Vísir - 16.02.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 16.02.1935, Blaðsíða 2
VlSIR I»j éd verjap svara Bpetum og Frökkum, Berlín 15. febrúar. FB. Svar þýsku ríkisstjórnarinnar viö orðseníjngu Frakka og Breta um samkomulagiö á Lundúnafund- inum var birt í dag, bæði í London og París. Tekur þýska ríkisstjórn- in tillögunum mjög vinsamlega og íelst á það i grundvallaratriöum að geröur verði loftvarnarsáttmáli, eins og Bretar og Frakkar hafa stungið upp á. Kveðst þýska rík- isstjórnin munu athuga gaumgæfi- lega allar tillögurnar og ieggur sérstaka áherslu á, að hún muni taka til athugunar hvað unt verði að gera til þess að koma í veg fyrir þá hættu, sem leiði af víg- búnaðarkepni þjóða milli. (United Press). Frá Alþingf Þingsetning fór fram í gær kl. 1, með venjulegutn hætti. Ókomnir voru til þings 7 þing- menn þegar þing var sett, en 6 þeirra munu hafa komið samdæg- urs, þeir Guðbrandur ísberg, Gunnar Thoroddsen, Pétur Otte- sen, Hannes Jónsson, Ásgeir Ás- geirsson og Bjarni Ásgeirsson. En sá sjöundi, Jóhann Jósefsson, er suður í Þýskalandi og mun ekki vænanlegur fyrr en um mánaða- mót. Áður en byrjað var á þingstörf- um mintist aldursforseti samein- aðs þings nýlátins fyrv. þing- manns, Lárusar H. Bjarnasonar fyrrum hæstaréttardómara og að lokinni ræðu forseta stóðu allir þingmenn upp til heiðurs hinum iátna, eins og siður er. Forsetar og skrifarar x samein- uðu þingi voru kosnir allir þeir sömu og voru á síðasta þingi: Jón Baldvinsson aðalforseti, Bjarni Ásgeirsson 1. varaforseti og Emil Jónsson 2. varaforseti. Voru þeir allir kosnir með 24 atkvæðum. Skrifarar voru kosnir meö hlut- fajlskosningu þeir Jón A. Jónsson og Bjarni Bjarnason. í deilJunum voru einnig kosnir allir sömu embættismenn og á síð- asta þingi. í neðri deild: Forseti Jörundur Brynjólfsson, 1. varaforseti Ste- fán Jóh. Stefánsson og 2. vara- forseti Páll Zophoníasson. — Skrifarar: Guðbr. ísberg og Jón- as Guðmundsson. í efri deild: Forseti Einar Árnason, 1. varaforseti Sigurjón Ólafsson, 2. varaforseti Ingvar Pálmason. — Skrifarar Jón A. Jónsson og Páll Hermannsson. Samþykt var að fresta að hluta um sæti þingmanna í n. d. þar til komnir væri þeir þm., sem væntan- legir voru næstu daga. Sömuleiðis var samþ. að fresta nefndakosn- ingum í báðum "deildum til mánu- dags. Endurnýjuð og aukin lántöku- heimild. Á þingsetningar fundinum var útb.ýtt fyrsta frumvarpi stjórnar- innar. Var það frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka 11 milj. 750 þús. kr. lán (eða tilsvar- andi upphæð í erlendri mynt). — Á lán þetta að koma í stað 7)4 milj. kr. láns, sem stjórninni var heimilað á síðasta þingi til greiðslu á ósamningsbundnum skuldum rikissjóðs, en auk þess farið fram á að heimilað yrði að bæta við lánið sem svaraði 150 þús. ster- lingspd., til greiðslu á skuld Út- vegsbankans við Hambros banka í London, sem ríkissjóður er í á- byrgð fyrir og nú er krafist greiðslu á. Og ennfremur er far- ið fram á heimild til að sameina þessu láni hluta af þvi láni (1 milj.), sem siðasta þing veitti rík- isstjórninni heimild til að taka í sambandi við lögin um fiskimála- nefnd. — Til þess