Vísir - 29.08.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 29.08.1934, Blaðsíða 4
[ Hessian. I Ávalt fyrirliggjandi birgðir af veggfóðrunarstriga S S (olíulausum) við lægsta heildsöluverði. Ennfremur þéttur strigi til húgagnafóðrunar. | MÁLARINN. | ....Illllll.. Skip Eixnskipafélagsins. Gullfoss fór hé'öan í gær áleiöis til Kaupmannahafnar. Goöafoss er væntanlegur til Hamborgar í dag. Brúarfoss fór frá Leith í gær á- leiðis til Kaupmannahafnar. Detti- foss fer héðan í kveld áleiðis vest- ur og norður. Aukahöfn: Stykkis- hólmur. Selfoss er á Seyðisfirði. Höfuðdagur er í dag. Til Slysavarnafélags íslands, afhent Visi: 5 kr. frá G. B. Gullverð isl. krónu er nú 49-7°' rniðað við frakkneskan franka. M.b. Skaftfellingur fór héðan í gær áleiðis til \ íkur. Linuveiðarinn Eldborg kom i nótt frá Bergen, eftir 4 sólarhringa ferð. Skipstjóri er Ólaíur Magnússon, héðan,úr bæn- um. — Skip þetta er hið vandað- asta. Hafa Borgnesingar keypt það, eins og áður hefir verið getið hér í blaðinu. E.s. Edda kom frá útlöndum i gær og fór til Breiðafjarðar í fisktökuerind- um. Kópur koni af síldveiðum í gser. Gamla Bíó sýnir í fyrsta sinn í kveld kvik- myndina „Ættarhefnd“. Er það talmynd/sem gerist í Ameriku, og byggist á skáldsögu eftir Zane Grey. Aðalhlutverk leika R. Scott, Esther Ralston o. fl. Kvikmyndin er viðburðarík 0g spennandi. Y. Áheit á Strandarkirkju afhent Visi: 2 kr. frá N. N., 10 kr. frá ónefndum. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, afhent Visi: 3 kr. frá N. N., 20 kr. frá ónefndum. Nýja Bíó sýnir þessi kveldin við góða að- sókn kvikm. „Viktor og Viktor- ia“, sem er þýsk tal- og söngva- mynd frá Ufa. Aðalhlutverk leika Hermann Thimig og Renate Múll- er, sem lék aðalhlutverkið i „Einkaritari bankastjórans", kvik- mynd sem almenningi féll ágæt- lega í geð. „Viktor og Viktoria" átti að sýna í siðasta sinn í gær- kveld, en vegna mikillar aðsóknar er hún sýnd aftur í kveld og ef til vill oftar. X. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Aðal- stræti g. Sími 3272. Næturvörður í Reykjavíkur apoteki og Lyfja- búðinni Iðunni. Karoly Szénassy lék á fiðlu í Gamla Bíó í gær- kveldi með aðstoð Fritz Dietrich. Hr. Szénassy er kunnur hér siðan í fyrra haust að hann lék hér með Roszi Cegledi, og svo lék hann hér í útvarp um daginn en mun þá litla athygli hafa vakið, þvi að flestir héldu að þaö væri grammó- fónplata, þar eð annars var ekki ! getið. — Lögin á skránni í gær j voru: La Folia eftir Corelli, Cha- conne eftir Bach, tvö lög; eftir Paganini, Tarantella eftirWieniaw- ski og Hullamzo Balaton eftir Hubay. Fór þetta alt prýðilega úr hendi, einkum vöktu síðari lögin aðdáun, því að þar sýndi hr. Szénassy svo mikla leikni að hún hefði verkað ótrúlega ef henni hefði ekki verið samfara náttúrleg- ur léttleikur, sem engir fiðlarar ná með æfingu einni en aðeins ör- fáir hafa meðfæddan. — Aðsókn að tónleiknum var allgóð, en við- tökurnar eins og þær geta bestar orðið með blómum og margendur- teknum framköllunum, sem lista- maðurinn launaöi með nokkrum aukalögum. Ces. Gengið í dag: Sterlingspund .......... kr. 22.15 Dollar................ — 4-39^2 IOO rikismörk ........... — 172.85 — franskir frankar . — 29.42 — belgur ............... — 104.27 — svissn. frankar .. — 145.01 — lírúr ................ — 38.60 — finsk mörk .......... — 9.93 — pesetar ............. — 61.52 — gylliní .............. — 300.51 — tékkósl. krónur .. — tS.ýZ — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur . — 100.00 Kaustmót 2. flokks. Kappleikurinn milli Vals og K. R. sem átti að fara fram í gær- kveldi, fórst fyrir vegna bleytu á veljinum. Verður leikurinn háð- ur i kveld kl. 7, að forfallalausu. Útvarpið í kveld: 19.10 Veðurfregnir. — Tilkynn- ingar. 