Vísir - 28.02.1935, Side 2

Vísir - 28.02.1935, Side 2
VÍSIR Frá Alþingi í gær. —o—■ Efri deild. Frv. utn heitnild tii þess aö láta öölast gildi saniníng milli Noröur- landa um erföir og skifti á dánar- búum, var til i. umr. og gekk til allsherjarnefndar. Neðri deild. Frv. Garðars Þorsteinssonar um frystigjald beitusíldar var til i. umr. Stuðningsmaður mælti fyrir því nokkur orð og var því vísað til sjávarútvegsnefndar. Frv. Héðins ■ o. fl. um afnám þjóðjarðasölu var vísað til land- búnaðarnefndar. i Ný þingmál. Sigurður Einarsson flytur 2 frumvörp, annað um námskeið fyT- ir atvinnulausa unglinga í bæjum og kaupstöðum, hitt um breytingu á sandgræðslulögunum, sem felur það í sér að forstjórn sandgræðslu- mála skuli falin sérstökum sand- græðslustjóra undir yfirstjórn rík- isstjórnarinnar, en nú eru þessi mál í höndum Búnaðaríélags Is- lands. Saaphépað. Afhendingin fer fram í dag. — Mikil hátíðahöld. Saarbrúcken 28. febr. FB. Saar-nefndjn afhendir í dag forinlega Saarhérað. Við héraðinu tekur, fyrir hönd Þýskalands, Búrckel ríkisfulltrúi. Fer þessi at- höfn mjög hátíðiega fram, í viður- vist allrar Saarnefndarinnar, opin- berra starfsmanna í Saar, og full- trúa erlendra ríkja, en auk þess standa tii mjög mikil hátíðahöld um gervalt Þýskaland og hvar- vetna í Saarhéraði og byrjar fagn- aðurinn víða í kveld, en þótt hin opinbera afhending fari fram í dag og þjóðverjar raunverulega taki við stjórnartaumunum nú, hefjast þó aðalhátíðahöldin víða ekki fyrr en á miðnætti, því að frá og með 1. mars er Saar-hérað að fullu talið sameinað Þýskalandi á ný. (United Press). Rass Tafari vill sættast að fullu við ítali. Rómaborg 27. febr. FB. Rass Tafari keisari í Abyssiniu lét í dag sendiherra sinn í Róma- borg afhenda Ítalíukonungi og Mussolini bréf um deilumál ítala og Abyssiniumanna. Bréfin voru nákvæmlega eins. Segir keisarinn í bréfum þessum, að því fari fjarri að stjórn hans eða þjóð vilji á nokkurn hátt sýna ítölum óvild eða ganga á rétt þeirra í ítalska Somalilandi. Abyssinia vilji frið við ítala og allar aðrar þjóðir. Bréfin eru i mjög vinsamlegum tón, og bera þess glögt vitni, að Rass Tafari er það mikið áhuga- mál, að deilumálin verði til lykta lcidd á friðsamlegan hátt. í niður- iagi bréfanna kveðst hann gera sér einlægar vonir um, að sættir tak- ist. (United Press). Engan afslátt I Ekkert liikl Þeir eru að læða því út á meðal fólksins, stjórnarliðar, að liúsmæðurnar liérna í hænum sé — sumar að minsta kosti — ærið hikandi í mjólkurdeilunni. — Þetta eru lirein og bein ósannindi, og til þess eins hlaupið með þau um bæinn, að reyna að telja istöðulausum hughvarf. — Húsmæðurnar eru þvert á móti að liarðna í sókn- inni gegn ofbeldinu, og munu sýna mjólkursölunefndinni um það er lýkur, hvað það gildi að sýna þeim rangsleitni, ókurteisi og dónaskap. — Þeir geta reitt sig á það, rauðu piltarnir, að þær síga á, konurnar liérna í hænum. Það er enginn öfunds verður af því, er til lengdar læt- ur, að etja kappi við þær. En minnist þess, húsfreyj- ur Reykjavíkur, þegar rauða dótið fer að flaðra upp um ykk- ur og biðjast friðar, að þess er vænst af ykkur, að þið gangið ekki inn á neitt, sem meta megi til afslátlar af ykkar hálfu. Kröfur ykkar eru svo hóflegar, að frá þeim má alls ekki hvika. ötan af iandL Sigiufirði 27. fehr. FÚ. Skíðamaður fótbrotnar. I gærkvöldi datt unglingspilt- urinn Ólafur Guðmundsson, sonur fyrrverandi héraðslæknis, af skíðum og fótbrotnaði. Slys- ið varð fram í Hólsöxl. Tveir piltar urðu slyssins varir og burgu Ólafi heim. Urðu þeir að