að afgreiða þessa lánsheimild voru svo haldnir fundir i deildunum kl. 5—16, og var frv. samþykt ágreiningslaust við þrjár umræður í hvorri deild, cftir að fjármálaráðherra hafði gert grein fyrir nauðsyn þess og Ólafur Thors, fyrir hönd sjálf- stæðisflokksins hafði lýst því yf- ir, að hann teldi ekki annað fært en að heimila lántökuna. — En Magnús Sigurðsson bankastjóri er nú erlendis að semja um þetta lán (í London). Dyra- og pallaverðir. Áður en gengið var til dagskrár á fundi neðri deildar kl. 5, kvaddi Thor Thors sér hljóðs og gerði fyrirspurn til forseta um það, hvort það væri fyrirætlun forseta þingsins, að svifta þá menn, sem um mörg ár undanfarin hefði gegnt dyra- og pallavörslu í þing- inu, þeim störfum og ráða nýja menn í þeirra stað. Kvaðst hann skilja þannig auglýsingn um þessi störf, sem birst hefði í blöðunum, þar sem gert væri ráð fyrir 40 ára aldursmarki þessara starfs- manna þingsins, en þetta aldurs- takmark virtist ekki geta hafa ver- ið sett nema í því skyni að bægja þeim mönnum frá, sem gegnt hefði þessum störfum og allir væri eldri. Átaldi Thor þetta mjög og kvað nú stjórnarsinna gerast all róttæka um aldurshámarksákvæðin. — í sama streng tók Bergur Jónsson, en Héðinn Valdimarsson kvaðst eiga nokkurn hlut að þessu og þótti mönnum ekki ólíklegt. — Forseti (Jör. Br.) kvaðst fyírir sitt leyti enga afstöðu hafa tekið til þessa, en það mátti ráða af 'orðum hans, að hann mundi ekki vera neitt hrifinn af þessum laun- ráðum Héðins & Co. Skrif Tímaliðsins um mjólkurmálið eru bersýnilega vel til þess fallin, að spilla fyrir sölu íslenskra land- búnaðar-afurða á innlendum markaði. — Síundum er svo að sjá, sem þeim sé beinlínis ætlað það hlut- verk. — Framleiðöndum er lífs-nauðsyn að hrisía rógtungumar af sér. Það er augljóst mál, að skrif Timamanna um framlcvæmd mjólkurlaganna og mjólkur- málið í heild, eru einkarvel til þess fallin, að spilla friði og vinsamlegum skiftum, milli framleiðanda og neytanda — milli bænda og Reykvíkinga. Menn vissu það nú reyndar fyrir löngu, að mönnum þeim, sem tekið hafa að sér — í um- hoði bænda eða á þeirra vegum — að skrifa um málefni land- búnaðarins, og þar nieð afurða- söluna, er ósárt um það, þó að markaðurinn spillist fyrir að- gerðir þeirra. — Þeir liafa not- að þá aðferðina, sein heimsku- legust er — þá aðferðina, að níða og rægja „skiftavininn“ sem ákafast og eftirminnilegast, um leið og til þess er ætlast, að liann kaupi framleiðsluvörum- ar sæmilega háu verði! Það er svo sem ekki nýtt fyr- irbrigði, að Reykvíkingar sc grimmilega ofsóklir, lirakyrtir, rægðir og uppnefndir, af „slettirekunum“. Og iðulega er þessi leikur liafinn, er bændum ríður hvað mest á þvi, að sam- skiftin við þá verði sem bróður- legust. Árum saman hafa róglungur þær, er telja sig fyrirsvarsmenn bænda, lagt höfuðstaðarbúa i einelti með hverskonar óhróðri, dylgjum og rogaskömmum. Og bændur hafa ekki gert neitt, svo að vitað sé, til að koma i veg fyrir þann ósóma. — Sum- ir þeirra hafa sagt sem svo, að ekki væri gotl við gerðar. Menn vissi livernig ástalt væri um höfuðpaurinn, en þeim fyndist það nokkuð mikil harðneskja, að „ldppa lionum