Vísir - 10.12.1934, Side 2

Vísir - 10.12.1934, Side 2
VÍSIR ttS&asrT;**-*?' r» Frumvarp stjórnarinnar um gjaldeyrisverslun o. fl. er nú um það bil að ná fullnaðaraf- greiðslu frá þinginu. Með þess- ari lagasetningu er gengið enn- þá Iengra út á liaftabrautina en nokkru sinni áður liefir verið gert, því að nú eru haftahlekk- irnir Iagðir á allar vörur jafnt, nauðsynlegar sem ónauðsyn- legar, með þvi að svo er mælt fyrir, að engar vörur megi flytja til landsins, nema gjaldeyris- leyfi sé fengið fyrir þeim. Það er nú ekki um það deilt, að nauðsyn sé á því að hafa hönd í bagga með gjaldeyris- versluninni. Það verður að gera ráðstafanir til að tryggja það, að erlendur gjaldeyrir sé fyrir hendi s til að standa straum af greiðslu fyrir brýnustu nauð- synjar landsmanna og af greiðslu afborgana og vaxta af opinberum lánum o. þ. h. Það er líba nauðsynlegt til þess að geta sýnt lit á því, að reynt sé að efna loforð og skuldbind- ingar, sem nú færist svo óðum í vöxt að gefa, um að auka sem mest vörukaup af ákveðnum viðskiftaþjóðum. En einmitt af þessari nýju viðskiftastefnu leiðir svo aftur hitt, að ófram- kvæmanlegt verður í raun og veru að takmarka eða hef ta inn- flutning á nokkurum vörum til landsins. Þess vegna er það líka tilgangslaust, að lögleiða slikar allsherjar innflutnings- hömlur, sem nú er gert í orði kveðnu, og afleiðingin verður aðeins óþörf verðhækkun á að- fluttum vörum. Áður var það nú svo, að noklcur rök inátti færa fyrir því, að unt ætti að vera að draga úr heildarinnflutningnum lil lands- ins, með því að banna alger- lega eða takmarka mjög inn- flutning á óþörfum vöruteg- undum. í framkvæmdinni hef- ir þetta þó aldrei tekist, svo að nokkuru nemi. Það væri þá helst ýmiskonar smávarningur og sælgæti, sem jafnframt hef- ir hafist framleiðsla á innan lands, og þess vegna hefir stöðv- ast innflutningur á eða verið bannaður! — Nú er liinsveg- ar jafnvel ekki einu sinni um það að ræða, að framkvæman- legt sé innflutningsbann á slík- um vörum. Jafnvel á barna- leikföngum og sælgæti verður að leyfa innflutning, ef það er keypt frá Spáni, Ítalíu eða Þýskalandi. Ef bannaður er innflutningur á þessum vörum frá öðrum löndum, þá liefir það éngin áhrif á það, hve mik- ið verður flutt inn af þeim. Það getur að eins orðið til þess, ef til vill, að gera vör- urnar eittlivað dýrari. Og sama máli er að gegna um hvaða vörutegund sem er. Það kann nú að láta nókk- uð vel í eyrum margra manna, þetta,semfjármáIa-ogviðskifta- málaspekingurinn Eysteinn Jónsson var að segja i þing- ræðum á dögunum, að nú yrði að kosta kapps um það, að „beina kaupgetunni“ að inn- lendum vörum. Það er bara sá bængur á því, að innlenda framleiðslan er svo fáskrúðug og landslýðurinn hefir vanist á að nota erlendar vörur svo mjög, bæði sér til gagns og munaðar, að slíkar kennisetn- ingar eru ekki líklegar til þess að breyta miklu. Ef mann lang- ar til þess að gæða sér á ávöxt- um eða ítölsku súkkuiaði, þá stoðar ekkert