Vísir - 25.06.1933, Page 2
VlSIR
Sími: 1—2—3—4
SeiidsðlDbirgðir:
Maggi’s:
Teningar
Súpur
Kjötveig
Maggi’s vörur eru alstaðar
viðurkendar.
Hópflugið
Fylglst þlð með okkar,
þá fylgist þlð með tímannm.
sss
Húsgagnaverslun
Erlings Jónssonap,
Bankastræti 14
Baldupsgötu 30.
I 'gærkveldi voru allar líkur
taldar til, að ítölsku flugvélarnar
legði af staö í dag. Reynist þa'S
rétt geta þær komrö hingað annaö
kveld, ef veöur reynist hagstætt
og vel gengur, því aö nú er búist
viö, aö þær fljúgi alla leiö frá
Rómaborg til Londonderry fyrsta
daginn. Alt er nú tilbúiö undir
komu flugmannanna hingaö. Búist
er viö 25 flugvélum og eru á þeim
alls upp undir 100 menn. Flug-
mennirnir búa á öllum helstu gisti-
húsum borgarinnar á meöan þeir
standa hér við. Sennilegt er, aö
þeir veröi hér aöeins 2—3 dægur,
hamli ekki slæmar veöurhorfur
brottför þeirra héðan.
í simfregnum frá Orbetello 16.
júni, flughöfninni við Rómaborg,
sem lagt veröur af stað frá, er þaö
haft eftir BaJbo flugmálaráðherra,
Eins og auglýst hafði verið,
var aðalfundur Eimskipafélags-
ins haldinn í gær í Kaupþings-
salnum í liúsi félagsins.
Formaður félagsstjórnarinn-
ar, Eggert Claessen, setti-fund-
inn. — Bauð hann sérstaklega
velkomna þangað þá Emil
Nielscn, fyrverandi útgerðar-
stjóra og Ásmund P. Jóhanns-
son frá Winnipeg, fulltrúa Vest-
ur-Islendinga. — Síðan var
fundarstjóri kosinn Jóhann-
es Jóhannesson, bæjarfógeti, er
nefndi til skrifara Tómas lög-
fræðing Jónsson.
Þá gaf Eggert Claessen yfir-
lit yfir hag og rekstur félags-
ins, en Halldór Kr. Þorsteins-
son lýsti reikningum þess á
liðnu ári.
Hagur félagsins.
Tekjuafgangur 1932 var alls
kr. 345.105,49, en 1931 kr. 276.-
535,62, svo að útkoman síðast-
liðið ár hefir orðið kr. 68.569,87
betri en árið áður, en þess er
jafnframt að geta, að rikissjóðs-
styrkur var 65 þús. kr. hærri í
fyrra en 1931. Raunverulegur
munur er þvi ekki nema 3%
þús. kr. betri nú en árið áður.
Yfirleitt má og segja svo. um
reikningana þessi tvö ár, að ekki
skakki mjög miklu. Tekjur hafa
að vísu rýrnað vegna kreppunn-
ar, en jafnframt liefir tekist að
færa útgjöldin niður, og er svo
um flesta liði reikninganna —
nema kaup skipshafnar, er hef-
ir hækkað nokkuð, sem mest
aö hér sé ekki um neitt æfintýra-
feröalag aö ræöa, enda myndi ■
hann frekara hætta viÖ flugið
heldur en tefla í nokkra tvísýnu.
Ilinsvegar kveðst hann gera sér
vonir um, aö flugferöin muni
ganga mjög að óskum. Benti hann
í því sambandi á, hversu mikill og
nákvæmur undirbúningur heföi
farið fram undir flugið. Flugmenn-
irnir væri allir úrvalsmenn og vel
undir flug þetta búnir. Líklegast
telur Balbo, að flogiö veröi beint
héöan frá Reykjavík til Cart-
wright á Labrador. Hámarkshraði
vélamia, sem eru sömu tegundar
og þær, er notaðar voru í Suður-
Ameríkufluginu, en mjög endur-
bættar, er 280 kílómetrar á klst.,
en að jafnaöi er ráðgert aö íljúga
nieð 220 km. hraða.
Sjá nánara urrl hópfl. í bæjarfr.
stafar af því, að nú launar fé-
lagið bryta og aðstoðarfólk
hans, siðan félagið tók að sér
fæðissölu og veitingar.
Umræddum „brúttó-hagnaði’4
1932 var, eins og árið áður, öll-
um varið lil „afskriftar“ á bók-
uðu eignarverði skipa og hús-
cigna félagsins. Er þvi ekki að
ræða um arðgreiðslur til hlut-
hafa.