úr umferð“, meðan „sansarnir“ væri þó ekki verri en þetta! Niðurstaðan hefir svo orðið sú, að ekkert hefir verið gert og alt Iátið drasla. Fram á siðustu og verstu tíma hefir svívirðingum Hrifl- unga-liðs einkum verið bent að karlþjóðinni. Þeir hafa, ódám- arnir, látið konurnar í friði að mestu. En nú er þetta að breylast. — Nú hafa þeir tekið sér fyrir hendur, að veitast að konum ekki síður en körlum. — Og þeir hafa ekki numið við neglur sví- virðingarnar, sem þeir liafa lát- ið dynja yfir reykvískar hús- freyjur. — Tilefnið er það, að kon- urnar liafa látið í ljós þá skoð- un sína, að þeim þætti æskilegt, að mjólkurlögin yrði fram- kvæmd á þann hátt, að við mætti una. — Þær hafa óskað þess, að mjólkursamsalan væri rekin þannig, að báðum yrði til hagsbóta og liagræðis, neylönd- um og framleiðöndum. — Þær hafa óskað þess, að framleið- endur stjórnuðu mjólkursam- sölunni að sem mestu leyti sjálfir. -— Og þær liafa krafist þess, að stjórn fyrirtækisins yrði þegar í stað tekin úr óvita- höndum. —L Fyrir þetta hafa lconurnar verið svivirtar í blöðum rauð- álfa. Þær hafa verið kallaðar „pakk“, „argasta pakk“, „grát- konur“ með „hnefana á lofti“, sagt að þær kyrjuðu „sorg- arlag með gnístran tanna“ o. fl. sem ekki er eftir hafandi. Þelta er ærið athyglisvert og sýnir ljóslega á hverju menning- ar-reki þeir menn standa, sem valdir eru að þessum svivirð- ingum. Óskir og kröfur reyltvískra húsmæðra í mjólkurmálinu lmíga allar að því að fá bætt úr sleifarlaginu, sem verið hefir og er enn á stjórn mjólkursamsöl- unnar. Og þær eru allar þess eðlis, að sjálfsagt liefði ver- ið, að taka þær til greina orða- laust og án allrar tregðu. Þær eru allar miðaðar við sameigin- legan hag mjólkurneytanda og framleiðanda. Þær slefna allar að því, að tryggja bróðurlega samvinnu beggja aðilja. — Þær stefna að því, að þagga og lægja öldur óánægjunnar. — Þær stefna að því, að efla samstarf og vinarhug og ánægjuleg við- skifti. — Stjórn mjólkursamsölunnar liefir ekki fengist til þess, að sinna réttmætum og sjálfsögð- um kröfum reykvískra hús- mæðra. — Hún hefir slegið á framrétta liönd þeirra. — Hún hefir, að þvi er séð verður, eng- an skilning á þvi, að það sé eft- irsóknarvert, að friður ríki og góð samvinna meðal þeirra, sem samskifti þurfa að hafa. — Hún virðist steinblind á báðum augum, jafnt því auganu, sem að bændum veit, og hinu — hornauganu, sem hún gýtur á Reykvíkinga. Það er alvarlegt íhugunarefni fyrir bændur og búþegna á mjólkursvæði því, er samsalan tekur yfir, að beinlínis skuli að því unnið af blöðum rikisstjórn- arinnar og meiri liluta mjólk- ursölunefndar, að spilla friði og góðum viðskiftahug milli Reykvíldnga annars vegar og mjólkurframleiðanda hins veg- ar. Það virðist nálega óhugs- andi, að mjólkursölunefnd geti dulist, að liverju muni reka, ef hún heldur áfram að þverslcall- ast við réttmætum og sjálf- sögðum kröfum og ef það verð- ur látið viðgangast, að saur- ugustu rógtungur landsins ausi lieiðarlegt fólk auri og níði fyr- ir engar sakir. — Verði kröfur reykvískra hús- mæðra ekki teknar til greina liver og ein, er ekki annað sýnna, en að beinlínis og vit- andi