Vísir - 25.06.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 25.06.1934, Blaðsíða 3
VlSIR Skýrsla um iGagnfræðaskóla Reykvíkinga 1933—’34- Skólinn hefir eins og áð und- anförnu starfaS í 6 bekkjum 9 mánaSa. í upphafi skólaársins gengu 57 nemendur inn í skólann, 7 próflausir meS þeim skilyrSum, að flytja mætti þá milli bekkja eða víkja þeim úr skóla, ef þeir stæðust ekki próf þau, er skólinn •á sínum tíma léti þá ganga undir. Árangur þessa varð sá, aS 2 ný- nemar voru fluttir úr 2. bekk nið- ur í fyrsta bekk, en 4 fyrstubekk- ingar, sem teknir voru til reynslu, hurfu um nýjár aftur úr skólan- um. í skólanum voru þá alls 141 nemandi, 53 í báðum 1. bekkjun- uni, 43 í 2. bekkjunum og 45 í 3- tekk A og B. Af þeim 2 óreglu- legir nemendur, sem ætluðu sér ekki að taka gagnfræðapróf. Auk þess veiktust 2 nemendur úr 1. 'Og 2. bekk og tóku því ekki árs- próf. Undir prófin gengu alls 132 nemendur. Stóðust allir próf í 1. bekkjunum. Hæsta einkunn þar var •6,97. Einum nemanda úr 1. bekk B, sem hafði veikst seint á árinu, var slept próflaust upp í 2. bekk, <enda hafði hann haft 6,44 í árs- teinkunn. í 2. bekk A hlaut hæsta einkunn iSigfríður Niljohníusdóttir 6,37, en í 2. bekk B, Guðrún Havstein 7,14. .3 nemendur úr 2. bekk A og 4 úr .2. bekk B stóðust ekki prófið. Aft- ur á móti stóðust 2 utanskólanem- ‘endur próf 2. bekkjar og flytjast jþví ásamt hinum upp í 3. bekk. Gagnfræðapróf skólans var háð frá 5—16 þ. m. með stjórnskipuð- tim prófdómendum og sömu skrií- legu úrlausnum og í hinum alm. Mentaskóla. 43 nemendur gengu undir það, og stóðust allir prófið. 23 hlutu yfir 5,67 stig, |iar aí 16 I. einkunn. Ein'n nemandi, Þor- Tarður Jón Júliusson fékk ágætis- einkunn, 7,52 stig, i prófi, en sam- anlagt við árseinkunn 7.42. Útbýtt v-ar verðlaunum og skóla 'síðan slitið 22. júní kb 2jó. Otan af landi„ •—o— 150 ára starfsafmæli. Fellsmúla, 23. júni. FÚ. Fimmtíu ára starfsafmælis Eyjólfs Guðmundssonar í Land- mannahreppi sem oddvita, var minst í gær, er Landmenn héldu hreppaskilaþing. Við þetta tæki- færi höfðu hreppsbúar sameigin- lega kaffidrykkju, og færð'u Eyj- ólfi að gjöf útskorna lilekbyttu og pennastöng, gerða af Ríkarði Jónssyni skurðmeistara. Ófeigur prófastur Vigfússon ávarpaði af- mælisbarnið fyrir hönd sveitunga hans, og fleiri töluðu, þar á’ meðal Guðmundur hreþpstjóri Árnason í Múla, síra Ragnar Ófeigsson og Eyjólfur. Loks var Eyjólfur end- urkosinn oddviti enn á ný, að lok- inni hreppsnefndarkosningu. Gróður. t morgun, kl. um 10 er útvarpið átti tal við prófastinn, var slag- viðri þar austurfrá. Gróður sagði hann varla í meðallagi, en þó sæmilegan, því hlýviðri hafa verið undanfarið, og stúndum áfall á nóttum. ! Brá Vestmannaeyjum. Fjársöfnun vegna landskjálftanna. Vestmannaeyjum, 23. júní, ,FÚ. Kvenfélagið Líkn hér i Vest- mannaeyjum hefir nú gefið alls 1066 kr. í sjóðinn til þeirra sem biðu tjón í landskjálftunum norðanlands. Gaf það siðan 566 kr., sem var ágóði af hátíðarhöld- um er félagið stóð fyrir 19. júní. Var kvikmyndasýning haldin um kvöldið, og gáfu eigendur kvik- myndahússins ágóðann af sýning- unni. Veitingar voru seldar allan daginn, og gáfu kvenfélagskonur þær að mestu leyti. J Bæjarbrunar í Mýrasýslu. Svignaskarði, 23. júní. FÚ. Á einni viku hafa orðið tveir stórbrunar í Borgarfirði, hinn fyrri á Bóndhól þann 15. þ. m. og hinn síðari á Valbjarnarvöllum í fyrradag. Á Bóndhól brunnu fjárhús og hlaða, en fjós varð var- ið. Unnið hafði verið að því að stinga út úr fjárhúsi, og hreinsa það, og er það tilgáta manna, að kviknað hafi út frá vindlingi eöa eldspýtu, er þar hafði verið fleygt. 