Vísir - 16.07.1934, Blaðsíða 3
VISIR
•h
Einar Þorgllsson,
kaupmaður í Hafnarfirði og
fyrrum alþingismaður, andað-
ist í gær í Landakotsspítalanum.
Æviatriða hans verður siðar
getið hér í blaðinu.
stjórn Sigurðar ísólfssonar.
Við leiði Hallgrims Pétursson-
ar talaði síra Eiríkur Alberls-
son, en ó eftir var sungið kvæði
eftir Kjartan Ólafsson. Að svo
búnu var lilé. Næst fór fram
liandknattleikur kvenna, og
keptu tveir flokkar frá Akra-
nesi. Kl. 2 flutti Ólafur Björns-
son, frá Akranesi, stutta ræðu
í Fannahlíð, og bauð gestina
velkomna. Því næst talaði dr.
Sig'. Nordal um Hallgrím Pét-
ursson frá bókmentalegu sjón-
armiði, og loks Guðbr. Jónsson
ritliöf. um mikihnenni. Var
gerður liinn besti rómur að
ræðum þeirra beggja.
Rigningardembu gerði i
miðri ræðu dr. S. N., og var
nrliellisrigning á meðan á
ræðuhöldunum stóð. Var nú
farið að hugsa til heimferðar
og fóru menn að safnast sam-
an i nánd við bryggjuna. Nú
rildi svo illa til, að skipverj-
ar á bátum þeim, sem áttu að
annast flutninginn, fundust
hvergi, ])ótt miklar tilraunir
væri gerðar til þess að liafa
upp á þeim. Varð loks að fá
aðra i)áta til þess að flytja fólk-
ið út i skipin. Eins og eðlilegt
er, var megn óánægja meðal
fólks út af þessu. Menn voru
hlautir og urðu að hima þarna
í þrengslum við bryggjuna.
Þarna voru 8 lögregluþjónar,
undir stjórn Sig. Gíslasonar, og
leystu þeir sitt erfiða hlutverk
vcl af hendi, með góðri aðstoð
skáta, er þarna voru. Var
mikið undir því komið, að góð
regla liéldist,* svo að fólkið
kæmist i rétt skip. — Þrátt fvr-
ir þessi mistök bar ekki á ó-
ánægju manna, þegar þessir
erfiðleikar voru að baki. Á
heimleiðinni voru menn hress-
ir og kátir, en mistök slík sem
þau. er minst var á Ihér að
framan, mega undir engum
kringumstæðuin lcoma fyrir
aftur.
Kappleiknrinn
í gærkveldi.
H. I. K. sigrar Val með 4 : 2.
— o—
Fyrri hálfleiknr:
Leikurinn hófst kl. 8J4 með tölu-
verðri sókn Valsmanna. Margir,-
•sem ókunnugir voru, héldu fyrst,
■að þeir rauðu og hvítu væru Dan-
irnir, en þeir bláu Valsmenn, vegna
hinnar hörðu sóknar Valsmanna.
En H.I.K. hratt áhlaupum Vals-
manna örugglega. Þegar 20 mín.
voru af leik, gerði H.I.K. upphlaup
og kom fát nokkuÖ fyrst á bakverði
og síðan markvörð Vals og varð
það til þess, að Danir fengu skor-
að mark. — Valsmenn gerðu að
vörmu spori upphlaup og er 25
mín. voru af leik, miðjaði Agnar
Breiðfjörð knöttinn prýðilega og
eftir þóf nokkurt fyrir framan
mark H.I.K., fékk Jón Eiríksson
knöttinn og skoraði mark. H.I.K.
lét þetta ekki á sig fá, en hóf sókn
á ný og er 30 mín voru af leik
skoruðu þ'eir mark af ný, en Vals-
menn kvittuðu fyrir um hæl, og í
fallegu upphlaupi, er 33 mín. voru
af leik, skaut Gísli Kjærnested
knettinum snarplega í mark. En er
5 mínútur voru eftir af hálfleik,
náðu Danirnir enn marki, og lauk
hálfleiknum J)vi í hag H.I.K., með
3:2. —
Siðari hálfleikur
var miklum mun daufari en hinn
fyrri, en snemma í honum gerðu
Danirnir mark og urðu úrslitin þau,
að H.I.K. sigraði í Jiessum hálfleik
með 1:0. og vann því leikinn með
4:2.