vits sé að því stefnt, af liálfu valdhafanna, að eyði- leggja mjólkurmarkað bænda hér í Reykjavík. En þegar svo væri komið, mundi og þyngjast fyrir fæti um önnur viðskifti sunnlenskra bænda við höfuð- staðarbúa. — Mætti þá með sanni segja, að hin rauða stjórn og mjólkursölunefnd befði orð- ið bændum til lítilla beilla. Það er engin von til þess; að bæjarbúar taki því með þögn og þolinmæði, að hógvær- ar og sjálfsagðar kröfur þeirra sé að engu liafðar. — Það mun og ekki verða til þess, að glæða viðskiftahuginn, að bændur ali bér til sífeldrar rógsiðju suma örgustu mann-grísi þjóðfélags- ins. AflagrögS. Ólafsvík 14. febr. FÚ. Allir bátar úr Ólafsvík, að ein- um undanskildum, réru í gær. Afli var frá 500—800 kg. af flöttum fiski á bát. — Flestir bátar vonú^-^ á sjó í dag. Borgsrnes- fundupiiin. Hrakfarir stjórnarflokkanna. Eru framsóknarmenn alment að missa trúna á leiðtogunum? Núverandi ríkisstjórn, stjórn framsóknarmanna og jafnaöar- manna, hefir verið tiltölulega skamma hríö viö völd, en nógu lengi til þess, að láta margt ilt af sér leiða og gera svo stórkostleg glappaskot, að framsóknarbændur um landt alt hafa hinar mestu á- hyggjur af. Hefir þetta komi‘5 ber- lega í ljós á mörgum þingmála- fundum, sem haldnir hafa verið aö undanförnu. Einna berlegast kom þetta í ljós á Borgarnesfund- inum s. 1. miövikudag. Þingmaöur kjördæmisins, Bjarni Ásgeirsson, haföi boðaö til þingmálafundar þessa. Af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins mætti á fundinum Gunnar Thoroddsen alþm. Af hálfu komm- únista fluttu ræður á fundinum Ingólfur Gunnlaugsson og Jónas Kristjánsson, en af hálfu jafnaö- armanna Ingimundur Einarsson. Bændaflokkurinn var eini stjórn- málaflokkurinn, sem ekki átti full- trúa á fundinum. Fundarsókn var allgóð. Er talið, að fundarmenn hafi verið um 120, þegar þeir voru flestir. Framsóknarmenn hafa bor- ið það út, að „íhaldsmenn" hafi fjölment á fundinn, en Vísi er tjáð af kunnugum mönnum, að bændur hafi verið all-fjölmennir á fundinum. Voru þarna allmargir bændur úr Borgarhreppi og Staf- holtstun'gum og fleiri hreppum, bæði úr uppsveitum sýslunnar og vesturhreppunum. Hvorki veður eða færð hamlaði fundarsókn. Hinsvegar munu færri hafa sótt fundinn úr vesturhreppum sýsl- unnar, en oft áöur, og þarf engum getum að því að leiða, hvað þeirri deyfð veldur. Það er alkunna, þótt sjálfstæðismfenn sé fjölmennir í Borgarnesi og grend, að þeir hafa ekki til þessa haft meirihluta á þingmálafundum þar, en nú brá svo við, að stjórnarflokkarnir fóru hinar herfilegustu hrakfarir. Til- lögur sjálfstæðismanna náðu fram að ganga með miklum atkvæða- mun og vantraust var samþykt á þingmann kjördæmisins, en slíkt hefir ekki komið fyrir áður. Ekki er því til að dreifa, að framsókn- armenn hafi ekki talið hættu á f ferðum, því að þeir reyndu að smala á fundinn eins og þeir gátu, jafnvel þar sem þeir eru sterkastir, þ. e. í vesturhreppunum, og var kaupfélagsbillinn notaður í smala- menskunni. Á fundinum höfðu framsóknarmenn sig lítt í frammi, það var mikil deyfð yfir þeim, og því meiri, sem á leið fundinn, og verða af öllu þessu ekki dregnar aðrar ályktanir en