Vísir - 12.01.1934, Page 3

Vísir - 12.01.1934, Page 3
VlSIR Fiskilinuy ódýrar og góðar frá RendaU & Coombs. Bridport, England. Aðalumboðsmenn á Islandi: S. ÁRNASON & co. Sími 4452. — Lækjartorg 1. Staviskylineykslid. Forsætisráðherra Frakklands lýsir því j’fir, að lög- reglan hafi komist að ráðagerð um að stofna stjórn- arnefnd í Frakklandi, ef ríkisstjórnin félli. Æsingai- í París og Bayonne. Ritstjórar tveggja kunnra blaða hafa verið handteknir. Fangelsið í Bayonne fult, en í París voru 200 handteknir í gær. París, 12. jan. United Press. — FB. Undir umræSunum í fulltrúa- <deild frakkneska þjóðþing-sins um Stavisky-hneyksliS lýsti forsætis- ráöherrann J)vi yfir, aö lögreglan hefði komist aö því, aö x ráöi var aö stofna stjórnarnefnd (direc- torate) í Frakklandi, ef ríkis- stjórnin félli, og hafi fariö fram talsveröur undirbúningur í þessa átt. Þannig höföu verið prentaöar í miljónatali stórar götuauglýsingar meö áskorunum til almennings að styöja stjómamefndina. Lögregl- an lét því fram fara mjög víötæk- ar varúðarráðstafanir og lét m. a. liafa sérstakt varðliö á öllum flug- stöðvum til þess eins, aö koma í veg fyrir, að flugvélar færi með auglýsingaf slíkar, sem að framan voru nefndar, og annaö slíkt, til úthlutunar í borgum Iandsins. Ennfremur munu hafa veriö prentaöir bæklingar, sem í ráöi var að dreiía úr flugvélum til íólks, en . lögreglan hefir ekki skýrt frá efni þeirra. — Umræö- urnar í fulltrúadeildinni voru hvassar og stundum heyröist ekk- ert til ræðumamia, vegna ópa og æsingar, en fyrir utan þinghúsið ui'ðu allmiklar óspektir og læti og vora 200 menn handteknir. — í Bayonne hafa fjölda margir verið handteknir út af hneykslis- málinu og eru oröin mestu þrengsli í fangelsinu. Á meðal þeirra, sem handteknir hafa verið, er fyrrverandi ritstjóri La Liberté og ritstjóri La Volonte. ðdrengilegnr Tiðskilnaður. —o—• Hingað bárust fyrir stuttu Reykjavíkurblöðin, sem sögðu frá því, meðal anuars, að Sig- urður Jónasson væri genginn úr alþýðuflokknum. Mér er ant um Sigurð af sér- stökum ástæðum, og þess vegna gramdist mér að sjá hvernig Alþýðublaðið skildist við hann. Það reynir að gera sem allra minst úr honum og flytur þar að auki mynd af lxonum, eða sem á að vera af honum, og þarna er hann uppmálaður, eins og argasti glæpamannaforingi vestan úr Ameríku. Það má nú kannske segja, að myndin geri hvorki til né frá, en söm er þó gerð blaðsins til jjessa stuðu- ángsmanns síns og húsbónda. En svo er nú á það að líta, að þetta sama Alþýðublað vildi fyrir hvern mun gera Sigurð Jónasson að borgarstjóra í fyrravetui'. Þá taldi það honum alt til gildis, gáfur og dugnað og eg veit ekki hvað og hvað. Eg skal nú ekkert segja um gáfur Sigurðar, því að fæst orð hafa minsta ábyrgð, en liann I cr víst duglegur og er nú sagð- ur vel fjáður maður. En hvað sem um Jætta er, þá kom Al- þýðublaðið ekki auga á nokkurt ! lxorgarstjóraefni slíkl sem Sig- urð í fyrra vetur, og lofaði hann l>á upp í hástert og miklaðist af því, að slíkur ágætismaður