1 fjárhúsinu geymdi Guðmundur Gíslason, er nýlega hafði keypt jörðina, vönduð húsgögn, er hann hafði ekki geta komið fýrir í bæn- um, og brunnu þau öll. Á Valbjarnarvöllum brann íbúð- arhúsið til kaldra kola í fyrradag. Hafði fólk alt farið að heiman, og var statt á Litla Fjalli, og sást reykurinn þaðan. Var brugðið við undir eins, og tókst að bjarga skrifborði Guðmundar Jónssonar hreppstjóra, og voru í því öll nauðsynlegustu opinber skjöl er hann hafði til varðveislu ásamt nokkru af peningum. Litlu öðru varð bjargað, aðeins einhverju lítilsháttar af rúmfatnaði og stól- um. Innanstokksmunir voru óvá- trygðir, en húsið var vátrygt. Var það gamalt, með nýlegri viðbygg- ingu. Fimm menn fóru úr Svigna- skarði er til eldsins sást, en er þeir koniu að Valbjamaryöllum var bærinn brunninn. 3 Námsför verknema á Hvanneyri. 24. júní. FÚ. Verknemar við bændaskólann á Hvanneyri, ásamt verknámskenn- ara hafa nýlokið námsför suður og austur um sveitír. í för þessari voru skoðuö stórbúin á Lágafelli, Korpúlfsstöðum, Blikastöðum og \’ifilsstöðum, klæðaverksmiðjan á Álafossi, garðyrkjustöðvarnar hjá Einari Helgasyni í Reykjavik, Ingimar Sigurðssyni Fagra- hvammi í Ölfusi, og Ragnari Ás- geirssyni Laugarvatni, Mjólkur- búið í Hveragerði, kensluliúið og sandgræðslan i Gunnarsholti, Til- raunastöðin á Sámsstöðum í Fljótshlíð. og Flóaáveitan að nokkru, undir leiðsögn eftirlits- manns hennar og Sigurðar bún- aðarmálastjóra. Á heimleiöinni var komið við á Þingvöllum. Bænda- skólinn á Hvanneyri veitti nokk- urn styrk ti! fararinnar, og með því einnig að verknemar áttu viða gestrisni að fagna, kostaði þessi fjögra daga ferö þá aðeins 18— 25 krónur. Á Hvanneyri hafa ver- io 19 verknemar í vor, og mun verknámið standa yfir til júníloka. Grasspretta á Hvanneyri er góð, einkum á nýrækt. Bjársöfnun í Grindavík vegna landskjálftanna. Grindavík 24. júní. FÚ. Skemtisamkoma var haldin hér í Grindavík, til ágóða fyrir land- skjálftasjóðinn. Inn komu 261.75 krónur. — Söfnunarlisti gengur um hreppinn. Skemtiför skólabarna. Akureyri 22. júní. FÚ. Fjóra síðastliðna daga hafa 40 fullnaðarprófliöm úr Barnaskóla Akureyrar verið í náms- og skemtiför um Þingeyjarsýslu, und- ir forustu skólastjóra. Þau hafa farið um Mývatnssveit, skoðað Slútnes, Dimmuborgir, Stóru-Gjá, cg fleiri staði. Síðan um Reykjadal og Aðaldal, þá um Kelduhverfi til Öxarfjarðar, og skoðaö Ásbyrgi. Gist var í Mývatnssveit, á Húsa- vík, Víkingawitni, og Skinnastöð- um. Lætur skólafólkið hið besta yfir viðtökunum, og skemtuninni. Veðrið í ntorgun: Hiti i Reykjavík 11 st., Akur- eyri 10, Skálanesi 7, Vestmanna- eyjum 9, Sandi 7, Kvígindisdal 7, Hesteyri 4, Gjögri 6, Blönduósi 10, Siglunesi 6, Grímsey 6, Rauf- arhöfn 7, Skálum 6, Fagradal 9, Papey 8, Hólum í Hornafirði 10, Fagurhólsmýri 9, Reykjanesvita 10. — Mestur hiti hér í gær 13 st., minstur 8. Sólskin 2,2 st. Úr- koma 4,7 m.111. — Yfirlit: All- djúp lægð um 600 km. suðvestur aí Reykjanesi á hreyfingu norð- austur eftir. Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói: Stinningskaldi á suðaustan og sunnan. Rigning öðru hverju. Breiðafjörður, Vest- firðir, Norðurland: Stinningskaldi á austan og suðaustan. Rigning cðru hverjú. Norðausturland, Austfirðir, suðausturland: Suð- austan og sunnan kaldi. Rigning. Þingvallaprestakall hefir nú verið auglýst laust til umsóknar og er frestur til 14. ágúst næstkomandi. Svohljóðandi athugasemd fylgir: „Presturinn’hefir íbúðarhúsið á prestsetrinu til notkunar og í um- sjá sinni eftir sömu reglum sem prestar hafa prestseturshúsin. Þó skal hann láta núverandi umsjón- armanni, meðan Þingvallanefnd vill liafa hann á Þingvöllum eða öðrum umsjónarmanni, ef nefndin óskar, i té 3 herbergi og eldhús ókeypis og ennfremur skulu laus hcrbergi í húsinu fyrir sumargesti, eftir því sem Þingvallanefnd og ráðuneyti koma sér saman um. Prestsetrinu fylgir, auk túnsins og svo nefndra Efrivalla, alt land innan girðinga, er slegið verður, réttur til stórgripabeitar (alt að 10 nautgripa) til eigin nota í hraun- inu og notkunarréttur lands utan girðinga, eins og verið hefir og svo eins veiðiréttur í Þingvalla- vatni. Umferð fólks má ekki banna eftir slátt, nema uni túnið sjálft. Skógurinn er friðaöur sam- kvæmt lögum nr. 59 frá 1928 og um sauðfé og geitur verður að hlíta fyrirmælum Þingvallanefnd- ar. Óski nefndin þess, er prest- inum skylt að hafa á hendi umsjón ,á staðnum eftir því sem nefnd- inni og ráðuneytinu kemur saman um“. Íslandsglímunni er frestað sökum óhagstæðs veð- urs til næsta góðviðrisdags. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss var í Flatey í morgun. Goðafoss fór frá ísafirði kl. 11 í morgun. Væntanlegur hingað í nótt. Brúarfoss er væntanlegur til Kaupmannahafíiar í dag. Detjti- foss er á leið til Hull frá Hamborg. Lagarfoss fór frá Fáskrúðsfirði í gærmorgun áleiðis til útlanda. Sel- foss fór frá Vestmannaeyjum í gær áleiðis til Færeyja. 114 símastaurum sópaði Skeiðarárhlaupið síðasta búrtu og má nokkuð af því ráða, hversu vítt hlaupið hefir farið. Sandurinn var fær til umferðar hálfum mánuði eftir að hlaupinu var lokið. ón Þorvarðsson, aðstoðarprestur í Mýrdalspresta- kalli, hefir verið skipaður sóknar- prestur þar 15. þ. m. G.s. ísland fór héðan í gærkvöldi áleiðis til útlanda. Meðal farþega voru: Einar Arnórsson hæstaréttardóm- ari, Ingibjörg H. Bjarnason, ung- frú Ragnh. Jónsdóttir, Fenger konsúll, kona hans og dóttir, Bryndís Zoega, Braun kaupm., Obenhaupt, Jón Helgason kaupnu, frú E. Flóventsdóttir, frú Örvar, Birgir Möller, ungfrúrnar Annie Iielgason, Kristín Hannesdóttir, Sigr. Jochumsdóttir, Sigr. Þor- steinsdóttir o. m. fl. Gengið í dag. Sterlingspund ....... )ollar .............. 100 ríkismörk........ — frakkn. frankar — belgur ......... — svissn. frankar . — lírur........... — mörk finsk ..., — pesetar ........ — gyllini ........ — tékkósl. kr..... — sænskar kr...... — norskar kr...... — danskar kr. ... Kr. 22.15 — 4.41 — 168.20 — 29.17 — 102.79 — 143.23 — 38.20 — 9.93 — 61.02 — 298.73 — 18.63 — 114.31 — 111.39 — 100.00 OfviiSri á ftalio. Rómaborg, 25.. júní. FB. Mikil haglél og stormar hafa valdið miklum spjöllum á ökrum, einkanlega í Tottona-héraði. Einn- ig hafa orðið skriðuföll víða. Á einum stað féll 75 metra breið skriða á annan kilómeter. Tjón er viða mikið. (United Press). ráðstefnan Gullverð ísl. krónu er nú 50,12, miðað viö frakkneskan franka. Eigild Carlsen danskennari, sem dvaldist hér 1 vetur og kendi dans, er nú erlendis til þess að læra allra nýjustu sam- kvæmisdansa. Hann er væntan- legur hingað seint i sumar og mun hefja danskenslu hér í haust ásamt ungfrú Helene Jónsson. x. Kæturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Simi 2234. — Næt- urvörður í Laugavegs apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kvöld: 19,00 Tónleikar. 