Vísir - 02.08.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 02.08.1934, Blaðsíða 2
VISIR miOlsemCI Sae í T ídíndR OMAT-OLlU Hindenburg látinn - Hitler forseti. Berlín, 1. ágúst. FB. Hindenburg er máttfarnari í dag. Hitler flaug til Neudeck í dag og dvaldi u'm stund við beð forselans. — Mælt er, að lækn- ar Hindenburg hefði lagt það til við Hitler, að hann kæmi sem hraðast til Neudeck, því að lík- ur benti til, að forsetinn ætti i mesta lagi sólarhring ólifaðan. (United Press). Berlín 2. ágúst. FB. Frá Neudeck er simað, að fjórir bestu læknar Þýskalands Panl von Hinðenbnrg Skeyti bárust um það hingað þ. 31. f. m., að Hindenburg, for- seti Þýskalands, væri alvarlega véikur. í fregninni var þess get- ið, að allir ráðherrarnir væri á leiðinni til Berlínar. Var því ljóst, að menn bjuggust við þvi, að hinn aldraði forseti ætti að- eins skamt eftir ólifað. Nú bafa borist fregnir um, að hann sé | látinn, og er birt skeyti um and- | lát hans á öðrum stað hér í blað- inu. Hindenburg forseti hét fullu nafni Paul Ludwig Anton von Beneckendorff und Ilindenburg og var fæddur í Posen 1847. Hann var kominn af gamalli yf- irforingjaælt og sú ákvörðun var snemma tekin, að bann skyldi verða hermaður. Tæp- lega tvítugur var hann orðinn lautinant og tók þátt í styrjöld- inni við Austurriki og vakti fyrst eftirlekt á sér í orustunni við Königgrátz. Hann tók einnig þátt í styrjöldinni milli Frakka og Þjóðverja 1870—71 og var í orustunum við Gravel- otte, St. Privat og við París. — Hindenburg gekk síðar i lier- skóla og fékk kapteinstign og liækkaði smám saman uns liann varð herforingi og loks yfirmaður fjórða herfylk- isins í Magdeburg, en 1911 baðst hann lausnar. — Heimsfrægð hlaut Hindenburg á lieimsstyrj- aldarárunum. Hann var, sem fyrr segir, búinn að fá lausn i náð, en i stríðsbyrjun bauðst liann til þess að taka að sér lier- stjórn, og var gerður að yfir- sé ávalt í nánd við hvílu Hind- enburgs forsela, sem var aðeins með lífsmarki í dögun. ÖIl nán- ustu skyldmenni forsetans eru komin til Neudeck. Varðmenn eru á öllum vegum í nánd við höllina, til þess að sjá um, að engin óþarfa umferð sé í nánd við hana. — Búist er við, að lík Hindenburgs verði grafið í nánd við Tannenberg-minnis- merkið, sem reist var í tilefni af sigri Hindenburgs vfir Rúss- um við Tannenberg. — United Press). foringja þýska hersins á austur- vígstöðvunum þ. 15. ágúsl 1914. Ludendorff hershöfðingi var forseti herráðsins. Þ. 27.— 29. ágúst vann Hindenburg mik- inn sigur á Rússum og stöðvaði innrás þeirra í Þýskaland og vann sér þá mikla þjóðhylli í Þýskalandi og héll henni alt til dauðadags. Því næst vann bann hvern sigurinn á fætur öðrum á Rússum og 9. nóv. 1914 var liann útnefndur marskálkur. — Nafn Hindenburgs var stöðugt á allra vörum og þegar sókn Þjóðverja við Verdun í Frakk- landi hepnaðist ekki varð sá endir á, að von Falkenhayn, vf- I irmaður þýska lierráðsins og þýsku berjanna, varð að draga sig í blé, en keisarinn skipaði Iiindenburg í hans stað. Þar var við meiri erfiðleika að etjaJ en á auslurvígstöðvunum og 1917 varð liann, sem kunnugt er, að fyrirskipa bið mikla undanhald í Norður-Frakklandi. Mikið var á þessum árum rælt um sam- vinnuna milli Hindenburgs og Ludendorffs og sumir töldu Ludendorff eigi minni liers- höfðingja en Hindenburg, en færri hallast að þvi nú, þólt Ludendorff léti bera meira á sér. Og árið 1918, þegar stríð- inu lauk, og liver stórviðburð- urinn rak annan, og alt var að bresta fyrir Þjóðverjum og keis- arinn lagði á flótla, var mar- skálkurinn gamli sá maður, sem. öll þjóðin leit