Vísir - 25.01.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 25.01.1934, Blaðsíða 3
VISIR ið liið „óguðlega" verk, sem að ol'an getur, þ. e. sagt satt um íylgishorfur D-listans, . hófst hinn ægilegasti kjósanda-flótti frá D-listanum. — Segir bleð- illinn, að þá liafi kjósendur Her- manns streymt til Alþýðu- flokksins. — „Þeir óttuðust að atkvæðin yrði ónýt“ annars kostar, segir bleðillinn. Og svo fór allur skarinn til Alþýðu- Æviminning. —o— í dag er til moldar borin húsfrú < kiúrún Eggertsdóttir frá Laxár- uesi í Kjós. Hún er fædd i „Am- -sterdam“ í Mosfellssveit 3. des. IcSÓ2. Ung misti hún föður sinn og' ólst því upp hjá vandalausum og varð því á unga aldri aö læra að beita þreki sínu og’ atgervi í baráttunni fyrir lífinu, enda varð Guörún sát. snemma dugleg og vel verkifarin og eftir henni sókst til starfa, og skemtilegrar viðkynningar. Var hún vinnukona á ýmsum bæjum i Mösfellssveit, þar til hún giftist áriö 1887 eftirlifandi manni sínum, Jóni Jóhannessyni. Þeim hjónuin varð 7 barna auðið og eru nú f iögur þeirra á lifi. 1. Kristín, gift Guðjóni Jónssyni, trésmið hér í bæ. 2. Guðlaugttr, vélstjóri, giftur. 3 Ingvar, bóndi á Laxárnesi í Kjós, giftur, og Guðrún ógift, er bjó með móður sinni hér. Þau Uuðrún sál. og Jón voru búin að búa saman yfir 40 ár. Þau byrjuðu lniskap að Norður-Reykjutn í Mosfellssveit árið 1887 og bjuggu þar.eitt ár, en fluttu árið' eftir að Stóra Mosfelli í sömu sveit og bjuggu þar til ársins 1891, en fluttu þá að Bringum og voru þar eitt ár. Þá íluttu |>au að Móra- stöðum í Kjós og bjuggn þar til ársiits 1906, en fluttu ])á að Laxár- nesi og bjuggu þar í 22 ár eða til 1928 að þau hættu búskap og íluttist þá Guðrún sál. hingað til Reykjavíkur, þar sem hún dvaldi siðan til dauðadags. Pátæk byrjuðu þau hjónin bú- skapinn, en fyrir frábæran dugnað beggja og stjórnsemi i einu og öllu. mátti segja að búskapur þeirra blómgaðist með ári hverju. Guðrún sál. var kona há vexti, fríð sýnum, þróttmikil og dreng- hmduð í allri framkomu sinni; bún var og kona mjög vel gcfin til líkams og sálar, Hún var mjög gestrisin, enda var heimili hennar jafnan viðurkent góðgcrða heirn- :ih. Hún var sú kona, er öllum vildi gjöra gott og hvers manns A-andræði leysa, enda veit eg að margur hrakinn ferðamaður. af sjó og landi, minnist Guðrúnar í I .axárnesi með þakklæti og hlýj- um hug fyrir góðar viðtökur, og “'ft var ærið gestkvæmt á heimili flokksins! — Jónas og Her- mann gátu ekki með nokkuru móti kontið i veg fyrir flóttann, sennilega vegna þess, að kjós- endurnir hafa trúað Trj'ggva og Framsókn betur cn Jónasi og bleðiinum. D-listinn lilaut rúm 1000 at- kvæði, eins og skýrt liefir ver- ið frá í blöðunum. Það er tölu- vert meira fylgi, en líklegl mætti þykja, að slíkum lisla gæti lilotnast. — En áður liafði Jón i Stóradal komið, eins og „nokkuð úr leggnum“, hrifsað 1000 kjósendur af þeim Her- manni og félöguni lians og hrundið þeim á aðrar og enn þá „ógæfulegri brautir“! Og loks liafði „Framsókn“ rekið á smiðshöggið, svo að flýtti kom upp í liðinu og sægur kjósanda leitaði á náðir Alþýðuflokksins! Það er vist ekki