skyldi vera til í alþýðuflokkn- um. Það er nú hald manna hér um slóðir, að Sigurður muni elcki hafa farið aleinn úr al- þýðuflokknum, því að liann á sina vini, og kunnugt er mér um það, að þolanlega hefir hann borgað föstu starfsfólki sínu og það er áreiðanlegt, eftir þvi sem eg hefi komist næst, að ekki hefir liann borgað full- vinnandi og duglegum árs- manni sinum svo lítil laun, að hann hafi þurft að þiggja af sveit þess vegna. Hvort aðrir al- þýðuleiðtogar hafi gert sig seka í sliku, skal eg ekkert um segja, en séð hefi eg l>ó á prenti um- mæli i þá átt og ekki séð þau borin til baka. Hirði þeir sneið sem eiga. Það er annars undarlegt, að maður sem var framúrskarandi í fyrravetur, eftir þvi sem Al- þýðublaðið sagði þá, skuli nú alt í einu vera orðinn svo ó- merkilegur í augum blaðsins, sem það lýsir lionum. Það á jafnvel að vera gotl fyrir flokk- inn, að hann skuli vera farinn! Þetta eru náttúrlega Iireystiyrði og annað ekki. Sannleikurinn er víst sá, að blaðið er dauð- lirætt við Sigurð og hyggur að hann fari með stóran flokk með sér. Eg vona að Vísir sýni mér þá velvild að birta þessar línur, þó að hvorugur okkar Sigurðar sé sama sinnis og blaðið í pólitík- inni. 5. jan. .T. ÉT.O.O.F. = 1151128/, Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 4, ísafirÖi o, Akureyri 2, SeyðisfirÖi 4, Grímsey 3, Stykkishólmi 3, Blönduósi 3, Raufarhöfn 4, Grindavik 2, Fær- eyjtun 5, Jan Mayen 2, Julianehaab — 8, Angmagsalik — 8, Hjaltlandi 8 stig. — Mestur lxiti hér í gær 5 stig, minstur 2 stig. Úrkonxa 0.8 mm. — Yfirlit: Djúp lægð fyrir sunnan land. Hreyfist hægt austur eftir og fer minkandi. — Horfur: SuÖvesturland, Faxaflói: NorÖ- austan kaldi. Bjartviðri. Breiða- fjörður: Norðaustan átt. Úrkomu- lítið. Vestfirðir: Hvass norðaustan. Snjókoma eða slydda norðan til. Norðurland: Austan og norðaustan átt. Allhvass til hafsins. Slydda eða rigning. Norðurausturland, Aust- firðir, suðausturland: Súðaustan og austan kaldi. Þykt loft og rign- ing öðru hverju. Aflasölur. Max Pemberton seldi ísfisksaíla x Gritnsby í gær, 1700 körfur, fyr-* ir 1822 stpd. Bragi hefir selt 1250 köríur fyrir 1434 stpd., einnig t Grimsby. — Botnv. Gylfi frá Pat- reksfirði hefir selt 800 kit í Hull fyrir 1443 stpd. Aldrei friður! Það er haft eftir aðstandönd- um „kláðableðilsins“, sem „maðurinnúr norðrinu“,„fugla- vinurinn“ alræmdi, ætlast til að fleyti sér ínn í bæjarstjórn- ina 20. þ. m., að aldrei sé frið- ur fyrir Visi. Hann komist und- ir eins að öllum herbrögðum þeirra kumpána og snúi öllu í villu fyrir þeim. Það sé til dæm- is átakanlegt, að þeir megi ekki einu sinni vera i friði með at- kvæða-sníkjuferðirnar í húsin í bænum. Vísir hafi óðara grafið það upp og vissulega megi nú búast við, að það herbragðið verði að engu, eins og öll hin. Og nú sé svo komið, að snial- arnir sé reknir öfugir út úr hverju húsi, en allir fussi og sveii, sem heyri „Vigfúsinu Jónasdóttur“ nefnda á nafn og þá ekki síður „sterka manninn úr norðrinu", Bæjarstjórnarkosningar