Vísir - 25.06.1933, Page 4
Gúmmístimplar
eru búnir til í
Félagsprentsmiðjunni.
Vandaðir og ódýrir.
633 (1932). 1. nóvember 48, 90,
623, 731 (1932). Nokkurir fleiri
menn liafa verið skráðir, en er
hér slept, vegna þess að þeir
höfðu vinnu talningardaginn,
en höfðu verið atvinnulausir á
öðrum tímum. Skýrslan ber
vott um mjög vaxandi atvinnu-
leysi hér í bænum síðustu 2—3
árin. Meðal atvinnuleysingja
eru mjög fáar konur,- Við sið-
ustu talningu var engin skráð,
en að eins 3 i febrúar, 2 í nóv-
ember og 4 í ágúst. Eftir at-
vinnustétt skiftust atvinnuleys-
ingjar þannig 1. maí: 252 verka-
menn (eyrarvinnumenn o. þ.
h.), 5 sjómenn og 11 iðnlærðir
menn. Flestir atvinnuleysingjar
eru í einhverju verklýðsfélagi.
I. febrúar voru 513 eða 82%
meðlimir í einhverju verka-
lyðsfélagi, en 1. maí 249 eða
d0%. — Eftir lijúskaparstétt og
ómagafjölda var skiftingin
þannig 1. maí: — Ógiftir 59,
kvæntir 193, áður kvæntir
16. Samtals 268. Þar af ómaga-
menn 174. Ómagafjöldi 470. í
maí voru 65% ómagamenn og
konm 2,7 ómagar að meðaltali
á hvern.
(ÚrHagt.).
Áheit á Barnaheimilið Vorblómið
(Happakrossinn) afhent Vísi:
kr. 3,00 frá Helgn.
Útvarpið.
10,00 Messa i dómkirkjunni.
II, 15 Veðurfregnir.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.30 Vcðurfregnir.
19,40 Barnatími. (Síra Frið-
rik Hallgrímsson).
20,00 Klukkusláttur.
Grammófónsöngur.
Hans Hermann: Altc
Landsknechte. Cai-1
Loewe: Prinz Eugen;
Fridericus Rex. (Her-
mann Schey).
20,00 Ivlukkusláttur.
20,20 Erindi: Trúarlíf íslend-
inga III (Guðm. Finn-
bogason).
21,00 Frétlir.
21.30 Grammófóntónleikar:
Brahms: Fiðlu-konsert i
D-dúr (Joseph Szigeti og
Hallé orkestrið, Sir
Hamilton Harty.
Danslög til kl. 24.
Lofkvæði tll Esjnnnar.
Þú fjallanna feguröardrotning!
Eg finn að þú verðskuldar
lotning,
svo tignarleg tindinn þinn háa
]>ú teygir mót himninum bláa.
Með kórónu af norðljósalogum,
með litvarp frá sólskúrahogum,
þá röðullinn sígur að sænum,
hann sveipar þig kveldroða-
blænum.
Og glitrandi geirum, er prýða
þinn grænbrydda möttulinn síða,
og kuflinum hvíta þú klæðist,
er kuldinn með vetrinum slæðist.
Þér lætur að skauta með skýjum
og skifta á þeim gömlu með
nýjum,
sem einvörður aldinn og tryggur
hann Ægir við fætur þér liggur.
H.ann kyssir og þvær þína fætur,
svo þolríkur daga og nætur,
og myrid þína á brjóst sér hann
breiöir,
er blækyrðin öldurnar deyðir. .
. ’ . þ (
Er dagkongur dimmuna hrekur.
og dásemd með birtunni vekur,
hann sendir þér sólgeislakögur
er sýnir best hvað þú ert fögur.
G. bóki, 8i árs.
Erleodar fréttir.
Tallin (Reval) i júní.
United Press. - FB.
Eistlendingar og viðskiftamálin.
Eistland á við mikla viðskifta-
erfiðleika að stríða eins og hin
smáríkin við Eystrasalt. Ibúatal-
an i landinu er i.ioo.ooo, þar af
stunda 6o af hundraði landbúnað.