Litlar umræður urðu um
reikningana og voru þeir síðan
samþyktir i einu liljóði.
Frainkvæmdarstjóri félags-
ins ræddi um rekstur félagsins
i heild sinni og vakti aðallega
eftirtekt á þvi, að viðhaldskostn-
naður skinanna liefði lækkað til
mikilla muna hin síðuslu ár.
Þakkaði hann það eingöngu ár-
vekni E. Nielsens, sem nú
liefði sérstaklega tekið að sér
eftirlit með skipum félagsins.
Emil Nielsen ávarpaði siðan
fundarmenn i stuttri ræðu. —
Ivvaðst liann ætið hlakka til að
koma til íslands, enda væri sér
nú sem fyr vel tekið liér. Færði
hann fundinum kveðju frá
Sveini Björnssyni, sendiherra.
Hagfeld lántaka.
Menn rekur minni til þcss, að
i fyrra vildi félagið flytja vá-
tryggingar sínar úr dönskum fé-
lögum í önnur, sem buðu betri
kjör, og var það að nokkru fyr-
ir milligöngu Sjóvátryggingar-
félags Islands. Ur þessu gat þá
ekki orðið, af því að danskur
banki (,,Handelsbanken“), sem
@
SIRIUS SÚKKULAÐI
og kakaóduft er tekið fram
yfir annað, af öllum, sem
reynt liafa.
liafði lánað félaginu fé gegn
veði í skipum, neitaði að fram-
lengja iáhinu, nema válrygging
héldist óbreytl.
1 aprílmánuði í vor fór út-
gerðarstjóri, Guðmundur Vil-
hjáhnsson lrá Húsavík, til út-
landa, til þess að þukla fyrir
sér um nýtt lán i Englandi, er
orðið gæti til þess að létta af
félaginu þess háttar ihlutun.
Varð árangur þeirrar farar sá,
að honum tókst að fá lán i Lon-
don, hjá hinu góðkunna vá-
tryggingarfélagi, „Royal Ex-
change“, með 4 */> % ársvöxtum
og án affalla. Um likt leyti tóku
Danir þar lán, sem E. Class-
sen sagði að kostaði 534%. —
Með þessu láni verður nú greidd
danska skuldin að fullu. Eins
og gengi er hagað í dag, er
gengishagnaður yfir 200 þúsund
krónur. Þar við bætist vaxta-
munur, alt að 2%, þvi að danska
lánið var með 6þí>%, auk þess
sem full vissa er fyrir þvi, að
félagið sæti hér eftir betri vá-
tryggingarkjörum en áður. —
Taldist E. Claessen svo til,
að alls mundi félagið græða á
þessari lántöku 400—500 þús-
und krónur.
Bar þá B. H. Bjarnason
fram tillögu þess efnis, að um
leið og félagið færði fram-
kvæmdarsljóra þakkir fyrir að
hafa komið þessu máli i kring,
vildi fundurinn að stjórn félags-
ins greiddi honum nokkura
fjárhæð i viðurkenningarskyni
fyrir duglegan erindrekstur í
þessu máli. Framkvæmdarstjóri
taldi sig ekki liafa gert nema
skyldu sína og óskaði þess, að
lillagan væri tekin aftur. Úr því
varð ekki, en eftir ósk fram-
kvæmdarstjóra var henni stung-
ið undir stól. — Síðar var sam-
þykt trausts- og þakkartillaga
til útgerðarstjóra út af erind-
rekstri hans i máliniy
Stjórnarkosning.
Úr stjórninni gengu 1111 þrír
búsettir menn hér á landi og
einn vestan hafs. Voru þeir all-
ir endurkosnir, sem hér segir:
Af hálfu Vestur-íslendinga:
Árni Eggertsson með 7949 at-
kvæðum. Jón Bíldfcll fékk 799
atkvæði.
Hér heima fyrir kosnir:
Halldór Kr. Þorsteinsson með
15811 atkvæðum.
Hallgr. Benediktsson með
12552 atkvæðum.
Jón Asbjörnsson með 12186
atkvæðum.
Næst fengu:
Benedikt Sveinsson 4137 at-
kvæði.
Hjalti Jónsson 3429 atkvæði.
Endurskoðunarmaður var
endurkosinn Þórður Sveinsson
frá Húsavík, með 8911 atkv. og
varaendurskoðunarmaður Guð-
mundur Böðvarsson, kaupmað-
ur, í einu liljóði, eins og að und-
anförnu.
