Vísir


Vísir - 03.10.1934, Qupperneq 2

Vísir - 03.10.1934, Qupperneq 2
VISIR n Frá Alþing! —o— Óefnileg byrjun! Kosningunni til efri deildar frestað í fullkomnu ráðaleysi. • —o— Fundur var settur í samein- uðu þingi í gær 20—25 mínút- um eftir ákveðinn fundartíma. Er það að verða venja lijá liin- um röggsama(!) meirihluta þingsins, að draga þannig fund- arsetningar von úr viti, og spáir það ekki góðu um vinnuhrað- ann. En það kom nú fleira fyrir í gær, sem marka má af, hve hörmulega muni ætla að takast til um stjórn þingstarfanna að þessu sinni. Þegar fundur loks var settur, lýsli forseti þvi, að nú skyldi fara fram kosning 16 þirig- manna til efri deildar, og heidd- ist þess, að lagðir yrði fram lisl- ar. Komu þá þegar fram 2 listar, en dráttur nokkur varð á því, að forseti lýsti þeim, og tóku nú stjórnarliðar að þyrpast saman utan um forsetahorðin og stinga þar saman nefjum. Loks reis þó forseti úr sæti sinu og skýrði frá því, að fram væri komnir 2 lisl- ar, en sá Ijóður væri á, að á þeim væri ekki nema 15 nöfn samtals og vantaði því eitt i við- bót! Yar nú um það spurt, frá hvaða flokkumþessir tveir listar væri. Forseta vafðist tunga um tönn, þar til honum var gefið það ráð, að lesa upp nöfnin sem á Iistunum stæðu og mundu þá þingmenn sjálfir geta getið sér þess til, hvaða flokkar stæði að þeim. Þetta þótti forseta sýni- lega þjóðráð og las upp nöfnin allskörulega'. Kom þá i ljós, að annar listinn mundi vera sam- eiginlegur listi stjórnarflokk- anna, en forseti mun hafa verið eitthvað feiminn við að skýra frá þvi. Á þeim lista voru þessi 9 nöfn: Jónas Jónsson, Jón Bald- vinsson, Einar Árnason, Ingvar Páhnason, Bernharð Stefáns- son, Sigurjón Ólafsson, Páll Hermannsson, Haraldur Guð- mundsson og IJermann Jónas- son. Hinn listinn var frá sjálfstæð- isflokknum og voru á honum þessi 6 nöfn: Magnús Guð- mundsson, Guðrún Lárusdóttir, Pétur Magiiússon, Jón A. Jóns- son, Þorst. Þorsteinsson og Magnús Jónsson. Af liálfu hændaflokksins var enginn listi fram kominn, en hann hefir rétt til eins sætis í efri deild. Var nú spurt um það, hvort ekki væri væntanlegur listi frá honum, en Þorst. Briem lýsti því yfir fyrir flokksins hönd, að hann mundi ekki koma fram með lista og óskaði’ ekki eftir því að kjósa mann til efri deildar. Pétur Magnússon benti nú á j)að, að úr því sem komið væri, mundi réttast að úrskurða þá 15 menn, sem stungið hafði ver- ið upp á, kosna, en láta síðan kjósa einn mann til viðbótar venjulegri kosningu. Ezi það var véfengt, að slíkL væri löglegt, og forscti gat ekki á það fallist. Nú Iiugðist Héðinn Valdi- marsson að leysa úr þessum vanda af hugviti sínu og kvaddi sér hljóðs. Kvaðst hann nú af- henda forseta rniða, sem á væri skrifað nafn Þorsteins Briem, og væri það uppástunga frá sér. sem hann beiddi bændaflokkinn að athuga, án þess að hann ætl- aðist til þess að miðinn væri skoðaður sem listi! — Þá var veitt 10 mínútna fundarhlé, eftir beiðni bændaflokksins. Að fundarhléinu loltnu bárust forsela enn 2 listar. Áöðrum var nafn Héðins Valdimarssonar og lagði Hannes Jónss. hann fram, en á hinum listanum var nafn Magnúsar Torfasonar, og lagði Þorsteinn Briem hann fram. Lýsti nú forseti þessum tveim- ur listum og jafnframt því, að „miðinn“ frá Héðni Valdimars- syni