Vísir - 17.06.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 17.06.1934, Blaðsíða 3
VlSIR KAUPH0LLIW Hafnarstræti 10—12 (Edinborg). Sími: 3780. V Oj)ið kl. 4—6 (á laugardögum kl. 1—3). Hlutabréf. Höfum kaupendur að hlutabréfum í ýmsum fyr- irtækjum. ing og hafiö baráttuna fyrir stjórn- arfarslegu frelsi lands vors. Og' bændástéttin hefir gert meira. Hún liefir brauöfætt ]>jóö vora í nær þúsund ár og ]>ótt oft liafi veri'Ö þröngt í búi, þá hefir þaö ekki veriö hennar sök, en óblíöu nátt- úrunnar. Loks eru frá bændastétt- inni komnar hinar ungu og atorku- sömu stéttir, sjómanna, útgeröar- og kaupsýslumanna landsins, er nú veita tugum miljóna á ári hverju i þjóöarbú Islendinga, svo a'ö oss nú, þegar á alt er litiö, líöur bet- ur, en, ]>egar bændastéttin varö ein aö vinna fyrir öllu saman. — Bændastéttin hefir því verið og cr kjarni og lífgjafi þjóöar vorrar, og það er lífsskilyröi þjóö vorri, aö þaö veröi hún ávalt. En ef svo á að verða, þá verður hún, fyrst og fremst viö þær mikilvægu Al- þingiskosningar er nú fara í hönd, að taka rétta afstööu til þeirra nei- kvæðu og jákvæðu stefna, er nú beyja svo harða baráttu um völd- :in ,i þjóölífi voru, og fá sanna vitn- ■eskju um það, er þær vilja fyrir 'hana gera. Þess vegna skal nú að því vikið, þó oft hafi áður ver- iið gert í blöðum Sjálfstæðismanna. 'Neikvaeðar og jákvæðar stefnur. Jafnaöarstefna sú, er Jón Bald- vinsson, Héðinn Valdimarsson og Einar Olgeirsson eru fulltrúar fyr- •ir, vill, samkvæmt grundvallar- kenning sinni: ríkisrekstri atvinnu- veganna, svifta bændur eignarétti á jörðum sínum og gera þá að leiguliðum ríkisins. Er hér ekki rúm til þess að skýra það djúp eyðileggingar fyrir bændastéttina, er af því myndi leiða ef fram- kvæmt yrði, en aðeins bent á það, er öllum er ljóst við fyrstu athug- rn málsins: að með því yrði kippt fótunum undan framfara- og þroskalöngun bændanna í starfi sínu og þeir sviftir skoðanfrelsi í ■opinberum málum, því í þeim, efnr um yrðu þeir aö sitja og standa eins og húsbóndinn — rikið — iandstjórnin — vildi eöa aö öörum kosti að hrökklast burt frá jörð- xmum. Yrðu þá kjör þeirra hlið- stæð kjörum bænda á Norðurlönd- rm, þegar átthagaánauðin var í gildi og mun enginn hugsandi maö- iu' með ábyrgðartilfinning óska slíkra hörmunga á ný. Svo van- hugsaðri stefnu geta bændur eklci fylgt, 'nema því aðeins aö kveða upp líílátsdóm yfir sjálfum sér. Flokksbrot Jónasar Jónssonar frá HriíJu l>oðar bændum í senn samvinnu og stéttabaráttu og er erfitt að sjá að hvaða gagni slík kenning kemur. Hitt vita allir, er þekkja J. J. af gjörðum hans, að takmark hans er og hefir aðeins verið eitt, og það er með aðstoð bænda og verkamanna að standa yfir pólitískum og fjárhagslegum rústum útgerðar- og kaupsýslu- manna landsins, þar eö þeir hafa haft bolmagn til þess að rísa gegn einræðis- og ranglætiskend hans í opinberu lífi ]>jóðarinnar. Og nú vil eg spyrja ]>á bændur landsins, er hafa kjörið sér hann að for- ingja, hvort ]>eir álíti, að ma'ður ineð slíkri stefnu og hans, sé til þess kjörinn að byggja þá brú samúðar milli sjávar og sveita, er heilbrigður þroski þjóðar vorrar krefst. Og ennfremur, hvort þeir treysti sér til þess að lifa ogþroska atvinnu sína, búnaðinn, til fram- búðar fyrir.sig og niðja sina án þeirrar samú'ðar. í þessu sambandi er svo rétt að benda á það, að eng- uni hefir J. J. sýnt eins mikla lit- ilsvirðing og þeim mönnum í í bændastétt, er báru traust til