19.25 Grammófóntónleikar. 19.50 Tónleikar. 20.00 Klukkuslátt- ur. Tónleikar (Útvarpstríóið). — 20.30 Fréttir. 21.00 Erindi: Afl- stöðin við Rjukan (Guðbrandur Jónsson). 21:30 Grammófónn: Paganini: Fiðlu-konsert (Szentgy- örgyi). Ú t v a ppsfpé tt i p. Óeirðir í Vínarborg. LRP. 28. ágiisl. — FÚ. Frá Vín flytur Reuters frétta- stofa þá fregn, að talið sé að margir menn hafi særsl í óeirð- um sem orðið hafa í Vín. Hundruð manna hafa safnast saman og standa þögulir áhorf- endur að því hvernig lögregla vopnuð vélbyssum liefir um- kringt ófriðarseggina. Opinber- lega er tilkynt, að austurríska stjórnin muni áður en næsti fundur þjóðabandalagsins kem- ur saman birta opinberlegar skýrslur um júlí-uppreistartil- raunina.þá er Dollfuss var drep- inn, og það er talið, að hún muni þá ákæra þýsku stjórnina um þátttöku í undirróðri og landráðastai’fsemi nasista. Það er talið, að von Papen muni elcki fara frá Þýskalandi aftur til Vín, fyrr en þetta skjal hefir verið birt, til þess að þurfa engar yfirlýsingar að gefa að svo stöddu. VI SIR Margar rakblaðategundir eru meðþví markibrendar, að eitt blað reynist gott, annað lélegt, svo útkoman verður i lakara lagi þegar til lengdar Iætur. ROTBART-LUXUOSA eru öll jafn góð og ekki dæmi til þess að nokkur maður hafi nokkru sinni orðið fyrir vonbrigðum með þau ROTBART-LUXUOSA « passa í allar gerðir Gillette H rakvéla. kíooí: XÍOOOÍ KXXXXX KXX XX XSOOÍX íbúð til leigu, 3 herbergi og eldhús á Ránargötu 9. (704 Þeir sem geta leigt bráðlega eitt gott herbergi með mið- stöðvarliita, geri svo vel að senda uppl. á afgr. Vísis, merkt: „Góður staður“. (673 Hefi búð til leigu 1. okt. Uppl. Iijá Guðjóni Sæmundssyni, Tjarnargötu 10 B. Simi 4768. (618 Á Vesturgötu 5 eru 2 her- bergi til leigu 1. okt., niðri. — Uppl. í síma 2019. (672 Herbergi til leigu 1. ökt. handa einhleypri stúlku. Að- gangur að gasi, síma og baði getur fylgt. A. v. á. (671 1 sólrík stofa og eldliús ósk- ast 1. okt. 4—5 mánaða greiðsla fyrirfram. Uppl. i síma 3673. (670 Lítið kjallaraherbergi til leigu fyrir einhleypan eða til geymslu á Laugavegi 87. (655 Litið herbergi óskast. Tilboð ásamt tilgreindu verði sendist Visi, merkt: „B. Ó.“ (654 wjjgT** 2 herbergi og eldliús ósk- ast frá 1. október. Uppl. í síma 3123. (652 3—4 berbergi með öllum þægindum óskast 1. okt. nálægt, miðbænum. Uppl. á Hótel Borg, kl. 6—7 eða tilboð, merkt: „HB“ til Visis sem fyrst. (647 3 berbergi og eldhús m. m. til leigu fyrir harnlaus hjón eða fá- menna fjölskyldu frá 1. okt. — ekki miðstöð eða bað. — Lyst- hafendur leggi nafn ásamt heimilisfangi og fjölskyldutölu inn á afgr. Visis auðkent „26“ f3rrir 2. september. (594 Stýrimaður óskar eftir 3 ber- bergjum og eldbúsi, með öllum þægindum 1. okt. lielst í vestui’- bænum. A. v. á. (691 Til leigu sólrík ibúð nú þegar á Fálkagötu 23. (678 Vélstjóri óskar eftir 2—3 her- bergjum með þægindum 1. október. Fyrirframgreiðsla til 14. .maí ef óskað er. Tilboð, merkt: „13“, sendist fj’rir 2. september. (659 3 loflherbergi og eldhús til leigu fyrir barnlausa, fámenna fjölskyldu. Uppl. á Hverfisgötu 62. (690 4 herbergja íbúð óskast 1. okt. Uppl. i sima 4290 til kl. 7. Eiríkur Eiriksson, Grundarstíg 11. (689 Ódýrt herbergi lil leigu fyrir reglusaman mann: Hverfisgötu 64. (687 Ef einhver hefir til leigu 1. okt. íbúð mér hentuga í góðu liúsi með „öllum þægindum“ vil eg' leigja hana til frambúðar, og gefa fulla tryggingu fyrir skil- vísri greiðslu leigunnar mánað- arlega. Herbergin þurfa að vera 3 (auk eldhúss). Eitt má vera lítið. Tilboð sendist afgr. Vísi fyrir 1. sept., merkt: „Fjórir rólegir“. (685 2-—3 herbergi og eldhús ósk- ast 1. sept. eða 1. okt. Sími 2393. (684 