Vísir - 17.07.1933, Blaðsíða 3
V 1 S l B
—o—
Á laugardagskveld fóru finnn
menn liéðan úr bænum í bif-
reið upp í Kjós, til silungsveiða
i Meðalfellsvatni. Er þangað
kom fengu þeir lánaðan bát og
reru þrír þeirra út á valnið og
fóru meðfram landi fyrst í stað,
en því næst reru þeir lengra frá
íandi. Eftir 1 % klst. eða svo
xeru þeir í áttina til lands, þar
sem félagar þeirra biðu. Er þeir
áttu skamt eftir ófarið, ætlaði
einn þeirra, sem i bátnum var,
að hvila annan félaga sinn frá
róðrinum. Vildi þá svo sviplega
til, að bátnum hvolfdi og drukn-
vaði einn þeirra, RÖgnvaldur
Rögnvaldsson, tæplega þritugur
aö aldri, ókvæntur.
Annar mannanna, sem í landi
var, Ólafur Einarsson, bifreiðar-
stjóri, Freyjugötu 27, bjax-gaði
a. m. k. öðrum þeirra tveggja,
sem af komust, en náixari fregn-
ir af björguninni fást væntan-
lega i dag.
Lík Rögnvalds var flutt til
bæjarins i gærmorgun.
Oönsku
knattspyrnnmennirnir.
I. kappleikur.
í kveld kl. 8)4 keppir K. F. U.
M.’s Boldklub sinn fyrsta kapp-
leik hér og er hann við Víking.
K. F. U. M.’s Boldklub er í góðu
áliti hjá dönskum íþróttamönnum,
enda hefir flokkurinu getið sér
hinns besta oröstír í Dannxörku og
hefir undanfarið verið i meistara-
töS danskra knattspyrnumanna. Á
síðasta sumri vann flokkurinn
lándsbikar þann er kept var um i
,,Aröd“ og heldur hann þeim bik-
ar enn þá. Keppendur liðsins eru
vfirleitt mjög snjallir knattspyrnu-
menn og hafa leikið með ýmstim
úrvalsliðum undanfarið. Af ein-
stökum leikmönnum er einna mest
kveður að er Niels Weiss. Er hann
vinstri bakvörður og foringi liðs-
ins á vellinum. Hann er mjög ör-
uggur leikmaður og hafa bestu
knattspyrnufélög Danmerkur oít
■og iðulega fengið hann til liðs við
•sig er mikils heíir þurft við. Aage
Boe hægri framvörður, er ungur
maður, sem aðeins hefir leikiö
nieð flokknum skamma stund, en
'sem flokkurinn ber mikið traust
til. Hann er bæði leikinn og fljót-
ur. Christian Christensen, er ltka
.nngur, prýðilegur skotmaður, snar
og mjög leikinn. Aage Nielsen
hægri innherji, einkum þektur fy-
ir mikla leikni og prýðilegan sam-
leik. Robert Hansen er einhver
■sterkasti maður flokksins, hann er
iithaldsgóður, afbragðs skotmaður
og hefir hin síðari árin gert
flokknum ómetanlegt gagn. Eiler
Schmidt,. miðframherji er góður
skotmaður og öruggur. Carl Witt-
cn og Viggo Nielsen eru tveir góð-
ir og reyndir leikmenn. Eins og af
þessu má sjá er flokkur þessi skip-
aður hinum prýðilegustu mönnum,
er islenskir knattspyniumenn ættu
að geta lært af og skemt áhorf-
endum með góðum leik og drengi-
legum. Knattspyrnufélagið Valur
á þakkir skildar fyrir þá. framtak-
semi og dugnað er það hefir sýnt
með því, að bjóða þessum knatt-
spyrnuflokki hingað nú i sumar.
En slikt hefir kostnaþ ekki all lit-
inn og áhættu i för með sér, að
fcjóða hingað svo stórum flokki
upp á sitt eindæmi. Ættí almenn-
ingur að launa slíka framtakssemi
með því að sækja vel þessa fáu
kappleika er Danir heyja hér.