neitt smá- ræði, sem þeir hyggja sig hafa átt af atkvæðum hér í bænum, bleðilspiltarnir, áður en úlfur- inn kom til sögunnar og hjörð- in tvístraðist! Þeir hafa að likindum talið sér trú um, að „kolluskyttan“ væri sama sem búin að vinna „grenið“! * * hennar, því Laxánies liggur í þjóð- braut, sem kunnugt er. Trúkona var Guðrún sál. mikil og vegna | sinnar miklu trúarsannfæringar gekk hún líka ósigruð af and- streymi lífsins, til hinnar hinstu hvíldar. Guðrún sál. var frjálslynd i skoðunum og fylgdist vel með öllum framföruin hins nýja tíma og var ávalt reiðubúin að veita því málefni fylgi sitt, er hún áleit til framfara horfa, sérstaklega voru henni hugnæmar rannsóknir í trúfræðilegum efnum, enda var guðstrúin hennar heitasta áhuga- mál, guðstrúin var hennar leiðar- ljós, hennar silifandi aflgjafi í blíðu og stríðu, og þess vegna gat hún líka verið glöð og hugrökk, hvort sem henni mætti sorg eða gleði, og þess vegna átti hún hjálpsemi, fórnfýsi og göfuglyndi i svo rikum mæli, að það verður kunningjum hennar og vinum ó- gleymanlegt til hinstu stundar. Og nú ert þú, kæra vina, horfin vorum jarðnesku augum; nú ertu komin heim til þinna þráðu heim- kynna — heim i föðurhús kærleik- ans. Margar og kærar eru minn- ingarnar, sem fylgja þér síðasta jarðneska áfangann í dag og vil eg nú i síðasta sinn þakka þér fyrir þær óteljandi velgjörðir og gleði- stundir, er þú hefir veitt mér á liðnum árunt — og alt þetta bið eg nú kærleiksríkan guð að launa þéi* á hinni nýju lífsvegferð þinni. Og að endingu vil eg minnast þin með orðum sálmaskáldsins; „Scm bliknar fagurt blóm á engi «vo bliknar alt sem jarðneskt er. Ei standa duftsins dagar lengi, þótt dýran fjársjóð geymi í sér. Það eitt er kemur ofan að um eilífð skín og blómgast það“. Kr. Guðmundsson. Á Njálsg. 23 eru saumaðir kjólar og kápur, ásanil öðrum kvenfatnaði. —- Stúlkur teknar lil kenslu alian daginn. Kent að snifia frá kl. 8 —10 síðdegis. Sanmastofan Tíska. Veðrið í morgun. Hiti i Reykjavik 6 stig, ísafirði 1, Akureyri o, Seyðisfirði 4, Vest- mannaeyjum 6, Grimsey 3, Stykk- ishólmi 2, Blönduósi o, Raufarhöfn 2, Hólum í Hornaíirði 6, Grinda- vík 4, Grímsey 3, Færeyjum 8, Julianehaab — 5, Jan Mayen — 7, Angmagsalik — 12, Hjaltlandi 7 stig. Mestur hiti hér í gær 7 stig, minstur o stig. Úrkoma 12,0 mm. Yfirlit: Kyrrstæð lægð sunnan við Reykjanes. Horfur: Suðvéstur- land; Breytileg átt, ýmist suðaust- an eða norðaustan kaldi. Skúrir. Faxaflói, Breiðafjörður: Austan og norðaustan gola. Úrkomulítið. Frostlausb Vestfirðir: Minkandi norðaustan átt. Dálitil úrkoma norðantil. Norðurland, norðaustur- land, Austfirðir: Breytileg átt og víðast hægviðri. Úrkomulaust að mestu. Suðausturland: Suðaustan kaldi. Skúrir. Vátryggingar. Því mun því miður þannig hátt- að enn í dag, að margir láti undir höfuð leggjast, að vátryggja inn- anstokksmuni sína og annað laus- legt, en dæmin sýna, að eldurinn er ekki lengi, að gera eignir manna að engu. Það virðist því alveg sjálfsagt, að hver maður vátryggi eigur sinar, því að enginn veit hvenær það getur veriö oröið um seinan. Athygli skal vakin á augl. um