hera liann alllanga leið. Frosthart var, og var piltin- um mjög kalt er heim kom. Líður honum nú vel eftir ástæð- um. 1 Gooseignin er leigð Snorra Stefánssyni fyr- ir 40 aura greiðslu á síldarmál verði brætt, annars fyrir þá leigu er hann kann að hafa upp úr hrvggj um eignarinnar. Skal það verða lágmarksleiga. - Við- hald annist leigutaki nema um verði að ræða meiriháttar bil- anir. Skíðafélagið liefir ráðið Helge Torvö hálfs- mánaðartíma í skíðastökk- kenslu. Mjólkarmálið. Ætla stjórnarflokkarnir að eyðileggja mjólkunnarkað- inn í Reykjavík? Meiri hluti mjólkursölunefndar hefir þverskallast við a'ð sinna hin- um sanngjörnu kröfum, sem hús- mæður í Reykjavík hafa borið fram í mjólkurmálinu. Kröfur þessar eru allar á sanngirni bygð- ar og þarf ekki að fjölyrða um það, þar eð gild rök hafa verið færð íyrir því, rök, sem stjórnar- flokkamenn hafa ekki getað hrak- ið. Nú verður að ætla, að meiri hluti mjólkursölunefndar fari í öllu að vilja leiðtoga stjórnar- flokkanna. Þeir verða því að bera ábyrgðina á 'þvi, að stefnt er í þá átt, að eyðileggja markaSinn fyrir mjólkurafurðir hér í bænum. AS vilja leiStoga framsóknarflokksins og alþýðuflokksins hefir mjólkur- sölumáliS veriS gert aS pólitísku máli. Þeir, sem boriS hafa fram kröfur til umbóta, vilja fá því framgengt, að stjórn mjólkursöl- unnar sé fengin framleiSendum sjálfum í hendur, þ. e. bændunum. HefSi svo veriö gert i upphafi, hefSi öðru vísi farið. Þá hefði vafalaust tekist hin besta sam- vinna meS framleiðendum og neyt- endum og veriS hægt þegar i upp- hafi aS komast hjá mísfellum þeim, sem urSu á útsendingu mjólkurinnar. Vegna þess að póli- tískir moöhausar voru viS stjórn var ekki reynt að bæta úr neinu, sem áfátt var, og af þvi að neyt- endurnir tóku sig saman um að koma kröfum sínum fram, var aS ráði hinna „rauÖu“ foringja farin sú leið, aS egna þá upp á móti sér meS því aS gera einmitt þaS, sem þeir höfðu krafist aS ekki væri gert, þ. e. að, koma í veg fyrir, að fólk gæti fengið mjólk frá þeim búum, -er þaS helst vildi. Allir vita hvernig nú er komið. Neytendurnir munu aS sjálfsögSu halda fast við allar hinar sann- gjörnu kröfur, sem þeir hafa gert, þótt það kosti langa baráttu. Hót- anir um skaöabótamál og slíkt hafa þar engin áhrif. MeS slíku framferöi vinnur mjólkursölu- nefndin þaS eitt, að þjappa neyt- endunum betur saman. Hún fær aldrei kúgaS neytendur, af því að kröfur almennings í mjólkurmál- inu eru réttmæfar. Þessi deila get- ur ekki jafnast nema meS sigri neytendanna og þegar hann er unninn, er aftur fenginn grund- völlur, til þess aS byggja á góða samvinnu neytenda og framleiS- enda, en því lengur sem þaS dregst ?.S samkomulag náist, því erfiðara verður fyrir framleiSendurna að vinna aftur þann markað, sem þeir fyrir heimsku, þráa og skilnings- leysi og pólitískan ofstopa leiStoga stjórnarflokkanna hafa mist, sennileg aS allmiklu leyti, ef deil- an stendur lengi. Stjórnarflokkamenn veröa aS gera sér ljóst, aS því meiri kúgun- um og hótunum sem þeir beita í þessu máli, því öflugri mótspyrnu munu þeir verða fyrir. Þeir ætti að gera sér Ijóst, aS neytendurnir eru ekki aS berjast fyrir kröfum sín- urri aöeins vegna framleiöenda, heldur og vegna sjálfra sín. Stjórn- arflokksmenn verða að reyna aS skilja það, aS kröfur neytendanna og mótmæli eru til komin vegna þess, aS þeir hafa ekki mætt sömu lcurteisi og sanngirni í þessum við- skiftum, sem öSrum. Allir hygnir kaupsýslumenn reyna aS verSa viö sanngjörnum kröfum viðskiftavina sinna og gera þeim til geðs. Hér hefir verið farið