fara fram í Hafnarfirði í dag og byrja á hádegi. Talning atkvæöa hefst í lcveld og veröur haldiö áfram í nótt. Hjúskapur. í dag verða gefin sáman í hjóna- band ungfrú Guðrún Magnúsdóttir Einarson og Finnur M. Einarsson, gjaldkeri. Sira Friðrik Hallgrínts- son gefur þau saman. r,. Dómur er fallinn í máh þeirra Emils Kempfs og Knud Busks, er höföu játað á sig innbrot í sumarbústað frú Soffíu Jacobsen og einnig, að þeir hefði skotið úr byssu í áttina til manna, er sáu til þeirra og veittu þeim eftirför. Kempf var dæmdur t 12 mánaða betrunarhússvinnu, en Knud Busk í 4 tnánaöa fangelsi viö venjulegt fattgaviðurværi. Kempf hefir orðið sekur uni ntargskonar brot áður. Sniygluwartilraun. Tollverðir fundu allmikið af áfengi t Gullfossi í tnorgun, um 15 flöskur af whiskj' o. fl. Bruggun. Lögreglan gerði húsratmsókn í gær hjá Haraldi Valdemarssyni, Noröurstíg 3. Fanst þar eitthvað af brugguött áfengi og bruggunar- tæki. Innbrot. Brotist var í nótt inn í fisksölu- skúr Jóns og Steingríms og stolið nokkrum krónum. Máliö er í ratmsókn. NINON AU/TURJTRÆTI * T2 IFallegir Ball- og Sam- kvæmiskjólar í hinum Nýtísku Pastellitum. Seldir afar lágu verði. Nokkurir „elegante“- svartir samkvæmis- kjólar. A f a r s a n n- gjarnt verð! NINON ODID S — -7 Kirkjuhljómleikar. Páll ísólfsson organleikari og Einar Sigfússon fiðluleikari halda konsert í Fríkirkjunni næstkom- andi þriðjudagskveld, kl. 8J. Á efn- isskránni eru tónsmíðar eftir Fres- cobaldi, Senaillé, Bach, Pugnani- Kreisler, César Franck og Vitali. Háskólafyrirlestur. Dr. Max Keil heldur áfratn há- skólafyrirlestrtun stnum og flytur erindi tun „Deutsche Kunst“ í kveld kl. 8. Öllutn heimill aðgang- ur. Skjaldarglíma Ármanns verður háð 1. febrúar 11. k. Þátt- takendur ertt beðnir að gefa jsig íratn viö stjórn Ármanns fyrir 25. janúar. Höfnin. Enskur botnvörpungur kotn hingaö í gærkveldi að taka fiski- lóös. Skip Eintskipafélagsins. Goöafoss er í Kaupmanna- höfn. Brúarfoss kom til Leith í nótt. Dettifoss er á leið tíl Austfjarða frá Hull. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er á leið til Hull. Gullfoss kom liingaÖ frá útlöndum í morg- un. Meöal farþega voru: Siguröur Sigurðsson, læknir og frú, ungfrú Elisabet Finsen, Guðjón Jónsson fyrv. bryti, Kjartan Kyaerbo. Ivarolína Jónsdóttir, Katrín SÖe- beck, Óskar IJalldórsson, útgerö ann., Aöalsteiim Friðfinnsson. verslunarm., Siguröur Arnalds. heildsali, J. Lindsay, stórkaupni.. Sveinn Þóröarson, stúdent, J. Gúð- mundsson, Ásgeir Einarsson, jóna Ðokað við í Hraunahreppi. alt umvafið geislum lmígandi sólar. — Við sátuni þarna um stund, en eg varð fyrri til að rjúfa þögnina. „Það eru nú orðin mörg árin síðan er við vorum ssam\1slum“, mælti eg. „Það eru tuttugu ár núna í vor.