Vísir - 20.10.1934, Síða 2
VISIR
MiH ism ((M
TY6SÍB ir Islensk íramleiðsla. Fæst í < illum verslunum og lyfjabúðum.
I Haralflnr Slgnrðsson 1
Fæddur 2. apríl 1882.
Dáinn 13. okt. 1934.
Vinir mínir i K. F. U. M. báöu
mig aö skrifa í skyndi fyrir þeirra
hönd og mína nokkur minningar-
orö um ágætan vin og góöan
mann, Harald Sigurðsson forstjóra
Elliheimilisins. Mig langaði til
þess og var þó tregur af ]íví að
eg fann að hann ætti svo marg-
íalt betra og meira skiliö. en eg
væri fær um a‘S lýsa. Þar til keni-
ur og söknuður minn, sem gjörir
„mér tregt tungu að hræra“, því
alla leið frá 1898 var hann mér
hinn hugljúfasti vinur, sem eg .á
mikið að þakka. Á þeim tíma var
hann ungur piltur í lærða skólan-
um, hugljúfi allra sem kyntust
honum. Hann var einn af hinum
stóra barnaflokki Sigurðar sál.
Jónssonar, fangavarðar, og var sá
systkinahópur samrýmdari en eg
npkkru sinni hef vitað systkim
önnur. Haraldur gekk í hið kristi-
lega unglingafélag þegar á fyrsta
ári þess félagsskapar og reyndist
því ætíð síðan félagi sem treysta
mátti í öllu góðu. Glaðværðin, sið-
prýðin og hæverskan prýddi hvern
flokk sem hann var í og veitti á-
nægjustundir hvar sem hann var.
— Hefir hann reist sér bautastein
í hjörtum vina sinna og félags-
bræðra, sem lengi munu standa.
Hann útskrifaðist úr latínuskól-
anurn vorið 1903, en gekk síðan
ekki lengra á lærdómsbrautinni,
var hneigðari til starfa í hinu
praktiska lifi. — Hann sneri sér
að verslunarlífinu, og var lengi
verslunarstjóri við Zimsensversl-
un, og síðan nokkur ár við bóka-
verslun S. Eymundssonar. Jafn-
framt þessum störfum har hann
mörg góð mannúðarmál fyrir
brjósti og tók mikinn þátt í fé-
lagsstörfum, var lengi í stjórn K.
F. U. M. og starfaði í nefnd þeirri
sem af miklum dugnaði barðist
fyrir því mikla velferðarmáli að
stofnsetja hæli fyrir ganralmenni,
og þegar hið mikia stórhýsi var
komið upp fyrir dugnað og ósér-
hlífni hans. og þeirra senr með
honum unnu, þá gerðist hann hús-
faðir þar og stundaði það starf
sitt eins og önnu með lipurð og
kostgæfni. Um ]rá hlið eru aðrir
færari að skrifa en eg. —
Árið 1908 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni, Rósu Þórarins-
dóttur og fannst mér ávalt á því
heimili ríkja sérstakur fegurðar-
blæú með ljúfasta samræmi i hátt-
um og heimilislífi. Börn eignaðist
hann ekki, en fósturdóttur tóku
þau hjón að sér.
Að gefa lýsingu á lunderni hans
og lífsferli, þá er gefa mætti ljósa
mynd af honum, er mér um megn,
aðeins það vil eg segja að göf-
ugri, einlægari og tryggari mann
tel eg torsótt að finna. Hann var
einlægur í trú.og vandaður í verki,
hann unni öllu góðu og studdi það
svo langt sem hann náði; og eng-
an óvin mun hann hafa átt.
Mér fanst að hann framkvæmdi
manna best boð postulans: Verið
ávalt glaðir í Drotni og enn aftur
segi eg: Verið glaðir. Ljúflyndi
yðar verði kunnugt öllum mönn-
um. Gjöríð í öllum hlutum óskir
yðar kunnar Guði með bæn og
beiðni ásamt íþakkargjörð. V....
Alt sem er satt, alt sem er sóma-
samlegt, alt sem er rétt, hreint,
elskuvert .... hugfestið það.“
Þetta vildi hann ástunda og
gjörði það. Blessuð er minning
hans vinum og vandamönnum öll-
um.
Fr. Friðriksson.
Frá Alþingi
í gær,
Efri deild.