að hampa fram- an í hann liangikjöti eða salt- fiski — einkanlega þegar nú svo er áslatt, að ávextirnir og súkkulaðið er fáanlegt í liverri búð! —- Orðagjálfur breytir engu i þessum efnum. Kaup- getan beinist þangað sem hug- ann girnir, og meðan kaupget- an hrekkur til þess að veita sér erlendar vörur, hvort sem það eru nauðsynjavörur, mun- aðarvörur eða prjál, þá kaupa menn slíkar vörur, ef þær eru fáanlegar. Og jafnvel þó að unt væri að banna einhverja einstaka vörutegund, þá fer það þó aldrei svo, að ekki verði úr mörgu að velja sarnt. En hafta-meinlokan er þrá- látur kvilli. Margir helstu álirifamenn okkar á sviði við- skiftamálanna liafa nú gengið með þennan meinlega kvilla á annan tug ára og virðast með öllu ólæknandi orðnir, þrátt fyrir þær kröftugu inntökur reynslunnar, sem þeir liafa orðið að kingja. Jafnvel þeir menn, sem sjálfir hafa haft með höndum framkvæmd haftanna og aldrei fengið að sjá nokk- urn árangur af striti sinu og fyrirhöfn, eru enn manna ákafastir í að halda þeim áfram og herða á þeim. —- Scnnilega getur nú ástandið ckki versnað mikið frá því, sem nú er í þessum efnum, og verður þá liklega ekki um ann- að að gera, en að láta hafta- sóttina „rasa út“. En tjónið af þeim sjúkdómi er þegar orðið mikið. Frð VBSfur-íslenflinoum. Fjórir ísl. dómarar endurkosnir í Dakota. í kosningunum i Bandaríkjunum seni fóru fram 6. nóv. voru fjórir íslenksir dómarar endurkosnir í Dakota. Eru þeir þessir: Ilelgi Jó- hannsson, Pembina County; J. M. Snowfield, Cavalier County; Osc- ar Benson, Bottineau County ög Nels G. Johnsön, McHenry County. -—• Allir hafa menn þessir !>esta orð á sér og tveir, Mr. Snowfield og Mr. Benson voru kosnir gagnsóknarlaust Þetta er í sjötta sinni að Mr. Snowfield er þosinn og Mr. Jó- hannsson í fjórða sinni. Mr. John- son og Mr. Benson sóttu nú í fyrsta sinn um endurkosningu. Þeir eru allir kosnir til tveggja ára. Eftirtektarvert má það heita, að í Cavalier County, þar sem nálega engir íslendingar eru, hafa dómar- ar verið íslenskir í s. 1. 26 ár. P. G. Johnson var þar 2 ár dómari, G. Grímsson 14 ár og Snowfield hefir nú verið þar dómari i 10 ár og verður næstu tvö árin. \ Drukknun. Ásmundur Eymundsson til héím- ilis í Mikley á Winnipegvatni, lést 27. október. Hann druknaði. Hann var 56 ára ganiall, lcom heiman af íslandi árið 1902, frá Dilksnesi í Hornafirði, ásamt foreldrum sín- um og systkinum. Fóru foreldrar hans aftur heim eftir nokkurra ára dvöl hér vestra og systkini hins látna öll, nema einn bróðir, Stefán er býr í Winnipeg. Ásmundur heit- inn skrapp heim árið 1929, en kom vestur aftur 1931. Settist hann að í Mikley, þar sem hann hafði áður verið. Hann var hagleiksmaður, sem hann átti ætt til og stundaði um skeið gullsmíði. — Jarðarförin fór fram 10. nóv. Síra Eyjólfur J. Melan jarðsöng. (Hkr.). Slys. Vélbátup fepst. Tveir menn dfukna. 