Vísir - 02.06.1934, Síða 3

Vísir - 02.06.1934, Síða 3
VISIR E3H Hofum til sölu veödeildarbi’éf og vel trygg veöskuidabpéf. FimtngsafmælL Árni Ií. Halldórsson skáld, á fimtugsafmæli i dag (2. júní). Árni er ættaSur úr Vestur-Húna- "vatnssýslu. En eigi ver'Sur ætt hans rakin hér. — Á uppvaxtarárum sínum dvaldi hann lengstum í Vesturhópshólum, hjá Þorláki hreppstjóra Þorlákssyni og konu hans, frú Margréti Jónsdóttur. Um þessa fyrstu húsbændur sína fer hann hinum hlýjustu og lofsamleg- ustu orSum í fallegum minningar- ljóSum, er hann hefir ort um þau látin. ÁriS 1904, — eöa fyrir réttum 30 árum, — fluttist Árni til Reykjavíkur, ásamt móður sinni, og hefir átt hér heima sí'ðan. — Þegar Árni kom suður, mun hón- tim hafa verið það ríkt í huga, aS afla sér fræðslu — helst kenn- araskóla-mentunnar. Hann var þá aS vísu alveg félaus. En Halldór bróðir hans, ungur niaður og efni- legur, sem þá var fyrir skömmu farinn að reka iðn hér í bænum — gaf honum loforð um að styrkja hann til námsins. Er og enginn efi á því, að Halldór hefði stutt þennan námshneigða bróður sinn með ráði óg dáð, ef hbrium hefði enst hejlsa og starfsþróttur. — En þetta átti öðr-u vjsi að fara: Hall- dór misti heilsuna snögglega, og lést vorið 1906. — Hefir Árni stundum haft orð á þvi við mig, að ævikjör sín hefðu að líkindum orðið betri en þau eru, ef hann • hefði eigi mist Halldór bróður sinn svo fljótt. Nú var stoðinbrost- in. — Fyrirætlun Árna um skóla- nám fjaraði út. — Tekjur hans af daglegri vinnu námu eigi meiru en því sem hann, og móðir hans, þurftu á að halda sér til lífsfram- færis. — Árni hefir stundað ýmsa land- vinnu, svo sem vinnu við stein- steypubyggingar hér í bænum. Og ennfremur hefir hann unnið við símavinnu og vegagerð úti á landi. — Hefi eg heyrt að vhann væri bæði lagvirkur og liðtækur, við hvert það verk, er hann leggur hönd að. — Þótt Árni færi á mis við skólagöngu, eins og fyr er sagt, hefir hann stöðugt bætt sér þann missi með því að kynna sér bestu rit vor, forn og ný. Sérstak- lega hefir þó hugur hans hneigst að þeim greinum bókmenta, er að skáldskap lúta. —- Næmleiki hans og skarpskygni á því sviði, er að minni hyggju frábær. — Hann er og skáld gott, þó sjálfur vilji hann helst ekki heyra sig kallaðan það, og honum finnist ljóð sín veigalítil á móts við skáldskap góðskáld- anna. — Ferskeytlur Árna eru þegar orðnar allkunnar og þykja ágætar. Sumar mjúkar, sem fjöður, aðrar „hvassar sem byssustingur". — En hann hefir einnig ort kvæði, sem alstaðar mundu sóma sér vel, og þola samanburð við mörg glæsileg kjarnakvæði hjá viður- kendum skáldum. — Á þessurii tímamótum í ævi Árna Halldórssonar, vildi eg sérstakleg'a sveigja orðum að ljóðum hans, af því eg tel þau merkasta þáttinn í starfi hans. Til þess að rökstyðja þau ummæli nánar, skal eg aðeins benda á tvö kvæði, sem prentuð eru í kvæðakveri hans („Bros og tár“), sem kom Tit í Reykjavík, snemma á næstliðnum vetri. Ann- að kvæðið er „Móðurminning“. Hitt er kvæðið til dr. Bjargar C. Þorláksson. Kvæði þessi eru fög- ur og sérkennileg, hvert á sinn hátt, og sýna, að mér finst ótví- ræðan skáldhæfileika höfundarins. —•. Það, sem Árni hefir ort, mun eigi vera mikið að vöxtunum til. En flest af því er þannig lagað, að það eins og bregður birtu yfir höfundinn, og er hátt upp hafið yfir það þróttlausa flatrím, sem niaður á, því miður, oft að venjast. Það þarf naumast að taka það fram, að Árni hefir hinar mestu mætur á góðum skáldskap, en hann er vandlátur í þeim efnum, og sýpur eigi af öllum skálum.