Vísir - 12.04.1935, Side 2

Vísir - 12.04.1935, Side 2
VISIR Að gefnu tilefni. Þríveldapáð- stefnan. í Stresa. Þegar er kunnugt, að samkomulag hefir náðst milli Breta, Frakka og ítala um samstarf til þess að varðveita friðinn í álfunni. Fyrir full- trúum þeirra í Stresa vakir, að boða til annar- ar ráðstefnu þar, og bjóða Rússlandi, Póllandi og Þýskalandi að senda fulltrúa á hana. Verð- ur þá rætt um friðarsáttmála fyrir álfuna. — Frakkar vilja efla þjóðabandalagið svo að valdi og áhrifum, að það geti ekki komið fyrir oftar, að nokkur þjóð álfunnar taki til slíkra ráða sem Þjóðverjar, er þeir lýstu sig ekki bundna við Versalasamningana. London ir. apríl. FB. Freg'nir frá Stresa herma, aS bresku fulltruarnir hafi komiö þangað kl. hálfníu í morgun. Mussolini var viðstaddur til þess aS fagna þeim og aSrir þeir, sem höfSu meS honum tekið á móti frakknesku fulltrúunum. Þegar bresku fulltrúarnir höfSu hvílst ; um stund var fyrsti ráöstefnufund- urinn settur, kl. 10,30, en honum lauk fyrir hádegi. Síðdegis var íundinum haldið áfram. Á árdegis- fundinum gaf Sir John Simon skýrslu um viðræðurnar í Berlín og ferö Anthony Eden til Varsjá, Moskwa og Prag, og viðræður hans við stjórnmálamenn í þessum borgum. Ræddu því næst ráSherr- arnir um slcýrslu Sir John’s og gaf hann, aS ósk hinna ráðherr- anna, ítadegri upplýsingar til skýringar á ýmsum atriSum. Á . síSdegisfundinum lögSu frakk- nesku ráSherrarnir fram uppkast aS áskorun til þjóöabandalagsins, þess efnis, aS ráö bandalagsins veröi kallaS saman til þess að rannsaka hættur þær, sem friöin- um í álfunni eru búnar af því, aS ÞjóSverjar hafa lýst yfir því, aS þeir telji sig ekki lengur bundna viö hin hernaöarlegu ákvæöi Ver- salafriSarsamninganna. I ávarps- uppkastinu er lögð áhersla á þaS, aö horfurnar sé alvarlegar, en þó þurfi ekki illa aS fara, ef lögS sé lækt viS þaö, af einlægni og al- vöru, aS ráða fram úr vandanum. (Uriited Press). London 12. april. FB. Samkvæmt áreiSanlegum heim- ildum hafa Frakkland, Ítalía og Bretland náð samkomulagi í Stresa. Fréttaritari United Press þar, símaði í gærkveldi, að þótt opinber tilkynning væri ekki kom- in fram, mætti fullyrða, að frakk- nesku, bresku og ítölsku ráðherr- arnir hefði náð samkomulagi um sameiginlega stefnu,’ sem þeir ætla sér ekki að hvika frá í neinu, þótt önnur stórveldi reyni að hafa áhrif í þá átt. Stefnan er í aðalatriðum sú, að hafa náið samstarf um öll þau mál, sem snerta varðveitslu friðarins, og þess vegna verður á- ætlun sú eða samkomulagsgrund- völlur, lagður fyrir ríkisstjórnir, Rússlands, Póllands og Þýska- lands, sem verður boðið á nýja ráð- stefnu í Stresa, til þess að ganga frá þessum málum. Svo virðist, símar fréttaritari United Press, sem fulltrúar þríveldanna líti svo á, sem hér sé tækifæri til að nema staðar og ráðgast um þau mál öll, sem friðinum er hætta búin af, og væntanlega finna leið til þess að friðurinn verði trygður með því, að gerður verði allsherjar friðar- sáttmáli milli Evrópuþjóðanna. — Um Frakka er þess sérstaklega getið, að þeir vilji koma því til leiðar að þjóðabandalagið verði eflt svo að valdi og áhrifum, að það geti ekki komið fyrir í fram- tíðinni, að friðinum í álfunni verði búin stórhætta með samningsrof- um slíkum sem þeim, er Þjóðverjar lýstu yfir, að þeir teldi sig ekki bundna við Versalasamningana. — (United Press). Ottawa, í apríl. FB. Stjórnmálahorfur í Canada. R. B. Bennett forsætisráð- herra Canada hefir að undan- förnu átt við lasleika að stríða og er álitið af læknum hans, að lvann hafi