Vísir - 13.10.1933, Side 2

Vísir - 13.10.1933, Side 2
VlSÍR p Na ffl} m $ IÖLSO m í! Hðfom ennpá lítilsbáttar af: Girðingarnetiim, (58 cm., 100 m. rúllur. do. 90 — 50 — Gaddavír, ca. 350 mtr. í rúllu. Sléttum vír nr. 12. Járnstólpum, 182 cm. löngum. Vírlykkjum. Þeir, sem vilja tryggja sér gott og ódýrt girðingarefni, ættu að tala við okkur sem fyrst, því að birgðirnar eru takmark- aðar.---------- Sími i—2—3— Símskeyti —o-- Vínarborg, 12. október. United Press. - FB. Frá Austurríki. Dollfuss kanslari hefir til- kynt, að Starhemberg hafi ver- ið útnefndur varaformaður ætt- jarðarflokksins. Enn fremur hefir liann tilkynt, að heim- wehrliðið alt hafi verið innlim- að í þennan flokk. Er alment litið svo á, að með þessum ráð- stöfunum liafi verið stigið stórt skref í átlina til algers fasisma- fyrirkomulags í Austurriki. Dublin, 12. október. United Press. - FB. Launadeila. Félag irskra sjómanna og hafnarverkamanna liefir tilkynt „Tlie British and Irish Steam Packet Co.“, að félagsmenn geti ekki lengur unað við þau launa- kjör, sem þeir nú búi við. Jafn- framt var lögð niður vinna á tveimur skipum félagsins, en iitanfélagsmenn unnu að iileðslu þeirra. Var þeim því næst siglt til Birkenhead af yfirmönnun- um. Félagið liefir einnig tilkynt, að þeir meðlimir þess, sem hafa haft störf á hendi í Liverpool, hafi lagt niður vinnu. Stjórnmál og æfiatyri er fyrirsögn á grein, sem ný- lega birtist í enska blaðinu Tlie Manchester Guardian. Þar er þess getið, að i 15 ár hafi verið lögð mikil áhersla á það i Rúss- landi, áð gera börnin að góðum Marxistum og þess vegna liafi verið setlar nákvæmar reglur um það, hvað börnin skyldi fá í bendurnar til þess að lesa. Bókmenlir „burgeisasféttanna“ voru vitanlega bannaðar, því að þær áttu að hafa skaðleg áhrif á framtíðarborgarana í Sovét- Rússlandi, m. a. æfintýæi og æfintýralegar sögur frá ýmsum Evrópuþjóðum. — M. G. bendir nú á, að samkvæmt ályktun, sem miðstjórn kommúnista- flokksins hafi samþykt, sé breytt um stefnu, fyrirskipuð hafi verið útgáfa sígildra barna- bóka í stórum stíl. M. a. eigi nú rússnesku börnin aftur að fá að lesa Robinson Ivrúsóe og slíkar sögur. Nefnd hafi verið skipuð til þess að velja til út- gáfu handa börnunum úr verk- um Andersens og Grimms- bræðra og annara frægra barna- bókahöfunda, sem áður voru á „svarta Iistanum“. — Blaðið telur ekki líklegt, að dregið verði úr marxistiskum undir- róðri í Rússlandi, en það sé bert, að sá liugsunarhátur sé að aukast, að leggja beri dálítið meiri áherslu á að glæða hugs- analífið, en minna á óbreytan- leika (uniformity) en vanalegt sé, þar sem einræðisstjórnir séu við völd, eins og í Þýskalandi, ítalíu og Rússlandi. Blaðið telur Rússa liafa mikinn áhuga fyrir mentun, en þeir séu fyrst og fremst Marxistar og þarnæst uppfræðarar, sem liafi gleymt því, að mentunin á að leiða til sjálfstæðs þroska. Hinsvegar liafi þeir nú loks komist að raun um, að það