E. Ó.
>00*00«
Bæjarfréttir
Veðrið í morgtm.
Hiti i Reykjavik 12 st., ísafirði
12, Akureyri 14, Seyðisfirði 12,
X’estmannaeyjum 10, Grímsey 10,
Stykkishólmi 13, Blqnduósi 13,
Raufarhöfn 10, Hólum .í Horna-
firði 14, Færeyjum 13, Jan May-
en 6, Fljaltlandi II, Tynertiouth 14
st. Mestur hiti hér í gær 14 stig,
minstur 9. Úrkoma 0,3 mm. Sól-
skin 1,3 st. Yfirlit: Lágþrýsti-
svæði fyrir vestan land. — Horf-
ur: Suðvesturland, Faxaflói,
Breiðafjörður, Vestfirðir: Suö-
vestan gola og síðan kaldi. Þykk-
viðri og dálítil rigning eða súld.
Norðurland : Suðvestan gola. Þykt
loft. Dálítil rigning vestan til.
Norðausturland, Austfirðir, suð-
austurland: Suðvestan og vestan
gola. Úrkomulaust.
Kosningin
hér í bænum mátti heita vel sótt
eftir atvikum. Kjósendur á kjör-
skrá munu vera um 14500, en at-
kvæðisréttar síns neyttu um 10
þúsund, að meðtöldum þeim, er
kosið höfðu fyrirfram, en þeir
voru 16—17 hundruð alls. Taln-
ing atkvæða átti að hefjast kl. 10
i morgun, eða undirbúningur und-
ir hana. Atkvæðatölur verða birt-
ar í sýningarglugga Vísis með litlu
.millibili, uns talning er lokið.
Kosningin í Hafnarfirði
var mjög vel sótt og munu hafa
kosið um 95% allra kjósanda. Þar
liófst talning atkvæða kl. I i dag.
/
Talning atkvæða
fer fram í dag í Mýrasýslu og
Rangárvallasýslu.
Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss fer héðan vestur og
norður annað kveld. Goðafoss
og Brúarfoss eru á útleið. Detti-
foss kom að vestan og norðan
í nótt. Lagarfoss var á Húsa-
vik í morgun.
Es. Lyra
kom hingað í morgun.
Timburskip
til h.f. Völundar kom í nótt.
Bngir sjálfstæðismenn
héldu fund við Varðarhúsið í
fyrrakveld. — Þar töluðu þessir
ræðumenn: J. G. Möller, Guðm.
Benediktsson, Skúli Jóhannsson,
Kristján Guðlaugsson, Knútu-r
Arngrímsson, Sig. Jóhannsson,
Björn Snæbjörnsson og Olafur
Thors. Árnaði hann ungum sjált-
stæðismönnum allra heilla. — Mik-
ill mannfjöldi var saman kominn
við Varðarhúsið og gerði góðan
róm að máli hinna ungu manna,
og var auðheyrt, að reykvískir
kjósendur kunna vel að meta þann
flokk, sem svo stórhuga og þrótt-
mikilli æsku hefir á að skipa. Sér-
staklega vakti yngsti ræðumaður-
inn, Skúli Jóhannsson mikla á-
nifegju og- eftirtekt. Eiga ungir
sjálfstæðismenn marga unga,
glæsilega ræðumenn í flokki sín-
um, enda flykkist að þeim allur
kjarni æskumanna bæjarins.
Fundarmaður.
Silungur í vatnsveitunni.
Um daginn vildi það til, að
vatnsæð stíflaðist í þvottahúsi
á Kárastíg. Vissi fólkið ekki
livernig á þessu gæti staðið.
Blóm & Ávextir
Hafnarstræti 5. Sírai 2717.
Daglega nýtt íslenskt grænmeti.
Tómatar, 1. og 2. flokks.
Sömuleiðis grænir tómatar til
niðursuðu.
