Vísir - 18.12.1933, Síða 6
.Mánudaginn 18. des. 1933-
VlSIR
Til jólagjaia
1933:
Ekta Kristallsvörur. Model 1933. Áfar mikið úrval.
Matar-, Kaffi-, Ávaxtastell og allskonar Postulíns-
vörur; aldrei eins mikið úrval og nú.
2 turna Silfurplett-borðbúnaður, margar gerðir. —
Skrautvörur ýmiskonar. Barnaleikföng. Dömutöskur.
og ótal margt fleira.
Njtsöm jölapjðf
í »oc:i^oo:5W50! 5000:5000:500:
er góð gleraugu. Kaupið
kort, sem gefur ávísun á
gleraugu. Viðkomandi, er
gjöfina fær, getur sjálfur,
með ]iví að framvísa kort-
88 inu, fengið útmældan
88 styrkleika sjónarinnar og
88 valið sér gleraugu við sitt
88 hæfi. —
§ F. A. Thiele,
££ Austurstræti 20.
í
Aldrei nokkru sinni höfum við haft eins mikið af
vörum, ágætum til jólagjafa handa unguin og gömlum,
og nú, og aldrei hefir verðið verið eins lágt.
K. Eniarsson & Bjðrnsson.
Bankastræti 11.
Til minnis:
Á jólaborðið:
Lúðuriklingur og rjómabús-
smjör. —
SignrSar Þ. Jðnsson,
þeir (þ. e. hrútar í Norður-
Múlasýslu) yfirleitt betri hvað
mál snertir, og er sérstaklega
greinilegt, að lilutföllin í Iengd-
unum eru réttari — hafa batn-
að — og mun enski freðkjöts-
markaðurinn ciga mikinn þátt
í því. Af málunum kemur ekki
fram annað atriði, sem var á-
berandi að hrútarnir höfðu
batnað með, en það voru herð-
arnar, þær voru nú yfirleitt
ekki eins skarpar og síðast“.
Bændavinur.
á sjó. Vel skrifuS, og hlýtur mah-
ur viS lesturinn aS hvarfla hugan-
um, til þeirra sem heyja baráttuna
fyrir lifinu úti á æstum öldum
hafsins. Bæn fyrir sjómönnum
heitir eitt kvæðið. Fyrsta erindiö
er svona:
Ó, faSir alls um allan heim,
þú einnig stjórnar bylgjum þeim,
sem eirSarlaust um úthafsdjúp,
sig einatt klæöa hvítum hjúp.
Ó, bænheyr oss, og blessa þá,
sem 1)úa og starfa sjónum á.
Laugaveg 62. Sími 3858.
Kxsot 500:» ítsco; scss w: stsuo; ksosso;
Allir, sem vilja gefa
vandaðar jólagjafir,
eiga fyrst og fremst
erindi í
Sportvöruhús Reykjavíkur.
Blúm & Ávextir
Básúna
heitir nýútkomin bók. Höfundur-
inn Eb. Elænezersson er sjómaður
— vélstjóri. — Frístundir sínar
hefir hann notaö til þess að semja
þessa bók sína, er hann nú hefir
ráöist í aö gefa út. í henni eru
ritgerðir og ljóð. Maöur sér strax,
viö lestur Jjessarar bókar aö það
er maður, sem yrkir og ritar af
áhuga fyrir því, sem hann telur
nauösynlegast vera. Hann yrkir
ekki eöa ritar, aöeins til þess að
geta haft það á tilfinningunni að
hafa ort og ritaö. Þaö er fjársjóð-
ur, sem hann á, og vill láta aðra
njóta góðs af.
Ekki er ætlun mín, með þessum
íáu línum, að gagnrýna innihald
bókarinnar, en aðeins að benda á,
að hún er vel þess verð að vera
lesin, og tel eg hvern þann, sem
les hana verja þeirri stund vel,
sem í þann lestur fer.
í bókinni eru 4 ritgerðir, og er
ein þeirra frásagnir um hrakninga
Ekki er alt í þessum tón, sem
hann yrkir. Hann getur líka deilt
á það, sem hann telur órétt vera.
Eins og til dæmis eitt erindið sýn-
ir, er hann kallar: „Afvegaleið-
andinn.“ Það er svona:
Friður sýnum, röskur ræðumaður;
réðst hann til að kenna drottins
orð. —
— En því miður, Niflheims
vondi naður
náði tökum gegn um hann á storð.s
Fastheldni við Orðið lenti í losi,
en lýgin, fegruð mælgi komst
á rás.
í mannlífs varð hann spilum
spaðagosi,
í spariskrúða lék þó tígulás.
Þessi sýnishorn úr innihaldi
„Básúnu“ læt eg nægja. Bókin er
prýdd myndum, sem gert hefir
Viggo Jessen vélstjóri. Aðalútsala
bókarinnar er í bókaverslun Sigur-
jóns Jónssonar.
Mikros.
Hafnarstræti 5. Sími 2717.
Gott úrval af tækifærisgjöf-
um. T. d.: Keramikvörum og
Kristalsvörum. Verð við allra
hæfi.
Hárfléttar
við íslenskan búning í öllum
litum, frá 10 kr. parið.
Keypt afklipt hár.
Hárgreiðslnstofaa
PERLA.
Bergsta'Öastræti 1.
Ný
gerð
af úrum og
klukkum
nýltomin.
Besta jólagjöfin.
JÓN SIGMUNDSSON
gullsmiður.
Laugavegi 8.
Tomatsósan
er besta sðsan með allskonar flskmeti.
Fæst hjá kaflpmanni yðar.