liafi gagnstæð áhrif því, sem til er ætlast, að sækja of liart fram í undirróðursstarf- seminni meðal þjóðarinnar, og þess vegna liafi verið brevtt um stefnu. R. Kvittun. —o-- Guðm. Hannesson telur sig nú hafa svarað spurningum þeim, er eg beindi til hans hér í blaðinu fyrir skömmu. Eg kvitta liér með fyrir, að liafa séð svör lians, en tek fram um leið, að þau eiga að litlu leyti við það, sem um var spurt. Eg spurði um það, hvar á landinu og' hvenær það hefði verið, sem ckki þótti nein „yfir- sjón, að smygla inn í landið nokkurum kössum af whisky“. Þessu svarar G. H. á þá leið, að „fyrir bannið“ liafi eklci þólt neitt tiltökumál, „þó að áfengis- verslanir flyttu whisky inn í landið“. Eg spurði ekki um það, livað tíðkast hefði um whisky-flutn- inga til landsins, áður en bann- ið kom til sögunnar. Svar G. H. er því algerlega út í hötl og eintóm markleysa. Þá spurði eg um það, hve- nær það hafi eklci þótt nein „yfirsjón“, að svíkja vörur und- an lolli. G. H. fer undan flæmingi og svarar því til, að bann liafi tal- að við mann, sem veitti gest- um wliisky, og sá liafi sagst hafa verið svo lieppinn, „að ná í einn kassa“. — Og enn segir G. H., að i augum þessa manns hafi bannlögin verið „argvítug ólög“. Þeíta er óneitanlega vandræðalegt svar. Það mun nú svo, að í augum ýmsra manna sé þessi eða hin lögin „argvitug ólög“. En þó að mönnum þyki einhver lagasetn- ing rangláí, þá er ekki venju- legt, að þeir telji alveg sjálf- sagt, að brjóta lögin og fótum troða. Sæmilegir menn telja sér yfirleitt skylt að balda lögin, en frjálst er þeim auðvitað að vinna að því, að þau verði af- numin. Ef andbanningar liefði tekið þann kostinn, að halda bann- lögin og hvalt aðra til þess að virða þau, sem hverja aðra lagasetningu, þá er mér nær að halda, að nú væri engin bann- lög á íslandi. Þjóðin hefði ekki fallist á það til lengdar, að vera áfengislaus (ef marka má vín- þörf hennar af drykkjuskapn- um nú), og krafist þess, að lög- in væri úr gildi feld. Og sú krafa liefði vafalaust verið tek- in til greina. Andbanningar hnigu að þvi ráðinu, sem ver gegndi. Þeir hvöttu lýðinn til þess að brjóta þessa lagasetningu Aþingis. Þeir lýstu því nákvæmlega á prenti og á mannfundum, livernig að því væri farið, að brugga áfengi. Þeir birtu langar frá- sagnir um það, hvernig farið væri að því í öðrum löndum, að smygla inn áfengi. Þeir gerðu alt, sem gert varð, til þess að koma fólkinu í skiln- ing um, að liægðarleikur væri að hafa nóg áfengi i landinu, þrátt fyrir bannið. Þessi fræðslustarfsemi þeirra varð auðvitað til þess, að smám saman varð nóg vin í boði og fólkið fann ekki til þess, að neinn skortur væri á áfengum drykkjum. Og þess var ekki krafist af neinni alvöru, að bannið væri afnumið. Andbanningar eiga áreiðan- lega mesta sökina á því, hvernig nú er komið. Bruggararnir eru fóstursynir þeirra, lærisveinar og kjöltubörn. — Andbann- ingar hafa tafið fyrir afnámi laganna með