Vísir - 06.12.1933, Side 2
VlSIR
UMBÚÐAPAPPÍR í rúllum, 20—40—57 cm.
KRAFTPAPPÍR, 100 cm.
PAPPÍRSPOKAR, allar stærðir.
GÚMMÍBÖND.
SEGLGARN.
SKÓGARN.
S í mi: 1-2-3-4.
Anglýsingastríð Nýja dagblaðsins
færist inn í þiogið.
Eftlrtektarverð afgrelðsia þlngmáls i efrl delld (gær
vm
þarf ekki meðmæli — talið við þá
sem nota það.
Fæst f ðllum matvðroversíunum.
I gær fór fram i efri deilcl frh.
íyrri umræöu uni þálí.till. Guö-
rúnar Lárusdóttur um heimild
handa stjórninni til aö veita leik-
félögum Reykjavíkur, Akltreyrar
og ísafjaröar undanþágu frá
skemtanaskatti, þann tima sent
skatturinn elcki rennur í ÞjóSleik-
hússjóð. Fjárhagsnefnd hefir skil-
aö áliti um máliö og lagt til aö
þaS næöi fratn aö ganga. Einn
nefndarmaöur skrifaði þó undir
álÍtiö meö fyrirvara. Eins og áður
hefir verið skýrt frá flutti Jónas
Jónsson brtt. þess efnis, aö ef
stjórnin veitti Leikfél. Reykjavík-
ur þessa undanþágu, skyldi hún
fela Haraldi Björnssyni „kritíska
endurskoöun“ á starfsemi og
rekstri þess, og launa hann fyrir
það úr sjóði félagsins.
Jón Þorláksson haföi framsögu
íyrir hönd nefndarinnar. — Benti
hann á það aö sá heföi veriö til-
gangurinn meö álagningu skemt-
anaskatts, að styrkja aöstöðu leik-
listarinnar gagnvart öörum skemt-
unum, einkanlega kvikmyndunum,
og því væri óeðlilegt að taka skatt
aí leiksýningum eftir aö hann hafi
verið tekinn af Þjóöleikhússjóðn-
um. Þau félög sem hér væri um
að ræöa væru styrkt af opinberu
íé og væri því ríkið að taka með
annari hendinni það sem það gæfi
nieð hinni, ef það léti þau greiða
skatt í ríkissjóö. Sagöi þm. að hér
væri um svo smáar upphæðir að
ræða, að sjálfsagt væri aö veita
leikfélögunum þennan stuðning.
Jónas Jónsson var í essinu sínu,
hvað snerti oröbragð og meöferð
á sannleikanum. Á dögunum þegar
umr. um máliö hófust taldi hann
rétt og skylt áð styðja leiklistina
á þennan hátt, —« þó með því skil-
yrði sem áöur greinir. En í gær
var ný hlið uppi á teningnurh. Mun
cftirtekt hans hafa veriö vakin á
því síðan um daginn, að Leikfél.
hefir ekki auglýst í Nýja dagblað-
inu. Spuröi hann G. L. hverju þetta
sætti, og viðhafði heldur óþvegin
orð um stjórnendur félagsins, —
talaði urn nazistaæöi, glæpamenn,
heimsku og illgirni í því samb.,
svo að tekið sé sýnishorn af orð-
bragðinu. Og ekki sagði hann að
til mála gæti komiö að Framsókn-
armenn á þingi styddu félagið á
uokkurn hátt, ef það ekki auglýsti
í Nýja dagblaðinu. Ennfremur
slagaðist hann á sömu vitleysunni
og áður um fjármálastjórn Har-
aids Björassonar, sem ekki kom
neitt við fjármál félagsins og það
að hann hafi verið flæmdur frá
leikstjórn (H. B. stjórnaði Galdra-
Lofti).
Guðrún Lárusdóttir 1>enti á að
frá i. jan. n. k. ætti Mentamálaráð-
ið að hafa eftirlit með starfi Leik-
íél. Reykjavikur að nokkru leyti,
og væri þá því síður ástæða eu
ella til þess að stofna þetta nýja
embætti sem H. B. væri ætlað. —
Viðvíkjandi auglýsingunum benti
hún á það að L. R. auglýsti heldur
ekki í Heimdalli, svo að af þvi
mætti sjá að ekki væri það póli-
tjskar ástæður sem réðu. Ættu þm.
