Vísir - 26.06.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 26.06.1933, Blaðsíða 3
______VÍSIR________________________ í. s. í. Aðalfundur íþróttasambands íslands heí'sl annað kveld kl. 8y2 i Kaupþingssalnum. Fulltrúar eiga að inæta ineð kjörbréf. Myndasafn Tímans. Síðasta blað Tímans birtir stóra mynd af Eysteini skattstjóra Jóns- syni, er nú býður sig frant í Suður- Múlasýslu, og undir henni ofurlitla grýtu af Þorsteini Briern ráðherra, frambjóðanda samvinnumanna í Döluni. Minnir þetta á það, er rit- smiðir þeirra Ásgeirs og- Trvggva vortt birtar me'ð smáletri í blaði jónasar, og löngunt vistaöar á eft- ir annara manna skrifum. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss kom að vestan og norð- an í gær. Brúarfoss fcr l’rá Khöfn á morgun. Lagarfoss er á útleið. Dettifoss er í Hull. Goðafoss og Selfoss eru hér. Esja fer i hringferð i kveld vestur og' norður um land. Höfnin. Enskttr botnvörpungur kom t gær til þess að sækja fiskilóös. Danska varðkipið Hvidbjörnen kom i gær. Hefir það flugvél meö- fcrðis, sent á að fara til Græn- lands. Ensíca herskipi'S Harebéll fór héðan í gær. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins utait aí landi, sem dvelja í bæn- um og eiga kosningarrétt í óðrum kjördæmum. og búast ekki við að verða komnir heim fyrir kjördag, eru ámintir um að kjósa hér hjá lögmanni og senda atkvæðin til viðkomandi kjörstjórna tímaniega. Cíeta Jteir snúið sér til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Varðarhús- inu um ttpplýsingar þessu viðvíkj- andi SjálfstæSisflokkurinn hefir skrifstofu í Varðarhúsinu við Kalkofnsveg og er liún opin álla daga. Þar liggur kjörskrá frammi og eru Jtar gefnar allar vpplýsingar, er kosningamar verða. Sími skrifstofiumar er 2339- Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem fara úr bænum fyrir kjör- ctag (16. júlí) og búast við að vera fiarverandi á kjördegi geta kosið l.'já lögmahni áður en þeir fara. Kosningaskrifstofa lögmanns fyr- ir Jtá kjósendur, sem fara úr bæn- tim fyrir kjördag, er í miðbæjar- skólanum og er opin kl. io— 12 og i—5 daglega. Listi Sjálf- stæðisflokksins er C-listi. ítalskir blaðamenn. Á Goðafossi seinast komtt hing- að þrír ítalskir blaðamenn, dr. Pietro Pupino-Carbonelli, starfs- maður „Corriere delle Sera“ í Milano, dr. Giorgio Sansa, starfs- maður „Popolo d’ítalia“ og Antero Belletti, ,>Gazetta de! Popolo“ i Torino. Blaðamenn þessir dveljast hér á mcðan á hópfluginu stendur. Gengið í dag. Sterlingspund ......kr. 22.15 Dollar .............— 5.26y> 100 ríkisroörk þýsk. — 155.17 — frankar, frakkn — 25.76 — belgur............— 91.30 — frankar, svissn.. — 126.15 — lírur ...........—- 34.45 — mörk, finsk ... — 9.82 — pesetar ..........— 55.03 — gyllini.......... — 262.17 — tékkósl. kr. ... — 19.64 — sænskar kr. ... — 114.06 — norskar kr. ... — 111.44 — danskar kr. ... — 100.00 Ferðafélagið Hekla hefir skrifstofu i Hótel Borg. Þar verður erlendum ferðamönn- um leiðbeint. Útvegaðar bifreiðir, .hestar, fylgdarmenn o. s. frv. Pélag afgreiðslustúlkna í brauða og mjólkursölubúðum heldur fund i kveld kL 9 í Þing- holtsstræti 18. Til umræðu verða samningatilraunir við bakara. All- ar stúlkur, sem í þcssum búðum vinna, eru velkomnar á fundinn. .Liklegt er, aö þær fjölmenni, þar sem um er að ræða fyrstu tilraun, sem gerð hefir verið til samninga milli einnar greinar verslunar- fólks og atvinnurekenda og rætt verður um grundvallarkröfur stúlknanna. L. Aðalfundur í. S. í. verður haldinn n. k. þriðjudags- kvöld kl. 8)4 i Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu. Fulltniar eiga að mæta með kjörbréf. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikttna 11.—-lý. júni (í svigum tölur næstu viku á undan) : Hálsbólga 26 (58), Kvef- sótt 46 (101), Kveflungnabólga 2 (5). Gigtsótt 1 (2), Iðrakvef 24 (39), Skarlatssótt 3 (o). Hlaupa- bóla 4 (15), Munnangur o (3), Þrimlásótt o (1), Mannslát 5 (6). Landlæknisskrifstofan. (FB.). Vélstjórafélag íslands heldur aðalfund sinn í Varðar- húsinu kl. 6 e. h. á morgun. Sjá augl. Fcrðafélag- íslands efndi til skemtifarar inn í Þjórs- árdal nú um helgina. Þátttakendur í förinni voru 46. í fyrrakveld gengu ínenn frá Asólfsstöðum að Sneplafossi og upp á Hestfjalla- hnjúka, en t gær var ekið inn að Hjálp og Gjá. Því næst fóru menn gangandi að Háafossi. Var fossinn vatnsmikill og Jiótti mönnttm afar mikið til hans koma. Er Háifoss hæsti foss landsins (414 fet). — Þegar menn höfðu dvalið þar hátt á aðra klukkustund, var farið nið- ur með ánni og í hifreiðarnar við rætur Stangarfjalls. Hingað var komið laust fyrir miðnætti. Þótti öllum förin hin ánægjulegasta. Fcrðalangur. Gamla Bíó sýnir kvikm. „Þannig er lífið“ í síöasta sinni í kveld. Aðalhlut- verk leikur Norma Shearer. ííýja Bíó sýnir nú kvikm. „Axarmaður- inn“. Kvikmyndin gerist t Kín- verjahverfttm stórborga Kali- forniu og i Kína. Aðalhlutverk leika Loretta Young og Edward G. Robinson. Útvarpið. 10,00 Veðurfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16,00 Ve'ðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 20.15 Tilkynningar. Tónleikar. 20.30 Óákveðið. 21,00 Fréttir. 21.30 Tónleikar. Alþýðulög. (Útvarpskvartettinn) .• Einsöngur. (Einar Markan), ..Öþektnr sjömaðnr" og minning hinna vinasnauðu. Það ber alloft við, að af hafinu berist ójiekkjanleg lík. Ef það er á Jieim tíma, að það verði sett í samband við sjóslys, J)á er þvi Veitt athygli og allur sómi sýndur; en þetta getur og hefir hent án þess að hægt væri að setja það í samband við nokkurt sérstakt slys eða yfirleitt að hafa nokkra hug- mynd um, af hverjum leifarnar voru. Það eitt er í flestum tilfell- um vitanlegt eða að minsta kosti líklegt, Jiegar lík rekur af hafi, að J)ar hafi einhver sá borið bein- in, sem ekki sparaði sér og sínum, líí eða limi í lífsbaráttunni, ekki sparaði J)jóðfélaginu kraftana til hins ítrasta í áhættusömustu vinnunni, sem int er af höndum J)arfir J)jóðfélagsins. Og það eru margir fleiri en hinn „ójækti sjó- maður“. sein láta lífið lúnir og vinasnauðir, án þess að veki nokkra sérstaka eftirtekt eða minningtt þeirra eða hinsta hvílu- stað sé nokkur sómi sýndur. Og þá er J)að ekki heldur skráð, hvað })eir hafa í sölurnar lagt fyrir aðra eða í J)arfir þjóðfélagsins; J)að eina sjáanlega sem eftir cr, undir svona kringumstæðum er umhirðu- laust leiði, sem engar minningar eða eftirtekt vekja, nema ef vera kynni þá. að })eir er fram hjá gengjn