því að sjá um, að jafnan væri fyrir í landinu gnægð áfengis. Sá hluti þjóð- arinnar, sem áfengi vill um hönd liafa, hefir ekki fundið til neinnar vöntunar. Þess vegna er bannið enn í gildi og þess vegna eru nú áfengismálin orð- in slík vandræðamál, sem raun ber vitni. Andbanningar liafa kent fólkinu að sætta sig við heimabruggað brennivín og mega nú sjálfum sér um kenna, ef bannlaga-slitrin fást ekki afnumin. Þeir eiga mesta sök- ina á spillingunni og vandræð- unum. G. H. lét svo um mælt í grein sinni í „Andbanningi“ 30. f. m., að ríkið færi nú eins að ráði sínu og maður sá, sem smyglar inn áfengi í stórum stíl. — Mcr þótti þetta furðuleg ákæra og þykir enn. Og eg lél þess gct- ið, .að mér þætti réttast, að mál- ið 5Tði rannsakað. G. H. segir út af þessu, að honum virðist koma nokkurn- veginn í einn stað niður, livort einstakir menn smygli inn í landið mörgum whisky-köss- um, eða ríkið flylji inn Spán- arvín með frjálsum hætli og greiði af því tóll, svo scm lög mæla fyrir. — „Hvorttveggja er i mínum augum sami verknað- urinn“, segir G. H. Eg ætla ekki að eyða orðum að þessari fullyrðingu liáskóla- kennarans. — Allir mega sjá, að hann stendur nú óþægilega liöllum fæli á flughálum isi. En mér er svo hlýtt til G. H., að mér mundi þykja miður, ef hann fengi mjög slæma byltu þarna á glerhálu svellinu. J. »CS>0^>qO<SKWSSKIQ | Bæjarfréttir jj TOOO CX=>00 IO.O.F. 1 = 1151013872 = Veðrið í morgun: Hiti í Reykjavík 7 stig, ísafirði 4, Akureyri 3, Seyðisfirði 4. Vest- niannaeyjum 8, Grímsey 5, Stykk- ishólmi 4. Blönduósi 4, Raufár- Skúli Magmússon: Er hnngnr í Rðsslandi ? Frásögn um ferðalag til Ukra- ine í sumar. — Erindið verður flutt í Iðnó á sunnudag 15. okt. kl. 4 e. h. -— Aðgangur 1 króna. Aðgöngumiðar seldir i Iðnó frá kl. 1 á sunnudag. Hér með er vakin athygli þeirra manna í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur, sem þurfa að leita hjálpar Kreppulána- sjóðs, að snúa sér til Einars Helgasonar, garðyrkjustjóra. Hérðasnefnd Kreppulánasjóðs. höfn 5, Flólum i Hornafiröi 9, Færeyjum 10, Julianehaaab o, Jan Mayen -3- 3, Hjaltlandi 10, Tynemouth 7 stig. Mestur hiti hér í gær 7 stig, minstur 5. Úrkoma 6.9 mm. Sólskin 0.6 st. Yfirlit: LægiS yfir Reykjanesi á hreyíingu r.oröaustureftir. Horfur: Suö- vesturland, Faxaflói: Breytileg átt og dálítil rigning fram eftir deginum, en síðan noröan eða norðaustankaldi og léttir til. Brei'ðafjöröur, VestfirSir: Stinn- ingskaldi á norðaustan, hvass út af Vestfjörðum. Úrkoma og kalsa- veður. Norðurland, norðaustur- land: Vaxandi austan og síðar r.orðaustan kaldi. Rigning eða slydda. Austfirðir, suðausturland: Breytileg átt í dag, en vaxandi norðanátt í nótt. Rigning. ■V ' { • Silfurbrúðkaupsdag eiga á morgun frú Sigríður Kristjánsdóttir og Símon Símon- arson, Sogabletti 20. — Silfur- brúðkaupsdag eiga 15. þ. m. frú Guðrún Pálsdóttir og Bjárni Bjarnason, Jónshúsi, Grímsstaða- holti. 