hans, því hann áleit þá ekki rneiri menn en ]>aö, að hann gæti logið og framið áberandi ranglæti í ráð- herrasæti án þess, að þeir hefði manndóm til að rísa gegn slíkri svívirðing. Slikuin foringja geta bændur ekki fylgt sóma síns vegna og raunverulegra hagsmuna. Enda er það komið á daginn. Því yar Bændaflokkurinn stofnaður. En hann er fæddur með þeim ann- marka að vera stéttabaráttuflokk- ur, en það eru einmitt slíkir flokk- ar, er þjóö vor og bændastéttin síst þurfa á að halda nú. Hvers þarfnast bændastéttin þá? Hún þarfnast þess, fyrst og fremst, að eignaréttur hennar sé varðveittur, svo hún hafi frjálsar hendur til framtaks og þroska; hún þarf að læra að rækta land sitt miklu bet- ur, en hún nú alment gerir eða kann, sjá fegurðina og nytsemina í verki handarinnar jafnt og and- ans og öðlast vilja og kunnáttu til þess að vinna sem mest. Gild- ir þetta fyrst og fremst æskumenn hennar, og hafa héraðsskólarnir í þessum efnum ekki gert skyldu sína við þá, þar eð þeir vanrækja að mestu verklegt nám (jarðrækt- arnám), er þó rnætti auðveldlega kenna á vorin; hún þarf á þvi að halda að veitt sé ljósi og yl um hinar dreifðu sveitir landsins, svo þær við það verði byggilegri, en umfram alt þarfnast hún þess að bygð sé brú einingar og samúðar með henni og öðrum stéttum þjó'ð- félagsins, því að það má hver mað- ur ákilja, að er fyrsta skilyrðið að efnalegri velgengni hennar. Að þessu vill Sjálfstæðisflokkurinn, samkvæmt stefnuskrá sinni, vinna bændastéttinni til handa, ekki sem flokkur neinnar sérstakrar stétt- ar en sem flokkur allrar þjóðar- innar, enda skipaður helming hennar af öllum stéttum. > Um tvent að velja. Bændur landsins hafa þvi um tvent að velja við Alþingiskosn- ingar þær, er nú fara í hönd. Ann- arsvegar hinar neikvæðu stefnur, er vilja svifta þá eignarétti á jörð- um sínum, gera ]>á að einskonar ríkisþrælum og '■iga þeim jafn- framt út i stéttabaráttu, er leiða myndi til eyðileggingar þeirra sjálfra og þjóðfélagsins. ]>ar ' eð ,,hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundur]>ykt, ekki fær staðist“, og' hinsvegar hinar jákvæðu stefnur Sjálfstæðismanna, er vill varð- veita eignarétt þeirra á jörðunum til framtaks og þroska og byggja brú samúðar og samstarfs milli sjávar og sveita; þeirrar stefnu, er vinna vill að eining þjóðar okk- ar, svo hún verði þess megnug að rétta við hlut sannleika og rétt- lætis í opinberu lífi sínu og koma dómi yfir hin neikvæðu öfl, er því hafa grandað. Þeir bændur lands- ins, er greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði við Alþingiskosningarnar þ. 24. júní n. k. gréiða þessu at- kvæði og um leið því, að stétt þeirra verði áfram, sem hingað til, öndvegisstétt hinnar íslensku þjóð- ar. Sigurður Guðjónsson. Bretar og Frakkar ná samkomulagi um Tiðsklftamálln. —o— London, FB. 16. júní. Utanríkismálaráðuneytið tilkynn- ir, að viðskiftasamkomulag hafi náðst milli Frakka og Breta, en fullnaðar samþykt á því hefir þó enn ekki farið fram. I samkomu- laginu er gert ráð fyrir því, að Bretar hætti öllum ráðstöfunum gagnvart Frökkum út af- takmörk- un þeirra á innflutningi frá Bret- landi snemma á þessu ári. Flvor þjóðin um sig heitir því, að láta hina verða aðnjótandi bestu kjara í viðskifta- og tollamálum. (United Press). Viðræðum Hitlers og Mússólíni lokið. Feneyjum, 16. júni — FB. Hitler kanslari leggur af stað lieimleiðis í dag. I opinberri til- kynningu um viðræður hans og Mussolini segir, að þeir