Vísir - 02.01.1934, Blaðsíða 2
VÍSIR
Stjórnmálin 1933.
Símskeyti
Dublin, 1. jan.
United Press. — FB.
O’Duffy og' 5000 bláliðar halda
fund í Clonmel, Tipperary.
O’Duffy liefir i engu skeytt
um bann ríkisstjórnarinnar við
því, að flokkur lians noti bláar
einkennisskyrtur. Boðaði liann
fund í Clonmel í gær og fór
O’Duffy þangað mcð fylktu
liði, 5000 einkennisklæddra blá-
liða, en auk þeirra voru 8000
fundarmenn. Víðtækar ráðstaf-
anir voru gerðar til þess að
koma i veg fyrir óeírðir. Herbð
var í nánd og höfðu hennenn-
irnir stálhjálma og gasgrímur
höfðu þeir meðferðis.
O’Duffy lét svo um mælt, að
bláliðar væri að vinna á livar-
vetna í friríkinu. Ljóst sé, að
innanlandsfriður koinist aldrei
á meðan Fiannafailflokkurinn
sé við völd. Óánægja fríríkis-
þegna fer vaxandi, sagði
O’Duffy, eftir því sem fátæktin
og ncyðin vex og enginn írlend-
ingur, hvorki frírikisþegnar
eða aðrir ætti ásökun skilið fyr-
ir að vinna að því, að sú stjórn
fari frá, sem sé völd að vaxandi
óhamingju þjóðarinnar.
(Clomnel er bær við ána
Suir i greifadæminu Tipperary.
íbúatala 10,300. Bærinn er í
f jölbvgðum og frjósömum dal).
Dublin, 1, jan.
United Press. — FB.
Ákæran á hendur O’Duffy.
Hæstiréttur hefir úrskurðað,
að herréttur geli ekki tekið mál
O’Duffy til úrskurðar. Málið
verði að liggja niðri þangað til
ríkisstjórnin geti lagt fram
sannanir fyirr því, að lögmælt
sé að taka mál sem þefta til úr-
skurðar af herrétti.
Barcelona, 1. jan.
United Press. — FB.
Eftirmaður Macia forseta í
Kataloníu.
Luis Companys liefir verið
kjörinn forseti í stað Macia,
sem nýlega er látinn.
London, 1. jan.
United Press, — FB.
Frá Bretlandi.
Antonv kapteinn liefir verið
ntnefndur innsiglisvörður
(Lord Privy Seal). Lætur liann
þvi af embætti sem undir-
utanríkismálaráðherra, en hef-
ir þó áfram með höndum þau
utanrikismál, sem snerta þjóða-
bandalagið. Verður hamf þvi
ráðherra án þess að liafa með
höndum sérstakt embætti. An-
tony var útnefndur innsiglis-
vörður í viðurkenningarskyni
fyrir störf sin i Genf og jafn-
framt til þess að létta á honum
störfum í þágu utanríkismál-
anna.
Londoh, 1. jari.
United Press. — FB.
Atvinnuleysi minkar
í Bretlandi. ^
Tala atvinnuleysingja í lancí-
inu 18. desemlier var 2,221,070
og hefir því atvinnuleysingjum
fækkað uni 55,938 á einum
mánuði.
Berlin, 2. jan.
United Press. — FB.
Hitler ávarpar Hindenburg.
I nýársávarpi til Hinden-
burgs lét Hitler kanslari svo um
mælt, að rikisstjórnin mundi
leggja áherslu á, að vinna að
eflingu þjóðarheiðurs lands-
manna og að j>eir fengi viður-
kent jafnrétti á við aðrar þjóð-
ir. Hitler kvaðst og einvörðungu
stefna í friðarátí.
Alt fram að jiingkosningun-
um 1919 gætti innanlandsmál-
anna lítið í stjói'nmálabarátt-
unni liér á landi. Til j>ess tíma
skiftust landsmenn i flokka eft-
ir afslöðu sinni til sambandsins
við Danmörku. Og 1919 voru
gömlu flokkarnir, heimastjórn-
arflokkurinn og sjálfstæðis-
flokkurinn, enn J>á aðalflokk-
arnir, J>rátt fyrir J>að, þó að
endir væri í raun og veru bund-
inn á sambandsdeiluna, að
minsta kosti í bili með sam-
bandssamningnum 1918. — En
síðan hefir flokkaskiftingin,
smátt og smátt, verið að færast
i j>að liorf, að hin, ef kalla
mætti raunliæfari stjórnmál,
marki aðalstefnurnar. En alt til
þessa tima hefir J>ó Iirostið
nokkuð á, að sú ]>róuu gæti
dafnað eðlilega.