upp til og treysti, enda hvarf hann ekki frá skyldustörfum sínum. Og á öll- um þeim erfiðleika- og hörm- ungatímum, sem gengið hafa vfir Þýskaland, hefir hann ver- ið sá, sem allra augu mændu til, sem allir báru traust til. Hann var heiðraður á marga lund og yrði of langt að telja það, en mestan heiður hefir liin þýska þjóð sýnl Ifonum með því að gera Inmn að försela sínum, og þegar hann var fyrst kosinn i þá virðulegu slöðu var því spáð, að liann mundi halda henni til dauðadags, og sú spá hefir reyust rétt. Að undanförnu liafa gerst miklir og sögulegir atburðir í Þýskalandi, sem engan veginn er séð fyrir endann á enn. Hind- enburg forseti var hermaður af „gamla skólanum“, scm án efa Tryggvi Þórhallsson sagði frá því í blaði sínu einhverju sinni i vetur, að „sjálfsblekkingar" Jónasar Jónssonar væri farnar að ganga svo úr hófi, að slíks mundu fá dæmi. — Hann lifði og hrærðist i þessum „blekk- ingum“ og yæri ekki annað hægt um það að segja, en að því- likt ástand væri raunalegt. En þetta er ekki nýtt fyrir- brigði, þó að Tr. Þ. hafi kann- ske ckki veitt því athygli, fyrr en þeir voru saupsáttir orðnir, félagarnir og fornvinirnir. Menn hafa veitt því athygli fyrir löngu, að J. J. lifir og hrærist í allskonar „sjálfsblekkingum“ og hefir gert alla tíð, síðan er hann tók að fást við sljórnmál. Hann býr sér til einhvern óvirki- legan heim, oflast utan og neð- an við alla mannlieima ög skyn- semi, og buslar þar siðan og berst um á. hæl og hnákka. En hitt má vel vera og er ekki ó- sennilegt, að þessi sjálfsblekk- inga-Ieikur sé nú orðinn stöð- ugri og jafnari en áður var. í síðasla blaði Timans birtist afarlöng og þreytandi grein eft- ir J. J. Hún mun yera einir 12 dálkar samtals, fnll af missögn- um og sjálfsblekkingum. Það er vitahlega ekki ómaks- ins verl.að fara að gagnrýna þetta skrif mannsins. Það hef- ir á sér öll einkenni bældrar vánstillingar og reiði, hugsana- loðnu og um fram alt sjálfs- blekkingar. Það er einungis eitt atriði,sem rétt er að nefna og þó lítilshátt- ar. Það er fullyrðing böf. um j ])að, að Lárus Jónsson, fyrrum ; læknir á Ivleppi, hafi ekki neytt j áfengis, að minsta kosli ekki j alt af vildi gera það, sem hann taldi rétt vera og liann vissi föð- urlandi sínu og þjóð fyrir bestu. En hann var orðinn gamall maður, er nazistarnir brutust til valda, og af ýmsum er talið, að liann hafi aldurs vegna ekki getað beitt sér upp á síðkasl- ið, sem hann vildi til þess að láta álirifa sinna gæta meira cn raun varð á. Andlát Hindenburgs forseta nú, kann að hafa ófyrirsjáan- legar og alvarlegar afleiðingar, eins og' áslatt er, en vafalaust liefir Þjóðverjum verið það til gæfu, að þeir fengu að njóta hans uns hann féll i valinn. svo, að orð liafi verið á því ger- andi eða til nokkurs baga starf- semi hans i hælinu. Orð J. ,T eru þessi: „Siðan rak mesti drykkjumaður, sem setið liefir í ráðherrasæti, Lárus Jóns- son frá Kleppi fyrír upplognar sakir um vínnotkun (leturbr. hér) og kom Helga Tómassj’ni aflur í embættið“. Það liggur nærri að skilja beri orð J. J. „fyrir upplognar sak- ir“ o. s. frv. á þá leið, að bann álíli, að Lárus Jónsson hafi aldrei bragðað áfengi. — Og vafalaust ætlast greinarhöfund- urinn til ])ess, að ókunhugir skilji þau þannig. — Sannleikurinn er sá, að Lár- us Jónsson var kærður fyrir drykkjuskap — kærður af lijúkrunarliði spítalans. Hann var kærður fvrir ])að, að hafa iðulega verið mjög áberandi ölv- aður, jafnvel á stofugangi. Landlæknir tók kæruna til greina og lagði til, að læknirinn vrði leystur frá störfum, sakir d rykk j uskapar-óreglu. Það er sannað