alveg þveröfugt aS. Og þaö er þetta, sem Reykvík- ingar vilja ekki láta bjóða sér og láta aldrei bjóða sér. Þeir vilja fá nýja og góSa mjólk frá þeim bú- um, sem þeir vilja skifta viS og þeir vilja ekki blandaSa mjólk eSa gamla. VerSi mjólkursölunefndin ekki við þessum og fleiri sann- gjörnum kröfum þeirra er stefnt til algerrar eyöileggingar mjólk- urafurðamarkaSsins hér í bænum. Leiötogar stjórnarflokkanna geta aldrei, hvaöa ráðum sem þeir beita, neytt almenning til þess að kaupa neitt, hvorki mjólk né annaS, en þeir geta, með þvi að haga sér eins og siðaðir ■ menn og virða kröfur neytenda bætt úr fyrri glópsku, með því að verða við öllum kröfum þeirra. Geri þeir það elcki, verða þeir aS bera sökina á því, hvernig fer um markað bænda hér. Reykvíkingur. ------- «1—W»i---------- Málið gegn Hanptmann. Amerisk blöð segja, að Haupt- mann hafi boriS sig karlmannlega, er dauSadómurinn var kveöinn upp yfir honum. Andartak var eins og hann ætlaSi' aö segja eitthvaö. Svo heyröi hann dómarann ákveða aftökudaginn, þ. 18. ntars — og Reilly, verjanda sinn, stökkva á fætur, og lýsa þvi yfir, aS dómin- um yrði áfrýjað. En þegar hann var kominn í klefann ætlaði Fíauptmann alveg aS bugast, segja blööin. —; Hann náði sér þó dag- inn eftir og fengu þá blaSamenn að tala við hann. Var hann þá hinn mannalegasti og sagði, að ef hann færi í rafmagnsstólinn myndi hann gera það eins og maSur. „Eg er saklaus", sagSi hann, „ef svo væri ekki heföi eg sagt þaS í upphafi.“ Og hann sagSist ekki óttast dauð- ann, af því að hann hefði hreina samvisku og hreint hjarta.' — Hvernig endanlega fer fyrir Hauptmann veröur ekki sagt aS svo stöddu. ÞaS getur í fyrsta lagi orðið kunnugt í sumar eða haust, en það getur hæglega dreg- ist 2 ár, aS úrslitadómur í máli hans falli, því aS þótt hæstiréttur New Jersey ríkis staðfesti undir- réttardóminn er enn hægt að á- frýja málinu til hæstaréttar Bandaríkjanna. Mótmæli. Bjarni Bjarnason hefir nú ver- ið sendur út af örkinni til þess að verja geröir mjólkursölunefndar og þeirra flokka, sem að meiri hluta hennar standa, og bera sök á því með henni, hvernig konriS er. Eg geri nú ráS fyrir, aS tekið veröi til athugunar af öSrum en mér ýmsar firrur, sem fram koma í grein þessa manns, ef menn nenna þá að reka ofan í hann vit- leysurnar. Bjarni Bjarnason geng- ur nefnilega nákvæmlega sömu götur og aSrir úr hans liði, sem um mjólkurmáliö hafa skrifað, og því er sannast aS segja ekki mik- iS aö hrekja. Einu i grein hans vidi eg þó rrtótmæla. B. B. er að víta konur úr Árnessyslu, hér bú- settar, fyrir það, aS „taka nú þátt í samtökum kvenna hér i Reykja- vík aS eyðileggja merkustu og nauðsynlegustu afurðasölulöggjöf, sem nokkuru sinni hefir orðið til og snertir alveg sérstaklega gömlu samherjana í Árnessýslu.“ ÞaS skal eigi um deilt, aö mjólkurlög- in sé góð löggjöf, ef hún væri viturlega og sanngjamlega fram- kvæmd, en þeir, sein með völdin fara kusu aS gera framkvæmdina þannig, sem allir vita, og þess vegna bera framsóknarmenn og jafnaðarmenn sök á því, ef mjólk- urmarkaSurinn í Reykjavík spill- ist. Mennirnir, sem stjórna þessu, eða aS minsta kosti heföi átt aS reyna að koma í veg fyrir sleifar- lagið og þaS, aS framkvæmdin var falin mönnum, scm valdir voru pólitískt, ættu sannarlega ekki aS vera að núa heiðarlegu fólki úr Árnessýslu því um nasir, er þaS vill stuðla að því, að góS samvinna takist meS neytendum og fram- leiSendum, en ])aS verður aldrei meðan þeir menn ráöa, sem nú skipa meiri hluta mjólkursölu- nefndar. B. B. ætti aS athuga hvar hann