Vísir - 20.12.1933, Blaðsíða 6
Miövikudaginn 20. des. 1933.
y ísir
byrgö frá 1. sept s. 1. undir firma-
nafninu „Nordalsíshús," sam-
kvæmt leyfi Jóhannesar Nordal.
Stúdentafélag Háskólans
heldur dansleik á Hótel ísland
á gamlárskveld. Öllum stúdenturn
er heimill aögangur. Sjá nánara í
augl., sem birt er í blaðinu i dag.
Gullverð
islenskrar krónu er nú 54.56,
mi'ðaS viö írakkneskan franka.
E. s. Lyra
kom frá Noregi í fyrrinótt.
„Margare't CIark“
er talin óbrotin enn og hefir
færst nær landi. Vafasamt er tal-
iö, aS skipiS náist út. Björgunar-
skip frá Bretlandi gerir tilraun til
þess aS ná því út. SkipiS lá í
Vestmannaeyjum í gær. Hafa veS-
ur veriS óhagstæS og skipiS enga
tilraun getaS gert til þess aS ná
út botnvörpungnum.
Áskorun til Reykvíkinga.
Um leiö og eg þakka öllum þeim
mörgu, sem á einn eöa annan hátt
hafa styrkt jólastarfsemi Vetrar-
hjálparinnar meö fjárframlögum,
vöru- eöa fatagjöfum, leyfi eg mér
aS beina þeirri áskorun til þeirra,
sem enn þá hafa ekki sent Vetr-
arhjálpinni jólagjöf sína aö gera
þaö hiö allra fyrsta. Sérstaklega
vanhagar um fatnað fyrir börn,
konur og karlmenn. Eru beiönir
um fatnað meiri nú en noklcru
sinni fyr og verður ekki kleift aö
sinna nema litlu af þeim — enda
þótt margar stórar fatagjafir hafi
borist —• nema að menn taki þess-
ari málaleitun vel og seitdi gjaf-
ir sínar sem fyrst. — Menn eru
beðnir aö tilkynna í sima 4292 ef
þeir eiga föt, sem þeir vilja gefa.
eða skófatnað og annað, sem að
gagni má verða fyrir klæðlitið og
skólítið fólk. — Með besta þakk-
læti fyrirfram fyrir stuðning yðar.
F. h. Vetrarhjálparinnar í Reykja-
vik.
Gísli Sigurbjörnsson.
Útför Þjóðverjanna,
senr fórust, er þýskur botnvörp-
ungur ætlaöi að gera tilraun til aS
ná út b.v. Margaret Clark sem
strandaði viö Svínafellsós, átti
fram að fara í gær aö Hofskirkju.
Næturvörður
er þessa viku í Reykjavíkurapo-
teki og lyfjabúöinni Iöunni.
Aflasala.
Belgaum seldi 2000 körfur af
ísfiski í gær fyrir 1180 stpd. Hann
seldi í Grimsby.
Ný barnabók.
Bókaverslun Sigurjóns Jóns-
sonar hefir gefið út nýja barna-
bók, „Molbúasögur," meö! 45
myndum. Þýðingin er eftir Bjarna
Jónsson kennara, en Ivristinn Guð-
laugsson, 12 ára drengur hefir gert
flestar mýndirnar. Molbúasögurn-
ar eru margar fyndnar og skemti-
legar og eru þær vel við barna
hæfi. Þýðing B. J. á sögunum er
lipur og myndirnar, sem sögunum
fylgja. furðu góöar. Þeir, sem eldri
eru, og fengist hafa við svona
myndagerð, gera ekki betur sumir.
— Bókav. Sigurjóns Jónssonar
hefir gefiö út fjölda barnabóka og
liafa þær orðið vinsælar. X.
„Getur þú fyrirgefið?“
heitir skáldsaga eftir P. Oppen-
heim, sem nýlega er komin út í
ísl. þýðingu. Fæst hjá bóksölum
og Mgbl.
„Úlfablóð“
heitir ný ljóðabók, eftir Álf frá
Klettastíu. Fæst hjá bóksölum.
Kveldúlfsbotnvörpungarnir.
Egill Skallagrímsson er á heim-
leið frá Bretlandi. Gulltoppur og
Snorri goði eru í þurkví á Bret-
landi og munu leggja af stað
heimleiðis nú í vikunni. —- Hinir
Kvéldúlfsbotnvörpungar lig'g'ja
hér nú. ~
Gengið í dag.
Sterlingspund ..... kr. 22.15
Dollar ............... — 4,311/2
100 rikismörk þýsk. — 161,53
—■ frankar, frakkn. . — 26,75
— belgur ............ — 94,68
— frankar, svissn. . — 131,76
— lírur.............. — 36,21
— mörk, finsk .... — 9,93
— pesetar ........ — 56,33
— gyllini ........... — 273,75
— tékkósl. kr......— 20,57
— sænskar kr.......— 114,41
— norskar kr. . ... —- 111,44
— danskar kr. . . — 100,00
Verslanir
matvörukaupmanna verða
opnar til kl. 10 annað kveld. —
Sjá augl.
Athygli
skal vakin á tilk. frá Slysatrygg-
ingu ríkisins. sem birt er í blaö-
inu í dag.
Jólatrésskem'tun.
V'erslunarmannfélags Reykja-
víkur verður haldin á Hótel Borg
föstudaginn 29. þ. m. Sjá augl.