9. des. — FÚ. Síðastlíðinn föstudag um kl. 14 lögðu af stað úr Stykkishólmi þeir Lárus Jónsson, bóndi á Staðarfelli, og Skúli Sigurðsson úr Stykkis- hólmi, á lítlum vélbát hlöðnum matvöru, og ætluðu sem leið ligg- ur norður og austur yfir mynni Hvammstjarðar til Staðarfells á Fellsströrad, en það er talin tveggja til þriggja stunda sigling. Bátur- inn kom ekkí fram, en búist var við að hann hefði lent einhvers- staðar á lelðinni. í gær var hafin leit og í dág var leitað á þrem vélbátum. Leitarmenn fundu innan við Hvammsfjarðarröst vélarhús bátsins og krókstjaka og fleira smálegt, er menn töldu vera úr bátnum. Leitað var gaumgæfilega í öllum eyjum, þar sem líkur þóttu til að mennirnir kynnu að vera, en árangurslaust, og er alment ætlað að báturinn hafi sokkið og menn- irnir farist. (Skv. simfrétt frá Ljárskógum). Fréttaritari útvarpsins í Stykk- ishólmi skýrir svo frá atburðum þessum í símtali síðar í dag. Síðastliðinn föstudag um kl. 14 fór Lárus Jónsson bóndi á Staðar- felli við annan mann á opnum vél- bát úr Stykkishólmi áleiðis heim til sín. Þeir komu við í Rifgirð- ingum, sem er eyja, sem liggur rétt við skipaleið á Hvammsfirði, er Röst nefnist. Þaðan fóru þeir um kL 17/ en litlu síðar hvesti snögg- lega af austri, og óttast menn að bátinn hafi fylt, þegar hann kom inn úr Röst. Verður þar sjór stór- hættulegur þegar mætist straum- bára og vindbára. Leitað var síðdegis í gær og í nótt í næstu eyjum bygðum og ó- bygðum. Leitinni var haldið áfram i dag, og fannst þá ýmislegt laus- legt úr bátnum rekið í óbygðum eyjum norður af Röst, og telja menn fullvíst að báturinn hafi far- ist fyrir innan Röst.^ Lárus Jónsson var 29 ára ó- kvæntur, en’ Skúli Sigurðsson var 21 árs að aldri. Voru þeir syst- kinasynir. Lárus var sonur Jóns bónda Skúlasonar sem lengi bjó í Fagurey. Mjólkur- gjalir. —o— Sócíalistar ráða öllu í Hafnar- í'irði. Þeir hafa þverskallast við því, að láta bæjarfélagið gefa skólábörnum mjólk. Socialistar hafa farið með völdin í Hafnarfjarðarkaup- stað síðan árið 1926. Þeir hafa tajið sig stjórna bæjarfélaginu svo vel. að lengra verði ekki komist i snildinni. Árangur þeirrar stjórnar er hin alkunna heiningamanns- ganga til Alþingis. Kaupstað- urinn hefir! oríiið að leita á náði'r ríkisins um aðsloð, svo að Iiann geti fengið lán til þess að horga vexti af skuldum sín- um o. s. frv. Socialistarnir í Reykjavík liafa þrásinnis lýst yfir því, að stjórn samherjanna á málefn- um Hafnarfjarðar hafi verið svo ákjósanleg og fullkomin, að annað eins þekkist varla. — Og væri öllum heiminum stjórnað eins og Hafnarfirðí, þá mætti segja, að öld Iiins fullkomna „sæluríkis öreig- anna“ yæri runaiin upp yfir hrjáð mannkyn jarðarinnar. , Mun þar m. a. átt við „gulu seðlana“, eða „öld“ liinna gulu seðla, sem enginn vill eiga. Þá liafa og socialistar höf- uðstaðarins miklast yfír raf- magnsverðinu í Hafnarfirði. Off það er skiljanlefft, því að það ev líldega hetminffi hærra, en þar sem hvíiir menn sijórna. Jón Baldvinsson skamtar það verð að sögn, en hann hyggur sig mjög svipaðan Stauning hinum Manska. Eitt