tæku sérstaklega eftir því að að því hefði safnast illgresi, cða hvað nakið það væri og bert. ,Nú óska eg ekki eftir þvi, að þeir er línur þessar lesa, álykti svo, að cg telji ])að mestu máli skifta, hver sómi jarðneskum leifuni mannanna er sýndur. Eg tel auðvitað meiru skifta, hver rækt er lögð við líðan hinna' lifandi, en J)ar fyrir get eg ekki séð, að ekki megi ganga þann veg frá legstöðum hinna dántt, að til sónta sé. Ekki minni maður en Gladstone hefir sagt: „Sýnið á hvern hátt J)jóð eða ríki ber um- byggju fyrir framliðnum börn- um sínum og eg get með fullkom- inni nákvæmni niarkað af því samúðardýpt fólksins, virðingu Jiess fyrir lögum landsins, og' tryg'ð ])ess við háar hugsjónir“. Og því er það nú svo, að allar sið- aðar þjóðir leggja mikla rækt við að prýða og fegra kirkjugarðana. Og fjöldi einstaklinga hugsar mikið um að hirða um og prýða legstaði látinna vina og ættingja, en þá eru eftir legstaðir hinna vinasnauðu og víða þar sem bæj- arfélögin sjá um eða reka garðana, ei líka séð fyrir J)eim legstöðum, er engin hirðir um, með blómum eða trjám. En eg vil taka J)að fram, svo að ekki verði misskilið, að eg er ekki að eggja fólk til stórkostlegrar fjáreyðslu í J)essu sambandi, og auk ])ess vill svo vel til, að eg held að fjöldi bæjarbúa viti að eg befi heldur ráðið frá, en ýtt undir fjár- útlát í J)essti sambandi. Það sem eg ])á sérstaklega á við og óska að bæjarbúar vilji styrkja, er sú fegurðin sem minst kostar, en er þó kannske fegurst. En það er ræktun trjáa og blóma og umfram all góð umgengni og drengileg, sem hæfi á þeim stað, er geymir jarðneskar leifar þeirra, er til hvíldar eru gengnir, og hæfi þroskuðu og vel siðuðu þjóðfélagi. En þvi riúður er enn ])ann clag í dag misbrestur á slíkri umgengui og þeim skilningi hjá alt of mörg- um, J)ótt fjölda margir hafi þegar fengið atiga fyrir J)vi og láti fram- kvæmdir fylgja. Að ])essu sinni ætla eg ekki að tilfæra dæmi af lakara taginu, í von um að ])au hverfi úr sögunni og að ])ess vegna verði ])að framvegis óþarfi. En minn aðaltilgangur með lín- um ])essum er sá, að gera tillögu eða ölltt heldur að fara í liðsbón til bæjarbúa urn sem skjótasta úr- lausn á J)ví, að prýða kirkjugarð- ana okkar hér í Reykiavík. sem nú eru orðnir tveir. Og sú aðferð, sem mér hefir dottið i hug, myndi mér I)3rkja hugnæmust og ef til vill yrði hún fljótvirkust, ekki síst yrði hún borin upp af sam- eiginlegum vilja bæjarbúa. Og aðferðin er ])essi: að æskulýður bæjarins taki málið að sér með aðstoö þeirra eldri. Að börti t. d. írá 10—12—14 ára aldri taki að sér eitt umhirðulaust leiði hvert, sem veröi tókfært undir þess umsjá, Jjað planti á það blómuni eða hrisl- um, hirði svo árlega um það og sýni })ar með samúð sýna og smekkvísi, og læri góða og prúða umgengni og æfi sig í því, að rækta fögur blóin og þekkja liverju best er að planta til fram- búðar og þrifa. Til að byrja með, yrðu ef til vill mestu erfiðleikarn- ir með að fá blómin og hafa til aura fyrir þau; scinna meir ættu garðarnir að geta lagt þau til. Það er auðvitað til annað ráð, þótt mér finnist það ekki jafn hugnæmt; J)að er að J)eir bæjar- búar, sem þess væru umkomnir, mynduðu sjóð, sem stðan væri notaður i þessu