfirðir: Sunnan og suðaustan kaldi. Úrkomulítið. Norð- urland, norðausturland og Austfirð- ir: Hægviðri. Úrkomulaust. Suð- austurland: Sunnan og suðaustan kaldi. Smáskúrir. Bifreiðarslys varð kl. yy2 í morgun, á gatna- mótunum við skrautgripaverslun A. B. Björnssonar. Var hált mjög á götunni og rann bifreiðin til og á dyrnar. Varð maður nokkur, sem þarna var á gangi, fyrir bifreiðinni og mciddist nokkuð. Var hann flutt- ur á Landspítalann. Hann heitir Sveinn Mósesson og á heima á Hverfisgötu 64. — Dyraumbúnað- urinn í verslun A. B. B. laskaðist eitthvað, og annar sýningarglugg- inn brotnaði. Nokkrar skemdir urðu á vörum þeim; sem í glugganum voru. Eldhúsumræður. Framhald 1. umræðu fjárlaga i neðri deild hefst kl. 9 í kveld. Umræðunum verður útvarpað, Nemendahljómlcikur Tónlistarskólans, er haldinn verð- ur i Gamla Bíó næsta sunnudag, mUn að mörgu leyti verða athyglis- verður. Slíkir hljómleikar eru altaf skeintilegir, en lítið er um þá hér. sem við er að búast. Þótt gaman sé að heyra til þeirra, er lokið hafa námi og eru að taka sér sæti meðal þroskaðra listamanna, þá er hitt í ýmsuin atriðum ekki síður, að hlusta á þá, sem eru enn við nám og geta sér til hvað búa muni í hverjum 'einstökum nemanda, eftir }>eim sér- einkennum, sem þegar eru farin að koma í Ijós. Og samanburðurinn verður einriig gleggri, þegar fleiri en einn leika á sama hljómleiknum, enda þótt ekki séu allir jafn langt á veg komnir. — Að loknu næsta skólaári geta fyrstu nemendurnir tekið burtfararpróf við Tónlistar- skólann. Kemur þá í ljós þýðing skólans fyrir tónlistarlíf okkar, og þá nemendur, sem verða að búa að þeirri kenslu, er fæst hér heima, og stunda námið jafnframt daglegum störfum og öðrutn hindrunum. Eft- ir hljómleikinn á sunnudaginn, munu áheyrendur geta gert sér gleggri hugmynd en áður urn það, hvers megi vænta af þessari starf- semi í framtíðinni. B. „Þegar dauðir rísa upp“. Alþýðublaðið hæðist mjög áber- andi að erindi Sig. Einarssonar með þessu nafni. Blaðið segir: „Var það svar til Guðm. FYiðjónsonar. Er- indið var með afbrigðum skörulegt og vel samið, og þykjast menn varla hafa heyrt jafn skarpa og glögga gagnrýni bæði á manninum sjálf- um, persónuleik hans og einkenn- um, ritum hans og félagslegri af- stöðu.“ Sigurður sagði það, sem allir vissu, að „Ekkjan við ána“ væri gott kvæði, og „Gamla heyið“ væri góð saga. Að öðru leyti var fyrirlestur hans ekkert annað en strákslegt níð um G. F., fyrst og fremst manninn, og urn verk hans að svo nriklu leyti sem hann glefs- aði í þau. Viðhafði hann eftirherm- ur og önnur óknytta-brögð siðlauss manns, en rökfærslur allar voru teknar af sömu hillu og dómar S. E. um tímaritið „Jörðu", sem er frægasta ritverk hans, bæði í ljóð- um og óbundnu máli. Það er því ekki undarlegt, að söfnuður sira Sigurðar óski að heyra þessa pré- dikun hans á ný. Hitt er eftir að vita, hvort ])etta verður „banabiti" Guðmundar, eins og Alþýðublaðið giskar á í háði sínu. J. Es. Gullfoss fór áleiðis vestur og norður í gærkveldi með fjölda far])ega. Leikhúsið. Hinn sprenghlægilegi skop- leikur: „Karlinn í kreppunni“, sem Leikfélagið er nú nýlega byrjað að sýna, var leikinn í gærkveldi við mjög mikla að- sókn. Áhorfendur veltust um af hlátri, og má óhætt fullyrða, að aldrei liafi verið hlegið meira í leikhúsinu, heldur en að þess- um nýja leik. — Næst verður leikið á stmnudaginn. L.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.