Kjötsölulögin voru til annarar
umr. Pétur Magnússon og Jón A.
Jónsson höfðu borið fram breyt-
ingartillögur ]>ess efnis, að heima-
slátrun og bein sala til neytenda
yrði leyfð, en um það höfðu kom-
ið almennar óskir úr sveitum
landsins. Hermann barðist gegn
breytingartill. af kappi miklu, en
ekki rökum að sama skapi. En
slíkar breytingar kvað hann
mundu gereyðileggja „skipulagið“.
Þrátt fyrir þungvæg rök flutn-
ingsmanna breytingartillaganna
tókst honum ekki að öðlast
neirín skilning á þörfum bænda
og teymdi hina sauðþægu og
„skipulögðu" hjörð sína í deildinni
til þess að fella tilögurnar. Þegar
gengið hafði verið af breytingar-
tillögunum dauðum var málinu
vísað til 3. umr.
i
\
Neðri deild.
Fyrsta mál á dagskrá, var frv.
um strandferðir, sem ekki varð
lokið umr. um daginn áður, en nú
tók samt enginn til máls og var
frv. vísað til annarar umr. og
nefndar.
Þá konr til umr. frv. um mats-
stjóra og gerði Ólafur Thors grein
fyrir því, en vísaði aðallega um
það til greinargerðar frunrvarps-
ins. Aðrir tóku ekki til máls og
var frv. vísað til annarar umr. og
nefndar með samhljóða atkv.
Frv. um tekju- og eignarskatts-
aukann (40%) varð að koma aftur
fyrir neðri deild, vegna þess, að í
e. d. uppgötvaðist það, að stjórn-
inni hafði láðst að setja ákvæði um
það i frumvarpið, að þessi skatt-
auki ætti' einnig að leggjast á
eignarskattinn ! Hafði e. d. lagfært
frv. að þessu leyti og í neðri deild
var það svo samþykt þannig breytt
með 17 samhljóða atkvæðum
(stjórnarliðið). Stefán Jóh. var
framsögumaður.
Frv. um hlunnindi fyrir ný iön-
og iðju-fyrirtæki var til annarar
umr. og hafði Emil jónsson fram-
sögu af hálfu iðnaðarnefndar, sem
lagði einróma til að frv. yrði sam-
þykt með sniávægilegri breytingu.
Voru breytingartill. nefndarinnar
samþyktar og frv. vísað til 3. umr.
Þá komu til umræðu tvö einok-
unarfrumvörp, sem lögð hafa ver-
ið fyrir þingið af ríkisstjórninni.
Frv. um breytingu á lögum um
einkasölu á áfengi er þess efnis
m. a., eins og skýrt hefir verið frá
áður, að veita áfengisverslun rík-
isins einkarétt til að flytja inn og
framleiða ilmvötn, hárvötn o. fl.
sem efnagerðir einstakra manna
eru komnar á góðan rekspöl með
framleiðslu á. Meiri hluti fjárhags-
nefndar (Sigfús J., Á. Á. og Stef.
Jóh.) mæltu með frv. og hafði Sig-
fús Jónsson orð fyrir honum.
Minni hlutinn (Ólafur Thors og
Jak. M.) vildi láta fella frv. og
hafði Jak. M. framsögu. Sýndi
hann fram á, að aðalástæðan, sem
fyrir frv. er færð í greinargerð-
inni, væri- einskis virði, en hins-
vegar yrði með slíkri lagasetning
spilt atvinnurekstri einstakra
skattþegna, en litlar líkur væri til
þess, að ríkissjóður hagnaðist
verulega á þessu. Að ræðu Jak. M.
lokinni brá svo við, að enginn
kvaddi sér hljóðs til að mæla frv.
bót og var þá þegar gengið til
atkv. og frv. samþykt með at-
kvæðamagni stjórnarliða.
Um frv. um einkasölu á eldspýt-
un#og vindlingapappir urðu hins-
vegar töluverðar umræður. Hafði
Ásgeir Ásgeirsson framsögu í þvi
máli af hálfu íneiri hlutans en Jak.