því ekki að setja það fyrir sig
sérstaklega þar sem hér væri um
hagsbót fyrir alþýðu nianna að
ræða, þar sem ætlast væri til að
styrkur þessi kæmi fram í lækkuðtt
verði aðgöngumiða.
Tillaga Jónasar J. (unr H. B.)
var feld með 7 atkv. gegn 1. Var
þvínæst gengið til atkv. um það
hvort vísa skyldi málinu til sið-
ari untr., og var það felt. Kom
það mjög flatt upp á menn. Er
augljóst, að það eitt réði úrslit-
urn aö L. R. hefir ekki séð á-
stæðu til að auglýsa i Nýja dagbl.
Það er ennfremur augljóst að J. J.
hefir róið í J. B. eftir að hann
skrifaði undir nefndarálitið og
fengið .hann til að greiða atkv. á
móti frv., því að ekki hefði J. B.
skrifað undir álitið, — þó með fyr-
irvara væri, — ef hann hefði þá
viljað fella það við fyrstu ttmræðu.
Visir átti í gær tal við formann
Leikfélags Reykjavíkttr, Lártts
Sigurbjörnsson og fékk hjá hon-
um nokkrar upplýsingar um tnál
þetta. Sagði hann að það væri ein-
göngu af sparnaðarástæðum að fél.
ekki auglýsti í Nýja dagblaðinu.
Væru nú injög erfiðir tímar fyrir
félagið og hefði það því orðið að
gera ýmsar sparnaðarráðstafanir,
en reynt að gera þær á þann hátt
að það kæmi sem minst niður á
leik og leiksviðsútbúnaði, — t. d.
með því að draga úr auglýsinga-
kostnaði. Hefði fél. í haust hætt
að auglýsa í Heimdalli og minkað
augl. sínar i dagblöðunum þrem
um helming. Það hefði því ekki
þótt ástæða til að fara að augl. í
Nýja dagblaðinu er það hóf göngu
sina, einkanlega vegna ]>ess að á-
litið var að augl. í göntltt blöð-
unum myndu fyllilega nægja þörf-
um félagsins.
Utu það hvað stjórn L. R. og
Nýja dagbl. hefði farið á milli, gaf
form. þær upplýsingar að hún
hefði neitað afgreiðslumanni þess,
Vigfúsi Guðmundssyni, um aug-
lýsingar með ]>eim forsendum, er
áður greinir, en látið þess getið
um leið, að ef alrnent yrði farið að
auglýsa skemtanir í N. dbl., —
til dasmis ef kvikmyndahúsin tæki
upp þann sið, — þá myndi Leik-
félagið gera það lika, en ekki fyr.
Um það bil að borin var fram á
þingi tillagan sem feld var í gær,
átti Lárus tal við Vigfús Guð-
mundsson um þetta mál og lagði
Vigfús þá ntjög fast að honum um
að auglýsa í N. dbl. og hótaði
þó ekki væri með berum orðum —
að félagið skyldi hafa verra af því
ef það færðist lengur undan því.
Ef ]>að ætlaðist til þess að fram-
sóknarmenn veittu þvi -stuðning,
]>á yrði það að attglýsa i lilaði
þeirra.
Niðurstaðan af ]>esstt öllu er at-
kvæðagreiðslan um skenttana-
skattstillöguna í gær.
En tneðal annara orða: Hvort
lialda framsóknarmenn heldur að
tilgangur auglýsenda sé sá, að
styrkja blaðaútgáfu einstakra póli-
tískra flokka, eða hinn, að kotna
þvi sem ]>eir þurfa að auglýsa til
vitundar almennings með sent
bestu móti?
Frá Alþingi
Efri deild.
Fjögur frv. voru afgr. sem lög
frá Alþingi.
1) Heimild fyrir ríkisstjórn-
ina til að láta öðlast gildi ákvæð-
iu í samningi milli Norðurlanda-
rikjanna um gjaldþrotaskifti.
2) Lög um lögreglustjóra i
Keflavík.
3) Breyting á 1. um heimild
fyrir ríkisstj. til þess að ábyrgjast
rekstrarlán fyrir Útvegsbankann.
4) Breyting á lögum unt
Kreppulánasjóð. Afgreidd var til
stjórnarinnar þál. till. um talstöðv-
ar.
Frv. til 1. um ábyrgð ríkissjóðs
fyrir Samvinnufél. sjómanna á
Stokkseyri til bátakaupa vár til 1.
umr. Flm. er Eiríkur Einarsson.
