Vísir - 21.07.1933, Blaðsíða 2
VISIR
Fengum með e.s. Selfoss
allar stærðir af
Þakjápni
nr. 24 og 26 og slétt járn 8’ nr. 24 og 26.
Sími: 1—2—3—4.
Skemtiferð I Hvalfjörð
Sunnudag 23. júlí fer v. b. Baldur ef veður leyfir inn að Ferstiklu
og heim aftur að kveldi. Heppilegt far fyrir þá er sækja vilja ung-
mennafélagsskemtunina á Ferstiklu. — Lagt verður af stað frá Stein-
bryggjunni kl. 9 f. h. — Farið 3 kr.
Símskeyti
Moskva, 20. júlí.
United Press. - FB.
Hnattflugið.
Wiley Post lagði af stað frá
Rukhlovo kl. 11.25 eftir hádegi
(Moskvatími) á miðvikudag og
lenti í Ivhabarovsk á fimtudag
kl. 3.35 f. h. Fékk liann þar nýj-
ar bensínbirgðir, athugaði mót-
orinn í flugvél sinni og hélt að
svo húnu áfram áleiðis til Al-
aska kl. 5.58 f. h.
London 20. júlí.
Fregn frá Nome, sem barst
hingaö t gærkvekli, hermir, a'ð
sést ha.fi til Wiley Post kl. 7,30
f. h. og var })á tali'S, aS hann væri
á leiö til Fairbanks, Alaska.
Síðari fregn: Wiley Post braut
flugvél sína í lendingu, þá er hann
hafði vilst yfir óbygðir Alaska og
flogið þar yfir ,og leitað að lend-
ingarstað í sjö stundir samfleytt.
Flugvélin er ekki meira brotin en
svo, að Wiley Post Ibýst við að
geta haldið áfram flugferð sinni
í dag. Samkvæmt fregnum þeim,
sem borist hafa, var hann ör-
þreyttur og í taugaæsingu, en
bjóst við að jafna sig fljótlega, ef
hann gæti hvílt sig dálítið. Lend-
ingarstaður hans er 300 mílur fyr-
ir suðaustan Nome.
Wasliington, 20. júlí.
United Press. - FB.
Viðreisnartillögur.
Nefnd sú, sem hefir með
höndum stjórn viðreisnar iðn-
aðanna, hefir fallist á áætlun og
tillögur Johnsons framkvæmd
arstjóra, en samkvæmt þeim er
gert ráð fyrir allsherjar sam-
komulagi milli iðngreinanna i
landinu um hækkun launa og
stytting vinnutímans. Áforin
þetta, ef framkvæmt verður,
veldur byltingu í iðnaði Banda-
rikjanna. Samkvæmt þvi verð-
ur verkamönnum skift í þrjá
flokka, verkamenn í iðnaðinum,
skrifstofumenn og þá, sem
vinna að flutningum iðnaðar-
framleiðslunnar. Gert er ráð
fyrir, að hámarks vinnustunda-
fjöldi á viku verði 44 klsl. fyr-
ir skrifstofumenn og flutninga-
verkamenn, en 35 fyrir þá, sem
vinna að iðnaðarframleiðslunni
sjálfri. Umrædd áætlun og til-
lögur biða nú þess, að Roose-
velt forseti veiti samþykki sitt,
en því næst verða þær lagðar
fyrir iðjuhölda landsins, sem
væntanlega veita samþykki sitt
af frjálsum vilja til samvinnu
í þessum efnum.
Washington 21. júlí.
United Press. - FB.
Roosevelt hefir fallist á tillög-
ur nefndar þeirrar, sem hefir
ístjórn viöreisnaráformanna meS
höndum.
Utan af landi.
BólstaöarhlíS 21. júlí. FB.
Bifreiðarslys. Maður bíður bana.