lagt of mikið á sig og verði að fara mjög varlega með sig. Hefir hann áður átt bæði við hjartaveiki og nýrnaveiki að stríða. Likur eru ekki taldar til, að svo alvarlega horfi, að hann verði að biðjast lausnar, en hins vegar, að hann kunni að verða að taka sér hvíld frá störfum. Hver áhrif þetta kann að hafa í stjórnmálalífinu verð- ur því að svo stöddu ekki sagt um. Er að svo stöddu óvíst, hvort Bennett fer til London til þess að taka þátt í 25 ára ríkis- sljórnarafmæli Georgs konungs, og einnig er óvíst hvenær hinar almennu þingkosningar í Can- ada fara fram, en til skamms tíma var búist við, að þær fæn fram fyrir lok júlímánaðar. Ýms framfaramál, sem ríkis- stjórnin hefir barist fyrir, eru nú vel á veg komin, svo sem tryggingar gegn atvinnuleysi, 8 klst. vinnudagur o. m. fl. (United Press). Eitt ráuðu blaðanna hér í bænum flutti nýlega langa fyrir- spurna-romsu um það, hvort hollara mundi til neyslu ný- mjólk eða brennivín. Blað- tuskan — cða fáviti sá sem spurði — treysti sér auðsjáan- lega ekki til að skera úr því. Það liggur nú líklega nokk- urn veginn í augum uppi, hvort heilnæmara muni og hollara — brennivínið eða nýmjólkin. Mun óhætt mega gera ráð fyrir, að allir geti áttað sig á því af sjálf- dáðum — nema kannske stöku þöngulhaus meðal rauðliða. En það leynir sér ekki, að líöfundur sá, sem tók saman fyrirspurnirnar, muni ekki liafa áttað sig á þessum lilut- um. Og sennilega er eitthvað svipað ástatt um ríkisstjórnina. Er nú rétl að líta á þá hlið málsins um stund. Eins og allir vita liafa rauðu flokkamir tögl og lialdir í þinginu. Þeir hafa drepið ná- lega hvert einasta mál, sem sjálfstæðismenn liafa borið fram á Alþingi, síðan er stjórn- arskiflin urðu síðastliðið sumar. Sjálfstæðismenn hafa engu ráð- ið. Þeir bera ekki fram önnur mál en þau, sem til bóta horfa að einhverju leyti. Þeir eru full- trúar allra flokka og stétta — fulltrúar alþjóðar. Þeir líta ekki fyrst og fremst á hagsmuni sér- stakra flokka eða einstakra manna. Þeir miða verk sín og tillögur á þingi við hag alþjóð- ar. Þessvegna kvista rauðliðar niður öll mál þeirra. Þetta vita allir og við þetta kannast allir, sem vilja bera sannleikanum vitni. Meiri hlutinn á Alþingi hefir afnumið bannlögin og veitl liinum sterku, háskalegu drykkjum inn í landið. — Það er verk meiri hlutans á Alþingi. Það er verk stjórnarflokkanna. Þeim var i lófa lagið, að koma í veg fyrir afnámið. En þeir gerðu það ekki. Gjaldeyrisvandræðin eru tal- in svo mikil, að nauðsyn beri til, að Iieftur sé innflutningur allra nauðsynlegasta vamings, — Og margt fleira er nú bann- að, það er þjóðin getur ekki án verið. — Rauðu flokkarnir standa fyr- ir þessum aðförum og þykjast vera til neyddir. En samtímis því, að nauðsynjavörur eru bannaðar, er landið opnað upp á gátt fyrir hinu ægilegasta brennivínsflóði, sem kunnugt er um hér á landi. — Það er alkunna, að einokun- arversluniri danska, sem nálega Iiafði riðið þjóðinni að fullu í öllum skilningi, gætti þess vand- lega, að liér væri ætíð nóg brennivín í verslunum, þó að nauðsynjavörur væri mjög af skornum skamti og sumt skemt og eitrað, það er til var. Núverandi stjórnarflokkar virðast hafa tekið sér mjög til fyrirmyndar verslunarhælti liinnar dönsku einokunar. Stjórnin bannar eða heftir mjög innflutning nauðsynlegasta varnings, sbr. byggingarefna- vörumar, en opnar jafnframt fyrir brennivínsflóðinu. — Hún ætlar sér bersýnilega að sjá um það, að nóg verði jafnan til af lútslerku áfengi, þó að lítið verði um nauðsynlegasta varn- ing. — Húri líkist að