Gerði hann grein fyrir }>eirri nauð-
syn sem á þvi væri að létta undir
með Stokkseyringum i þessu efni.
Atvinnumöguleikar þorpsbúa væru
nú mjög bágbornir, sem sjá mætti
á því að á tiltölulega stuttum tima
hefði mótorbátum þar fækkað úr
16 niður í 6, en íbúatala þorpsins
stæði nokkurn veginu i stað. Ósk-
aði flm. vegna þess hve stuttur
tími er til stefnu að málið yrði
ekki tafið með því að fara til
nefndar, og félst deildin á það.
hrv. var vísað til 2. umr.
Á öðrum stað í blaðinu er sagt
frá þeirri einkennilegu afgreiðslu,
sem þál. till. um undanþágu
nokkurra leikfélaga á landinu frá
skemtanaskatti, fékk í deildinni.
Neðri deild.
, Frv. um br. á 1. um verkamanna-
bústaði var samþykt eins og efri
deild hafði gengið frá þvi, og af-
greitt sem lög' frá Alþingi. — Frv.
um ábyrgðarheimild fyrir láni Jóh.
Jósefssonar var umræðulaust vísað
til 3. umr. Þál.till. um skipun milli-
]>inganefndar til að athuga launa-
mál o. fl. var eftir stuttar umr.
vísað til síðari umræðu með nokk-
urum óverulegum breytingum. —
En tillögunni um „launakjör" var
vísað til stjórnarinnar með 13 atkv.
gegn 4 eftir allsnarpar umræður
aðallega milli Jóns Páhnasonar og
forsætisráðherra. - Frv. um einka-
leyfi Ölg. Egils Skallagrímssonar
var afgreitt til efri -deildar, um-
ræðulaust, en að viðhöfðu nafna-
kalli og sögðu 14 þm. já en 6 nei.
8 þm. voru fjarverandi. — Haldið
var áfram umræðum útaf fyrir-
,spurn Jóhanns Jósefssonar útaf
störfum skilanefndar i þrotabúi
Síldareinkasölunnar. Fyrstur talaði
Finnur Jónsson og var hann eitt-
hvað að harma afdrif einkasölunn-
aiv en taldi annars rétt að reyna
að ljúka sem fyrst við uppgerð
búsins. Jóh. Jósefsson taldi það
vafasamt, að ráðherra hefði fengið
sannar upplýsingar um kostnaðinn
við starf skilanefndarinnar og
mæltist ráðh. þá til að umr. yrði
frestað á ný svo að hann gæti kraf-
ið nefndina sagna á ný, og var það
gert og málið tekið út af dagskrá.
Út af dagskrá voru ennfremur tek-
:n þrjú mál: frv. um Iaunakjör á
varðskipunum, frv. til laga um
kosniugar til Alþingis og frv um
ríkisábyrgð fyrir l>æjarútgerð i
Reykjavík.
Sameinað þing.
Fundur hafði verið boðaður í
sameinuðu þingi kl. 5, og var búist
við löngum fundi þar, jafnvel fram
á nótt, því að á dagskránni var
varalögreglan, till. út af starfi
Einars M. Einarssonar, áfengis-
málið o. fl. — En stjórnarskrár-
nefndin sem á um kosningalögin
að fjalla, mæltist nú til þess að
henni væri veitt tækifæri til þess
að athuga það mál á nefndarfundi
og að fundurinn í sameinuðu þingi
yrði látinix falla niður. Varð for-
seti velj við þeim tilmælum. en
lét þó kjósa þingfararkaupsnefnd
og afgreiða þingsályktunartillögu
um ýmsar athuganir viðvíkjandi
Eiðaskóla. — Síðan var þeim
fundi slitið.
Fljótip á sóf
eru þeir i Alþýðublaðinu í dag,
er þeir skýra frá því, að for-
sætisráðherra hafi á fundi í
sameinuðu þingi i gær, lýst
mig ósannindamann og að eg
hafi svarað þvi, að forsætisráð-
lierra færi með ósannindi! Og
um livorttveggja skýrir blaðið
rangt frá. — Það er rétt, að eg
tók fram í fyrir ráðherranum
og sagði að hann skýrði alger-
lega rangt frá því, hvað hefði
farið á milli ríkisstjórnar og
bæjarstjórnar Reykjavíkur um
fjárframlög úr ríkissjóði til
atvinnubótavinnu hér í bænum
í fyrrahaust, og eg mun, næst
þegar sama mál verður til um-
ræðu á þingi, færa frám fullar
sannanir fyrir því, að eg liefi
haft rétt fyrir mér. — En í því
felst nú ckki óhjákvæmilega
það, að forsætisráðherra hafi
sagt beinlínis ósatt. Og eg ætla
honum það ekki, að lionum
hafi verið það Ijóst, live villandi
frásögn hans var, þó að ekki
fælist í lienni bein ósannindi.