liafi rætt ýms vandamál, einkum þau, er snerta Italíu og Þýska- land, og sambúðjna milli Þjóð- verja og ítala, sem þeir hafi verið sammála um að ástunda hæri að liafa sem allra besta í framtíðinni. (United Press). Urslitaleiknr knattspyrnumðtsins K. R. vintiur Val með 3: 2. Sjaldan, eða aldrei hafa verið jafnmarg'ir áhorfendur að knatt- spymukappleik á íþróttavellinum eins og í fyrrakveld, er Valur og K. R. háðu úrslitaleik Islandsmóts- ins. Mun ekki ofmælt þó sagt sé, að þar hafi verið á fjórða þúsund manns. Eins og sjá má af þessari miklu aðsókn hafa menn búist við mjög góðum og spennandi leik, en ýmissa orsaka vegna varð leikurinn lakari en menn bjuggust við. Lið félaganna voru eins skipuð og á hinum fyrri leikjum, u-‘■■■ að því leyti að í K. R. keppti Guð- mundur Jónsson í staðinn fyrir Hans Kragh og Georg L. Sveins- I son ^stað Ólafs Kristmannssonar. I Þegar i upphafi hóf Valur tals- | verða sókn og er 3 mín. voru af leik skoraði hægri innherji þeirra, Óskar Jónsson, mark eftir snarpt upphlaup. Hélt nú leikurinn áfram með sókn og vörn á báða bóga og hallaði þó heldur á K. R. Þegar 20. mín. voru af leik urðu Vals- menn fyrir því óhappi að vinstri bakvörður þeirra, Frímann Helga- son, tognaði á fæti og varð að ganga úr leik. Varð þar mikið skarð fyrir skildi og óþægileg glompa í vörn Vals, hættuleg gagnvert hin- um slyngu skotmönnum í K. R.-lið- inu. Rétt á eftir fékk K. R. horn- spyrnu á Val. Spyrnti Jón Sveins- son úr horninu, en Gísli Halldórs- son náði knettinum eftir nokkurt þóf og skaut honum-laglega í mark. — Kom nú varamaður inn í lið Vals í stað Frímanns og var það Karl Vilmundarson frá Vestmanna- eyjum. Hann er góður knattspyrnu- maður, en virtist litið æfðtir. — Herti nú K. R. sóknina og 1-tlu síðar skoraði Þorsteinn Einarsson anr.að mark K. R. — Við það harðnaði leikurinn að mun og var auðséð að hvorugir vildu láta sinn hlut fyr en í fulla hnefana. Stóð þó við það sama þar til fáar mínút- ur voru eftir af hálfleiknum, að Jóhannes Bergsteinsson miðvörður Vals fékk knöttinn úr hornspyrnu og spyrnti honum með vinstri fæti utan frá vítateig og varð mark úr. Fegurst skoraða markið á mótinu. í upphafi síðara hálfleiks gerði K. R. snarpt upphlaup og skoraði Guðmundur Jónsson þá 3. markið hjá Val. Er skemst frá að segja að eftir þetta virtust Valsmenn al- veg missa kjarkinn og varð leikur- inn héðan í frá að mestu leiðin- legt þóf. Var mark Vals oft hætt kornið, en tókst þó að verja það fyrir áhlaupum K. R.-manna, svo að fleiri mörk voru ekki skoruð. Lauk leiknum því með sigri K. R. með 3 mörkum gegn 2. D. Dánarfregn. Látin er i Kaupmannahöfn Sol- veig Hansen, systir Hallgríms Bene- diktssonar stórkaupmanns. 76 ára verður á morgun (mánudag) Helga E. Þórðardóttir, Hverfisgötu 96. E-listinn er listi sjálfstæðismanna. Einkabifreiðar sjálfstæðis- manna. Sjálfstæðismenn þeir, er eiga fólksflutningshifreiðar, og ætla að lána þær Sjálfslæðis- flokknum til afnota á kosn- ingadaginn (sunnudaginn 24. þ. m.) eru ámintir um að til- kynna það skrifstofu Varðarfé- lagsins i dag, og eigi síðar en á morgun. Símanúmer skrif- stofunnar er 2339. E.s. Selfoss kom hingað í gær frá útlöndum. E.s. Brúarfoss kom hingað í gær að vestan og norðan. E.s. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í morg- un áleiðis til Reykjavíkur. Farþeg- ar voru 50 talsins. Aðalfundur Félags íslenskra loftskeytamanna verður haldinn n. k. fimtudag 21. þ. m. í Iðnó uppi. Fundurinn hefst kl. 2 e. h. Félagar eru beðnir að fjölmenna og mæta stundvíslega. Sunnudagslæknir er í dag Bergsveinn Ólafsson, Suðurgötu 4. Sími 3677. E-Iistinn er listi sjálfstæðismanna. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar á Freyjugötu 41, er opið almenn- ingi i dag frá kl. 1—7. Bjarni Björnsson efnir til skemtunar í Iðnó í kvöld kl. 9. Bjarni er svo vin- sæll alþýðuskemtari, að óþarft. er að minna á. Kemur hann á- valt öllum i gott skap, enda að- sókn stöðugt góð að skemtun- um hans. Allur ágóðinn renn- ur að þessu sinni til fólksins á landskjálftasvæðinu. Er i þvi aukin hvatning til þess að sækja skemtunina. Gamla Bíó sýnir í kveld kl. 9 kvikmyndina: „Cirkus-Polly“. Er ]>að amerísk talmynd, sem Ma.rion Davies og Clark Gable leika aðalhlutverk í. Kvikmyndin er alþýðleg og skemti- leg. Kl. 7 verður danska talmynd- in „Hafnarbúar" sýnd í síðasta sinn. Y. Nýja Bíó sýnir í fyrsta sinni í kveld kl. 9 kvikmyndina „Gold Diggers“. Er þetta amerísk talmynd í 10 þáttum, sem hefir vakið fádæma eftirtekt erlendis. — Á alþýðusýningu kl. 7 verður sýnd kvikmyndin „Valsa- stríðið“. x. Næturlæknir er í nótt Bragi Ólafsson, Póst- hússtræti 7. Sími 2474. — Nætur- vörður í Reykjavíkur apoteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Sæmundur G. Jóhanncsson, kennari, flytur fyrirlestur í Varð- arhúsinu kl. 5 í dag. Efni: „Gerði Jesús Kristur kraftaverk í raun og veru?“ Allir velkomnir. Skorað er á kennara að koma. Heimatrúboð leikmanna Vatnsstíg 3. Samkomur í dag: Bænasamkoma kl. 10 f. h. Almenn samkoma kl. 8 e. h. — Allir vel- komnir. Samkoma verður lialdin í kvöld kl. 8V2 I Betlianiu. Þar syngur Ásta Jósefsdóttir einsöng og blandað kór og erindi verður flutt um Uldine Utlej’, sem 9 ára gömul snerist til trúar og hóf þá strax prédikunarstarf- semi. Einnig verður flutt ein af ræðum hennar, sem hún hélt 11 ára gömul. Samkoma þessi er haldin til fjáröflunar fjTÍr hús kristniboðsfélaganna og er ]>ví ætlast til að menn greiði 1 krónu við innganginn. Áheit á Hallgrímskirkju í Saurbæ, afhent Vísi: 2 kr. frá G. G. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 1 kr. frá B. L., 7 kr. frá B. P. Gjafir til Slysavarnafélags íslands. Frá Kristleifi Þorsteinssyni, Stóra-Kroppi, ágóði af fyrir- lestri, kr. 83,24, frá Vernharði Bjarnasyni, Öldugötu 3, kr. 3, Lúthcr Grímsson, Seljavegi 17, kr. 3, Aðalklúbburinn, Reykja- vík, ágóði af dansskemtun kr. 159, Guðrún Sigurðardóttir, Ól- afsdal, kr. 10, Andrés Magnús- son, Þrúðardal, kr. 2, Solney Andrésdóttir, Þrúnardal, kr. 2. — Iværar þakkir — J. E. B. Hjálpræðisherinn. Helgunarsamkoma kl. 11 árd. — Sunnudagaskóli kl. 2. Útisamkoma kl. 4. Hjálpræðissamkoma kl. 8. Adjutant Molin talar. Lúðraflokk- urinn og strengjasveitin aðstoða. — j Allir velkomnir. ! Útvarpið 1 dag: 10,40 Veðurfregnir. 10,50 Er- indi: Agnes og Mateus. (Grétar Ó. Fells). 15,00 Miðdegisútvarp: — a) Tónleikar frá Hótel ísland. — b) Grammófónn: íslensk lög. 17,00 Messa í Frikirkjunni (sira Árni Sigurðsson). 18,45 Barnatími (Að- alsteinn Sigmundsson). 19,10 Veð- urfregnir. — Tilkynningar. 19,25 Grammófónn: íslensk kórlög. 19,50 Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Upplestur: Sögukafli (Halldór Kiljan Lagsness). 21,00 íslenskir hljómleikar: Útvarps- hljómsveitin, Kristján Kristjánsson, Þórarinn Guðmundssou og Emil Thoroddsen leika og syngja íslensk lög, — Danslög til kl. 24.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.