Slys varð hér uppi í skarðinu í
gær morgun. VörubifreiS var þar
á fer'S, frá Blönduósi, bifreiSar-
stjóri Lárus Jónsson. Var hann aS
flytja mann til SkagafjarSar, Sig-
urS son Jónasar bónda á Álfgeirs-
völlum, og sat Siguröur í stýris-
húsinu með Lárusi. Þegar vörubif-
reiðin kom hér upp á skarSiS
bilaöi hemill og fór þá SigurS-
ur út úr bifreiSinni og ætlaði
aS setja stein viS afturhjól bif-
reiöarinnar, en þegar hann var
kominn út úr henni valt hitn
á hliöina og varð Siguröur undir
henni. Dó hann samstundis. Sig-
uröur mun hafa verið eitthvaS a
fcrtugs aldri. ^
Bæjarbruni.
Bærinn Refsstaðir í EngihliSar-
hreppi brann í fyrrinótt. Bærinn
var bygöur af timbri og torfi a'ðal-
lega og mun hafa veriS óvátrygð-
ur. Litlu af innanstokksmunum,
sem einnig voru óvátrygðir, var
bjargaö.
Heyskapur.
Fádæma grasspretta hér um
slóSir. Bændur hafa yfirleitt hirt
töður eftir hendinni.
Kosningarnar.
Ú r s 1 i t.
—o—
Eyjafjarðarsýsla.
Þar hlutu kosningu Bernharð
Stefánsson (F.) með 829 at-
kvæðum og Einar Árnason (F.)
með 819 atkv. Einar Jónas-
son (S.) hlaut 503 atkv., Garð-
ar Þorsteinsson (S.) 483, Stein-
grímur Aðalsteinsson (K.) 256,
Gunnar Jóliannsson (K.) 253,
Jóhann Guðmundsson (J.) 114
og Felix Guðmundsson (J.) 105
atkvæði.
(Við kosninguna 1931 hlaut
Bernharð Stefánsson 1309 atkv.,
Einar Árnason 1297, Garðar
Þorsteinsson 552, Einar Jónas-
son 529, Guðmundur Skarphéð-
imatinn:
Hænuungar.
Kj ötbúðin,
Ljósvallagötu 10. Sími 4879.
insson 307, Halldór- Friðjóns-
son 202, Elísabet Eiríksdóttir
149 og Steingrímur Aðalsteins-
son 129).
mé ■ , t
Norður-ísafjarðarsýsla.
Ivosningu hlaut Vilmundur
Jónsson (J.) með 552 atkvæð-
um. Jón Auðun Jónsson (S.)
fékk 542 atkvæði og Halldór
Ólafsson (K.) fékk 3 atkv.
(Við kosningamar 1931 hlaut
Jón Auðun Jónsson 587 atkv.,
Finnur Jónsson 293 og Bjöm H.
Jónsson 165 atkvæði).
Talningu atkvæða er nú lokið
og úrslitin kunn i öllum kjör-
dæmum.
Kosnir hafa verið:
Sjálfstæðismenn.......... 17
Framsóknarmenn .......... 14
Jafnaðarmenn ............ 4
Utan flokka ............. 1
Að landkjörnum þingmönn-
um meðtöldum verður flokka-
skiftingin á þingi þannig:
Sjálfstæðismenn.......... 20
Framsóknarmenn .......... 16
.Tafnaðarmenn ............ 5
Utan flokka .............. 1
TOÍ JnL 4^4 M
JöLCIl. w jL JjL«
Hvenær verða þau afnumin?
—o—
Þannig spyrja menn og þann-
ig liafa þeir spurt lengi.
Allur landslýður veit, að inn-
flutningshöftirt hafa ekki orðið
að hinu allra minsta gagni.
Hins vegar hafa þau orðið til
mikilla óþæginda og tjóns.
Ýmsar nauðsynjavörur hafa
verið bannaðar, en óþarfur
varningur látinn frjáls. Það
kann ekki góðri lukku að stýra.