með vitna- [ framburði, að L. J. hafi — að minsta kosti einu sinni — skot- ið af byssu út um glugga á læknis-ibúðinni á Kleppi. Þetla gerðist, er dimt yar úti, og eng- inn gat um það vitað, néma menn vrði fyrir skoti læknisins. Það er upplýst, að maðurinn hafði verið mjög ölvaður, er hann framdi þennan verknað. Það har við éill sinn, að sjúkl- ingur særði alvarlega eina af vinnustúlkum eða hjúkrunar- nemum spilalans, lamdi liana i höfuð og varð af mikill áverki. L. J., læknir sjúkraliússins, var heima í íbúð sinni, er þetta vildi til. En það reyndist gersamlega ómögulegt að vekja hann, til þess að gera að höfuðsári stúlk- unnar, en hana mæddi blóðrás og' þurfti því skjótra aðgerða. Að lokum náðist í annan lækni og' gerði hann að sárinu. — Var talið alveg örugt, að hinn fasli svefn læknisins að þessu sinni hefði stafað af ofurölvun. — J. J. segir fullum fetum, að staðfestur vitnisburður um di'vkkjuskap Lárusar Jónssonar bafi ekki við neitt að styðjast. Sögurnar um drykkjuskap hans sé allar upplognar. Samkvæmt þessu hlýtur það að vera skoð- un lians, ef hann veit hvað hann er að fara með, að kæra lijúkr- unarkvennanna út af drykkju- skaparóreglu Lárusar, liafi ver- ið ástæðulaus með öllu og reist á „upplognum sökum“. Og eigi einhver Iieil brú að vera í hugs- anagangi' mannsins, þá hlýtur hann ennfremur að vera þeirr- ar skoðunar, að landlæknir, er kynti sér málið rækilega og lagði til að læknirinn yrði lát- inn fara, hafi reist tillögu sina um frávikningu á „upplognum sökum“. Er nú hugsanlegt, að J. J. sé búinn að blekkja sjálfan sig svo átakanlega, að hann sé farinn að trúa því, að Lárus læknir Jónsson hafi aldrei bragðað á- fengrsér til meins? Er það hugs- anlegt, að hann sé farinn að trúa þvi, að kæra hjúkrunar- kvennanna liafi ekki yerið á neinum rökum reist? — Er hugsanlegt, að hann sé farinn að trúa því á landlækni, að hann liafi hlaupið eftir lygasögum og lagt það til, að manni, sem aldrei liefði neytt áfengis sér til meins, vrði vikið úr embælti fyrir diykkj uskapar-óreglu ? Hér virðist ekki geta verið nema um tvent að ræða. Annað hvort er J. .T. sokkinn svo djúpt í sjálfsblekkingafenið, að hann veit ekki sitt rjúkandi ráð, eða þá að hann fer með vísvitandi ósannindi, er hann staðhæfir, að Lárus Jónsson hafi verið „rekinn“ frá Kleppi að ástæðu- lausu — „fyrir upplognar sak- ir um vínnotkun“, eins og hann orðar það. Óeirðir á iskipi. Berlín á hádegi. F.Ú. Óeirðir urSu í g-ær á grísku skipi, sem íiggur i Livorno í í- talíu. Geröu hásetar uppreisn, og skutu skipstjórann til bana. Lög- reglan kom síöan um borö, ásamt gríska konsúlnum. og var öll skipshöfnin tekin föst. ..............................................................Ik y , \ Vér leyfum oss hérmeð að tilkynna almenningi að vér Jiöfum stofnað til prentsmiðjureksturs i Aðalstræti 4, og lil þess að geta fullnægt þörfum viðskiftamanna vorra og kröfum tímans höfum vér útvegað oss ný- tísku tæki, svo sem'- ýmiskonar vélar, leturtegundir, skraut o. fl. Ennfremur höfum-vér tryggt oss vand- virka og f jölhæfa prentara sem hafa margra ára reynstu að baki sér. » Sömuleiðis búum vér til vandaða gúmmístimpla. STEINDÚRSPRENT H.F. AÐALSTRÆTI4, REYKJAVÍK, PÓSTHÓLF 365. 3 O'V' Ú5 | ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniHiiniir Neudeck, F.B. 2. ágúst. Hindenbupg forseti lést í Neudeck kl. 9 í mopgmi. Göbbels Iiefli» tiikynt, .að forseta- embættiö verði sameinað kanslara- embættinu og verður Hitler því næsti forseti Þýskalands. (United Press). Sjálfsblekking.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.