þær, að fylgi framsóknarleiðtoganna sé þverr- andi í sýslunni. Fundurinn stóð yfir í 10 klst., óslitið frá því kl. 4 um daginn. Fundarstjóri var Ásmundur Jóns- son verslunarmaður. Fjármál og skattamál voru fyrst rædd. Gunnar Thoroddsen bar írain tvær tillögur í þessum mál- um. Var önnur þess efnis, að fund- urinn lýsti óánægju sinni yfir fjármálaafgreiðslu síðasta Alþing- is, svo sem mjög hækkuðum út- gjöldum, hóflausri fjölgun starfs- manna rikisins, hækkun skatta og megnri hlutdrægni í fjárveitingum,. en hin var þess efnis, að fundur- inn- skoraði á Alþingi að lækka útgjöld ríkisins eins Og freícast væri unt og „tryggja með lögum,. að ríkisstjórnin greiði ekki úr rik- issjóði önnur gjöld en þau, selri' Alþingi hefir sanrþykt fyrirfram,. eða fulltrúar allra þingflokka fall- ist á að greiða“. Fyrri tillagan var samþykt með 54:33 atkv. en sú síðari með 58:18. — Hervakl Björnsson bar fram tillögu' um að víkja þessum tillögum frá með rökstuddri dagskrá, en hún var feld með 48:22 atkv. Þá var rætt um landbúnaðar- málin. M. a. var rætt urn þá stefnu stjórnarflokkanna, að gera allar jarðir að ríkiseign og bændur að leiguliðum. Jósep bóncli Björns- son á Svarfhóli bar fram tillögu til þess að mótmæla „þeirri stefnu að útrýma sjálfsábúð bænda í land- inu“, en tillagan fól einnig í sér áskorun til Alþingis utn að „sam- þykkja lög um ættaróöal og óðals- rétt“. Tillagan var samþ. með 47:20 atkv. Ennfremur var sam- þykt tillaga frá sama manni, þess efnis, að skora á Alþingi að koste kapps um að landbúnaðinum yrðí ekki iþyngt með of háu kaUp- gjaldi. Var hún einnig samþykt. — Tillaga kom fram, frá Friðriki Þorsteinssyni, oddvita í Borgar- neshreppi, þess efnis, að fundur- inn telji rétt, að Búnaðarfélag ís- lands sé sem sjálfstæðust stofn- un, og var hún samþykt með 57 samhljóða atkvæðum. Breytingar- tillaga var samþ frá G. Th. viS tillögu, sem Herv. Björnsson bar fram og var á þá leið, að fundur- ínn lýsti ánægju sinni yfir löggjöf síðasta Alþingis um „skipulag á sölu mjólkur og sláturfjárafurða bænda“. Breytingartillaga G. Th„ var á þá leið, að fundurinn teldi Stefnt í rétta átt með löggjöf um sölu mjólkur og sláturfjárafurða, en áteldi „harkalega og hlutdræga framkvæmd laganna, einkum mjólkurlaganna". Þessi brt. var samþ. með 51 : 13 atkv. — Fram- sóknarmenn gerðu tilraun til þess. að vísa tillögunni frá með rök- studdri dagskrá. en hún var feld' með 48: 32 atkv. — Tillaga frá G. Th. um að láta alla yfirstjórn mjólkursölunnar í hendttr fram- leiðanda var samþ. með 56: 7 atkv, í sjávarútvegsmálum voru 2 til- lögur samþyktar, báðar frá G. Th. Onnur var áskorun til Alþingis um að samþykkja lög um skuldaskila- sjóð útvegsmanna, en fól í sér hörð mótmæli gegn lögutn síðasta Alþingis um fiskimálanefnd og síldarútvegsnefnd, sem „bæði stefna til einkasölu á þessum af- urðum. Krefst fundurinn þess, að' lögum þessum verði breytt á næsta þingi, a. m. k. þannig, að ríkiseinkasala sé útilokuð". Til- lagan var samþ. með 47 samhlj, atkvæðum. Tillaga Friðriks Þor- steinssonar um vantraust á þing- KAPPAKSTURSBÍLL AF NÝJUSTU GERÐ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.