væri lika orðinn að „lista“. Voru þá fram komnir 5 listar — A-listi frá stjórnarflokkunum sameiginlega, B-listi frá sjálf- stæðisflokknum, C-listi í*'á Héðni Valdimarssyni, D-listi frá Hannesi Jónssyni og E-listi frá Þorsteini Briem. Nú var spurst fyrir um það, hvor síðustu listanna tveggja væri frá bændaflokknum og svaraði Þorsteinn Briem því á þá lcið, að það mundi koma í ljós við atkvæðagreiðsluna. — Lagði þá forselinn og stjómar- samfylkingin árar í bát og lýsti forseti því, að þessari kosningu vrði frestað til morguns, sam- kvæmt beiðni tveggja. flokka, sem samanlagt skipuðu meiri- hluta þingsæta — þ. e. stjórnar- samfylkingin. Var þessum fundi síðan slitið, en stjórnarliðar setlust á ráð- stefnur i mörgu lagi og var þungt niðri fyrir, því að við borð liggur, að kosnir verði til efri deildar svo margir liðs- menn þeirra, að þeir verði i minni hluta í neðri deild! Nánari fregnir í aukablaðinu. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Skrftið réttlæti. —o—- Vísi liefir boirist eftirfarandi bréf með ósk um, að því yrði komið fyrir almenningssjónir: „Það má mikið vera, el' bænd- ur verða ánægðir með afskifti stjórnarinnar af kjötverslun- inni. Menn eru vfirleitt ólmeigð- ir fyrir alt ófrelsi, en nú er svo komið, að við erum alveg ó- frjálsir að þvi, að selja kjötið okkar þar sem við viljum. Sá siður hefir komist á Iiér og gef- ist vel, að við höfum aflað okk- ur skiftavina i kauptúnunum og birgt þá upp að kjöti á haust- in, en mestur hlutinn hefir þó farið til Slf. Suðurlands. Fyrir þctta höfum við fengið hjá hin- um einstöku skiflavinum sum- part peninga, sumpart fiskmeti og annað, sem oklcur hefir verið hagkvæml. Þessi skifti hafa gengið að óskum, þar sem eg þekki til. Nú er þessu lokið og við erum ófrjálsir að því, að selja þessum góðu skiftavinum nokkurn kjöthita. Eg álil jætta ófrelsi alveg óhæfilegl og óþol- andi. Það er að færast í sama horfið og var á eiriokunartim- anum, þegar menn voru hýddir við staur, ef þeir seldu spyrðu- band af fiski eða keyptu sér færisspotta annarsstaðar en þar sem leyft var. Við hér um slóðir höfum sem betur fer heldur lítið aí kaupfélagsverluninni að segja og allri J)eirri kúgun, sem þar er í frammi höfð að sögn. Að vísu var starfandi kaupfélag hér í sveitinni um tíma, en J)að fór á hausinn og fengu margir sak- lausir á því að kenna. — Og eg held að enginn hér óski þess, að sú saga endurtaki sig. •— En nóg um það að sinni. Það er eitt atriði í þessari kjötendileysu, sem mig larigar til að minnast á. Mér skilst að meiningin sé sú, að allir bænd- ur, hvar sem þeir eru búsettir á landinu, eigi að fá sama verð fyrir kjötið. Nú er verðið mis- liátt á hinum ýmsu vcrðlags- svæðum. Þeir, sem njóta Reykjavíkurmarkaðarins, eiga ekki að fá að njóta Jzeirra hlunn- inda, heldur eiga þeir að borga hinum skatt af kjöti sínu. Þetta er ákaflega ranglátt ákvæði, eins og nú skal sýnt. Við skulum taka til dæmis rýra fjársveit i Árness- eða Rangárvallasýslum og góða fjársveit norðanlands, t. d. Langanes. í lélegustu fjársveit- um hér austan fjalls, gerir víst ekki betur, en að meðal-kjöt- þungi dilka sé 20 pund, stund- um minna. Hinsvegar munu dilkar á Langanesi venjulega hafa frá 35 og uppundir og yfir 40 punda fall á blóðvelli. Það heilir