77 ára cr i dag Jón Hannesson, frá Aust- v.rkoti. 63 ára er i dag Jóhanna Guðmunds- dóttir, Traðakotssundi 3. Strandferðaskipin. Esja var á leið til Raufarhafn- ar í morgun, en Súðin á leið til Búðardals. Skip Eimskipafélagsins; Brúarfoss fór héðan i gær- kveldi áleiðis til Reyðarfjarðar og London. Gullfoss kom til Siglu- fjarðar í morgun. Goðafoss er væntanlegur til Vestmannaeyja siðari hluta dags á morgun. Detti- foss er væntanlegur til ísafjarð- ar kl. 7 i kveld. Selfoss er i Kaupmannahöfn. Lagarfoss var á Borðeyri í morgun. Sjómannakveðjur. North Sidney, N. S. 12. okt. FB. Vellíðan allra. Kærar kveðjur. íslendingarnir á Euskal Erria. E.s. Lyra fór héðan í g.ær áleiðis til Nor- egs. G.s. ísland kom að vestan og' norðan í morgun og fer héðan annað kveld kl. 8 áleiðis til Kaupmannahafnar, um Vestmannaeyjar og Þórshöfn í Færeyjum. Bannmálið. Útvarpsumræður um bannmálið hefjast í kveld kl. 9og standa yfir til kl. ii)4. Af hálfu bann- manna tala þeir Sigfús Sigurhjart- arson stórtemplar, frú Guðrún Lárusdóttir og Pétur G. Guð- mundsson, en af hálfu andbann- inga Guðm. Hannesson prófessor, G T Teofani Cigareitur 20 Stk. 1.25. octdat fivaivetna. ■11 mi iniirinr 1.... Kristján Albertson rith. og Guð- brandur Jónsson rith. Umræðurn- ar halda áfrarn annað kveld. Tala J)á sex af hálfu bannmanna og' jafnmargir af hálfu andbanninga, en ræðumönnum verður ])á ætlaður styttri tími en í kveld. Farþegar á Brúarfossi til útlanda voru Guðrún Jóns- dóttir, Mrs. Guðrún Camp og clóttir hennar, Ásta Jóhanuesson, og til Austfjarða Jón Kjartans- son. Bjarni Björnsson endurtekur skemtun sína í kveld kl. 9 í Iðnó, í síðasta sinn. Hann hefir farið víða í sumar og skemt mönnum, hvarvetna við ágæta að- sókn. Þarf ekki að efa, að hús- fyllir vcrði hjá Bjarna í kvelíd og að menn skemti sér að vanda. X. Héraðsnefnd Kreppulánasjóðs auglýsir í blaðinu í dag, að þeir menn í lögsagnarumdæmi Reykja- vikur, sem þurfi að leita hjálpar kreppulánasjóðs, geti snúið sér til F.inars Helgasonar garðyrkju- stjóra. Nýja verslun opnar Egggert Jónsson á Týs- götu 3 á morgun. Hefir hann þar á boðstólum matvörur, hreinlætis- og tóbaksvörur. Sjá augl. Götuljóskerið við Tjarnargötu 5 liefir verið í ólagi nú a'ð undanförnu. í fyrri viku var það ljóslaust nótt eftir nótt, en svo var loks gert við það og dugði sú lag- færing einn eða tvo sólarbringa. Undanfarin kveld befir ekki logað á ljóskerinu og færi vel á þvi, að þetta yrði lagfært án frekari umkvartana. Gengið í dag: Sterlingspund.......kr. 22.15 Dollar .............— 4,7(5V* 100 ríkismörk þýsk. — 170,08 — frankar, frakkn. . — 28,18 — belgur ............ — 99,92 — frankar, svissn. .138,98 — lírur............ — 37,87 — mörk, finsk .... — 9,81 — pesetar ........— 60,22 — gyllini .......... — 289,48 — tékkósl. kr.....— 21,4(5 — sæuskar kr.....— 114,41 — norskar kr.....— 111,44 — danskar lcr.....— 100,00 V

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.