af þvi, sem socialistar í Reykjavík hafa dást einna mest að, eru verkamannabú- staðirnir í Hafnarfirði. Það sé nú hús í lagi! Sannleikurinn er þessi: Hafnfirskir socialist- ar hafa enrja verkamannabú- staði reist. Þeir hafa veitt fé tíl þess háttar bygginga á fjá.r- hagsáætlun hæjarins árum saman, en eytt þeim peninffum í alt annað. Þá eru það mjólkurgjafirnar í hamaskóla bæjarins. Social- istar í Reykjavík guma mjög af þeim stórkostlegu mjólkur- gjöfum. Þarna sé hverju skóla- barni gefin nýmjólk eftir þörf- um. Það sé einhver munur eða í Reykjavík. — Þar fái börnin mjólk af skornum skamti. Sannleikurinn í þessu mjólk- urgjafamáli er sá, að l)æjar- stjórnin í Hafnarfirði hefir gersamlega vanrækl að láta gefa barnaskólabörnum mjólk. Ilún hefir aldrei látið úthluta neinni mjólk í skólanum •—• elcki einuni munnsopa. Það eru með öðrum .orðum ósannindi, að rauða stjórnin í Hafnarfirði liafi gefið eða látið gefa skóla- börnum sem svarar einum pennadropa af mjólk, auk heldur meira. En nú hefir lieyrst, að farið sé að tala um það, að líklcga væri nú rétt að hugsa til þess framvegis, að gefa krökkunurn mjólkursopa! Svona gengur það nú til i Hafnarfirði, þar sem socialist- ar ráða. Þar er verkamanna- bústaðafénu eytt i eitthvað annað en verkmannahústaði. Þar eru „gulu seðlarnir“ al- ræmdu, þar er rafmagnið helmingi dýrara en annarstað- ar, og þar er engu slcólabarni gefin nokkur mjólkurdropi. Það er svo sem engin furða, þó að socialista-sprauturnar í Reykjavík sé dálítið upp með sér yfir framferði hafnfirskra socialista. Þeir finna „lyktina sína“ af ráðsmenskunni þar og vonast til þess, að geta bráð- um gert Reykjavík sömu skil og búið er að gera Hafnarfirði. K. Árás á ítalskt vígi. , London — FÚ. Sagt er að 60 hafi verið drepnír og 400 særðir í árás þeirri, sein Abyssiniuherlið gerði á ílalskt vígi í Somalilandi s. i. miðvikudag. Abyssiniumenn flýðu loks, er ítalskar flugvél- ar konui á vettvang og stráðu sprengjum yfir lið þeirra. Landamæri Abyssiníu og Somalilands hafa aldreí verið fyllilega ákveðin, og halda Abyssiniumenn því fram, að ítalír telji sér hlula af þeirra landí, og sé t. d. vígi þelta rétli- lega innan landamæra Abyss- iniu. oij finnnr útvarpserindi heitir bók, sem nýkomin er í bókaverslanir, eftir hinn vin- sæla rith. Guðbrand Jónsson. Guðbrandur Jónsson. Eins og heiti bókarinnar ber »eð sér, em í bókinni eingöngu erindi, sem Gafiibrandur hefir flutt í Ríkis- útvarpið og munu allir, sem hlýtt haf á Guðbrand, fagna því, að geta fengið nokkur bestu erindi hans prentuð. „Gyðingurinn gangandi" fæst hjá flestum bóksölum og hjá útgefanda, Bókaverslun Sígurðar Kristjánsson- ar, Bankastræti 3. Geíid Gyhinglnn gangandi í jóiagjöf I Deilomál Jagúslava og Ungverja ræðd í Genf. . Anthony Eden flytur snjalla ræðu. London 8. des. FÚ. Á fumdmum í Genf í dag tala'Si Laval máli Jugo-Slaviu, en full- trúi ítala máli Ungverjalands og urðu umræður allheitar á stundum. Það féll’í hlut Anthony Eden, full- trúa Breta, að miöla málum, og hann gerðí þa'ð í ræðu sem talin er með þeim snjöllustu sem hann hefir nokkurntíma flutt, og er sagt aö' hún hafi haft mikil áhrif á til- heyrendur.