------ Hér hefir þá verið minst lítið eitt á andlega hæfileika Á. H. — Um aðra eiginleika hans og.mannkosti vil eg segja það, að hann er yfir- lætislaus maður, orðheldinn og ábyggilegur. — Árni! Þú hefir eigi fest þér neina brúði um dagana. En Saffó hefir strokið mjúkri hendi um vanga þér. Við það máttu vel una. Heill og heiður fylgi þér í framtíðinni. — P. P. Áfengisbrnggnnin í B an g árvallasýsln. Jónatan Hallvarðsson, setudóm- ari í bruggunarmálinu á Flóka- stöðum í Fljótshlíð og þremur öðrum bæjum þar eystra (Hellu, Vegamótum, Götu), kvað upp dóm í málum þessum í gær. Við rann- sókn málsins sannaðist m. a„ að bruggað hafði verið á Flókastöð- um í 2 ár. — Hafði fjöl- skyldan þar haft bruggunina tneð höndum (4 Tuenn). — Alls var feldur dómur yfir átta mönnum og voru þeir allir dæmdir til þess að greiða sektir, fra 200 upp í 1500 kr. hver að viðlö^ðu 15—35 daga einföldu fangelsi, ef greiðsla sektarinnar hefir ekki íar- ið framdnnan 4 vikna frá lögbirí- ingu dómsins. Þrír hinna dómfeldu fengu skilorðsbundinn dóm, þ. e. fullnustu fangelsisrefsingar þeirra skal fresta og þær niður falla eftir 5 ár, ef skilorð laga nr. 39, 1907, verða haldin. 23. ársþiitg „Society for the Advancement of Scandinavian Stucly“, var hald- ið.í Minneapolis nýlega. Félags- iskapur þessi vinnur að auknum áhuga á Norðurlandafræðum í Vesturálfu. Á ársþ'inginu flutti dr. Richard Beck erindi um Einar H. Kvaran sem höfuð sagnaskáld íslands, jieirra, er nú lifa. Verður E. H. Kvaran 75 ára á næstkom- andi hausti. Einnig flutti dr. Beck stutta minningarræðu um Finn heit. Jónsson prófessor, dr. phil., en hann var heiðursforseti fyrr- nefrids féagsskapar. — Er um jietta getið í einu víðlesnasta blaði Norðmanna i Bandaríkjunum, Minneapolis Tidende. Utan af landL —o--- Frá Akureyri. Akureyri 1. júní. FÚ. Vorpróf standa nú yfir í Menta- skólanum hér á Akureyri. Gagn- fræðaprófi lauk 28. maí, og luku þvi 50 nemendur, þar af 3 utan- skóla, en 3 nemendur veiktust í prófinu og luku því ekki. Gagnfræðingarnir nýju föru kvöldið sem prófi lauk austur i Mývatnssveit og Aðaldal, og með þeim Steindór Steindórsson kenn- ari og Stefán Gunnbjörn Egilsson ráðsmaður skólans. Eru þeir nú komnir heim alftur og láta hið besta yfir förinni. Hafnargerð og grjótnökkvi. Akranesi, 31. maí. FÚ. Nýlega kom til Akraness skip úr steinsteypu, er Finnbogi Kútur Þorvaldsson verkfræðingur keypti í Noregi síðastliðinn vetur, fyrir 10 þús. norskar krónur, í þeim tilgangf, að nota það til fram- lengingar á hafnargarði við Akra- nes. Skipið heitir Betonis, en dráttarbáturinn, sem kóm með það, heitir Hanko, frá Stavanger. — Skipið var þegar í gær dregið inn á Hvammsvík í Kjós, og verða þar gerðar á því breytingar er gera þarf, áður en því verður sökt við hafnargarðsendann á Akranesi. Skipið er 57,30 írietra langt, 9,80 metra breitt, 6 metrar á hæð um miðjufta, en 2,3 mettum hærra til beggja enda. Gerir það þannig 60 metra viðbót af beinum hafnar- garði, sem áætláð er að' kosti 350 þúsund króriur. Til undirbúnings því, að sökkva skipinu verður grafvél frá Reykja- vík látin moka