M. af hálfu minni hluta. Virtist
Ásgeiri ekki hafa geðjast að þess-
ari nýju aðferð stjórnarliða, að
þegja í hel rök andstæðinganna, og
hélt hann uppi svörum fyrir eld-
spýtnaeinokuninni, að þvi er virt-
ist af töluverðum áhuga. Talaði
hann í því sambandi mikið um
straum tímans og kreppuráðstaf-
anir í ýmsum löndum og gaf það
Sigurði Kristjánssyni tilefni til að
vara hann við hringiðu stjórnmál-
anna. — Þetta frv. var eins og hitt
samþykt með atkv. stjórnarliðsins.
Þegar hér var komið var fund-
arími sénn á enda, og varð ekki
lokið umr. um næsta mál, sem var
frv. Finns Jónssonar um breytingu
á lögum um bæjarstjórnarkosn-
ingar.
„Frem“
Oslo, 19. okt. FB.
Norðuríshafsfarið Frem, sein
að undanfömu hefir legið í
Sarpsborg, var í dag dregið til
Horten. Þar verður skipið dreg-
ið upp i þurkvi og gert við það,
en því næst er ráðgert, að það
verði geymt í Oslo.
Sænskt eimskip
ferst með allri áhOfn
Oslo, 19. okt. FB.
Sænska eimskipið Bremen,
sem fór frá Gautaborg 14. okt.
áleiðis til Brcmen, hefir senni-
lega farist með allri áhöfn.
A því voru 14 menn. Nokkur
lik hefir rekið á land á Þýska-
landsströnd, við Nordernev.
ástralíuflngið höfst
í morgnn.
London 19. okt. — iFB.
Ástralíuflugið hófst í morgun.
Voru samankomnar í morgun á
Thamesárbökkum 20 flugvélar,
sem taka þátt í fluginu. Keppend-
urnir eru kunnir breskir, hollensk-
ir, danskir, ástralskir og amerísk-
ir fíúgmenn. Flugleiðin til Mel-
bourne er 12000 enskar mílur og er
búist við, að flugtíminn verði eigi
undir 88 klst. — Fyrstu verðlaun
nema ío.ooo stpd. (United Press).
Konnngsmorðið enn.
Ákærir Litla bandalagið
Ungverjaland? — Gömbös
heimsækir Pilsudski og
Mussolini
Belgrad, 19. okt. FB.
Þegar Alexauder konungur
var myrlur þ. 9. þ. m. lögðust
allar deilur Júgóslaviu við aðrar
þjóðir niður í bili og hefir ])Vi
verið nokkurskonar stjórnmála-
vopnahlé um að ræða, þar til í
morgun kl. 10 f. h. er utanríkis-
málaráðherrar Litla-bandalags-
ríkjanna komu saman á fund, i
þeim liöfuðtilgangi að atluiga
livort nokkru einstöku ríki
verði um kent, að Alexander
konungur var myrtur. Er af
ýmsum talið líklegt, að niður-
slaða þeirra atliugana, sem byrj-
uðu í morgun, verði sú, að
Litla handalagið komi fram með
ákæru á hendur Ungverjalandi i
sambandi við konungsmorðið,
— Gömhös forsætisráðherra
Ungverjalands er pú lagður af
stað frá Búdapést áleiðis til Var-
sjá, til þess að ráðgast við Pil-
sudski og Beek utanríkisráð ■
herra. Síðar mun Gömbös fara
til íundar við Mussolini. Vafa-
laus f tanfia þessar ferðir Göm
bös að einhverju leyti í sam-
bandi við deilumál þau, sem nú
eru á uppsiglingu. (United
Press).
Mr. Eden gestnr
Norhmanna.
Oslo, 19. okt. -— FB.
Breski þjóðabandalagsfull-
trúinn, Eden, innsiglavörður,
koni í dag til Oslo, frá Svíþjóð,
í opinbera heimsókn. Fulltrúi
utanrikismálaráðuneytisins tók
á móti honum á landmærunum.
Eden verður gestur rikisstjórn-
arinnar meðan hann dvelst í
Noregi. í dag átti hann langt
viðtal við Mowinckel forsætis-
ráðlierra, sem hefir boð inni i
kveld til heiðurs Mr. Eden,
U tanr fki sver slan
Norðmanna.
Oslo, 19. okt. FB.
Verðmæti innflutningsins
jan.—sept. nam 540 milj. kr.,
en 488 á sama tíma i fyrra. Út-
flutningurinn nam 419 milj. kr.,
en 405 milj. lcr. á sama tíma í
fyrra.