þessu leyti dönsku selstöðukaupmönnuri- um, hinu illræmda hyski, sein mergsaug þjóðina um tveggja alda bil. Skyldleiki hugarfars- ins leynir sér ekki, þegar að er gáð. Það er alvarlegt „tímanna tákn“, að samtímis því, sem áfengisflóðinu er veitt inn í landið, samkvæmt ákvörðun stjórnarflokkanna, og erlend- um gjaldeyri hruðlað fyrir vín- kaup, þjóðinni til vansa og nið- urdreps, þá er sú ákvörðun tekin af hinum sömu flokkum, að barnamjólk slculi elcki fást hér í Reykjavík, nema sam- kvæmt „recepli“ frá lækni ! — Og þess er ekki einu sinni gætt, að nóg sé til jafnan af þessari „recepta mjólk“. Það er sagt að ekki sé til af henni nema ein- hver lítill slatti, svo sem 200 lítrar á dag eða jafnvel minna. Það er viðurkent af heilsu- fræðingum og öðrum, sem vit hafa á, að börnum sé lífsnauð- syn að neyta mjólkur -— ósoð- innar. mjólkur, nýmjólkur. — Nú hefir skift svo um, með valdatöku liins rariða liðs, að jiessi nauðsynlega fæðutegund er skömtuð samkvæmt „lyf- seðlum“ — samkvæmt „re- ceptum“ frá læknum! — Ný- mjólkin er með þessu í raun og veru sett í flokk með lyfj- um, sem svo eru talin varasöm, ef út af ber um neyslu þeirra, að lyfiahiiðirnar mega ekki af- henda þau án læknisávísunar. En brennivinið er frjálst. Þar þarf ekki læknisávísan. — Sumum finst l>etta líkjast því, að nýmjólk og brennivín hafi „skift um lilutverk“ liér í bæ og hér á landi, siðan er rauða fólkið fór að ráska með völdin. , í fyrra um þetta leyti var hægt að fá nýmjólk handa börnum og sjúklingum bæjar- ins, án allra „recepta“. — En þá var ekki hægt að ná sér i brennivínmeðsæmilegum hætti, nema samkvæmt „recepti“. Nú er þetta öfugt: Nú er hægt að fá brennivin án allra „recepta“, en nýmjólk fæst ekki, nema samkvæmt „recepti“ frá lækni!! Þessi frammistaða hinna rauðu flokka talar sínu máli. — Hún segir frá því skýrt og skorinort, að hér sé ekki alt með feldu. Hún er eins og spegilmynd af því, hvernig þjóðinni er nú stjórnað í öllum greinum. „Það var lúðið!“ Bg legg það ekki í vana minn að hlusta á umræður í þinginu. Stundum kemur það þó fyr- ir, að eg rangli þar inn með kunningjum mínum. Og svo var á fimtudaginn — siðasta dag þingsins að þessu sinni. Erindið var ekki lieinlínis. það, að lilusta á umræðurnar. Eg fór aðallega vegna þess, að kunningja minn einn langaði til þess að sjá hann Eystein. Hann hafði séð mynd ráðherr- ans í einhverju blaði. Og liann liafði heyrt, að hann væri dá- lítið skritinn „upp á að sjá og eftir að líta“. — „Mig langar til að sjá hvernig hann er í laginu — og komdu nú með mér“. Og svo fórum við. Þröng nokkur var á pöllunum, en bráðlega komumst við þó alla l.eið fram að grindum. — Þá blasti við dýrleg sjón: — Ráðherrarnir sátu þarna allir í hátign sinni og glæsileik! En það var ckki þetta, sem eg ætlaði að gera að umtals- efni. Fundur var í sameinuðu þingi þessa stundina og ræddu menn af kappi tillögu frá þing- mönnum Reykjavikur um þá ráðstöfun, að Sigurður Jónas- son hefði verið skipaður for- stjói-i „ítaftækjaeinkasölu rík- isins“, en hann á sjálfur og nokkurir rauðir félagar hans „Raftækjaverslun Reykjavíkur h/f“. Hún á nú víst að liverfa úr sögunni, og mun einkasala ríkisins taka við vöruleifum þeim, sem þar eru fyrir. Sig- urður Jónasson, eigandi „Raf- tækjaverslunar Reykjavíkur h/f“ mun því koma að máli við Sigurð Jónasson, forstjóra „Raftækjaeinkasölu ríkisins“, og semja við hann um það, með hvaða kjörum viðskiftin geti fram farið! — Þykir líklegast, að þar verði liið besta sam- komulag. — . Þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins þóttu þetta heldur óviðfeldnir verslunarhættir og sumir þeirra báru fram þings- ályktunartillögu um það, að hlutaðeigandi ráðherra skyldi víttur fyrir tiltækið. — Alþýðu- blaðið liafði rokið upp með’ vonsku út af ráðningu Sigurðar og krafist þess, að hann yrði rekinn. Ráðning lians í for- stjórastöðuna væri fullkomið lineyksli o. s. frv. — En síðar var blaðið látið éta þetta alt of- an í sig. — Það var og tilkynt samtímis, að fjármálaráðherra væri fyrirgefnar syndirnar. — Eg hefi lítilsháttar grenslast eftir því, hverir vera muni lilut- liafar með Sigurði Jónassyni í „Raf tækj averslun Reyk j avikur h/f“, fyrirtæki því, er Sigurður Jónasson raftækaverslunar- meðeigandi semur nú um við Sigurð Jónasson, forstjóra einkasölunnar. — Þessa liefi eg heyrt nefnda, auk Sigurðar Jónassonar sjálfs: Jón Árnason, framkvst. S. í. S. Aðalstein Kristinsson, — Sigurð Kristinsson, — Svafar Guðmundsson, Vilhjálm Þór, Guðm. Kr. Guðmundsson, Ingimar Jónsson. Magnús Torfason liafði lýst yfir því á þingi, að hann ætti einhvern hlut í fyrirtækinu. — Þegar nokkuð var liðið á um- ræðurnar um tillögu þing- manna Reykvikinga, langaði Jónas Jónsson til að segja nokk- ur orð og risu þá margir þirig- menn úr sætuin sínum og hurfu út úr deildinni. Ræða Jónasar var um alt og ekkert, eins og venja er til um ræður þess manns. Sumt var nánast óskiljanlegt — samheng- fór í gær frá Stokkhólmi, áleiðis til Kaupmannahafnar, aS því er hermt er í fregn frá sendiherra islaust rugl, sem varð ýmsúm til leiðinda, en öðrum til gam- ans, alt eftir því, hvern hug menn báru til ræðumannsins. Þar kom eitt sinn í ræðu Jón- asar, að liann ætlaði að fara að sanna það, að forstjóraráðning Sigurðar Jónassonar liefði ekki verið ákveðin fjTÍrfram. Sagði Jiann að það væri alrangt, eins og augljóst væri af því, að Sig- urður liefði verið með virkjun Sogsins liér á árunum!! Fór hann um það mörgum orðum, að S. J. hefði alt af verið með því, að Sogið yrði virkjað, og gæti því hver maður skilið það, að ákvörðunin um ráðning hans að raftækjaeinkasölunni, væri ný og ekki fyrirfram ákveðin!! Og til enn frekari sönnunar lét liann þess getið, að „síðasta verk“ S. J. væri það, að hann hefði farið til útlanda í haust sem leið!! Menn skildu ekki sem best liugsanaganginn í þessari rök- semdaleiðslu. — Og sumir fóm að hvíslast á um það, hvort Jónas væri að gefa í skyn með þessu, að S. J. liefði verið iðju- laus með öllu, síðan er hann lagði upp í siglinguna, sbr. „síð- asta verkið“. , „Sá drepur sig ekki á vinn- unni eftir þessum bókum að dæma,“ sagði gamall maður á bekknum fyrir aftan okkur. — „Svo að siglingin er bara síð- asta verkið! — Já — það var lóðið!“ Gestur- Stefán GnBmnndsson óperusöngvari. Söngskemtun í Gamla Bíó. Hann endurtók söngskemtun sína í Garnla Bíó síöastliöinn miÖ- vikudag fyrir fullu húsi og vakti mikinn fögnuö áheyrenda. Hann hefir undanfarin 5 ár stundaö söngnám í Ítalíu og bárust hinga'8 þær fréttir af honurn, a'ö hann \ væri farinn aö syngja þar í óper- um. Það hljómaði eins og æfintýri. Eg bjóst því við miklu ,af lionum og varð heldur ekki fyrir von- brigðum. Flann hefir undurfagra lyriska tenórrödd, með samfeldum blæ á öllu raddsviðinu. Neðri kaflinn er veikari, en efri kaflinn er styrkur og bjartur. Söngur hans er meb kostum ítalskrar söngmentar og er kunnáttan þegar oröin mikih Hann sigrar létt og leikandi tekn- Dana. I fylgd með henni voru Friðrik ríkiserfingi og Ingrid Svíaprinsessa. ALEXANDRINE DROTNING %

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.