Um leikinn í heild er J)að að
segja, að samleikur Valsmanna var
mun betri en úrvalsliðsins í fyrra-
dag. Hins vegar var snerpan, flýt-
irinn og leikni einstalcra rnanna
meiri hjá úrvalsliðinu.
Um leik einstakra manna er Jrað
að segja, að framherjar Vals hafa
sjaldan verið duglegri en í leikn-
um i gær. Framverðir og bakverð-
ir léku' og vel. Markvörðurinn, Ás-
mundur Steinsson, hefir oft staði'ð
sig betur en J)arna, og mun vera
öldungis óæfður. — í liði H. I. K.
keptu* varamenn i stað hægri bak-
varðar og hægri útframherja.
Sömuleiðis gekk markvörðurinn á-
gæti úr leik, fékk slæma byltu J)eg-
ar fyrra rnarkið var sett. í stað hans
gékk inn varamarkvörður J)eirra og
varði hann markið með sæmd. Leik-
ur H. I. K. var ekki eins góður
og á móti úrvalsliðinu, og er það
af framansögðu skiljanlegt.
Annað kvöld keppir H. T. K. við
„Fram“. —
V.
I Bæjarfréttir
Veðrið í ntorgim.
IJiti í Reykjavík 13 st., ísafirði
11, Akureyri 11, Skálanesi 10, Vest-
mannaeyjum 12, Kvígindisdal 15,
Hesteyri 7, Gjögri 7, Blönduósi 11,
Siglunesi 9, Grímsey 9. Raufarhöfn
9, Skálum 8, Fagradal 8, Papey 11,
Hólum í Hornafirði 11, Fagurhóls-
mýri 10, Reykjanesvita 12, Garð-
skaga 8, Færeyjum 12. — Mestur
hiti hér i gær 15 ’stig, minstur ir.
Sólskin 1,4 st. Úrkoma 0,8 mm.
—: Yfirlit: Lægð við vesturströnd
Skotlands á hreyfingu austur eftir.
— Horfur: Suðvesturland: Hæg-
viðri, ýmist suðvestan eða norðan
gola. Sumstaðar skúrir. Faxaflói,
Breiðafjörður: Norðan gola. Úr-
komulaust. Vestfirðir, Norðurland:
Nörðaustan kaldi. Þokusúld í út-
sveitum, einkum að næturlagi.
Norðausturland, Austfirðir. Hæg-
viðri. Úrkomulaust, en Jioka með
ströndinni. Suðausturland: Hæg-
viðri. Víðast úrkomulaust.
Sigríður Þorláksdóttir,
ekkja, til heimilis á Nönnugötu 5,
varð 76 ára í gær.
Sextugur
verður á morgun Ingólfur Gísla-
son, héraðslæknir í Borgarnesi.
Á síldveiðar
búast Skallagrímur, Þórólfur,
Arinbjörn hersir og Snorri goði.
Jón Leifs
tónskáld var meðal farj)ega hing-
að á íslandi síðast. Hann dvelst hér
fram eftir sumri og jafnvel fram
á haust.
Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss fór frá Káupmannahöfn
á laugardag, áleiðis til Vestmanna-
eyja. Goðafoss fer héðan vestur og
norður á miðvikudagskveld. Selfoss
er á Austfjörðum. Brúarfoss fer
héðan annað kveld, áleiðis til Leith
og Kaupmannahafnar. Dettifoss er
væntanlegur til Hull í dag. Lagar-
foss er á leið til Leith frá Antwer-
pen. —-
Vitabáturinn Hermóður
kom hingað í gær.
Skemtiför.
í morgun fóru skólapiltarnir
dönsku og nokkurir Mentaskóla-
nemendur og kennarar austur yfir
fjall. Var förinni heitið að Ásólfs-
stöðum hinn fyrsta dag og verður
gist þar í nótt. Þaðan mun verða
farið að Gullfossi og Gej'si, og
síðan víðar um J)ar eystra. Gert er
ráð fyrir. að hingað til bæjarins
verði komið á miðvikudagskveld.
Gengið í dag:
Sterlingspund ......... Kr. 22.15
Dollar................. — 4.40%
100 ríkismörk.......... — 168.89
— franskir frankar — 29.17
— belgur .......... — 102.84
— svissn. frankar .. — 143.58
— lirur ........... — 38.25
— finsk mörk ...... — 9.93
— pesetar ......... — 61.02
— gyllini......... — 298.48
— tékkósl. krónur .. — 18.63
-— sænskar krónur .. — 114.31
— norskar krónur .. — 111.44
— danskar krónur .. — 100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 50.12, miðað við
frakkneskan franka.