/
Leiðrétting.
—o---
1 Alþýöublaöinu i gær birtist
ritsmiö undir nafninu „Verka-
mannabústaðir" eftir S. Samsetn-
ingur ])essi viröist eiga að vera
tilraun til varnar hinu óverjandi
athæfi stjórnarflokkanna í bvgg-
ingarfélagamálinu, en er sem
vænta mátti ekkert annað en meira
og minna ósannar frásagnir um af-
stöðu sjálfstæðismanna til bygg-
ingarmála í bænum. Hirði eg eigi
að ])essu sinni um aö sýna fram á
allar rangfærslur hins „virðulega“
stjórnarmálgagns, en vil einungis
leiðrétta eitt atriði, sem varöar mig
persónulega.
Blaðið skýrir sem sé frá ]>ví, að
spurt hafi verið að því eitt sinn á.
bæjarstjórnarfundi af hverju hin-
um 700 kjallaraíbúðum í bænum
væri ekki lokað eins og lög stæðu
til. Hafi þá borgarstjóri svarað,
að það stafaði af því, að ekki væri
fullljóst hvað meint væri með orð-
inu kjallari. Segir síðan : „Prófess-
or ihaldsins í bæjarstjórn kvað
]>etta fullgilda skýringu.“ Loks er
svo lagt út af „þessu merkilega
atviki," sem svo er nefnt.
1 ])essari frásögn er málum mjög
blandað og fullkomlega ósatt sagt
frá þéssu atviki. Sá, sem hreyfði
umræöum um kjallara-íbúðir í
bænum á bæjarstjórnarfundi var
einmitt eg, eða á máli Alþýðu-
blaðsins, „prófessor íhaldsins í
bæjarstjórn." Hreyfði eg málinu á
þeim grundvelli, að eg gerði fyrir-
spurn um, hvernig á því stæði, að
byggingarnefnd leyfði kjallara-
íbúðir í nýjum húsum, þrátt fyrir
bann laganna. Borgarstjóri upp-
lýsti ])á, að byggingarnefnd rann-
sakaði hverju sinni hvort um hæfa
íbúð væri aö ræða, legu hennar í
h.úsinu og hæð „kjallarans.“ Hins-
vegar væru engar skýringar á því
í lögum hvað „kjallari" væri, og
yrði því byggingarnefnd hverju
sinni að meta hvort um hæfa íbúð
væri að ræða eða ekki, en ekki
væri hægt að fara eftir því einu,
hvort umsækjendur um byggingar-
leyfi kölluðu neðstu hæð húss síns
kjallara, enda væri það orð stund-
um notað um neðstu hæð húsa hér,
þótt aðrar nálægar ]>jóðir notuðu
ekki tilsvarandi orð. Þar sem
eg hafði þannig fengið upplýst, að
byggingarnefnd hefir vakandi
auga á að leyfa ekki nema hæfar
íbúðir, hefði það einungis verið að
' deila um keisarans skegg, ef
byggja hefði átt bann við þessum
íbúðum á þv-í, að þær væru í
„kjallara“, einkum þegar það orð
er ekki skilgreint í þessu ákvæði
lagarina. Taldi eg því skýringu
borgarstjóra fullnægjandi.
Var þannig alls ekki vikið að
því atriði, sem Alþýðublaðið segir
að verið hafi til umræðu, þ. e. út-
rýmingu á kjallaraíbúðum í göml-
um húsum. Um það atriði eru hins
vegar ákvæði laganna miklu skýr-
ari og skal ekki standa á mér að
framfylgja þeim eftir því, sem efni
standa til. En þó er þess að gæta,
að ekki er hægt að banna gamlar
óhæfar íbúðir nenia nóg sé til af
öðrum betri í staðinn. Til þess að
svo geti órðið er starfsenrí öflugra
l)yggingarfélaga eina leiðin, og
greiða þeir menn því síst fyrir af-
námi kjallaraíbúða, sem vilja
drepa í fæðingunni Byggingarfé-
lag sjálfstæðra verkamanna.
Bjarni Benediktsson.
ií— ■■ ■ imi—iriii |- ihi—i■inMTn—
Gúmmístimplar
eru búnír til í
Félagsprentsmiðjunni.
Vandaðir og ódýrir.