Varð að lokunx að rífa upp
vatnsveitupípurnar til þess að
rannsaka þetta. Kom þá í ljós,
að silungur hafði sogast inn i
pípuna og valdið stífiunni. Var
hann auðsjáanlega nýdauður.
Þetta var eigi allsmá branda. —
Gera kunnugir helst ráð fyrir,
að silungur þessi hafi lifað i
vatnspípunum síðan vatni var
hleypt í þær úr Elliðaánum,
sem gert var fyrir 10 árum eða
svo. — Fyrir mörgum árum
varð þess vart, að smá laxa-
seyði voru í vatnspípunum.
x.
Gengið í dag.
Sterlingspund ......Kr, 22.15
Dollar ........... — 4,65%
100 rikismörk þýsk, — 158.56
— frankar, frakkn — 26.15
— belgur.........— 92,82
— frankar, svissn.. — 128.85
— lírur ...........— 35.35
— mörk, finsk ... — 9.84
— pesetar .— 55.82
— gyllini....... — 268.81
— tékkósl. kr. ... —- 19.83
— sænskar kr. ... — 114.41
— norskar kr. ... — 111.49
— danskar kr. ... — 100.00
Bifreiðaskoðun.
Á morgun ber að konia með
til skoðunar að Arnarhváli bif-
lijól og bifreiðir R E 701—750.
Áheit á Hallgrímskirkju
á Saurbæ, afhent Visi: 10 kr.
garnalt áheit frá Laxdælingi.
Útvarpið.
10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir.
19.30 Veðurfregnir.
19,40 Tilkynningar. Tónleikar.
20,00 Ivlukkusláttur.
Tónleikar: Alþýðulög.
(Útvarpskvartettinn).
20.30 Upplestur á frumsömd-
um kvæðum. (^ilhjálm-
ur frá Skáholti).
21,00 Fréttir.
Tónleikar.
Aðgangar að ltáskúlanum
takmarkaður í Danmörku.
Nefnd, sem hefir haft til at-
hugunar, livernig liægt væri að
takmarka stúdentafjölgunina í
Danmörku, hefir skilað áliti
sinu. í samráði við prófessora-
fund leggur nefndin til að
framvegis verði nemandi að fá
aðaleinkunina 6,00 stig til þess
að öðlast rétt til að stunda nám
við liáskóla. Þeir sem próf taka
sem utanskólanemendur, þurfi
þó ekki að fá liærri aðalein-
kun en 5,50. (Hæsta einkunn við
stúdentsprpf er 8,00 stig, eins
og liér á landi).
Ennfremur leggur nefndin til
að komið verði á aukalegum
skylduprófum eftir tveggja ára
liáskólanám. Eftir tillögum
nefndarinnar má framvegis
enginn ganga undir sania próf-
ið né hluta af því oftar en tvisv-
ar sinnum. Gefa má þó undan-
þágu ef alveg sérstakar ástæður
eru fyrir hendi (væntanlega
veikindi og þvil.).
Vinarkveðja
frá Breiðafirði
til systranna Herdísar og ólínu, á
75 ára afmæli þeirra 13. júní 1933.
Heilár og glaöar sitjiö systur, þiö
sómi dagsins, kærleiks höndum
varö.ar.
Anægjan ykkur blíöust brosi viö
á björtum heiöursdegi Breiöa-
, fjaröar.
Þiö eruö bornar bjartan júnídag,
er blíöast rikir sól á noröurvegi,
og hafiö jafnan leikiö vorsins lag
og ljósin glætt, þó halla tæki degi.
Svo eru ljóöin ykkar systra kær
sól og vori, andans þrótti búin.
Um þau leikur heitur, blíöur blær,
bjarta, sanna, kærleikshreina trúin.
Eg veit þau eiga mörgum eftir enn
yl aö færa, geöi lyfta þungu,
og þau lifa meöan nokkrir menn
meta íslensk Ijóð og fagra tungu.
Eg þakka ykkur margt óg mikiö
snjalt,
mest hvað trúar standiö ysta
vörðinn.
