Vísir - 16.07.1933, Blaðsíða 4

Vísir - 16.07.1933, Blaðsíða 4
VISIR Takmarkanir. --O-- LærÖir skrifa: hvernin, hvað og livert með völdum orðum, en ekki bifa, alt um það, einni stjörnu' úr skorðum. Sterkir finna’ í köglum kraft, — kemur oft a'ð liði — Framköllun. K o p í e r i n g. Stiekkanir. Lægst verð. Sportvöruhús Reykjavíkur. en geta’ ei sett á huga haft, hvað sem þeim á riði. Vitrir geta fundið fljótt, á. flestu ýmsar hliðar, eu hvorki lýst upp næstu nótt, né neitað sólu viðar. P. J. frá Hjh. Er kreppan nm garí gengin i ðandaríkjnnnm? —s— Frá New York er símað þ. 5. júlí til C. T„ i París: „Krepp- an er farin hjá. Þelta er ekki órökstudd fullyrðing, lieldur niðurstaða rannsóknar, sem verslunarráðið í New York lét fram fara í 100 horgum í Bandarikjunum. Samkvæmt til- jkynningu verslunarráðsins um niðurstöðurnar hefir batinn ver- ið svo mikill í mars, apríl, mai og júní, að fyllilega réttmætt sé að álykta, að kreppan sé farin hjá. Við áthuganirnar hefir ver- ið tekið tillit til alls þess, sem gengi viðskifta og atvinnulífs byggist á. Allar skýrslur, sem borist hafa frá verslunarráðum borganna, leiða i ljós mikinn viðskiftalífs og atvinnulífs bata; atvinna h.efir aukist, launakjör hafa batnað, sölur hafa aukist og bjartsýni almennings hefir aukist. Tekjur af póstrekstri. starfrækslu rafmagnsstöðva, og gasstöðva hefir aukist mik- ið. Iðnaðarframleiðslan fer vax- andi. Heildsala og' smásala fer vaxandi og flutningar sömuleið- is. Percy Magnus, forseti versl- ! unarráðsins í New York segir: Það verður ekki komist að ann- ari niðurstöðu en þeirri, við at- liugun þeirra gagna, sem safn- að iiefir verið, en að kreppan sé farin lijá garði. Undanfarna fjóra mánuði hefir stórkostleg- iu* atvinnu- og viðskiftabati átt sér stað. Aldrei fyrr i sögu Bandarikjanna liefir átt sér stað eins náin samvinna milli ríkis- stjórnarinnar, stjórnenda skipu- lagsbundinna viðskifta og al- mennings. Það hefir verið um einlæga og slórfelda samvinnu að ræða, lil þess að ná settu Ljósmyndaverslun F. A. Tliiele lætur framkalla, kopiera og stækka allar myndir í vélum frá K,0 D A K af útlærðum myndasmið. Filmur, sem eru afhentar fyr- ir hádegi, geta verið tilbúnar samdægurs. Austurstræti 20. marki.......Vér erum nú, að því er séð verður, á öruggri leið til öruggs viðskiftatimabils, sem verður mesta velgengnis- tímabil í allri viðskiftasögu Bandarikjanna.“ Niðurstöður verslunarráðsins hafa haft mikil áhrif. Menn eru að byrja að liætta að tala um kreppuna, örugt merki þess, að menn líta á liana sem leiðan gest, sem farinn er sína leið. N o r s k a r loftskeytafregnir. —o--- Osló, 12. júni. NRP. — FB. Útflutningur á niðursoðnum fiski á fyrra misseri árs 1933, nam 15,306 smálestum, sem er 2000 ‘smál. yfir útflutninginn á sama tíma í fyrra. Miklir skógareldar haí'a að undanförnu geisað í norður- hluta Svíþjóðar og Firinlandi. Feikna stór skógarflæmi hafa eyðilagst og bæjar og pénings- hús á fjölda býlum brunnið til ösku. Hift og þetta. Óvanaleg ráðstefna. Ráðstelna var haldin i Iíans- as City i Bandaríkjum í vor og voru þátttakendur 230 hjón, sem öll höfðu haldið upp á gull- brúðkaupsdag sinn. Eins og að likum lætur var rætt um hjóna- bándið á ráðstefnu þessari og komust þátllakendur einróma að þeirri niðurstöðu, að löngu hjónaböndin væri farsælust. Bárðnr Þorsteinsson . Fæddur 16. nóv. 1900. Dáinn 30. apríl 1933. —o— Armi dauðans ekkert móti orkar mannleg hönd. Lífið er sem leifturj)jóti lands um eyðistrQnd þegar tímans klukkur kalla, kvittar ekkert gjald. Æska bæði og elli falla undir þetta drottins vakl. Þú með æskublómann 1)jarta, brostir æfistund. Valinn sýndist vegur skarta, vorsins