Fiskilínur
góðar og verðið mikið Iækkað. Mest notaðar í Englandi.
Rendall & Coombs.
Bridport, England.
Aðalumboðsmenn á íslandi:
S. ÁRNASON & CO.
Sími 4452. — Lækjartorg 1.
MILLGNNIUM
JLVX H VEITI MjBjL
þarf ekki meðmæli — talid vid þá
sem nota það.
Fæst í ðtlnm matvöruversímm
y| Höfum fyrirliggjandi í heildsölu nokkrar tegundir af ágætum og mjög ódýrum I splluir u |
I Jóh. ölafsson & G HverfisgötU' 18, Reykjavík. jl| Sími 1630. — !o. 1
IIERFERÐ SVÖRTU STJÖRNUNNAR.
— Eg sagði drjólnum, að þetta yrði óhappanóttin
hans! Lofið mér að komast að lionum. Eg hefi dálitla
reikninga að gera upp við þann fugl.
— Við skulum allir komast að lionum, Muggs. Við
komumst inn eftir mínútu.
Nú voru dyr og gluggar að brotna. Lögreglumenn
streymdu inn í húsið. Þeir fengu skot á móti sér, bæði
úr skammbyssum og gasbyssum. Þeir brutust gegnum
gasmekkina, og öðru hverju féll einn og einn maður af
þvi að hann hafði andað að sér of miklu gasi. Þeir lögðu
í áflog við grímuklæddu mennina. Leikurinn barst um
alt húsið, en fyrir utan biðu aðrir, sem höfðu gætur á
þvi, að enginn kæmist burt' frá húsinu.
Einn fulltrúi fógetans hafði áður verið rafmagnsmað-
ur og vissi af tilviljun hvar rafmagnssnerlarnir voru í
Branninton-höllina. Hann. braust þangaÖ og kveikti
ljósin.
Eftir það fór að ganga betur, því nú var hægt að
þekkja vin frá fjandmanni.
Bófarnir viggirtu sig í nokkrum herbergjum. Sumir
þeirra fleygðu ]ió frá sér vopnunum og réttu upp hendur
til merkis um, að þeir gæfust upp, og þeir voru þegar
teknir og járnaðir. Hinir voru hraktir af neðstu hæðinni,
en héldu áfram bardaganum upp stigann og börðust sið-
an á annari hæðinni.
Verbeck og Muggs voru í miðjum bardaganum. Þeir
voru að gá að Svörtu stjörnunni. Kowen fógeti og lög-
reglustjórinn sömuleiðis. Þeir rannsökuðu kjallarann og
stofurnar á neðstu hæð, en fundu hans engin merki.
— Hann hlýtur að vera uppi, kallaði Verbeck. — Upp
með okkur.
Gestirnir, sem höfðu verið i haldi, voru nú leystir úr
því. Konurnar flýðu út á grasvöllinn og þaðan út á göt-
una. Sumir karlmennirnir fylgdu þeim en aðrir tóku þátt
i bardaganum. Nú var kominn heill mannsöfnuður á göt-
una og fleiri bættust við í sífellu. Fregnin hafði borist
út um borgina, að Svarta stjarnan væri að ræna þarna
og hefði verið króaður inni þar, ásamt mönnum sínutn.
Bófarnir voru nú hver um annan þveran að lenda í klóm
lögreglunnar. Fáeinir höfðu særst, og það höfðu einnig
nokkrir lögreglumenn. En nú voru bófarnir tvístraðir
og öðru hverju var einn og einn að gefast upp eða falla
í hendur óvina sinna.
Verbeck og Muggs, fógetinn og lögreglustjórinn hugs-
uðu ekki um annað en foringjann sjálfan. Þeir vissu, að
liðsmenn sínir myndu sjá fyrir hinum. Það var sjálfur
höfuðpaurinn, sem þeir vildu ná í til þess að kotna honum
í fangaklefann aftur, og fá mörgum árum bætt við hinn
fyrri dóm, er hann hafði fengið; vildu koma honum i
stóra fangelsið upp með ánni, þar sem hann myndi ekki
lengur vera ógnun fyrir borgina og landið í heiid
sinni.
Þeir hlupu stofu úr stofu að leita að honum. Þeir öskr-
uðu bendingar hver til annars gegn um orustugnýinn.
Þeir fundu stofu við endann á ganginum uppi, og voru
dyrnar læstar. Þeir hlupu þegar á hurðina og brutu hana.
Þar inni var sá, sem vcrið var að leita að. Hann haf'ði
tekið af sér sloppinn og grímuna. Haun hélt á sprengju
í annari hendi og stöðvaði þá tneð bendingu.
— Bíðið sagði hann. — Þetta hérna er ekki gas-
sprengja, heldur virkileg sprengikúla, sem getur sprengt
okkur alla i tætlur. Svo þið komuð fjórir að sækja.mig?
Hr. Verbeck, lögreglustjórinn, fógetinn og — Muggs.
Eg býst við, Muggs, fyrst þú ert hér kominn,. að þú
hafir staðið fyrir þessu öllu saman?
— Já, það geturðu bölvað þér uppá, æpti Muggs.
— Bíðið við herrar mínir. Reynið ekki að hefja vopn
á loft, því þá farið þið samstundis út fyrir gröf og dauða
í einum hvelli. Bófinn gekk að glugganum.
— Þið hafið víst króað mig inni? Og ætlið að setja
mig í fangelsi. En það vill svo til, að eg hef eitt spil
á hendinni enn.
Hann kastaði sprengjunni 0g hún sprakk, en reyndist
vera gassprengja. Gásmökkurinn gaus upp kring um þá.