er staddur, hvað hann er aS gera og hans flokkur, fyrir mjólk- urframleiSendurna austan fjalls. —- Verði mjólkurmarkaðinum spilt, hvort sem það verSur aS meira eSa minna leyti, veröur þaS að skrifast á syndareikning fram- sóknarmanna og jafnaSarmanna. J. R. Kosníng í útvarpsráð. —o— Föstudaginn þ. 1. mars n. k. hefst kosning af hálfu útvarpsnot- enda í útvarpsráS i Reykjavik, samkvæmt því sem áður hefir ver- ið auglýst. Kjörstofan, Lækjartorgi 1, her- bergi nr. 10, veröur opin kl. 2—4 og 6—8 síSd. alla virka daga. Kosningu verður lokið 22. mars kl. 24. Sími kjörstofunnar er 1686 og ber kjósendum aS snúa sér til hennar um alt viðkomandi kosn- ingunni. Útvarpsnotandi, sem er fjar- staddur heimili sínu eSa bygfðar- lagi er samkvæmt 16. gr. reglu- gerðarinnar heimilt, með skriflegu ■vottföstu umboSi eða meS stað- festu símskeyti, aS fela nánasta vandamanni sínum eða þeim öðr- um heimilismanni, er hann treyst- ir, aS neyta atkvæðisréttarins fyrir sína hönd. Reykjavik 27. febr. 1935 Kjörstjómin Jónas Þorbergsson. Vilmundur Jónsson. Þorst. Þorsteinsson. NútímaborgiF og liávadi. ÞaS er nú mikiS rætt um þaS erlendis hvað unt væri að gera til þessað gera borgarlífið kyrlátara, m. a. meö því að draga úr ýmis- konar hávaöa, sem umferð er sam- fara, og í raun réttri kemur að- engu gagni. Þannig hafa yerið verSar tilraunir um það í Londpn, að banna bifreiðastjórum að þeyta horn sín á ákveðnum svæöum í borginni að næturlagi. Tilraunirtaar virðast benda til, að það mutidi verða til mikilla bóta, ef hægt yæri aS koma því til leiöar, að bannið stæði allan sólarhringinn í íbúSa- hverfum borganna, og yfirvöldin hafa fengið margar áskoranir um, aö halda áfram tilraunum með að koma í veg fyrir óþarfa háyaSa. ÞaS kynlega hefir komið í Ijós, að yfirvöldin eru nú farin að hall- ast aS því, aS bifreiöahorn, sem gefa frá sér mikinn hávaða, sé- verst til viðvörunar, og þegar er búið aö banna sumar gerðir þeirra. Yfirvöldin í London eru aö kom- ast á þá skoðun, að því minni há- vaða sem bifreiðahornin gefi frá sér, þvi nrinni veröi slysahættan aý völdum bifreiða á stórborgastræt- unum. — Hér ætti menn að gpja gaum aS þeim athugunum, seiri gerðar eru i þessum efnum erlcnd- is. Allur sá óþarfa hávaöi, og ekkl hvaS minst af völdum bifreiða eða þeirra, sem meS þær fara, er fólki yfirleitt til óþæginda og ergelsis og þyrfti aö ráða bót á þessu. Hér er fólk, sem þarf að fara snemma til vinnu, þrásinnis vakiS aS næt- urlagi af völdum bifreiðastjóra, sem blása í bifreiöahorn sín, eins og einhver stór voöi væri á ferð- um, í hvert sinn og þeir sækja farþega út í bæ. Frá þessu mun.u vera heiSarlegar undantekningar, en hversu margir skyldu þeir vera sem ekki hafa orðiS fyrir óþæg- indum af bifreiðahávaSa aö nætur- lagi? 10 0 F 5 =1162288 V.ss Veðrið í morgun: í Reykjavík 1 stig, Bolungar- vík — 2, Akureyri — 1, Skála- nesi — o, Vestmannaeyjum 3, Sandi 1, Kvígindisdal — 1, Gjögri —- 1, Blönduósi — o, Grímsey o, Raufarhöfn 2, Fagradal 2, Hólum í HornafirSi 3, Fagurhólsmýri 4, Reykjanesi — 1, Færeyjum 5 stig. Mest frost hér í gær 10 stig, mest- ur hiti 1 stig. Úrkoma 0,2 mm. Yfirlit: Djúp lægS og nærri kyrr- stæð fyrir suðaustan ísland. — Horfur: Suðvesturland : Austan og norðaustan átt. Víða all hvast, en úrkomulítiö. Faxaflói, Breiða- fjörSur: Stinnings kaldi á norð- var fyrir skömmu haldin í Stokkhólmi og var hennar getiö í skeyt- um. — Sveinn Björnsson sendiherra mætti á ráöstefnunni fyrir Is- lands hönd. NORRÆN VIÐSKIFTARÁÐSTEFNA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.