svo, að bóndinn með 20 punda dilkana hafi bctri mai'k- að fyrir kjöt sitt, því að liann nær til Reykjavikur. Við skul- um gera ráð fyrir, að hann fái 50 aura fyrir kjötpundið (þetta er bara hugsað dæmi), en liinn, sem á vænu dilkana, fái 40 aura fyrir pundið. Nú kostar fóður í rýru fjársveitinni venjulega miklu meira, J)ví að þar verður að gefa mikið, eyða miklum heyjum í liverja rollu, oft 2—3 hestburðum. Norður á Langanesi t. d. að taka, Jzarf ekki að ætla kindum neitt hey að ráði. Þar gengur fé úti sjálf- ala að jafnaði. Það kostar því miklu meira að koma upp ein- um dilk i sveit hér syðra, þar sem fé er rýrt og mikið Jzarf að gefa. Langanesbóndinn stendur því ólíkt betur að vígi að þessu leyti, og ])arf ekki að fá eins mikið fyrir kjöt sitt. Og svo bælist J)að við, sem mestu mun- ar. að dilkarnir hans eru helm- ingi vænna en lrins bóndans. Þelta er ])á Jíannig, að surin- lenski hóndinn með rýru dilk- ana fær 10 krónur fyrir kjötið af sínu lambi (20 pund á 50 au. pd.) og á að borga af því i verð- jöfunarsjóð 3 aura af pundi eða 60 aura af þessum 20 punduin. Hans hlutur fyrir kjötverð dilksins er því 9.40. — Hins- vegar fær Langanesbóndinn fyrir sinn 40 punda dilk og með 40 aura verði 16 krónur. Og svo á hann liklega að fá einliverja uppbót, af því að kjötverðið er lægra lijá honum, en ckki hefi eg getað séð, hversu nrikil sú uppbót eigi að vera. — En það er dálítið undarlegt, að sá, sem fær 10 kr. fyrir dilkinn sinn, skuli ciga að borga hinum bónd- anum uppbót, J)eim sem-fær t. d. 16 kr. fyrir sinn dilk, og hef- ir litlu koslað (móts við liinn) til J)ess að koma lionum upp!! —- Þctta finst okkur, sem rýra féð eigum, heldur skrítið rétt- læti. Okkur finst J)að í rauninni alveg hróplegt ranglæti. Við er- um látnir borga J)eim, sem væna féð eiga — við eða J)á kaupendurnir i Reykjavik og Ilafnarfirði! Og J)ó fá hinir í rauninni miklu meira fyrir fé sitt, miklu meira fyrir hverja kind, J)ó að verðið sé lægra, og hafa ofl og einalt kostað miklu minna til J)ess, að koma því upp! Það er ánægjulegt að geta fengið gotl verð fyrir kjötið og okkur hændum er J)að lífs-nauð- syn. En svona rangindi eru óþolandi og munu hefna sín. Og J)á ekki síður ófrelsið og kúgunin, að vera ómyndugir að því, að selja kunningja sínum lamb, þó að báðum sé til hagn- aðar. Og hvernig er sú hliðin, sem að kaupandanum snýr? — Er J)að kannske ekki öldungis sjálf- sagður lilutur, að hver og einn frjálsborinn maður svari kúg- unartilrauninni á einhvern hátt fyrir sitt leyti? Og hvaða vopn hefir skiptavinurinn i liöndum, kaupandi og neytandi kjötsins? Eg held að J)að liggi í augum uppi og eg get ekki láð honum J)að, J)ó að liann gripi fil sinna ráða og neyti vopnsins. — Eg get með engu móti láð lionum J)að. Mér finst eðlilegt og sjálfsagt, að menn reyni að verjast kúguninni meðan kost- ur cr. Og J>etta, sem nú heflr gerst i kjötmálinu, er svo hættu- legt fyrir okkur bændur, að eg í'æ ekki orðg bundist. Eg er al- veg sannfærður um J)að, að kjötið hefði liækkað af sjálfu sér i haust, alveg eins og í fyrra, ef Sláturfélag Suðurlands liefði fengið að ráða og alt verið frjálst eins og áður. Eg er enn- fremur viss um, að fólk liefði sætt sig við J)á hækkun, þegar all var frjálst og í vinsemd, miklu betur en það