rós í mund. Sjúkdómur með þjáning þunga, ])ig að rúmi dró. Fjötraður í feigðardrunga forlaganna á dimmum sjó. Þolinmóður þreyðir alla þessa rauna-tíð. Aldrei heyrðust orð þau falla, ættir neitt viö stríð. Guðs á vegum gekkstu sönnum, gáftun prýddur manns, tókst þér dæmi af dánumönnum dyggðum æðstu kærleikans. ) Orð þín glöddu alla bragna, oft þau lýstu snild, vandaður í vali sagna, voru hæg og mild. Öllum varstu trúr og trygguf, tunga og höndin góð. Mjög á lifsins degi dyggnr, dáðríkur hjá íslauds þjóð. Eg þakka fyrir kæra kynning kvöldi lífsins á. Geymast lengi num þín minning mörgum vini hjá. Sálin þín er svifin hærra sælulanda til, þar sent ljósið skín þér skærra skaparans við náðaryl. B. Á. Eggertsson. frá Skiphyl. VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. TILKYNNIN G Geitaberg í Svínadal. — Ódýr grei'ðasala. Gisting. Dvalarstað- ur. — Uppl. á Ferðaskrifstofu íslands, Ingólfshvoli. — Sími 2939. (183 Bíll fer til Ólafsvíkur næsta þriðjudag. Laus sæti. — Uppl. á B. S. R. fyrir kl. 2 á mánudag. (461 Biðjið jafnan um TEOFANI Cigarettup. Fást bvarvetna. 20 stk. 1.25 KAU PSKAPUR l Nýkomið: Höfuðföt, vinnu föt, sokkar, nærföt o. fl. ódýr- ast. Karlmannahattahúðin, Hafnarstræti 18. Einnig hand- unnin hattahreinsun frá 1 krónu sania stað. (465 Sundurtækar barnavöggur kosta að eins 26 krónur. Körfu- gerðin, Bankastræti 10. (262 10 notaða hnakka, ásamt beislum, vil eg kaupa. Jón Jóns- son frá Laug. Uppl. í sima 3646. (323* f HÚSNÆÐI f 2—4 herbergi og eldhús í vesturbænum óskasl lil leigu í liaust. — Uppl. í síma 3050. (467 2 herbergi og eldhús óskast með þvottahúsi og W. C., helst i vesturbænum, i ofanjarðarj kjallara eða hæð. Má vera með | ofnum. Tilboð, með tilgreindu verði, leg'gist inn á afgr. Vísis fyrir 19. þ. m. merkt: „1. ág.“. VÍNNA' Sölumaður. Abyggilegur og reglusamur maður get- ur fengið atvinnu um óá- kveðinn tírna sem sölu- maður. A. v. á. (466 Innheimti skuldir, flyt má.l og sem allskonar bréf og samn- inga. Jón Kristgeirsson, Loka- stíg 5. Aðal-viðtalstími 12—2 og 61/2—8. (244 Góð stúlka óskast i vist. Sími 2322 og 1149. (433 Stúlka óskar eftir ráðskonu- stöðu. A. v. á. (448 Stúlka eða eldri kona óskast til inniverka austur í sveit. Uppl. á Holtsgötu 10. (422 I Kaupamaður. Kaupamann vantar á gott sveitaheimili. Uppl. hjá Mark- úsi ívarssyni. Sólvallagötu 6. Sími 4765. (469 LEIGA Verkstæðispláss til leigu. — Uppl. á Skólavörðustig 17 A. 464 Sumarbústaður nálægt Reykjavík óskast til leigu í ágúst. Tilhoð sendist Vísi, merkt: ,,0“. (459 (466: Mikil sólaribúð á fallegasta stað í borginni, er til leigu 1.. okt., 4 stofur, eldhús, bað og stúlknaherbergi. Öll þægindi. — Uppl. á Freyjugötu 36, efri hæð og í sima 3805, kl. 7 i/ó—9. næstu kveld. (463 Sólríkt herbergi til leigu. Bergstaðastr. 11. (462 3 herbergi og eldhús með nú- tíma þægindum óskast frá 1. sept. Fyrirframgreiðsla. Tilboö, merkt: „E“, sendist Visi. (460 í haust óskast leigð tveggja lierbergja íbúð, ásamt litlu eins manns herbergi, í góðu húsi í vesturbænum. Tilboð sendisl Vísi, mérkt: „Landakot“. (458 2 samliggjandi herbergi i miðbænum til leigu frá 1. ágúst eða siðar. Verð 50 krónur. Til- boð, merkt: „200“, sendist Vísi. (457 Hveravatn. 