brunatryggingar, sem birtar eru hér í blaðinu í dag. Kári Sigurjónsson alþm. er nýlega kominn til bæj- arins, til þess að taka þátt í störf- um milliþinganefndar i launamál- um. Minningarhátíö um Knud Rasmusscn var haldin i ráðhúsinu i Kaupmannahöfn fyr- ir forgöngu LandfræðifélagsinS danska. Friðrik rikiserfingi bauð gesti velkomna en síðan fluttu ræð- ur dr. phil. Thorkel Mathiesen, Gabel Jörgensen kapteinn og græn- lenski presturinn Otto Rosing. Á minningarsamkomu þessari var margt tiginna gesta, konungsættin og sendiherrar erlendra rikja. (Úr sendiherrafregn). Kiels Dungal prófessor, fer utan á Gullfossi i kvæld. Verður hann erlendis fram á \ror og ætlar aðallega að gera rann- sóknir á ormaveiki í sauðfé. Enn- fremur fer hann í erindum fyrir rannsóknastofuna í þágu at- vinnuveganna, sem ráðgert er að taki til starfa á þessu ári. „Kollumálið“. Hermann Jónasson lögreglu- stjóri hefir nú verið kærður fyrir æðarfugladráp, er hann hafi gerst sekur um úti í Ör- firisey á fullveldisdaginn 1930. Dómsmálaráðherra liefir falið Arnljóti Jónssyni cand. juris rannsókn málsins og dómsá- lagningu. E.s. Suðurland fór til Borgarness i morgun. Dómar í innbrotsmálum. Victor Finnbogason hefir verið dæmdur i 15 mánaða betrunarhús- vinnu. Braust hann inn í áfengis- verslunina í vetur, laust fyrir jól- in, og stal þar áfengi og pening- um. í dóminum er einnig innifal- in hegning fyrir innbrot í Land- smiðjuna og Kveldúlf. Var þá með lionum Jón Halldórsson frá Ssa- firði og var hann dæmdur í 8 mán- aða betrunarhúsvinnu, en í þeim dómi felst einnig hegning fyrir iiuibrot, sem hann framdi í sumar i hús kaupfélagsins á Þingeyri. G. s. Gdda H. f. Eimskipafélaginu Isa- fold harst fregn um það i morg- un, að e.s. Edda hefði strandað kl. 4 í nótt fyrir vestan Horna- fjörð. Skipsmenn liöfðu allir bjargast á land. Nánari fregnir vantar, þegar þetta er skrifað. (H.f. Eimskipafélagið ísafold keypti skip þetta í Þýskalandi í ágúst í fyrra, til þess að vera í förum milli íslands og Miðjarð- arhafslanda með saltfisk og salt. Sldpið var talið traust og gott skip. Það var smíðað i Þýskalandi 1921. Á því var nú 16 manna áhöfn. Skipstjóri er Jón Kristófersson. Skipið hefir Eldur kviknaði út frá miðstöð í kjall- ara á Hverfisgötu 34 í gærkveldi og var fljótt slöktur. Skemdir voru ekki teljandi. Hilmir fór í dag til Sandgerðis og tek- ur þar bátafisk til útflutnings. E.s. Gullfoss fer héðan í kveld áleiðis til út- landa. E.s. Selfoss kom frá útlöndum í rnorgun. Belgiskur botnvörpungur kom í morgun að leita sér að- gerðar. VarðskipiÖ Ægir gat ekki gert neina tilraun til þess í gær að ná út enska botn- vörpungnum, sem strandaði á Skaga í Dýrafiröi, vegna storms. Hjúskapur. S. 1. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af síra Árna Sig- urðssyni ungfrú Sigrún Stefáns- dóttir frá Fossi og Bjami Guð- jónsson, sjómaður. Heimili þeirra er á Bergþórugötu 1. E.s. Lyra fer héðan í dag kl. 6 e. b. A meðal farþega verður Vilhj. Finsen ritstjóri. Nætiulæknir er í nótt Þórður Þórðarson, Eiríksgötu n. Sírni 4653. Gengið í dag. Sterlingspund ......kr. 22.15 Dollar ................