upp 50—70 centi- metra þykku sand- og leirlagi, á 20 metra breiðu svæði. Verður þessi rás síðan fylt með grjóti, möl og steinsteypupokum, og munu að jiví verki vinna, meðal annara, tveir kafarar. Við enda hafnargarðsins, eins ög-hann er nú, verður settur klauf- kassi úr járnbentri steinsteypu, þannig gerður, að afturendi skips- ins fellur nákvæmlega i klaufina, þegar jiví verður sökt. Verkfræðilegur ráðanautur við hafnargerðina er Finnbogi Rútur Þorvaldsson verkfræðingur, og að- slverkstjóri er Guðmundur Klem- ensson úr Hafnarfirði. Messur á morgun: i Fríkirkjunni kl. 11, síra Frið- rik Hallgrímsson. Kl. 5 síra Árni Sigurðsson. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, kl. 2, sira Árni Sigurðsson. I Kálfatjarnarkirkju kl. 2, alt- arisganga. Sira Garðar Þorsteins- son. Landakotskirkja: Lágmessur kl. 6j/2 og kl. 8 árd. Hámessa og skrúðganga kl. 10 árd. Guðsþjón- usta með prédikun kl. 6 síðd. Jaröarför Stefáns Guðjohnsen kaup- manns fer fram í dag á Húsa- vík. — S jálf stæðisk jósendur S Athugið livort þér eruð á kjörskrá. — Kjörskrá liggur frammi í kosningaskrifstofu flokksins í Varðarhúsinu. Kærufrestur er til 3. júní. Veðrið í morgun. í Reykjavík 11 stig, tsafirði 15, Akureyri 17, Skálanesi 19, Vestmannaeyjum 8, Sandi 12, Kvígindisdal 9, Hesteyri 10, Gjögri 9, Blönduósi 12, Siglu- nesi 12, Grímsey 9, Raufarhöfn 15, Skálum 11, Fagradal 14, Papey 7, Hólum í Hornafirði 10, Reykjanesvita 9, Færeyjum 11. — Meslur hiti liér í gær 11 stig, minstur 8. Úrkorna 3.8 mm. Sólskin 0.6 stundir. — Yfirlit: Víðáttumikil lægð fyrir vestan og suðvestan Island. Háþrýsti- svæði um Bretlandseyjar. Horf- ur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir: Vax- andi sunnan kaldi. Þykt loft og rigning. Norðurland, norðaust- urland, Austfirðir: Sunnan gola. Úrkomulaust og hlýtt. Suðaust- urland: Sunnan gola og dálitil rigning. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðismanna er i Varð- arhúsinu. Opin kl. 10—12 og 1 —7 daglega. Simar 2339 og 3760. Kjörskrá er þar til sýnis og allar upplýsingar gefnar við- víkjandi kosningunum. Bruggun. Klemens Kristjánsson á Sáms- stöðum fann jarðhús í fyrradag, :skamt frá túninu þar. Jarðhúsið var mannlaust, en i því voru 2 tunnur með áfengi í gerjun, brugg- unaráhöld og suðuvélar. — Til- kynti Klemens þetta sýslumanni Rangæinga og hófst rannsókn i málinu í gær. Gatnagerð. . Á fundi bæjarráðs í gær var samþykt að verja þeim 50.000 kr„ sem í sumar á að verja til gatna- gerðar innanbæjar, til að gera við Skólavörðustiginn. Sjálfstæðiskjósendur, sem fara úr bænum fyrir kosningar, eru ámintir um að kjósa áður en þeir fara. Kosið er á kosningaskrifstofu lög- manns í Póstliússtræti 3 (gömlu símastöðinni) og er skrifstofan opin kl. 10—12 og 1-—4. Sjálf- stæðiskjósendur utan af landi, sem staddir eru i hænum, eru ' ámintir um að greiða þar at- kvæði sitt sem fyrst, ef þeir sjá fram á, að þeir verði ekki komnir heim til sín fyrir kosn- ingar. Allar nánari upplýsingar í Varðarhúsinu. Dómur féll i gær í máli Guðna Bærings- sonar, Aðalstræti 11. Var hann dæmdur í 30 daga einfalt fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 1500 kr. sekt. Baldvin Bjarnason, sem keypt hafði áfengi af Guðna og selt, var dæmdur til þess aö greiða 1500 kr. sekt. Hjá báðurn var um ítrekað brot að ræða. Landskjálfta- hrærihgar varð vart hér í dag og mun klukkan þá hafa verið um 40 mínútur yfir 12. Hræringin var mjög væg. Síra Jakob Jónsson frá Norðfirði, talar á Voraldar- samkomu í Varðarhúsinu í kvöld kl. Sx/2. Allir eru velkomnir, menn utanfélags einnig. 