2 samliggjandi herbergi eða ein stór stofa ósk- ast til leigu 1. ágúst eða siðar. Fyrirframgreiðsla, ef óskað er. Tilboð, merkt: „Hveravatn“, sendist Visi. (456 Upphituð herbergi fást fyrir' ferðarriénn, ódýrast á Hverfis- götu 32. (1153 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. . HEFNDIR. ekki séð prestinn, síðan er hinn „týndi sonur“ kom i leitirnar, en frú Gregory hafði farið heim til hans skömmu eftir að hún lenti í vandræðunum heima hjá Wu Li Ghang. -— Hún hafði gert honum orð og heðið harin að finna sig í veitingahúsinu, en hann hafði ekki viljað koma. Hins vegar haf'ði liann mælst til þess, að hún kæmi lieim til sín. Hon- um var kunnugt, að hún hafði verið á ferli undan- farna daga og hann vonaði, að hún mundi ekki hafa neift á móti því, að líta inn til sín. Og það hafði liún ekki heldur. Henni var hlýtt til prestsins og fór þegar á fund lians. Hún liafði ekki skýrt honum frá því, sem gerð- ist á lieimili Wu Li Changs. Hún hafði sagl Basil, að hann yrði að þegja um alla þá atburði og því taldi hún sér skylt, að gera slikt hið sama. Jafn- vel hestu og tryggustu vinir fjölskyldunnar máttu ekki fá hinn minsta grun um það, sem gerst hafði. Þegar hún kom á fund prestsins, lét hún þess þegar getið, að hana hefði langað til þess, að hann kæmi heim til þeirra til þess að kveðja þau, áður en þau færi úr landi. — Og' nú væri þau rétt í þann veginn að fara frá Hong Kong. Frú Gregory leist ákaflega vel á John Bradley. Hún vissi að hún mundi sakna þessa g'áfaða, prúða manns. Henni hafði oft verið mikil unun að við- ræðum lians og hún skildi ekkert í þvi, að Hilda skyldi geta verið köld og róleg í návist hans. Hann mundi verða góður eiginmaður — æfinlega rólegur, prúður, skemtilegur og gott að leita lil hans, ef eitt- hvað amaði að. — Því likir menn væri ekki á hverju strái.-----En þó að sárt væri að skiljast við prest- inn, hinn gáfaða og góðá mann, þá var þó enn þá sárara, að verða að yfirgefa Ah Wong, hina óment- uðu, ráðslyngu, trygglyndu þjónustumey. —- Frú Gregory vissi í rauninni ekki, hvernig hún gæti verið án hennar, eftir alt það, sem á dagana hafði drifið nú að síðustu. Ah Wong hafði þverlega neitað, að yfirgefa land sill og þjóð. — Frú Gregory reyndi á allan hátt að fá hana til þess, að koma með fjölskyldunni heim lil Englands, cn við það var ekki komandi. Ah Wong sagði, að það gæti ekki komið til mála. Og þó vissu allir, að henni mundi falla þungt, að verða að yfir- gefa „frúna sína“. — Hilda lét sig engu, skifta, hvort hún sæti kyr eftir eða kæmi með þeim. Hún þekti ekki Ah Wong og hafði aldrei hirt um að kynnast henni. — Gregory vildi gjarna, að hún kæmi með þeim, en lét það ]>ó að mestu afskiftalaust. En Basil Gregory þótti vænt um, að þessi „kinverska drusla“ skyldi aftaka að fara. — Hann bjóst ekki við, að það gæti orðið til mikillar skemtunar, að hafa „slika skepnu“ með i förinni. Frú Gregory fór heim til John Bradlcy meðfram' vegna ]>ess, að hún þurfti að lala við hann um Ah Wong. — Hana langaði til að biðja prestinn að vera henni heldur innan handar, ef liann gæti, þcgar þau væri farin. — Stúlkan ætti engan sinn líka og hann hefði kannske veitt lienni athygli stöku sinnum,. þegar hann hefði komið í heimsókn. Já, hann kannaðist við hana. Hann Iiafði iðulega séð hana á heimili frúarinnar og veitt henni sérstaka alhygli. — Ilann lét þess ógetið, hversu vel hann þekti hana. Lét þess ekki getið með einu orði, að hún hefði komið heim til hans á náttarþeli nú fyrir skömmu, til þess að leita ásjár í vandræðunum, er Basil var horfinn og frúin úrvindn af sorg og hræðslu. — Um þetta þagði presturinn, en lofaði hins vegar, að hann skyldi hjálpa ]>essari umkoinu- lausu stúlku og liðsinna henni sem best hann gætí. — Hann væri fús til þess, að taka hana á heimili sitt, ef hún óskaði þess. Hann væri viss um, að hún •ínundi reynast dygða-hjú og enginn mundi hafa liallann af því, að hafa liana á heimili sínu. — Þá sueri liann sér að öðru efni og kvað þeim hjónum nauðsynlegt, að halda þegar liélmleiðis með börnum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.