skyni, og enn kunna margir að vilja eitthvað til málsins leggja og ætti öllum bend- ingum að vera vel tekið. Einn er sá maður cr mestan og virðingarverðastan áhuga sýndi fyrir umgengni og ræktun í kirkjugörðunum; J)að var dr. Helgi Jónsson grasafræðingur. Og hann elskaöi blórnin og börnin. Það er fullyrt nú á Jæssurn síð- ustu tímum, að í öltum áttum séu úti net til aö veiða í saklausar barnssálimar, til framdráttar mál- efnum, seni engin von er til að þau beri skyn á. En eftirsóknarverð- ast ætti að vera að íá beint hugum þeirra og starfi að góðum verkum. Eg tel ])essa hugmynd miða að þvi og trúi aö óreyndu aö um það sé ])orri l)æjarbúa mér sammála. 5. jtiní 1933. Felix Guðmundsson. Snndlaagarnar. Fyrir nokkru síðan heyrði eg að í. S. í. og í. R. R. heföu fariö J)ess á leit við bæjarstjórn, að hún léti gera nokkrar nauðsynleg- ar endurbætúr á sundlaugunum og bætti við manni, sem hcfði á hendi hirðingu lauganna og' afgreiðslu baðgesta, svo kennarar gætu betur gefið sig aö kenslunni; ennfremur liefi eg heyrt að bæjarstjórn væri búin að ákveða fjárveitingu til þessa umbeðna manns, en liann er ekki kominn ennj)á og íæstar ])ær endurbætur. er um var beðið. Hvað veldur veit eg ekki; gct tæp- ast trúað, að ekki sé hægt að fá mann til ])essa starfa, J)ar sem margir ganga iðjulausir, sækjandi um hvert handtak sem fáanlegt er. Vænti eg að ])eir menn sem i bæjarstjórn sitja, viðurkenni að sundíþróttin sé ])að ódýrasta og besta heilbrigðismeðal er ungir sem gamlir geta hagnýtt sér, en til ])ess eru góðir sjóbaðstaðir og sundlaugar nauðsynlegar. Flér i höfuðstað J)essa lands, höfum við erígan sjóbaðstað. að- eins eina litla og illa hirta sund- Kristalgler- vörurnar: fallegu, en ódýru, nýkonmar. Einnig Postulíns kaffistell (sex inanna roeð kökudisk) á 11.50 og (12 manna með kökudisk) 18.00. — Nú gela allir eignast kristalsvörur og postulins kaffi- stell. K. Etoirsson l Bjðm. Bankastræti 11. Göð og ábyggileg stúlka og' nnglingsdrengur gela feng- ið atvinnu nú Jx’gar. — Uppl. í bakaríinu á Bergstaðastr. 29. við íslenskan búning í mestu úrvali. Keypt afklipt dökt hár. Háxgreiðslustofan Perla. Bergstaðastræti 1. Skaftfellingnr bleður til Víkur og Skaftáróss miðvikudaginn 28. þ. m. Tekur einnig vörur til Vestmannu- eyja, ef rúm leyfir. Gúmmístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. Ljóss á vængjum líður dagur, loftið roða gullin ský, er miðsumars birtu bragtir, blessuð andar golan hlý. Sumarsskrúða, alt er í, einnig sérhver skepna ný. Sést nú brosa sældar liagur, Jsólartími skýr og fagur. Sólin’varla sest x æginn, sífeld Irirta, nótt og dag. fuglar morgun byrja braginn, brosmilt syngja friðarlag. Alt er frjálst og unaðsríkt, alt vort lof skal gpiði vígt, cll sem lífsins gæði gefur, geislum sólar jörðu vefur. Jón M. Melsted. laug, sem þó er altaf yfirfull af fólki, eg trúi því tæplega, að bæj- arsjóður sé svo illa staddur, að hann ekki geti. í það minsta haft ])essa litlu laug svo þrifalega, að fólk })urfi ekki að veigra sér við að sækja hana. Vænti eg aö úr J)essu verði bætt hið bráðasta, enda algjörlega mis- ráðið að láta })essi heilbrigðismál bæjarbúa sitja á hakanum. Þ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.