— 4,433/i 100 ríkismörk þýsk. — 167,36 — frankar, frakkn.. — 27,98 — belgur .........—- 98,98 — frankar, svissn. . —- 137,44 — lírur..............— 37,76 — mörk, finsk .... — 9,93 — pesetar ......... — 59,72 — gyllini ...........— 285,77 — tékkósl. kr.....— 21,42 — sænskar kr......— 114,41 — norskar kr......— 111,39 — danskar kr. .... — 100.00 Gullverð ísl. krónu er nú 52.25, miðað viö frakkn. franka. Heimatrúboð leikmanna á Vatnsstíg 3. —. Samkoma i kveld kl. 8. — Allir velkomnir. Verslunarmannafél. Reykjavíkur hefir bókaútlán og spilakveld í ()ddfellow-húsinú kl. 8J/. sd. í dag. Útvarpið í kveld: 19,00 Tónleikar. 19,10 Veður- fregnir. 19,20 Tilkynningar. — Tónleikar. 19,30 Lesin dagskrá næstu viku. — Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20.30 F.r- strandar. móttöku- en ekki senditæki. Það er válrygt lijá Sjóvátrygg- ingarfélagi Islands fyrir 13,500 sterlingspund). Seinustu fregnir. úm það bil og blaðið fór í pressuna barst fregn um það frá Brunnhóli, en þar er sima- stöð, að skipsmenn liefði allir komist á land heilu og liöldnu og væri þeir á bæjunum þar i grend. — Jón Kristófersson skipstjóri er væntanlegur að Brunnlióli í dag og mun l>á bringja til li.f. ísafoldar. At- hugun fer fram um fjöruna í dag til þess að komast að raun um hvort skipið liefir skemst að mun. indi: Um ættfræði (Pétur G. Guð- mundsson). 21,00 Tónleikar (Út- varpshljómsveitin). Grammófónn: íslensk lög'. Danslög. Norsk ar loftskeytafregnir. Osló 23. jan. NRP.-FB. Landfundur. Thorshavn-leiðatigurinn hefir fundið nýtt land á suður-pólssvæð- inu. Voru það þeir Gunnestad lautinant og Nils Larsen, sem fundu landið, er þeir voru í flug- ferð (á svæðinu 66. gr. og 20. mín. suðurbreiddar og 86. gr. ^57. min. austurlengdar). Flugu þeir yfir ís- helluna og* sáu hrátt svæði, þar sem var auður sjór, um 2 kv.art- niilur á breidd og 15 kvartmílur á lengd eins langt og þeir flugu. en þessi langa vök eða renna i ishellunni fór mjókkandi. Fyrir sunnan íshelluna gnæfði hið nýja land, þakið jökli og tihdalaust. Landið liggur milli Lars Christ- ensenslands og Lands Vilhjálms II. Konungsveisla. í konungsveislu fyrir Stórþings- menn í höllinni i gær voru nokkr- it þingmenn úr verkalýðsflokkn- um. Hákon konungur og Ny- gaardsvold fluttu ræður. Talaði Nygaardsvold fyrir minni kon- ungshjónanna. Frá Stórþinginu. Kosið hefir verið í flestar nefnd- ir á Stórþinginu. Hambro er íov- maður utanríkismálahefndar. Osló 24. jan. NRP.-FB. Þýskur botnvörpungur strandar. Þýski botnvörpungurinn Olden- burg strandaði í nótt á Nordkyn eða Kinnarodden , (nyrsta odda meginlands Noregs). Mótorbátur- inn Rappen fann 7 af áhöfninni í fjörunni, en átta skipsmenn voru lagðir af stað til ]iess að reyna að komast til bygða. Norskt skip strandar á Spáni. E.s. Hadrian frá Bergen hefir strandað fyrir sunnan Gandia, sem er skamt frá Valencia. (Valencia er borg í samnefndu héraði á Spáni). Kreppumálin. Stórþingið hefiv samþykt að kosin skuli 13 manna nefnd sem á að fá til meðferðar allar auka- k reppn rá ðst a f ani r.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.