Á'rið 1933 markar ný tíma-
mót í þessu efni. Með þeirri
breytingu, sem nú liefir verið
gerð á kosningafyrirkomulag-
inu, er að minsta kosti grfeilt
svo mjög fvrir því, að flokka-
skiftingin verði eðlileg, jafn-
framt J>ví, sem lýðræðisskipu-
lagið er trygt betur en áður, að
gera má ráð fyrir J>vi, að þessi
J>róun haldi áfram útúrdúra-
laust úr J>essu og' að J>eir smíða-
gallar, sem eru á hinu nýja
skipulagi, verði lagfærðir á-
gremingslaust, áður en ]>eir
koma verulega að sök.
Sundrung framsóknarflokks-
ins í lok síðasla J>ings, er tal-
andi tákn J>ess, hver Jn’öskuldur
gamla kosningafyrirkomulagið
var í þessu efni. Það var orðið
augljóst löngu áður, að fram-
sóknarflokkurinn var skipaður
mönhum með gerólíkar stjórn-
málaskoðanir. Þrátt fyrir J>að
bélt þó flokkurinn saman
„hvað sem á dundi", meðan
hann hafði þá aðstöðu, í skjöíi
kjördæmaskipunarinnar, að
geta náð meiri liluta J>ingsæla
við kosningár, J>ótt hann liefði
að eins tiltölulega litinn minni
hlula kjósanda að baki sér. En
um leið og ]>essi aðstaða breyt-
ist, við breytinguna á kosninga-
fyrirkomulaginu, J>á liðast
flokkurinn sundur. Sundrung
framsóknarflokksins er fyrst
og fremst bein afleiðing af
breytingunni á kosningafyrir-
komulaginu. Við þá breytingu
missir flokkurinn sem lieild
vonina um J>að, að geta einn
ráðið „lögum og lofum“ í land-
inu, en um leið verða líka erfið-
leikarnír á J>ví, að halda flokkn-
um saman, yfirgnæfandi í sám-
anburði við ]>að, sem unnist
getur við það að halda honum
saman.
Að undanförnu hafa álirif
sameignarstefnunnar verið yf-
irgnæfandi i framsóknar-
flökknum. Framvegis verða
J>au álirif væntanlega enn J>á
sterkari, en jafnframt lilýtur
flokkurinn að riðlast meira og
meira, og afleiðingin verður sú,
að flokkaskiftingin í landinu
verður eðlilegri.
Það er eðlilegl, að þessi eftir-
köst breýtinganna á kosninga-
fyrirkomulaginu komi fyrst og
fremst eða jafnvel einvörðungú
niður á framsóknarflokknum.
Og það stafar ekki að eins af
því, að sá flokkur einn hafði
hag af því, hvernig fyrirkomu-
lagið var áður, heldur engu síð-
ur af hinu, að flokkurinn hafði
markað sér stefnu, sem átti að
fara „bil beggja“ milli sjálf-
stæðisslefnunnar og sameignar-
stefnurinar, og ekki gætt J>ess,
að þar er í rauninni enginn
meðalvcgur til á milli, J>ó að
reynt sé að telja mönmim trú
um, að svo sé, og J>að geti jafn-
vel tekist í bili. Það er óhugs-
andi, að t. d. sjálfstæðisflokk-
urinn geti riðlast á sama hátt
og framsóknarflokkurinn hefir
gert. Þó að sjálfstæðismenn
geti greint á í ýmsum efnum,
J>á liljóta J>eir altaf að fvlgjasl
að i grundvallarstefnumálum
og altaf að fylkja sér saman
gegn sameignarslefnunni. Þetta
gat framsóknarflokkurinn ekki
og hann getur J>að ekki enn og á
j>vi eftir að sundrast enn meira.
Sjálfstæðisstefnan liefir unn-
ið tvöfaldan sigur í stjórnmála-
baráttunni síðastliðið ár. —
S j ál f s tæðisf lokkurin n lief ir
eflst og aðstaða hans balnað við
]>ær breytingar, sem gerðar
liafa verið á kosningafyrir-
komulaginu. En jafnframt hef-
ir það unnist á, að flokkaskift-
ing í landinu hefir orðið gleggri
og eðlilegri og fylgi sjálfstæðis-
stefnunnar i rauninni vaxið við
riðlun framsóknarflokksins,
scm orðið hefir til J>ess að leysa
úr læðingi J>að fylgi sem sjálf-
stæðisstefnan hefir í raun og
veru átt í þeim flokki, en ekki
fengið að njóta. — Með J>ví er
auðvitað ekkert sagt um það,
að hvc miklu íeyti fylgi sjálf-
stæðisflokksins muni vaxa við'
]>etta, Jk> að aukiun viðgangur
sjálfstæðisstefnunuar sé að
sjálfsögðu einnig vinningur
fvrir sjálfstæðisflokkinn.