Land'bún að ar m ál i n munu mjög
marka stefnu fulltrúa Eistlands á
viðskiftamálaráðstefnunni. Eins
og fulltrúar hinna smáríkjanna
]>ar austur frá mun þeir berjast
fyrir almennri tollalækkun. Eist-
land á við mikla örðugleika að
stríða vegna heimskreppunnar.
Fyrsta sprettinn eftir heimsstyrj-
öldina var um velgengnistímabil
að ræða, en brátt fór að hraka.
I.andinu hefir verið líkt við dverg
með feiknastórt höfuð. Hafnar-
borgir eru margar í landinu og
hin stærsta þeirra, Tallin (áður
Reval), var áður fyrri ein af helstu
hafnarborgum Rússaveldis og
flotahöfn. Nú á dögum getur borg-
in eigi talist mikilvæg, að því er
alþjóðaviðskifti snertir. Bæði
Eistlendingar og Lettlendingar
VlSIR
I
KHHHM
Kaupmenn
Léa &. Perrins og Airdale fisksósur höfum við
fyrirliggjandi og seljum meö mjög lágu verði. —
Báðar þessar tegundir eru þektar um gervallan heim
f\ rir gæði.
H. BENEDIKTSSON & CO.
Sími 1228 (4 línur).
gerðu sér vonir um, að Rússar
myndi nota hafnir þeirra áfram,
en þær vonir hafa ekki ræst. I
iunanlandsborgum Eistlands, svo
tem Dorpat, Fellin, Walk-Werro
og Hungerberg, hafa viðskifti ver-
iö í dauðadái frá ]>ví kreppan fór
að gera vart við sig, aö Ioknu
hinu skamma velgengnistímabili,
sem um var getið hér að íraman.
Þrátt fyrir alt þetta má það furðu-
legt kallast hversu Eistlendingum
hefir tekist að halda viðskifta-
jafnvægi nokkurn veginn, með
ýmiskonar ráðstöfunum, með alls-
konar viöskiftahömlum og gjald-
eyristakmörkunum. Arið 1930 nam
innflutningurinn 98.370.000 kr., en
útflutningurinn 96.433.000, 1931
var innflutt fyrir 61.224.000 kr.,
én útflutt fyrir 71.073.Ó00 og 1932
innflutt fyrir 36.860.000 kr. og út-
flutt fyrir 42.571.000 kr. — Bretar
iiafa alt af veriö bestu viðskifta-
vinir Eistlendingar, þá Þjóðverj-
ar; sem hafa keypt mikið af smjöri,
eggjum, fleski og kartöflum frá
Eistlandi.
Árið 1930 íluttu Eistlendingar
inn frá Bretlandi fyrir 8,467.000
kr., en seldu þeim fyrir 31.154.-
000 kr. 1931 keyptu þeir af þeim
fyrir 4.710.000 kr., en seldu þeim
fyrir 25.990.000 kr. og 1932 seldu
]>eir þeim fyrir 15.628.000 kr., en
keyptu, af þeim fyrir 4.961.000 kr.
Hinsvegar hefir verið meira jafn-
vægi í viöskiftum Eistlendinga og
Þjóðverja. 1930 seldu Eistlend-
ingar þeim afurðir fyrir 20.016.-
000, 1931 fyrir 17.261.000 og 1932
fyrir 11.141.000 kr., en i93okeyptu
þeir af þeim fyrir 27.870.000,
1931 fyrir 18.340.000 og 1932 fyrir
11.799.000 kr. (í fréttábréfi þessu
er vitanlega allstaðar miðað við
eistlenskar krónur).
Tölur þessar sýna hve mikið
Eistlendingar eiga undir því, að
geta selt Þjóðverjum og Bretum
afurðir sínar. ISnaðurinn í Eist-
landi er enn á lágu stigi og þurfa
Eistlendingar því að flytja inn
mikið af iSnaðarvörum.