* í fyrri ræ'ðunum hafði verið vik- ið aS endurskoöun samninga, og var þaS Eckhart, fulltrúi Ung- vcrja, sem fyrstur varð til þess. Laval vék þá strax að þeim málum í ræöu sinni, og endurtók þá staS- liæfingu sem hann haföi gert fyr- ir fáum dögum, að ef einum ein- asta merkjasteini x landamærum Evrópulandanna væri haggaS, myndi þaS grafa undan jafnvægi allrar Evrópu. Fulltrúi ítala, aftur á móti, sagði skýrt og skorinort, aS þaS yrSi aS endurskoSa ýmsa gamla sanminga, og áS alla samn- inga þyrfti aS samrýma breyttum kringumstæSum, annars myndu þeir fyr eSa síðar leiSa til ófriSar. Þegar Anthony Eden byrjaSi læSu sína, sagSi hann, aS sér þætti leitt, aS veriS væri aS draga inn í umræðurnar mál, sem væru óviS- komandi aðalmálinu sem væri á dagskrá, og ekki sist mál, sem væri eitt hiS mesta deilumál milli þjóSanna. Hjá þessu yrSi aS sneiða, en taka málin skipulega, eins og jrau lægu fyrir. Hann sagSi, aS þaS hvíldi og mikil á- byrgS á þessum _ fundi, því aS fundarmenn gæti átt þaS á hættu, aS alt færi út um þúfur á meSan þeir væru aS skeggræSa. — ÞaS er álitið, að hann hafi þarna átt viS þær viSsjár milli Ungverja- lands og Jugoslavíu, sem stafa af brottrekstri Ungvei'ja úr Jugo- Slavíu. London 9. des. RæSu Anthony Edéns á futtdi þjóSabandalagsins í gær hefir ver- iS fagnaS í Budapest, og kalla stim blöðin hana meistaraverk, en örin- ur kalla hana: orS 1 tima töíuS. Þau segja, aS þess hafi. veriS full þörf, aS minna fulltrúana í Genf á aS láta ekki millíríkjapólifík blandast inn í hrein sakamál. í Jugo-Slavíu er ræðu Edens ekki tekið eins vel. BlöSin telja hana vonhrigSi fyrir Jugo-Slavíu, og segja aS or:ð Edéns minni á Pontius Pilatus. \ Brottrekstri Ungverja frá Jugo- slavíu hætt. InnanríkismálaráSherra Jugo- Slavíu hefir skipaS svo fyrir, aS brottrekstri Ungverja þaSan úr landi skuli hætt þegar í staS. Hann sagSi, aS brottrekstrar þeir, sem hefSu átt sér staS undanfarna daga stöfuSu af þvi, aS embættismenn í einstökum héruSum hefSu látið sér of ant uin aS framfylgja regl- unum um dvöl útlendinga" í land- inu. Alment er þó álitiS, aS ástæðan fyrir þessari skyndilegu breytingu sé afstaSa stórveldanna í Genf til brottrekstursins. Þessi fregn hefir haft góS áhrif í Genf, og hefir þegar í staS IÓtt fargi aí fulltrúum þjóSanna á fundi þjóSabandalagsins. Fulltrúi Jugó-Slavíu átti í dag tal viS Laval, utanríkisráSherra Frakka, og tjáði sig óánægSan meS stefnu þá, sem viðræSurnar hefSu tekiS. Hann sagSi, aS Jugo- slavar gerSu sig ekki ánægSa með eingöngu ávítur í garS þeirra, sem sök ættu á konungsmorSinu. Eftirlit með upphlaupsfloklaim. London 8. des. — FÚ. Laval tilkynti á fundi ÞjóSa- bandalagsráSsins i dag, aS hann myndi leggja fram tillögu um al-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.