Vestflrskar sagttir.
I. bindi 2. hefti. Ilelgi Guð-
mundsson hefir safnað.
Bókaverslun Guðm. Gam-
alíelssonar. Reykjavík
1933.
FjTsta hefti „Vestfirskra
sagna“ kom úl í sumar sem leið
og’ var tekið hið besta. Sögurn-
ar voru vel sagðar og margar
merkilegar, eins og tckið var
fram hér í blaðinu.
Nú er annað liefti lcomið út
fyrir skömmu, og mun alla J>á,
sem lásu fyrsta heftið, langa til
að lesa þetta.
Hefti J>að, sem hér um ræðir,
hefst á frásögnum um forfeður
„Briemanna“ og er J>ar fyrstur
á blaði sira Sigúrður Þórðar-
son á Brjánslæk, merkisprestur
á sinni tíð. „Þjónaði liann og
sýnir hans brauðinu í næstu 56
ái’in (frá 1723) og má skoða
Brjánslæk liöfuðból ættar hans
á þessu tímabili. En J>egar for-
lögin höguðu því svo til, að
ættin gæti ekki lengur verið
}>ar, varð sonarsonur sira Sig-
urðar til J>ess, að minnast veru
sinnar og foifeðra sinna á
Brjánslælc J>annig, að afkom-
endur lians liaí’a siðan borið
með sér minningu J>ess staðar.“
— Var síra Sigurður laginn á
það, að koma af feimleikum,
rak út illa anda o. s. frv., og er
margt frá honum sagt og son-
um hans i Jiessu hefti.
Þá eru ýinsar sagnir um síra
Gisla Ólafsson i Saúðlauksdal
(f. 17. febr. 1777) og viðureign
hans við drauga og forynjur
J>ar vestra. —
Af öðrum sögum má nefna
þessar: ,Nágrannarnir“ (gerist
á 18. öld), „Jólagjöfin“ (gerist
1918 og liefir H. G. söguna frá
þeim, sem gjöfina felck, Njáli
Sighvatssyni (Borgfirðings). —
„Björgunarlaunin“ (gerist á 18.
öld). —- „Huldu-ærin“ (gerist
1930). „Mjólkurtakan“ (gerist
1913). — ,jJón deggur“, „Óvætt-
urin í Látrabjargi“ o. fl.
Jón deggur liefir verið býsna
skrítinn náungi. Hann var uppi
á fjTra lielmingi 19. aldar —
„umrenningur í Dölum í Arn-
arfirði“.
Jón toldi ekki í vistum „og
J>egar enginn vildi taka við lion-
um, var bygður lianda lionum
kofi niður við sjóinn í Selár-
dal milli Skeiðs og Melstaðar,
þar sem nú er kálgarður frá
Skeiði.“
Eftir það liefir Jón aðallega
lifað á snikjum. Gekk hann á
bæina i kring og varð sú venj-
an, „að liver maður gæfi lion-
um bolla af graut úr askinum
sínum.“ Var þvi öllu steypt í
fötu, er karl hafði meðferðis.
Jón var ákaflcga uppstökkur
og geðillur, og stuudum J>áði
hann ekki gjafirnar, ef liann
J>óttist ekki hafa við að taka á
móti. — „Ef eg kem elcki með
opinn kjaflinn, fæ eg ekkert,“
sagði karl, „J>ví að ekki er
Jónka geymt.“
Einu sinni var Jóni gefinn
sjóðheitur lundabaggi upp úr
pottinum. Honum Jiykir lunda-
bagginn of heitur, fleygir hon-
um í forina og segir, að best
muni að hann sé J>ar. —
Öðru sinni fær Iiann fulla
fötu af slátri (blóðmörsiðrum
og öðru). Én karli verður fóta-
slcortur, svo að liann missir föt-
una. — „Þessu réiðist hann og
fer að sparka i slátrið og föt-
una og léttir ekki fýrr en alt er
orðið ónýtt, fatan Iika.“
Eiít sinn kemur Jóu að Hóli
í Dölum og ætlar að vera J>ar
um nóttina. Þangað kemur
líka flökkukerling, Sæborg að
nafni, svarkur mikill, gömul og
heimsk. Hcnni er ætlað að sofa
hjá Jóni degg um nóttina, og
lætur hún tilleiðast. — „Jón er
liáttaður, en Sæborg tekur af
sér ystu klæðin og ætlar að
fara upp i rúmið og stígur
öðrum fæti upp fyrir Jón.
Hann lítur J>á upp og segir:
Rú-rú, maður, hvapalegt er.“ —
Þessu reiddist Sæborg og stökk
úr fletinu frá karli, en rak hon-
um áður ój>ægilega utan undir
með fætinum. —- Og fíeira átt-
ust J>au við síðar.