FramköIIun.
Kopíering.
Stækkanir.
Lægst verð.
Sportyöruhús Reykjavíkur.
Það er létt og fljótlegt að
gera skófatnaðinn spegilgljá-
andi með skóáburðiniun í þess-
um umbúðum.
Biðjið ávalt um Fjallkonu-
skósvertuna frá
H.f. Efnagerð Reykjavíkur
Best að auglýsa í Vísi.
^"tapað-fundið |
Laxveiðihjól (apaðist við eða
á leið frá Elliðaánum á þriðju-
dagskveldið. Fundarlaun. Sími
3948 eða 3635. (583
Stigstúkufundur i kveld kl. 8V~>-
Stórteniplar hefur máls um
stórstúkumál. (627
Húsnæðisskrifstofa Reykja-
víkur, Aðalstræti 8, Húsnæði.
Atvinnuráðningar karlmanna.
Fasteignasala. Opið kl. 10—12
og 1—4. Sími 2845. (504
Forslofustofa til leigu ódýrt,
fyrir 1 eða 2. Nýlendugötu 15 B,
miðhæð. (610
Upphituð herbergi fást fyrir
ferðamenn, ódýrast á Hverfis-
götu'32. (1153
Abyggilegur maður, er hefir
lasta atvinnu, óskar eftir íbúð,
3 herb. og eldhús. Fyrirfram-
greiðsla ef óskað er. Geta kom-
ið til mála kaup á litlu liúsi. —
Tilboð, merkt: „X“, leggist inn
á afgr. Vísis lyrir 27. þ. m.
(572
| VINNA
Duglegur maður getur nú
þegar fengið fasta vinnu við
bóksölu. Lysthafendur sendi
nafn sitl til afgreiðslu Vísis,
merkl: „Sölumaður“. (632
Snið og máta, sauma dragtir
og kjóla. — Skólavörðuslíg 19,
efsta lofti. (629
2 kaupakonur óskast austur
í Arnessýslu. Uppl. á Laugaveg
51 í dag og á morgun. (628
Sauma allskonar kápur, kjóla
og barnaföt. Lágt verð. Uppl. í
sima 2345. (626
Hreinsa og geri við eldfærí
og miðstöðvar. Sími 3183. (625
Vantar stúlku. Uppl. í síma
1843 eða á Lambhól eftir kl. 6.
(602
Kaupakonu vantar á gott
heimili i Reykholtsdal. — UppL
á Beykisvinnusfofunni, Vesturg.
6. Sími 2447. (607
I™11" KAUPSKAPUR ?■
Edison-gxammófónn, með á
annað hundrað plötum, til sölu.
Grettisgötu 1, uppi. (631
Grammófónn til sölu (fylgja
28 plötur) á 100 kr. Hallveigar-
stíg 10. (630
Ný, stór skekta, til sölu. Uppl.
á Ránargötu 33. (624
Spennur og káputölur. Allir
litir, nýkomið. — Andersen &
Lauth, Austurstræti 6. (566
Hreinlætistunnur úr járni til
að safna í ösku að húsabaki,
fást ótrúlega ódýrar. Hringið í
sima 3863. (569
FÉL A G SPRENTSMIÐJAN.
HEFNDIR.
á hann og sagði háígt og rólega: — „Þér — þér erúð
djöfull!“
„Stóry'rðin bjarga yður ekki, frú Gregory. Og þau
hjálpa ekki syni yðar,“ svaraði mandaríninn. — „Að
eins eitt gctur bjargað. —Takið eftir orðum mínum:
— að eins eitt!“ — Hann stóð nú svo nærri henni, að
andlit hans snart hennar að kalla mátti.
Frú Gregory bjrgði andlitið 1 höndum sinum og
grét eins og barn.
„Eg ætla að lofa j-ður að vera í ró og næði meðan
þér jafnið yður og takið ákvörðun yðar,“ sagði
mandarininn og gekk frá lienni að dyrunum, sem
hann hafði bent á fyrir skemstu. Hann hafði sagt,
að um þær dyr og engar aðrar lægi leið hennar út
úr þessu herbergi.