Reykjavik, 5. des. 1933.
Jakob Möller.
Ný þingmál.
—o—>
Sala mjólkur og rjóma í
Reykjavík og Hafnarfirði.
Jörundur Rrynjólfsson og Jónas
Jónsson flytja eftirfarandi þál. í
sameinuóu l>ingi: í
„Sameinað Alþingi ályktar aS
að skora á ríkisstjórnina aS skipa
nú þegar 7 manna nefnd, ólaunaöa,
til aö undirbúa fyrir næsta þing
frumvarp um skipulag á sölu
mjólkur og rjóma í Reykjavík og
Hafnarfiröi.
Nefndin skal þannig skipuö, aö
hvert af eftirtöldum félögum og
stofnunum geri tillögu fyrir sig
um einn mann í nefndina: Mjólk-
urbú Flóamanna, Mjólkurbú Ölf-
usinga, Mjólkursamlag Borgfirö-
inga, Mjólkurfélag Reykjavíkur,
Mjólkurbú Korpúlfsstaöa, Mjólk-
urbú Gnúpverja og Alþýöusam-
band fslands.
- Ef einhver þessara aöilja til-
nefnir ekki mann í nefndina, skal
ríkisstjórnin skipa í hans stað.
Viö samningu frumvarpsins skal
leggja meöal annars megináherslu
á þaö, aö allir þeir framleiöendur,
sem flytja eöa geta flutt mjólk eða
rjóma til neyslu í Reykjavík og
Hafnarfiröi, hafi hlutfallslega
jafna aöstööu um aö fá vöru sína
selda í bæjunum, án tillits til þess,
hvar þeir búa á framleiöslusvæð-
inu. Ennfremur aö meö hagkvæm-
ari skipulagningu á sölu vörumiar
veröi unt að létta af henni lað
verulegu leyti hinum mikla kostn-
aði, sem nú er viö flutning hennar
og dreifingu til neytenda."
—o—
Bathurst, 5. des.
United Press. — FB.
Lindbergh
á leið til Suður-Ameríku
Lindbergh og kona hans ráögefa
aö leggja af staö héöan á miðnætti,
aö þvi er ætlað er til Brazilíu.
Batliurst, 6. des.
United Press. - FB.
Lindbergh og kona hans eru
lögð af stað héðan og er enn
ætlað, að þau muni halda tH
Braziliu.
Síðari fregn: Frá New York
er símað, að áreiðanlegt sé, að
Lindbergh ætli til Brazilíu. Hef-
ir hann haft stöðugt samband
við loftskeytastöðina i Para frá
því nokkuru eftir að hann lagði
af stað frá Afríku.
London, 5. des.
United Press. — FB.
(írar og Bretar.
Thomas nýlendumálaráðherra
Bretlands hefir svarað orösend-
ingu frá De Valera og las svarið
upp i neöri málstofunni. í orö-
sendingunni spurði De Valera um
hvað Bretastjórn mundi gera, ef
fríríkið geröist lýðveldi. Kvað
Thomas Bretastjórn ekki undir
það búna að gera grein fyrir frain-
komu sinni undir „algerlega
ímynduðum kringumstæðum" og
muni hún þvi bíöa átekta uns kom-
ið sé í ljós hvað De Valera taki
sér næst fyrir hendur í þessura
efnum.
New York, 6. des.
United Press.-FB.
Afnám bannsins.
Ríkið Utah samþykti afnám
bannsins til fullnustu kl. 5,31 e.
h. í gær (Eastern Standari
Time) og er því bannið úr sög-
unni, að því er sambandsríkið
snertir, en bann er enn í sum-
um liinna einstöku ríkja.
Rómaborg, 6. des.
United Press. — FB.
Fasistar og Þjóðabandalagið.
Fasistaráðið hefir ákveðið,
að halda áfram þátttöku Ítalí*
í þjóðabandalaginu, að því tU-
skildu, að liraðað verði umbót-
um, að því er snertir stjórnar-
skrá, starfsemi og tilgang
bandalagsins.