gerir nú. — Og Jsað mun sannast, að J)rældómshelsið spillir kjöl- markaðinum liér- innan lands og verður bændum til tjóns, J)ó að skammsýnir menn og of- stækisfullir búist kannske við öðru. Það er i sannleika óbjörgulegt, að hafa þá menn við stýrið, sem ekki skilja J)að, að samstarf í fullu frelsi og vinsemd er nauðsyn, en kúgun og J)rældómur leiðir æfinlega til ófarnaðar“. b. Marsvína- reksturinn Til viöl)ótar J)ví, sem sagt var i Vísi í gær, um marsvínarekstur- inn, skal ])ess getiö, aö J)aö var Erlendur Björnsson á Breifíahóls- stööum á Álftanesi, sem fyrstur varö var við hvalatorfuna. Eigi var hann fullvís um, aö J)etta væri hvalir, cn setti út bát og fór ásamt mönnum sínum til J)ess aS athuga ])etta nánara. Er J)eir voru J)ess íullvissir, a5 um marsvínatorfu væri aö ræða reru ])cir i land og skýröu frá Jzessu. Var nú brugöiö við og farið út á tveimur bátum, íil ])ess aö reka hvalina á land, ef mit væri.Komu bátai af Gríms- staðaholti til aðstoöar og tókst nú brátt aö beina stefnu torfunnar itin Skerjafjörð og reka hana alla leið inn í Fossvog. Þar voru marsvín- in tekiu á lan'd, sunnan lækjarins. sem fellur í voginn. Þau voru króuð'milli bátanna og drej)- in hvert af öðru, og því næst dreg- in á land. Var mikill aðgangur í sumum þeirra, er þau höfðu verið hnífstungin, og var sjórinn blóðlit- aður alt í kringatm þau. Talið er, að upp undir 70 marsvín hafi verið í torfunni og segja þeir, sem á bát- unum voru, að okkert þeirra hafi komist undan. Frá hádegi í gær — og þó eink- um frá þeim tíma, er síðdegisblöð- in komu út — var stöðugur straumur fólks og farartækja að Fossvogi, bæði úr Hafnarfirði og Reykjavík og munu hafa verið þarna nokkur hundruð manns, er flest var, en bílarnir skiftu tugum. Voru lögregulþjónar sendir suður eftir til ]>ess að hafa eítirlit með umferðinni. Annálar geta oft um hvalatorf- ur, sem voru reknar eða hlupu á land og skulu nokkur dæmi nefnd : Árið 1373 komu að staðnum á Helgafelli á Snæfellsnesi 1700 hnýðingar og rendu allir kvikir á iand. — 1607 segist Jón lærði hafa látið reka 40 grindahvali á land í Bjarneyjum. — 1680 rak 130 hnis- ur á Þerneyjarsandi. — 1691, 23. ágúst, á sunnudegi, hlupu nokkru eftir miðdegi 120 hnísur og höfr- ungar inn í. Bessastaðatjörn. — Um 1812 voru 1600 höfrungar reknir á land á Breiðafirði. — 23. sept. 1818 voru 100 marsvín rekin á land við Hlíðarhús og á Örfir- isey. — I sept. 1828 voru 150 höfr- ungar reknir á land í Garði syðra, nærri Útskálum, og viku seinna 450 við Hlíðarhús hjá Reykjavík. í júlí 1852 voru 65 marsvín rek- in á larid á Kleppsfjöru. — Mætti svo lengi telja og eru þessi dæmi vitanlega ,aðeins fá af mörgum sem til mætti tina. Þingrof á Spáni? Madrid, 2. okt. — FB. Alcala Zaxnora forseti hefir kvatt leiðtoga flokkanna á sinn fund og hefir hann rætt við þá stjórnniálahorfurnar og mynd- un nýrrar stjórnar. Ýrnsir ætla, að liann muni rjúfa þjóðjringið eða reyna að koma Jxví til leiðar, að bráðabirgðastjórn verði mynduð, til Jxess að koina i veg fyi’ir, að núverandi stjórninála- (istand breytist til niuna að svo stöddu. — Sainpei-stjórnin sagði af sér, J)á er Gil Robles, leiðtogi fasista, liafði veitst mjög að gerðuin hennar í ræðu. (United Press).

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.