19,10 Veður- fregnir.. 19,25 Grammófóntónleik- ar. 19,50 Tónleikar. 20,00 Klukku- sláttur. Fréttir. 20,30 Frá útlönd- um (síra Sigurður Einarsson). 21,00 íslandsglíman á íþróttavell- inum. íslensk lög. Sknl dagreið slamál ÞjóBverja. Berlín, 25. júní. FB. Þýska ríkisstjórnin hefir fallist á boð bresku ríkisstjórnarinnar, en það var á þá leið, að Þjóðverjar sendi nefnd manna til Bretlands, til þess að ræða um skulda- greiðslufrestsmálin. — (United Press.). Alfij áíaverkamála- tJtvarpsfréttip. Frakkar og Rúmenar. Berlín, 21. júní. FÚ. Catarescu, forsætisráðlierra Rúmeníu, hélt ræðu í Búkliar- est i gær, þar sem liann ræddi aðallega um samvinnu Rúm- eníu og Frakklands. Hann komst svo að orði, að utanrikis- stefna Rúmeníu væri órjúfan- lega tengd stefnu Frakka, og hefði lieimsókn Bartliou til Búkharest nýlega gert mikið til þess að treysta vináttuböndin milli þjóðanna. Flotamálin. Berlin, 21. júni. FÚ. Samkvæmt frásögn eins af Lundúnahlöðunum liefir stjórn Bandaríkjanna látið úthúa upp- kast að flotasamningi, sem leggja á fyrir hina vænlanlegu flotamálaráðstefnu, og er í upp- kasti þessu sérstaklega tekið til- lit til Japana, sem yfirleitt hafa verið ófúsir, að taka tillit til alþjóðasamninga um flotamál. Eru menn vongóðir um, að Jap- anar muni ganga að miðlunar lillögum Bandaríkjanna. Frakkar liafa nú þegið boð Breta á væntanlega flotaráð- stefnu í London. Mótmælafundur. •Berlín 25. júni. FÚ. Þrjú þúsund nonnandiskir bændur héldu fund í Rouen i gær, til þess að niótmæla landbúnaðar- /ráðstöfununi stjórnarinnar. Á ■fundinum var samþykt krafa um skerpingu innflutningshafta. Enn- fremur var samþykt áskorun til stjórnarinnar um að losa bændur frá iðgjöldum til almenningstrygg- inga, þar sem tryggingar jiessar komi bændum að engum notum. Samkomulag. Berlin 25. júní. FÚ. Talið er, að innan skamms muni komast á fult samkomulag um verslunar- og hafnarmál milli Danzig og Póllands. Samninga- nefnd frá Danzig hefir undanfarn- ar vikur verið í Póllandi, og starf- að að samningaumleitunum í \,rar- sjava, Pozniak og Kracow. Skólagöngur bama. Berlín 25. júní. FÚ. Stjórnin í Lettlandi hefir gefið út ný ákvæði um skólagöngur barna af minnihluta-þjóðerni i landa- mærahéruðunum. Mega börnin því aöeins.sækja skóla, sem kensla fer fram í á erlendum tungumálum, að báðir foreldrarnir séu af er- lendu bergi brotnir, en áður réði það um, hvaða tungumál var talað i foreldrahúsum. Frestað að taka ákvörðun um 40 klst. vinnuviku. Genf, 25. júni. FB. Alþjóðaverkamálaráðstefnan hefir frestað til næsta árs að taka ákvörðun um 40 klst. vinnuviku. Sextiu og fimm lönd greiddu at- kvæði með frestuninni, en 35 vildu, að ákvörðun væri tekin nú. (United Press). Útlánsvextir norskra banka. Óðalsþingið samþykti í gær lög, sem héimila rikisstjórn- inni íhlutun og eftirlit með út- lánsvöxtum bankanna. 23 full- trúar liægriflokksins greiddu at- kvæði á móti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.