Verslunarstéttin er færust
um að ákveða, hvaða vörur
þurfi að vera til í landinu.
Og henni dettur ekki i liug —
allra síst á krepputímum og
peningaleysis — að flytja þann
varning til landsins, sem hún
veit, að fólkið muni ekki kaupa.
Hún veit enn fremur, að á
tímum, slikum sem þeim, er nú
standa yfir, leggur fólkið ekki
leiðir sínar i búðirnar, til þess
að kaupa vörur, sem það getur
án verið.
Á vandræðatímum kaupir
allur almenningur það, sem
nauðsynlegt er, en slær öðrum
kaupum á frest.
Kaupsýslustétlin veit, að á
tímum peningaleysis og vand-
ræða segir kaupgeta almenn-
ings til um það, hvaða vörur sé
nauðsynlegt að hafa á boðstól-
um.
Og hún flylur ekki inn í land-
ið — megi hún vera sjálfráð -—-
annað en það, scm hún þykist
vita að keypt muni verða, þrátt
fyrir stopula atvinnu og pen-
ingaleysi.
Þegar heftur er innflutning-
ur nauðsynlegra vörutegunda,
er einatt nokkur liætta á því, að
hinar óþarfari vörur, sem látn-
ar eru frjálsar, verði fluttar
inn í óþarflega miklum mæli.
Sumir kaupmenn neyðast íil
að flytja þær inn heldur en
„Heimdallur"
fer skemtiför til Þingvalla n.k. sunnudag. — Fargjald fram
og aftur er að eins 4 krónur, og verða farmiðar seldir á
laugardag eftir kl. 12 á liádegi á skril'stofu Heimdallar í Varð-
arliúsinu. —
Lagt verður upp frá Varðarhúsinu kl. 9 f. h. Einnig verð-
ur farið á laugardagskveld kl. 8 fyrir þá, er það vilja.
Heimdellingar og aðrir Sjálfstæðisnienn, fjölmennið!
Ræðuliöld, dans o. fl. verður til skemtunar.
í fjarveru minni
gegnir herra hæstaréttarmálaflatnlngsmaðnr
Garðar Þorsteinsson störfnm horgarstjóra.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 19. jiili 1933.
Jón Þorláksson.
ekkerl, svo að þcir geti haldið
áfram verslunarrelcstri sínum.
Haftastefna ríkisstjórnarinn-
ar er ekki reist á skynsamlegri
ihugun þess, livaða afleiðingar
innflutningsbann og verslunar-
þvingun kunni að liafa fyrir
landslýðinn. Hún er reist á
fávíslegri ofsatrú framsóknar-
manna um það, að liöft og bann
og allskonar þvingun og kúgun
hljóti æ að verða til blessunar.
Haftastefna framsóknar-
manna er ekki i ætt við heil-
brigða skynsemi. Hún er reist á
oftrú fávitans. Verslunarspek-
ingar þess auma liðs lifa í trú
en ekki skoðun.
Þeir tala um „blóð viðskift-
anna“, „hvarfbaug kreppunn-
ar“, „frosinn peningastraum“,
„kreppu, sem falli af himni á
spegilsléttan flöt velmegunar-
innar“ og fleira þessháttar, og
vita ekkert hvað þeir eru að
bulla.
Þeir virðast ekki liafa neina
hugmynd um það, að liafta-
fálm þeirra og fargan sé búið
að kosta þjóðina stórfé í hærra
vöruverði, en ella hefði orðið.
Þeir virðast ekki lieldur liafa
hugmynd um það', að liafta-
braslcið hefir gert marga menn
atvinnulausa og farið þannig
með fjárhag sumra, að þeir
hafa orðið að gefast upp í lífs-
baráttunni.
Og enn er það, að sumstaðar
á landinu liefir fólkið — m. a.
sveitafólkið, sem þeir þykjast
bera fvrir brjóstinu — orðið að
sætla sig við gamlar vörur, sem
það liefir neyðst til að kaupa
hærra verði en nýr vamingur
og betri liefði kostað i frjálsri
verslun.