Áheit á Hallgrímskirkju
í Saurbæ afh. Vísi: 2 kr. frá
konu í Rvk., 2 kr. frá. H. Á.
Gjafir
til hcilsulausu stúlkunnar, afhent
Visi: 5 kr. frá Friðriki frá Mýr-
um, 5 kr. frá ónefndum.
Útvarpið í dag.
10,00 Veðurfregnir.
12,15 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
Endurtekning frétla o. fl.
19,00 Tónleikar.
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Tilkynningar.
19,25 Erindi: Öldulengdir og
útvarpsmóttaka. (Gunnl.
Briem verkfr.).
19,50 Tilkynningar.
20,00 Klukkusláttur.
Fréttir.
20,30 Erindi:
Rekstur útvarpsins.
(Útvarpsstjóri).
Dagskrárstarfsemi út-
varpsins. (Formaður út-
varpsráðs).
Tónleikar.
(Söngkvartett).
Grammófón: Nýju ísl.
plöturnar.
Áhei't á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 2 kr. frá Pétri, 10
kr. frá J. Þ., 5 kr. frá S., 2 kr. frá
konu í Rvk., 2 kr. frá V. O. K.,
5 kr. gamalt áheit frá St. Ár.,
5 'kr., g-amalt áheit, frá ónefndum
Heimatrúboð leikmanna,
Vatnsstíg 3. Samkoma í. kveld
ki. 8. Allir velkomnir.
ímskeyfi
Madrid, 18. des.
United Press. — FB.
Spænska ráðuneytið.
Opinberlega tilkynt, að Lerroux
sé sjálfur forsætisráðherra, Le-
andro Pita Romero utanríkismála,
Antonio Lara fjármála, Martinez
Barrios hermála, Rico Avello inn-
anríkismála. Cirilo Delrio land-
búnaðar, Jose Roche siglingamála,
Richardo Samper iðnaðarmála,
Jose Maria Cid, samgöngumála,
Ramon Alvarez Valdes, dóms-
mála, Jose y Ebenes fræðslumála
og verkamála ráðherra Jose Esta-
della.
Ný gerð af úrum og klukkum nýkomin. )) IMroHNl I ÖLSEINl í M
Besta jólagjöfin.
JÓN SIGMUNDSSON
gullsmiður.
Laugavegi 8.
æ
NjtsOm jdlsfljöf
^S00tííÍt50tXXS004KKKí!Í0CníS0í5t
gg cr góð gleraugu. Kaupið
Qg kort, sem gefur ávísun á
00 gleraugu. Viðkomandi, er
00 gjöfina fær, getur sjálfur,
08 með ]iví að framvísa kort-
00 inu, fengið útmældan
08 styrkleika sjónarinnár og
08 valið sér gleraugu við sitt
88 hæfi. —-
H F. A. Thiele,
£$ Austurstræti 20. .
XXSQt XXXX ÍtiQQ; SOOtit itstitst ststitstst
Allir, sem vilja gefa
vandaðar jólagjafir,
eiga fyrst og fremst
erindi í
Sportvöruhús Reykjavíkur.
itsíititststitititStitstititiKtitititstsístststsí
©BaGílRÍIÍlS ir|S'/á'
Mraiiiiœ
Nýkomið:
GaseldaYélarnar E B E H A
Vafalaust engar fullkomnari.
Margar tegundir, með og án
lútamælis. Einnig með sjálf-
virkum hitastilli á bakaraofni.
E B E H A, hvítemalj. kolaelda-
vélar, margar gerðir.
Þroltapottar, emaill., 65—75
—90 ltr. Verðið hvergi lægra.
Isleifur Jónsson,
Aðalstræti 9. Sími: 4280.
Mismi, Florida, 18. des.
United Press. - FB.
Frá Lindbergh.
Lindbergh og kona hans lögðu
af stað frá Miami kl. 4 e. h. áleið-
is til New York. Er það síðasti
áfangi flugs þeirra frá Evrópu til
Ameríku. Er þar með lokið fimm
mánaða flugfcrðalagi þeirra, en á
rneðan á því stóð höfðu þau við-
dvöl í tuttugu og einu landi og
flugu bæði yfir Norður- og Suð-
ur-Atlantshaf.
New York 19. des.
United Press. - FB
Lindbergh flaug ekki hingað
í gær, eins og fullyrt var heldur
til Charleston, South Cárolina.
Tomato
Catchup
Tomatsósan
er besta sdsan með allskonar flskmeti.
Fæst hjá kaupmanni yðar.
Ný bók.
Sögur handa börnum og unglingum. Sr. Friðrik Hallgrímsson
safnaði, 3. hefti (1. hefti kom út árið 1931, — 2. hefti árið
1932). Verð ib. kr. 2,50. Fæst í bókabúðum
Bdkaverslnn Sigf. Eymnndssnnar
og í Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugavegi 34,
Höfum fyrirliggjandi í heildsölu nokkrar
tegundir af ágætum og mjög ódýrum
spilum.
Jóh. Ólafsson & Go.
Hverfisgötu’ 18,
Reykjavík.
Sími 1630. —
MILLENNIUM
A.WJL hveiti JLVÁ
þarf ekki meðmæli — talið vid þá
sem nota það.
Fæst í Otlom matvdrnverslunnm.
SSB
i.
JOLAGJAFIR
Stofuspeglar, forstofuspeglar og baðherbergisspeglar eru
kærkomnar jólagjafir. — Fjölbreytt úrval. —
Ludvig StOFF, Laugavegi
15.