Vísir - 02.05.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 02.05.1933, Blaðsíða 2
V I S I R lfelNlHinHmgOisiSM?H Opal, Opalcol kaldir litir eru fallegir og tærir; sem lilir náttúrunnar. — Þola sól'skin og þvott, án þess að upplitast. Opai, Opalcol litir eru einu litirnir, sem fullnægja alger- lega kröfum tískunnar og þeirra vandlátu. ___ Kaupið því OPAL og OPACOL liti, ef þér * viljið vera viss um, ■f< j. að fá það besta. Simi i-2-3-4. Sildapnætup og nótastykki úvegum við frá Johan Hansens Sönner. Fagerheims Fabriker. BERGEN. Viðurkendar vörur frá yiðurkendri verksmiðju. Verð hvergi lægra, hagkvæmir greiðslusldlmálar. Talið við okkur nú þegar. Öllum fvrirspurnum svarað sam- stundis. Þópöup Sveinsson & Co. Símskeyt! London, 1. maí. United Press. - FB. 1. maí í stórborgnm álfunnar. Verkamenn söfnuðust saman í Hyde Park í dag, til þess að bera fram kröfur sínar. Fór kröfuganga þeirra og fundahöld friðsamlega fram, bæði þar og annars staðar, þar sem til hefir spurst á Bretlandseyjum. Berlin, 1. mai. United Press. - FB. í fyrsta skifti á fimm árum var 1. maí hátíðlegur haldinn af verkalýðnum, án þess að/ til nokkurra óspekta kæmi. Búist er við, að ein miljón manna hafi hlustað á ræðu þá, sem Hitler héít i Tempelhof. Vínarborg, 1. maí. United Press. - FB. Herlið vel vopnum búið kom í veg fyrir mikla kröfugöngu, sem lialda átti hér i horg. Eitt hundrað og fimtíu menn voru handteknir. . Madrid, 1. maí. United Press. - FB. 1. mai var hátíðlegur haldinn með fjölmennum kröfugöngum og fundaliöldum um gervrallan Spán. í Madrid dreifði lögregl- an kröfugöngu kommúnista. — Beitti liún skotvopnum. Einn lögreglumaður og einn kröfu- göngumanna særðust. Utan af landi. --o-- Akureyri, 1. maí. FB. Útsvör Akureyrarkaupstaðar eru nú 230,000 kr. eða 20,000 kr. meiri en í fyrra. Hæstu gjaldendur: Kaupfélag Eyfirð- inga 30,000. Dánarbú Ragnars Ólafssonar 13,500. Baldvin Ryel 7000. Verslunin París 6500. Gefjun 6500. Ingvar Guð- jónsson 6000. Oliuverslun ís- lands 4500. Shell 4500. Smjör- líkisgerð Alíureyrar 4000. O. C. Thorarensen lyfsali 3600. Krist- ján Árnason 2600, I Biynjólfs- son & Kvaran 2400. Jakob Karlsson' 2200. Kristján Jóns- , son bakari 2000. Hvannbergs- bræður 1900. Axel Kristjáns- son, Kaupfélag verkamanna og Höepfner 1700 kr. Á fundi úlvarpsnotendafé- lags Akureyrar í gær var sam- þykt í einu hljóði svo feld til- laga: „Fundur útvarpsnotenda á Akureyri Iýsir megnri óánægju sinni yfir hlutdrægni í frétta- hurði útvarpsins, einkum upp á síðkastið af hendi Sigurðar Einarssonar fréttaritara. Telur fundurinn með öllu óviðunandi slikan fréttaflutníng og skorar á kenslumálaráðherra og út- varpsráð að ráða bót á þessu og tryggja lilustendum hlut- lausa frásögn erlendra athurða sem innlendra. Kommúnistar hiifðu hér kröfugöngu undir rauðum fána og kröfumerkjum í dag i tilefni af alþjóða haráttudegi verkalýðsins. Þvi næst var samkoma haldín með upplestri og söng í samkomuhúsi bæjar- ins. Alt með kyrð og spekt, en þátttaka óvenju lítil. Stúlka fanst örend í flæðar- málinu fram undan sýslu- mannsbústaðnum snemma i morgun. Hún hét Helga Jónsdóttir og var hárgreiðslu- nemi, 17 ára gömul. Rannsókn stendur yfir. Frá Alþingi í gær. —o— Efri deild. Þar voru 6 mál á dagskrá. 1. Frv. til 1. um hafnargerð á Húsavík var afgreill sem lög. 2. Frvr. til 1. um vinslu, verk- un og mat meðalalýsis var af- greitt aftur til neðri deildar. 3. Frv. til 1. um breyt. á 1. um sýsluvegasjóði var sömuleiðis afgreitt aftur til neðri deildar. 4. Frv. til I. um breyt. á 1. um nokkurar breytingar til bráða- birgða á hegningarlöggjöfinni og viðauka við hana. Málinu var umræðulaust visað til 2. umr. og allshn. 5. Frv. til laga um eignar- námsheimild á landi við Skerjafjörð var einnig afgr. til 2. umr. og allshn. 