Samþykt var á fundinum, að
stjórn og endurskoðunarmenn
fengi sömu þóknun fyrir störf
sín sem að undanförnu.
Reynslan
af „samvinnumönnunum“.
—o--
Þegar framsóknarmenn tóku
við völdunum i Iandinu, af
íhaldsflokknum, var fjárhagur
rikisins i góðu lagi, afkoma
manna sæmileg og' vellíðan í
landi, en liorfurnar góðar, ef
vel og skynsamlega hefði verið
að farið. Mennirnir, sem við
tóku, framsóknarmennirnir,
sainvinnumennirnir, höfðu tal-
að þunglega um allar syndir fyr-
irrennaranna, og nú átti að sýna
livað nýir menn og flekklausir
fengi áorkað. Það þarf ekki að
rifja það upp liér, hvernig alt
fór. En ýmsir þeirra, sem drýg-
indalegast létu og voru útblásn-
ir af liroka yfir ímyndaðri mik-
ilmensku, urðu sumir að lúta.
lágl. Eitt mikilmennið innan
framsóknarflokksins varð e'nda
að lúta svo lágt, að liann þótti
ekki frambærilegur á ný í kjör-
dæmi þvi, sem liann var þing-
maður fyrir, vegna framkomu
sinnar, þótt hann af óskiljan-
legri hlífð liafi fengið að halda
embætti sínu. En margir hinna
miklu manna flokksins eru
sennilega engu betri en þessi
maður, t. d. þeir, sem bera á-
byrgð á Þórs-útgerðinni o. m.
fl. Einnig er nú rætt um, að
ólögleg álagning á áfengi hafi
átl sér stað í mörg ár. — Jón-
as Jónsson þarf ekki að nefna,
hvernig ausið var fé i fyrirtæki
og stofnanir af lians völdum án.
lagalieimildar. Og þá heldur
ekki hvernig það, sem hinir
„illu íhaldsmenn“ með gætinni
fjármálastjórn höfðu bygt upp,
var rifið niður, og hvernig öllu
var sóað. Og þegár búið var að
sleikja i botn, var farið að lána
fé, og nú er ríkið stórskuldugt,
atvinnuleysi i landi, ■ þjóðin
brynjulaus og hennar eina von,
að menn komist til valda, sem
geta húið henni þá brvnju, sem
dugir, þ. e. að fjármálum rikis-
ins verði komið í gott horf,
skattabyrðarnar smám saman
léttar og fótunum komið undir
atvinnuvegina. Já, það er ekki
fagurt um að litast í slóð sam-
vinnumanna, og skal þó við það
kannast, að margir þeirra hafa
viljað og' vilja vel. Undir for-
ystu Jónasar Jónssonar hafði
verið fari'ð svo geyst og harka-,
lega, að enginn hinna gætnari
manna flokksins fékk nokkru
að ráða. Jónas Jónsson réði för
samvinnumanna, á meðan
liann, Trygg\i Þórhallsson og
Einar Ámason voru við völd.
Og því Iengur sem þeir sátu við
völd, þvi meiri varð spillmgin,
ofsóknirnar, ej'ðslan og skuld-
irnar. Loks varð að taka ráðin
af hinum „vitru og framsýnu“
samvinnumönnum, sem þrátt
fyrir góðæri framan af, komm
öllu i kol, og gátu að eins gaa-
að áfram í vitleysu, á meðan
peningarnir streymdu inn, e»
gáfust upp, þegar erfiðleikarn-
ir fóru að gera vart við sig. Nú
urðu hinir gætnari menn með-
al þeirra, sem engu höfðu feng- *
ið að ráða, að taka við og þrifa
til, með lilstyrk sjálfstæðis-
manna, en liafa aldrei gengið
að þessum störfum með því
hugarfari og þeim dugnaði, sem
með þarf, og mun þar koma til
greina, að djörfung skorti frek-
ara en að þeir sjái ekki hver
þörf er á, að sumstaðar sé bet-
ur hreinsað til, en gert hefir
verið, eins og er einlægur vilji
sj álf stæðismanna.
Nú gefst þjóðinni bráðúin
tækifæri til þess, að fá hreins-
að til, svo að dugi. Það er sýnt
orðið, að það verður aldrei tek-
ið þeim tökum á málunum, sem
þarf, fyrr en sjálfstæðismenn fá
hreinan meiri hluta, og verða
einráðir á þingi. Þjóðin liefir
nú fengið að súpa seyðið af
ráðsmensku framsóknarmanna
á undanförnum árum. Hafa
þeir stjórnað þannig, að ástæða
Eimskipafélag Islands.
Aðalfundur í gær.