3 herbergi og eldhús, helst í vesturbænum, óskast 1. okt. n. k. Uppl. á Laugaveg 76, uppi eða í síma 3628. (683 Góð íbúð óskast 1. okt. 2—3 stofur og eldhús. Kristvin Guðm. Sími 3193. (682 Til leigu 1. okt. stofa og eld- hús fyrir barnlaust fólk, flest þægindi. Tilboð merkt: „Ró- legt“, sendist Vísi fyrir 2. sept. (681 íbúð, 3—4 berbergi með öll- um þægindum óskast. Tilboð merkt: „íbúð“, sendist Vísi sem fyrst. (680 Góð íbúð, 5 stofur og eldhús ásamt baði, til leigu 1. okt. Uppl. í síma 2205. (677 2 stúlkur óska eftir 2—3ja herbergja ibúð ásamt eldhúsi. Helst í rólegii húsi. Tilboð auð- kent: „1. okt.“ sendist Visi fyrir l. sept. (676 2—3 stofur með sérinngangi, helst í suðaustur- eða miðbæn- um, óskasl nú þegar. Uppl. í sírna 2973, kl. 12—1 og 7—8. — (675 2 slór herbergi og eldliús með öllum þægindum óskast 1. október. Tvent i heimili. Skilvís greiðsla. Uppl. í sima 3244. (674 Maður í fastri stöðu óskar eftir 2 herbergjum og eldhúsi 1. okt. Uppl. í síma 4003. (698 2 góðar stofur fyrir sauma- stofu óskast 1. okt. Tilboð merkt: „Saumastofa“ leggist inn á afgr. Vísi. (696 1. okt. Tveir ungir og reglusamir menn óska eftir 2 samliggjandi her- bergjum með öllum nýtísku þægindum. Tilboð merkt: X 15. (695 2 herbergi og eldliús með öll- um þægindum óskast til leigu. Uppl. í síma 3917. (694 Lítil íhúð með þægindum ósk- ast 1. okt. Tvent í lieimili. Til- boð sendist í póstbox 741. (693 I kyrlátu vönduðu liúsi losna herbergi 1. okt. lianda kyrlátum einhlej’pingum. Sími 3245, kl. 12—1 og 6—7. (646 Lítil íbúð til leigu á Baldurs- götu 10. (701 KAUPSKAPUR | Nokkur orgel lil sölu. Verð frá 125 krónur. Seljast með afborgunum. Elías Bjarnason. Sími 4155. (657 Geri við Orgel-harmonium. Elías Bjarnason. Simi 4155. (658 Ókeypis góður ofaníburður fæst á lóðinni Hverfisgötu 6. Uppl. i síma 1508. (565 Hús til sölu. Eitt af vönduðustu steinliús- um bæjarins er til sölu. Húsið er á eignarlóð í austurbænum. Áhvílandi lán eru með 5 og 6% vöxtum og afborganir eins liag- kvæmar og hugsanlegt er. At- hugið þetta sérstaka tækifæri. A. v. á. (651 0S9), •uutæq uu|[u mn [uag '8fTk iuijS 'uo^y uiguqfofyi 'uqsuai -st gucj gq,;g •uiosuius 1 • Sq % ujuu g; ‘uun[od -jq u jup[3s EgJOA UIUgJOgpUBS Jll JUIJpiJEq jEjpis Bo JEgp^ JBqsua[S[ 1. flokks dúnn til sölu. 36 kr. pr. kg. Sími 3605. (648 Lítið notað píanó óskast kéypt. Uppl. i síma 3016. (692 Stígin saumavél óskast. Uppl. i Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar. (686 Til sölu: 2 rúmstæði, 2 hátt- skápar á 120 kr.. Austurvölluiy Kaplaskjólsveg. (679 Barnarúm, ágæt, með mad- ressu, fæst ódýrt, til sýuis og' sölu á afgr. Álafoss, Þingholts- stræti 2. (699 Kvenhjól til sölu mjög ódýrt. Uppl. á Baldursgötu 22. (702 p VINNA Maður óskast á gott heimili í Borgarfirði fram j’fir réttir. — Uppl. i síma 3467. (705 I Mig vantar 12—14 ára telpu. Unnur Einarsdóttir, Tjarnarg. 10 A, 1. hæð. (656 Unglingsstúlka eða roskin kona óskast strax. Lítil störf. Uppl. Lindargötu 45. (649 Dreng', 12—14 ára, vantar strax á gott heimili undir Eyja- fjöllum. Uppl. í síma 3148. (697 Stúlka óskast i sveit um mán- aðartíma. Uppl. á Hótel Borg, kl. 6—7. (709‘ f TAPAÐ - FUNDIÐ Tapasl liefir svart veski s. I. laugardag af Nýlendugötu 19 B niður í bæ. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að skila því á Nýlendugötu 19 B. (653 Silfurdósir hafa lapast merkt- ar: „Kolbeinn“. Skilist á Sel- landsstíg 30. (688 Græn prjónataska tapaðist i gær frá Hollywood niður að Jóni Björnssyni. Finnandi vin- saml. beðinn að gera aðvart í sima 2400 eða Freyjugötu 32, niðri. (703 FÆÐI Fæði er selt i Suðurgötu 5. — Nic. Bjarnason. (609 FÉLAGSPRENTSMIÐJAN. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.