Þó veöur haröni, er gegnum alt
og alt
ykkar sama trygð viö Breiða-
fjöröinn.
Snæbjörn G. Jónsson.
frá Sauðeyjum.
Það er skýrt tckið fram, að
þetta eigi að eins að vera
reynslu-fyrirkomulag fyrst um
sinn, en verði ekki endanlega
staðfest, fyr en reynslan liefir
skorið úr um það.
(Samkv. sendiherrafregn).
Erlendar fréttir.
Moskwa, í júní.
United Press. - FB.
Miklar gullnámur hafa fund-
ist um miðbik Volguhéraðanna,
ef marka má fregnir þær, sem
birtar. liafa verið að undan-
förnu í rússneskum hlöðum, og
mælt er, að sé frá stjórninni
komnar. Ráðstjórnin kvað ætla
að koma i veg fvrir, að nokkuð
gullæði grípi menn, eins og
þegar nýjar gulliiámur finnast
i Ameriku, og á gullvinsla að
fara fram undir eftirliti ráðs-
stjórnarinnar og rikið að liafa
ágóðann. Auðugustu gullnám-
urnar eru sagðar vera í Bliva-
héraði, en þar hófust gullleitar-
rannsóknir fyrir nokkurum ár-
um. Veittar verða 2,500,000
rúblur til vinslunnar, sem fram
á að fara undir yfirstjórn Sere-
brovsk prófessors. Verkamenn
til gullvinslunnar verða teknir
úr næstu þorpum. — Ennfrem-
ur birta blöðin fregnir um, að
nýjar olíulindir liafi fundist
20 kílómetra frá Baku. Nýr
oliu-geysir þar kvað gjósa
15,000 smálestum á dag.
Cliicago, í júní.
United Press. - FB.
Alþj óðafundur verkfræðinga
hófst hér þ. 24. f. m. og stóð yf-
ir í 5 daga. Þátttakendur, flestir
frá Ameriku og Evrópu, voru
15,000 talsins. Á fundinum var
verkfræðingnum Juan de la
Cierva veittur heiðurspeningur
(Daniel Guggenheim Medal)
fyrir uppfundningar sínar.
Esja
fer liéðan vestur um land í
hringferð fimtudaginn 20. þ. m.
kl. 8 siðd. Tekið verður á móti
vörum til hádegis á miðvikudag,
ef rúm levfir.
„Gullfoss"
fer annað kveld kl. 11 í hraðferð
vestur og norður.
Pantaðir farseðlar óskast
sóttir fyrir hádegi á morgun,
verða annars seldir öðrum.
,J)ettifoss“
fer á miðvikudagskveld (19.
júlí) um Vestmannaeyjar til
Hull og Hamborgar.
Farseðlar óskast sóttir fvrir
hádegi á miðvikudag.
Ódýrast
á íslandi.
Kaffistell, 6 m., postulín 11,50
Kaffistell, 12 m., postulín 18,00
Bollapör, gylt rönd 0,50
Desertdiskar, gylt rönd 0,50
Desertdiskar, steintau 0,30
Matardiskar, rósóttir 0,55
Ávaxtaskálar, mislitar 1,35
Ávaxtadiskar. 0,45
Sykurskálar, mislitar 0,50
Rjómaskálar, mislitar 0,65
Matarstell, 6 m., rósótt 20,00
Vatnsglös 0,25
Vínglös 0,50
Borðbúnaður og búsáhöld
mjög ódýrt, alt nýjar vörur.
I Einarsson I irosson.
Bankastræti 11.
við íslenskan búning í mestu
úrvali. Keypt afklipt dökt hár.
Hárgreiðslustofan Perla.
Bergstaðastræti 1.
Hrísgrjón
meö hýði
fást í
Versl. Vfsir.
Sjóndepra og sjónskekkja.
ókeypis rannsókn af okkar út-
lærða „Refraktionist“. Viðtals-
tími: Kl. 10—12 og 3—7.
F. A. Thiele.
Austurstræti 20.