„Til er gömul vísa, sem
minnir á Jón degg og gjafir
J>ær, sem hann fékk.“ — Hún
er svona:
„Þarna er brauð og þarna er
smér
og jmrna er leggur.
Ettu ]>etta Dala-deggur.“
Jón deggur hafði herðakistil
mikinn og var að öllu næsta ó-
ásjálegur. Hann var latur til
vinnu og vildi eiga liæga daga.
— Hann andaðist um miðja öld-
ina sem leið, 78 ára gamall.
Menn ætti að kaupa Jælta
hefti „Vestfirskra sagna.“ —
Það er skemtilegt, því að sög-
urnar eru vel ságðar, og flytur
margskonar fróðleik, en auk
}>ess magnaðar draugasögur
o. fl.
BæjarbrnnL
—0—
Aðfaranótt laugardags brann í-
búðarhúsið að Ilofi í Vopnafiröi.
Hús J>etta var bygt af tinibri og
var kvistur á því. I honum var
svefnstofa síra Jakobs Einarssonar
og fjölskyldu hans, en í baðstofu
ai> baki íveruhúsinu svaf annað
heimafólk. Voru göng á milli
timburhúss og baöstofu. Talið er.
aö kviknaS hafi í eldhúsi í timbur-
húsinu niðri. FólkiS, sem á kvist-
inum svaf, vaknaSi fyrst viS eld-
inn. Var þá alt niSri alelda og
bjargaðist prestur og fólk hans
mjög nauðulega út um glugga, ó-
meitt á nærklæðum einurn. Erfið-
leikum bundiö reyndist að vekja
fólkið í baðstofu, því að reykjar-
svæla var mikil í göngunum. Þeg-
ar fólk hafði bjargast úr baðstof-
unni voru leystir út gripir úr fjósi,
sem áfast var bæjarhúsunum. í-
veruhúsiö brann til kaldra kola og’
varð engu bjargað úr því. Úr bað-
stofu mun lieldur engu hafa verið
bjargað, vegna elds og reykjai’-
svælu. Austanstormur var meðan
bærinn brann. Bærinn var lágt vá-
trygður og innanstokksmunir
sömuleiðis, jafnvel mjög lágt, og er
tjóniö af eldsvoðanum því ærið
mikiö.
Eyjólfur Jónsson frá Herru:
Læknirinn. Reykjavík.
Prentsm. Acta h.f. 1933.
Þella er leikrit í fimm J>átt-
um og fjallar aðallega um
„andlegar” lækningar. Björn
frá Bergsnös læknir er spíri-
tisti og gæddur sálrænum hæfi -
leikum, sem hann notar við
lækningar shiar. Er hætt við,
að allur sá þáttur (sá 4.), sem
einkum fjallar uní J>etta, komi
þeim mönnum undarlega fyrir
sjónh’, sem eru alls ófróðir um
dularfull fyrirbrigði og dulræn-
ar lækningar. En hitt mun J>ó
sannast sagna, að alt, sem um
er talað i þessa átt í ritinu, eigi
rót sína í vei'uleikanuin, þótt
ótrúlegt kunni að þykja. Sum-
um kann að l>ykja það undar-
legt, að dulrænar lækningar
skuli J>ó ekki vera algengari, en
raun virðist vera á. En J>að er
í rauninni ekkert skritið, því að
sjúklingarnir verða að hafa
vissa eiginleika til að bera, sem
tiltölulega fáum eru gefnir, til
Jxvss að lækning geti orðið.
Efni leikritsins skal ekki rak-
ið hér, nema í stórum dráttum.
Fyrsti þáttur sýnir oss góðan
og hamingjusaman mann, þar
sem Björn læknir er. Lætur
hann, fyrir áeggjan lconu sinn-
ar, flekast út í stóra áhyrgð
fyrir vin þeirra lijóna. Annar
J>áttur sýnir, að liestarnir bít-
ast, J>egar stallurinn er tómur,
cins og Danskurinn segir. Er
kona Björns svo ósanngjörn við
hann, að liann ákveður, í sam-
handi við fjárhagsvandræði
sin, að strjúka af landi burt. í
þriðja J>ætti fá spíritistar á
baukinn fyrir það, að J>eir
fylgi ekki kenningum sinum.
Fjórði þáttur gerist á spítala í
Kaliforníu. Þar koma til sög-
unnar séra Jósafat, sem er liálf-
gerð skrípamynd af presti, og
Guðbjartur, sem er aumingi, en
hefir mikla sálræna liæfileika.
Fimti l>áttur gerist heima á Is-
landi og sýnir endurfundi J>eirra