6. Frv. til 1. um innflutning á kjarnfóðri, 2. umr., var tekið út af dagskrá skv. ósk landbúnað- arnefndar, til þess að hún gæti fengið tækifæri til þess að at- liuga það nánara. Neðri deild. Þar voru 8 mál á dagskrá. 1. Frv. til 1. um breyt. á 1. um breyt. á 1. gr. tolllaga. (Atkv- gr.). Brlt. þær sem fram höfðu komið voru allar feldar og frv. samþ. óbreydt með 18 : 3 atkv. og afgr. til cfri deildar. 2. Frv. til 1. um stjórn vita- mála og vitabyggingar var tek- ið út af dagskrá. Sömuleiðis var 3. Frv. til 1. um alþýðuskóla á Eiðum tekið út af dagskrá. 4. Frv. til 1. um læknishéraða- sjóði. Stgr. Steinþ. kvað nefnd- ina hafa orðið sammála um að leggja til að frv. yrði samþ. með þeirri hreyt., að fella niður úr þvi ákvæðið um launaupp- bót yfirsetukvenna i einstökum héruðum. Flm. frv. (Vilm. Jónsson) félst á það að nokkuru leyti og har fram skrifl. till. þess efnis að orðin „til uppbótar á launum yfirsetukvenna“ skyldi feld burt Dómsmálaráðli. sagði ,að ef frv. þelta yrði samþ. mætti bú- asl við samskonar kröfum frá öðrum embættum og kvaðst því ckki kunna við þessa aðferð. Atkvæðagreiðslu um málið var freslað. 5. Frv. til 1. um breyt. á 1. um útsvör var umræðulausl af- greitt til 2. umr. og allsherjar- nefndar. Frv. til 1. um bráðahirgðabr. nokkurra laga var sömul. afgr. til 2. umr. og fjárhagsnefndar. 7. Frv. til 1. um brejd. á 1. frá 1930 (Áfengislög) 1. umr. var umræðulaust að kalla afgr. til 2. umr. og allshn. 8. Frv. til 1. um bráðabirgða- verðtoll var eftir nokkurar um- ræður samþ. með litlum breyt- og visað til 3. umr. Dagrenning. —o— Bréfkaflar úr Múlaþingi. —o— I. .... „Sunnudagsmorguninn var bjart veður og gott og fór- um við þá öll i liinn ráðgerða leiðangur. Og nú var farið þvert yfir fljótið (== Lagarfljól), svo sem leið lá. Þegar að fljótinu kom, stigu allir af haki og teymdi hver sinn fararskjóta. Fór einn kuqnugasti maðurinn fyrir og pjakkaði i i|inn við hverf fótmál með Jieljarmikl- um hroddstaf, en þá hver af öðrum og varð þetla heljarmik- il lialarófa. Fór alt vel og reynd- ist isinn traustur, nema helst austanmegin og þó sæmilegur þar líka. Nokkurum sinnum var fljótið farið á ísi eftir þetla, m. a. með stór viðarlilöss, en svo gerði asaliláku og tók þá allan is af fljótinu hér um slóð- ir og langar leiðir út eftir. Síð- an hefir orðið að fara það á ferju, og nú eru árnar inn frá orðnar ófærar líka. Mánudaginn (þann 20.) var eg við jarðarför og var ]>á skirt um leið. Þótti mér sú jarðar- för taka nokkuð langan tíma, því myrkur var dottið á, þeg- ar likfylgdin kom á kirkju- staðinn. Skömmu siðar var eg með mörgum öðrum staddur á fundi ungmennaféíagsins hér i sveit- inni. Það er bráðlifandi félag og á samkomuhús út af fyrir sig. Eflir fund átti að vera ein- hver gleði á ferðum og ýtli það undir mig og marga aðra, að koma þarna. — En einkanlega langaði okkur þó til að vera þarna nærstödd, sakir þess, að kvisasl hafði, a.6 á undan fundi ungmennafélagsins ætti að liahla annan fund, pplitískan, til þess að stofna svo nefnt Framsóknarfélag. Langaði okk- ur til að kynnast þessu nokk- uru nánara. Okkur var kunnugt um, að Jónasar-menn hér höfðu verið talsvert á stjái og fengist við jafnvel óvenju þrálátar hvísl- ingar nokkurn tima undanfar- inn. Hafði þetta verið svo hér í sveitinni og eins í næstu sveit- um. En alt hafði farið með mikilh leynd. Trúnaðarmenn úr „insta hringnum" liöfðu trítlað milh manna, brugðið þeim á eintal, leitt þá með sér í hey- garða eða peningshús og skraf- að þar í hljóði stundunum sam- an. Átti þetta alt að fara með hinni mestu leynd. En reynslan er sú, liér sem annars staðar, að til eru menn, sem illa geyma leyndarmálin. Kom því bráð- lega nokkur leki að sumum þeim, sem að liafði verið hvísl- að, og fvrir því siuðust leynd- | armálin út smám saman. Því er enn svo liáttað hér um slóðir, að til er eitthvcrt slang- ur af sauðtryggum Jónasar- mönnum. Lítur og út fyrir, að mikið verk hafi verið í það lagt að sunnan, að ekki kæmi á