Frú Gregory var nálega viti sínu fjær af angist og
skelfingu. Nú hljóp hún frá einni hurð til annarar
og hrópaði í sífcllu: „Lofið mér að fara! — Lofið mér
að fara! — Eg bið yður, herra Wu — leyfið mér að
fara!“
Wu horfði á hana andartak -— brosandi, vingjarn-
legur, sigri hrósandi. Svo mælti hann Iiátiðlega og
lagði mikla áherslu á orðin: — Leiðin er frjáls um
þessar dyr, og hurðin ólokuð. — Allar dyr aðrar eru
liarðlæstar og verða læstar fyrst um sinn. Ef þér
takið þann kostinn, að fara þar inn, áður en eg kem
aftur, mun eg sýna yður, að eg kunni fullkomlega að
meta þann mikla lieiður, sem þér sýnið mér. — En
fari svo, að þér þveyskallist, þá mun eg bráðlega
koma til yðar og bjálpa yður — hjálpa yður til jiess,
að taka hina mikilvægu ákvörðun.“
„Níðingur!“ hrópaði frú Gregory svo hátt, að
heyrast mátti viða — meðal annárs út í garðinn. —
Níðingur! — Niðingur!“ —
„Eg fyrirgef yður, frú Gregory,“ sagði Wu einkar
rólega. — „Já — eftir á að hyggja: glugginn þarua
uppi,“ bætti hann við, er hann sá, aö hún liorfði upp
i litla gluggann, sem Ah Wong liafði bent henni á.
— „Já, glugginn sá arna — hann veit út að garðin-
um, þar sem hin trygga og trúlynda þerna yðar bið-
ur. — En húsameistarinn hefir — af einhverjum
ástæðum — sett hann óþægilega liátt uppi og auk
]>ess talið hénlugast, að láta Iiann vera mjög litinn.
------Og nú“ — hann lineigði sig djúpt fyrir fórn-
arlambi sinu — “ætla eg að lofa yður að vera í ró
og næði ofurlitla stund — bara ofurlitla stund —
munið það! — Verið þess fullvissar, kæra frú, að eg
kem bráðlega aftur.“ — Þvi næst hvarf hann út um
hinar ólokuðu dyr og lét hurðina aftur á eftir sér.
XXXVIII. KAPlTULI.
Málmbumban.
Frú Gregory sá nú hvað verða vildi. Hún sá, að
hér voru svik í tafli. — Hún h’afði verið gint hingað
og tæld með fögrum loforðum, sem nú var bersýni-
legt, að ckki vrði staðið við. Hún var lokuð inni, eins
og villidýr merkurinnar, sem gint hefir verið í búrið
og biður nú þess, að lífið verði murkað úr þvi. Hún
horfði í kring um sig óttaslegnum augum, ef vera
mætti, að einhversstaðar fyndis^ leið lil útgöngu.
Hún leitaði til dyranna, en þær voru allar harðlæstar
— allar nema þær, sem Wu hafði sagt henni, að yrði
ólokaðar fyrst um sinn. — Hana hrylti við, að koma
nálægt ]>eiin herbergisdyrum og þangað ætlaði hún
sér ekki að fara, meðan hún hefði vit og rænu. —
Hún revndi að skjóla rennihleranum til liliðar, en
þar varð engu um þokað. Hún kallaði á son sinn:
„Basil — Basil!“ Iirópaði hún hvað eftir annað. En
lienni var ljóst,að slík liróp og köll mundu elcki bera
neinn árangur. Hún revndi að stilla sig — reyndi að
neyða sjálfa sig til þess, að hætta að kalla á drenginn
sinn og vera x-óleg. — „Eg má ekki kalla — má ekkí
kalla á drenghin nxinn!“ — Hún æddi unx stofuna,
eins og ljón í búri. En þrevlan lamaði Iiana smátt