Skólasveinarnir dönsku.
í fyrradag fóru 11 af dönsku
mentaskólanemöndunum, sem hér
dveljast um Jiessar mundir, í Rauf-
arhólshelli. Lögðu þeir af stað héð-
an kl. 10 og óku til Iiöyers í Hvera-
dölum. Hafði hann lofað að vera
fylgdarmaður Jieirra í hellinn. Áð-
ur en ])eir lögðu af stað úr Hvera-
dölum, sýndi Flöyer þeim hverina
og hitaleiðslurnar Jiaðan, bæði til
íbúðarhússins og vermireitanna. Þá
sýndi hann þeim og bökunarofn
sinn. Þótti piltunum mikið til alls
Jiessa koma. Því næst settust Jieir
að snæðingi og héldu síðan áfram
för sinni. Gekk ferðin vel. að öðru
leyti en J)vi, að snúningasamt
reyndist ,að finna hellinn. J)vi að
Höyer var ekki svo kunnugur sem
skyldi og hafði ekki komið þarna
all-lengi. Tóku piltar J)á J)að ráð.
að dreifa sér á göngunni og fundu
J)á brátt hellinn. Könnuðu J)eir
hann síðan og skpðuðu um stund.
Sneru síðan heimleiðis og mættu
bifreiðinni, sem hafði haldið áfram
og kom nú til móts við J)á. Þvi
næst var ekið til Grýtu og gaus
liún i J)að mund, er J)eir komú.
svo að Jieir þurftu sama sem ekk-
ert að bíða. Eftir ])að var ekið til
Reykjavíkur og hafði ferðin geng-
i'ð mjög að óskum. B.
Sundkennarar barnaskólanna,
J)eir Júlíus og Vignir, auglýsa ný
sundnámskeið, sem byrja 18. J). m
Eru sundnámskeið Jreirra i hinni
fullkomnu sundlaug Austurbæjar-
skólans orðin viðurkend. Meðal
])eirra sundnámskeiða, sem nú
b)u-ja; er sérstakt námskeið fyrir
miðaldra menn eða eldri, sem á-
stæða er til að vekja athygli á. Er
námskeiðið ætlað bæði syndum
mönnum og ósyndum, en sundæf-
ingarnar hafðar við hæfi Jiessa ald-
ursflokks, svo að ])ær komi að sem
mestum notum. Ástæða er til að
hvetja menn til að sæta ])essu tæki-
færi, J)ví að ekki er víSt, að J)að
1)jóðist nema í Jætta sinn.
Naeturlæknir
er í nótt Guðm. Karl Péturs-
son. Sími 1774. — Næturvörður í
Reykjavíkur apóteki og Lyf jabúð-
itini Iðunni.
Notið GLO-COAT á gólfio
— í staðinn fyrir bón. —
Sparar tíma, erfiði og peninga.
GLO-COAT fæst í
MÁLARANUM
og fleiri verslunum.
Allslierj arverkfallid
í San Francisco.
Alvaplegar liorfur. — Roosevelt
forseti fer sjálfur til Sau Fran-
cisco til þess að miðla málum.
Berlin, í morgun. FÚ.
Allsherjarverkfallið í San Fran-
cisco hófst kl. 8 í morgun, eins og
til stóð, en löngu áður höf'ðu allar
matvælabúðir lokað dyrum sínum,
og neglt hlera fyrir alla glugga.
Strætisvagnar stöðvuðust einnig
snemma í morgun. Enda Jiótt verk-
fallsstjórnin hafi skorað á Jiátttak-
endur i verkfallinu, að koma fram
níeð ró og spekt, hafa orðið nokk-
urir árekstrar, milli þjóðvarnarliðs-
ins og verkfallsmanna, og er talið,
að kommúnistar hafi staðið fyrir
árásunum. Verkfallsstjórnin hafði
gefið út tilkynningu um, að nokk-
urum matsöluhúsum myndi verða
haldið opnum, til þess að bæta úr
brýnustu J)örf, en blöðin í New
York segja, að þessi matsöluhús sé
að eins fyrir 3000 manns, en íbúa-
tala borgarinnar sé 700 þúsundir.