landsfund framsóknarmanna i Reykjavík aðrir en hreinrækt- aðir Jónasar-sinnar. Hafði sauð- spökustii mönnunum hér verið skrifað að sunnan, að stofna skyldi Framsóknarfélag i hverri j sveit með ]>eim mönnum ein- um, er játuðust undir trú Jón- asar skilyrðislaust og hopuðu ekki frá henni á hverju sem gengi. Framsóknarmönnum hér um slóðir mun nú alment vcra far- ið að skiljast það, áð ekki sé efnilegt né heillavænlegt til lengdar, að berjasl eingöngu fyrir hagsmunum og valda- hraski eins einasta manns. Þess vegna hafa þeir tekið dauflega bréfum að sunnan, sem dreift hefir verið hér meðal manna. Þau hafa nefnilega nær ein- göngu hljóðað um ágæti Jónas- ar og nauðsyn þess, að liann fari með æðstu völd i landinu. Með hréfum þessum hefir kom- ið heilmikið af allskonar les- máli öðru. Hefir það aðallega verið viðbjóðslegt lof um stefnu Jónasar og dulbúið níð um helstu menn Framsóknarflokks- ins og samsteypustjórnina. Framsóknarmenn liér um slóðir eru nú teknir að átta sig. ) Eins og dagrenningin sé nú aö i koina, eftir Iangt og ömurlegt svartnætti. Það er cins og fram- sóknarmenn skilji, að hér er eingöngu verið að braska fyrir Jónas, og þvi er það, að fæstir vilja koma nærri þcssum félags- stofnunum, þessum „sellum“, eins og áköfustu Jónasar-menn- irnir eru nú farnir að kalla smáf élögi n, líf varðars veitirn a r i hreppunum. — Á Völlunum hafði eitt slikt félag verið stofn- að á dögunum, ein slík „sella“. Og nú átti að nota tækifærið og stofna cina „selluna“ hér líka. Hafa forgöngumennirnir sjálfsagt búist við, að hægt >Tði að ná saman ekki allfáum sál- um, sakir ungmennafélagsfund- arins, en allir þóttust vita, að hann mundi verða fjölmennur. Eg fór með öðrum raklcitt á fundarstaðinn. Hafði ábúandinn ekkert verið látinn vita um Girðinganet margar möskvastærðir — afar ódýr. VERSL. B. H. BJARNASON. Asfaltpappinn Samson sterki, er ekki að eins sá besti, heldur einnig sá lang- ódýrasti. w VERSL. B. H. BJARNASON. „sellu“-fundinn, og ekki hafði verið sókst eftir þvi, að hann lcæmi á þessa samkomu, enda mun hann nú alveg horfinn frá allri Jónasar-trú. Eg skrapp út i fundarliúsið, þegar komið var rökkur, og leit rétt imi í gætt- ina. Þár var fátt um manninn og sátu karlarnir þar í myrkr- inu. Var þetta einna likast því, sem verið væri að segja drauga- sög'ur. Félagið mun þó hafa ver- ið stofnað að nafninu til með ellefu sálum —- fleiri fengust ekki til þess að fallast á trúar- játninguna. — Þóttust þessir ellefu all-gildir og eiga mikið undir sér, þar sem þeir sátu þarna í myrkrinu. — En er búið var að stofna „sell- una“ hófust umræður um sendi- förina á landsþingið fræga, sem haldið skyldi i Reykjavík fyrst í apríl. Þegar til kom, varð þó eklcert af þvi, að þessir ellefu gæti komið sér saman um, hver þeirra skyldi fara suður. Treysti hver og einn best sjálfum sér til þeirrar farar, og varð því ekk- ert úr því, að neinn fengi „reisu- passa“. — Síðar hefir heyrst, að sumir þessara ellefu sé gengnir af trúnni, en ekki hefi eg skil- riki fyrir þvi. —• Henda menn mikið gaman að fundi þessum, hvar sem á liann er minst. Það er af fundarlokunum að segja, að þegar ljóst var orðið, að enginn þessara ellefu treysti öðrum en sjálfum sér til „suð- urgöngunnar“, þá stakk einliver þeirra upp á því, að þeir „skyldi taka lagið“. Fékk það daufar undirtektir meðal fundarmann- aifna, en unga fólkið, sem utau gátta beið og farið var að ókyrr- ast, vegna þess, að þvi ]>ótti mvrkrafundur liinna ellef« dragast úr liófi, tók tillögunni með ósvikinni hlátur-gusu. Tók nú ungmenna-liðið til sinna ráða, hraðaði sér inn i fundarliúsið og kvcikli Ijós. — Fengu ]>á hinir ellefu ofbirtu í augun, sem von var, eftir sve langa rökkursetu. Skömmu síðar hófst ung- mennafélags-fundurinn, en aS honum loknum var gleðskapm’ ýmiskonar og síðast lcaffi- drykkja. Niðiu'l.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.