Mcnn liafa verið að búast við
því, að framsóknarmennirnir í
stjórninni og aðrir foiystumenn
i því liði, kynni að geta lært eitt-
hvað af reynslunni.
En það ber ekki á ]iví, að þeir
geti veitt viðtöku ráðleggingum
og tilsögn þess kennarans, sem
öllum reynist bestur.
Þeir lialda dauðahaldi i vit-
leysuna og viðskifta-játningar
fávitringsins. Þeir skygna hönd
fyrir augu, góna spekingslega
út í loftið og segja, að ekki verði
aðhafst, því að „blóð viðskift-
anna“ renni enn öfugt og upp á
móti.
Og meðan svo stendur, eru
víst litlar horfur á þvi, að liafta-
vitleysan verði afnumin.
En hvenær losnar þjóðin við
þessa skottulækna viðskiftalífs-
ins?
Alvarlegt
athogimarefni.
Kosninga-úrslitin mega vel
verða jafnaðarmönnum, komm-
únistum ogframsóknarliðinu al-
varlegt athugunarefni. Þetta lið,
rauða liðið, hefir árum saman
unnið að þvi, að efla sundrung
og rig milli stétta, ofsækja and-
stæðinga sína, bera út um þá
óhróður, og sumir þeirra hafa
berum orðum verið kallaðir
bófar og glæpamenn í blöðum
rauða liðsins. Hæstiréttur hefir
margsinnis verið svívirtur í
blöðum þeirra og svo mætti
lengi telja. Og ekki hefir þá
vantað vindinn, rauðu piltana.
Þeir liafa talað og skrifað, eins
og þeir hefði allan almenning í
landinu sér að baki. Þeir hafa
fullyrt, að dagar „íhaldsins“,
þ. e. Sjálfstæðisflokksins, væri
taldir í þessu landi. Þeir hafa
fullyrt í blöðum sínum, að
Skagfirðingar mvndu kveða
upp annan dóm vfir Magnúsi
dómsmálaráðherra Guðmunds-
syni en hæstiréttur. Blöð þeirra
hafa fullyrt, að Magnús dóms-
málaráðlierra myndi falla við
kosningarnar í Skagafirði. En
margt fer öðru vísi en ætlað er.
— Sjálfstæðisflokkurinn vann
hinn glæsilegasta sigur í Skaga-
\ firði. Hann kom báðum fram-
: bjóðöndum sínum að með
l glæsilcgum meirihluta. Magnús
| Guðmundsson ráðherra fékk
: allmiklu fleiri atkvæði en Stein-
grímur Steinþórsson, Jónasar-
maður alkunnur, fékk við kosn-
ingarnar 1931, en fylgi Stein-
i gríms þessa var þann 16. þ. m.
miklum mun minna en 1931.
Skagfirðingar, eins og kjósend-
urnir í ýmsum öðrum kjör-
dæmum, liafa látið vilja sinn
skýrt í ljós og jafnframt van-
I þóknun sína og fyrirlitningu á
rauða liðinu, framkomu þess og
atferli öllu. — Sigur Magnúsar
Guðmundssonar í Skagafirði á
sunnudaginn, er mesti pólitíski
sigurinn, sem þcssi alkunni
stjórnmálamaður hefir unnið,
en jafnframt eru kosningaúr-
slitin þar í sýslu hinn mesti ó-
sigur fyrir Jónas Jónsson frá
Hriflu, sem, eins og allir vita,
lagð mesta áherslu á það af öllu,
í undangengnum kosningum,
að Magnús Guðmundsson næði
ekki kosningu. Leiðtogar rauða
liðsins' hafa hagað sér þannig á
undanförnum árum, að bert er,
að þeir hafa ætlað, að hægt væri