70 ára er á morgun, 3. júní, Þorsteinn S. Líndal, Bragagötu 29. Af veiðum liafa komið Ver og Geir. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Frá Jóni Þorleifssyni Stóra-. Núpi (afhent af S. Á. Gíslasyni) kr. 2,00. — Iværar þakkir. Einar Thorlacius. Byggingarfélag sjálfstæðra verkamanna í Reykjavík, heldur fund n. k. mánudag, kl. 8j4 i Varðarhúsinu. Leikhúsið. Leikurinn „Móti sól“ verður sýndur í síðasta sinn kl. 8 ann- að kvöld. Aðgöngumiðar seldir við lækkuðu verði. Dönsku skipin. Botnia fer héðan í kvöld áleiðis til útlanda. M.s. Dronnig Alex- andrine fer héðan í kvöld áleiðis vestur og norður. E.s. Suðurland fer til Breiðafjarðar í dag. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss var á Siglufirði i morg- un. Goðafoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. Brúarfoss fór frá Kaupmannahöfn í morgun. Dettifoss kom frá útlöndum í dag kl. 4. Lagarfoss er á leið til Aust- fjarða frá Leith. Selfoss er á leiö til Antwerpen. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjóna- band, af síra Bjarna Jónssyní, ungfrú Birna Sigurbjömsdóttir, Fjölnisvegi 2, og Ólafur Tryggva- son, Bárugötu 7. í dag verða gefin saman í lijóna- band ungfrú Edith Poulsen og Jó- hann G. Möller bókari. Heimili þeirra verður á Týsgötu 1. í dag verða gefin saman i hjóna- Jiand í Kaupmannahöfn ungfrú Guðrún Þórarinsdóttir verslunar- mær héðan úr bænum og Sigurd Nielsen prentari. Heimili þeirra er: Kildevældsgade 10. í dag verða gefin saman í hjóna- band, ungfrú Guðrún Guðmunds- dóttir og Páll Breiðfjörð Guðjóns- son. Heimili þeirra verður í Hellu- sundj 7. í dag verða gefin saman hjóna- band ungfrú Kirstín Bramm og Erlendur Einarsson, Skólastræti 5. Heimili þeirra verður á Mímis- vegi 2. í dag verða gefin saman hjóna- band af síra Árna Sigurðssyni, ungfrú Fjóla Jónsdóttir, Hafnar- firði, og Baldur Þorsteinsson, Vík. I dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Edith Bech og Óslcar Gíslason, ljósmyndari. Skrifstofum lögmanns verður lokað kl. 12 á hádegi á laugardögum, sumarmánuðina. Skemtun heldur Þ. K.-félagið Freyja í Ið- nó í kveld og hefst kl. 10. Skernti- skráin er stutt, en vel til liennar vandað. AS henni lokinni verður dansað fram eftir nóttu. Þarna er ágæt skemtun í boði. Veðurfar hefir enn ekki batnað svo, að að- sókn sé mikil að útiskemtunum, og ætti menn að nota tækifærið i kveld og fara í Iðnó, því að þar verður hlýtt og gott að vera. Þ. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssoriar, Freyju- götu 41, verður opið til kl. 10 í kvöld og á morgun frá kl. 10—12 og 1—10. Safnið verður framvegis cpið um helgar. Gullverð ísl. krónu er í dag 50.55, miðað víð frakkneskan franka. Útvarpið í dag: 18,45 Barnatími (Bjarni Jóns- son meðhjálpari). 19,10 Veður- fregnir. — Tilkynningar. 19,25 Tónléikcjr (Útvarp'stríóSð). 19,50 Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 2030 Upplestur: Úr Þing- eyjarsýslum (Þorkell Jóhannes- son). 21,00 Grammófóntónleikar. Danslög til kl. 24.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.