Nokkur amerísk blöð segja, að á-
standið i San Francisco sé nú engu
betra en Jægar jarðskjálftarnir
miklu gengu Jiar yfir 1908. Þjóð-
varnarliðið hefir verið aukið upp í
4500 manns. Ríkisvarnarliðið hefir
verið aukið um 1000 manns og lög-
reglan um 500.
Frá ýmsum öðrum amerískum
borgum berast fregnir um, að alls-
herjarverkfall sé yfirvofandi. í
Portland (Oregon) er talið, að ])ví
muni vcrða lýst yfir á morgun. í
Houston (Texas) lenti verkfalls-
mönnum og lögreglunni saman, og
voru þrír negrar drepnir. í Birm-
ingham (Alabama) hafa einnig orð-
ið óeirðir.
Þá hefir frést, að Roosevelt
muni sjálfur ætla að íara til San
Francisco, til ])ess að reyna að miðla
málum, og taka amerísku blöðin
])eirri frétt með fögnuði.
IÍ.R.-ingar.
1. flokks æfing í kveld kl. 9.
Áheit
á Barnaheimilið Vorblómið
(Happakrossinn): 5 kr., gamalt á-
heit, 25 kr. frá On., 2 kr. frá konu,
10 kr. frá Möggu. Móttekið með
Jiakklæti. — Þ. SignrSardóttir.
Útvarpiö í kveld.
19,10 Veðurfregnir. Tilkynning-
ar. — 19,25 Tónleikar. — 19,50
Tónleikar. :—- -20,00 Klukkusláttur.
Tónleikar: Alþýðulög (Útvarps-
hljómsVeitin). — 20,30 Frá útlönd-
um (síra Sig. Einarsson). —- 2i.po
Fréttir. — 21,30 Tónleikar: a) Kin-
söngur (Kristján Kristjánsson). —
b) Grammófónn : Dvorák: Slavn-
neskir dansar.
-------..r———------------
Ötan af landi
•—o--
Siglufirði, 15. júlí. — FÚ.
Síldveiðarnar.
Sænskur síldveiðaleiðangur
kom liingað til Siglufjarðar í
gær, með tvö stöðvarskip, 1500
og 5000 smálesta, og 10 veiði-
skip, 40—50 smálesta. Annar
sænskur síldveiðaleiðangur kom
í dag, og var eitt stöðvarskip
og 8 veiðiskij), af sömu stærð og
hin.
Einnig eru komnir hingað til
Siglufjarðar tveir finskir síld-
veiðaleiðangrar, 2 stöðvarskip
og 9 veiðiskip; einnig eistlensk-
ur leiðangur, fimm skip, öll
stór, og einn hollenskur. Von er
á fleirum.
I dag er sama síldarlevsið, en
frést hefir að hollenskir síld-
veiðimenn hafi fengið síld norð-
ur undir íshrún.
VlSIS KAFFIÐ
gerir alla glaða.
Fjöldi útlendra veiðiskipa er
staddur liér á Siglufirði í dag'.
Ú ívarpsfpéítir.
Berlin, í morgun. FÚ.
Viðskifti Frakka og Þjóðverja.
Samning'atilraunir um viÖskifli
milli Frakklands og Þýskalands
liafa staðiÖ yfir í Berlín í síÖustu
J)rjár vikur. í lok siÖustu viku tókst
að komast að samkomulagi um
grundvallaratriÖi samninganna, og
mun nú ekki líða á löngu, aÖ J)eir
verði fullgerðir. Sérstökum ágrein-
ingi hafa valdið vaxtagreiðslur af
Young- og Dawes-lánunum, en nú
mun vera fult samkomulag fengið
uin þær. j
, Berlín. í morgun. FÚ^
Varnir gegn undirróðri kommúnista.
Stjórnin í Mansjúkó hefir sett á
stofn sérstakar skrifstofur til J)ess,
að berjast á móti útbreiðslustarf-
semi kommúnista i Mansjúkó. Er
J>ar sérstaklega haft eftirlit með
rússneskum blöðum, og hefir með-
al annars verið stöövuð útgáfa á
vegabréfum handa mansjúrískum
þegnum til Rússlands, nema þeir sé
i opinberum erindagerðum.
Frá Indlandi.
Patel, fyrrum forseti þjóðernis-
sinnaþingsins í Indlandi, hefir set-
ið í fangelsi undanfarið, en i dag
var hann látinn laus.