“ „Það er langur tími,“ sagði Þorgeir hægt og ró- iega, eins og ltans var vandi. Eg leit á hann sem snöggvast, er bann sagði þetta, þar sem hann sat snöggklæddur, þreytulegur nokk- uð, en útitekinn og hraustlegm'. Hann brá hendi sem snöggvast í ljóst, lirokkið hár sitt og strauk það aft- ur. Hann leit á mig og í blágráu, fögru augunum bans og' drengilega svipnum skein sama hlýjan og samúðin og ávalt áður. „Já, það er langur timi,“ svai'aði eg. „Þú hefir viða farið á þessum árum,“ mælti Þor- geir. „En vænt þótti mér, er eg frétti, að þú værir kominn heim.“ „Eg undi ekki lengur að heiman. Og eg get full- vissað þig' um, að það er tilvinnandi að koma langa teið, utan úr löndum, til þess að lifa jafn dásam- lega stund og þessa.“ „Því trúi eg vel. Mér finst sjálfum, að sumarkveld- in séu næg uppbót fyrir alt, sem menn liefði kosið l>etra.“ „Þú unir þér vel liér?“ „Já! Eg þarf ekki að kvarta. Efnin eru litil, en það miðar áfram. Það er erfiðast meðan börnin eru ung, en við erum samhent hjónin, og svo er eins og hægt sé að byggja vonir sínar á traustari grund- velli en áður.“ „Ertu viss mn það?“ „Yið, sem erjum jörðina, höfum gildar ástæður til þess, að hera aukið traust til framtíðarinnar. Við erum að smá-læra að vinna, án þess að vinnan sé tóm þi'ælkun. Við erum að hyrja að læra að nota okkur það, sem við liöfum lært. Eg sé þá tíma skamt framundan, að eg geti bætt og aukið við túnið mitt jafnmikið á einu ári og gildir hændur og jarðabóta- menn gerðu áður á tíu. Þessi jörð hefir verið „kot“ frá fyrstu tíð, en eg veit með vissu, að haldi eg heils- unni, verðui’ hún ágætis jörð, vegna starfs míns“. „Það mun mikið breylast fyrir ykkur, sem erjið jörðina, er vélanotkunin cykst. Þú óttast ekki, að nýræktin með dráttarvélum og fleiri tækjum muni uulca framleiðsluna um of, er tímar liða?“ „Eg þori elcki um það að segja. En eg veit, að ef sjávariitvegurinn heldur áfratn að hlómgast og ef við bæudur áslundum vöruvöndun, er emv mikínn markað að vinua í landinu sjálfu. Þú sagðir, að mikið myndi breylast fyrir okkur hændunum við aukna vélanolkun. Það verður stórfeld breyting. Þti ert kunnugur víða í þessari sýslu og veist, að viða verða memi að reyta mýrajaðra og móa, til þess að fá fóður liatida sauðfénu. Það eru að vísu til ágætis flæðiengjajarðir hér i sýslu, en þær eru langtmn færri cn liinar. Þú hefir séð heyskaparaðferðina á reytingsjörðunum á bernskuárum þínum, l>ekkir erfiðleikana, voshúðina. Þú manst eftir því, þegar. þú liugsar um það, hvað gamla fólkið var gigtveikt og lúið. Það varð það af að standa við heyskap á blaut- um mýrum, upp i hné, fram á liaust. Og timinn til jarðabótanna varð lítill. Breytingin verður ekki lítil frá heilsufars og yfirleitt frá menningarlegu sjónar- miði, l>egar bændur geta lieyjað á ræktuðu landi að eins og unnið með vélum a'ð mestallri vinnu. Vinnan verður leikur móts við það, sem var, tími gefst til aukintva jarðabóta og liúsabóta, með öðrum orðum . fólkið í sveitunum þarf ekki að þræla sem fyrrum og spílla lieilsu sinni, oft á unga aldri. Og smám sam- an mun landið verða numið á ný. Nýbýli verða reist á landrýmisjörðum. Menn þurfa bráðum ekki leng- ur að flýja stritið, erfiðleikana, vosbúðina og myrkr- I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.