Vísir - 13.05.1935, Qupperneq 2
VlSIR
Pilsodski látinn.
Pilsudski marskálkur, áhrifamesti stjórn-
máíamaður og kunnasti herforingi Póílands,
lést í gærkveldi.
Varsjá, 13. maí. FB.
Pilsudski marskálkur lést í
gærkveldi. 1 opinberri tilkynn-
ingu segir, að Pilsudski hafi átt
við veikindi að stríða um
margra mánaða skeið, en hon-
um versnaði skyndilega og á
laugardag sáu íæknar, að hann
mundi eiga skamt eftir, því að
hjarta hans var að bila og varð
hjartabilun og krabbamein í
lifrinni dauðaorsökin. Ríkis-
stjórnin hefir fyrirskipað þjóð-
arsorg og að öllum skemtistöð-
um skuli lokað ófyrirsjáanlega
langan tíma. — (Joseph Pil-
sudski var einn af kunnustu
stjórnmálamönnum og herfor-
ingjum á yfirstandandi öld.
Hann var fæddur í Lithauga-
landi í nóvembermánuði 1867.
Hann átti í brösum við stjórn-
. arvöldin rússnesku þegar á
stúdentsárum sínum og var
gerður útlægur fyrir pólitískar
skoðanir sínar og undirróður
gegn stjórninni. Var hann
dæmdur til 4 ára Sibiríuvistar.
Síðar var hann í fangelsi í St.
Pétursborg, en tókst að flýja
þaðan. Hann komst úr landi og
ferðaðist til Bretlands og Aust-
urlanda. Saga hans öll þessi ár
var viðburðarík, en hann kemur
þó fyst verulega við sögu í
heimsstyrjöldinni, er hann gerð-
ist herforingi og óð inn í Rúss-
land með pólskan her. Hann
var kosinn forseti pólska lýð-
veldisins 1919 og gerður mar-
skálkur 1920. Og alt fx*á því
heimsstyrjöldinni lauk, hefir
hann í raun og veru verið ein-
ræðisherra í PóIIandi. Hann
hefir alt af barist heilhuga fyr-
ir sjálfslæði Póllands, en þótt
harður í horn að taka, einráður
og óvæginn. (United Press). —
ÞjóðaratkvæM
á Filipseyjnm
fer fram í dag um stjórnar-
skrá hins fyrirhugaða Iýð-
veldis.
Washington, 13. maí. FB.
A morgun fer fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla á Filipseyjum
og eru kjósendur spurðir að
því, hvort þeir sé samþykkir
stjórnarskrá þeirri, sem ætluð
er Filipseyjabúum, þegar þeir
fá sjálfstæði sitt. Uppkast að
stjórnarskránni var lagt fyrir
þjóðfulltruasamkundu í Man-
ila þ. 9. febr. 1935 og var því
næst undirskrifað af Roosevelt,
forseta þ. 23. mars, um leið og
hann lýsti yfir því, að uppkast-
ið væxá í samræmi við lög þau
um sjálfstæði Filipseyja (The
Philippine Independence Act),
sem þjóðþingið samþykti. —
Samkvæmt lögunum verða þau
atkvæði, sem greidd eru stjórn-
arskránni, einnig talin greidd
sjálfstæði eyjanna. — I at-
kvæðagreiðslunni á morgun
geta allir karlar og konur, 21
árs og eldri, sem kunna að lesa
og skrifa, tekið þátt. Fyrir tveinx
árum samþyktu Filipseyjabúar
að veita konunx kosningarrétt
og á morgun fá þær tækifærx
til þess að nota kosningarrétt
sinn í fyrsta sinn. — Atkvæða-
greiðslan fer fram samkvæmt
þeim skilmálum, sem þjóðþing
Bandarikjanna félst á, er lög-
in um sjálfstæði eyjanna voru
samþykt (Tydings-McDuffie-
lögin), en Roosevelt forseti
undirskrifaði þau 24. mars
1934 og félst þjóðþing Filips-
ej^ja á þau 1. maí sanxa ár. —
Stjórnarskráruppkastið, sem
greitt er atkvæði um á morg-
un, var sanxið af þjóðfidltrúa-
sanxkundu, sem kom saman í
Manila 4. júlí 1934 og var upp-
kastið endanlega samþykt af
henni sem fyrr segir 8. febr. þ.
á. 1 uppkastinu er gert ráð fyr-
ir, að sníða stjórnarfyrirkomu-
lagið eftir því sem er í Banda-
ríkjunum. Forseti lýðveldisins
verður kosinn til 6 ára og hef-
ir víðtækt vald. jÞjóðþingskosn-
ingar eiga að fara franx á 3ja
ára fi’esti. Þingið verður í
einni deild. Þingmenn verða í
fyrstu 98, en síðar má fjölga
þeim upp í 120. Þegar ríkis-
forseti hefir verið kosinn, lx£t-
ur ríkissjóri sá, sem skipaður
er af Bandaríkjunum, af völd-
um, en Bandaríkin hafa eftir
það sérstakan fulltrúa (High
Commissioner) á eyjunum.
Bandaríkin hafa áfram bæki-
stöðvar fyrir her og flota á évj-
unum, uns eyjaskeggjar hafa
fengið fult sjálfstæði, en sam-
kvænxt lögunum er ráðgert að
það verði eftir 10 ár, þótt hugs-
anlegt sé, að eittlivað verði til
þess að tefja það. Þangað til
verða því eyjarnar raunveru-
lega háðar yfirstjórn Banda-
ríkjanna. (United Press).
Ritfregn.
Meistari Hálfdán.
Æfi- og aldarlýsing frá
18. öld. — Eftir Jón
Helgason, dr. theol.,
biskup. — E. P. Briem,
Reykjavík.
Hálfdan Einarsson, skóla-
meistari á Hólunx í Hjaltadal,
er vafalaust í hópi lxinna
nxerkustu nxanna íslenskra, er
uppi voru á 18. öld. — En fátt
lxefir verið unx hanxx ritað fraixx
að þessu, og það litla sexn til
var óaðgengilegt öllum alnxenn-
ingi, sakir þess að það liefir
ekki verið prentað. — Er þar
ekki öðru til að dreifa, en ágripi
af ævisögu nxeistarans, er ritað
hefir síi’a Jón Konráðsson á
Mælifelli. Það ævisögubrot er
geynxt i Landsbókasafni og tal-
ið næsta ófullkomið.
Hálfdan Einarsson var fædd-
ur 20. januar 1732, líklega að
Prestsbakka á Síðu, en þó er
nokkur óvissa um fæðingar-
stað hans. Voru foreldrar hans
Einar prestur Hálfdanarson og
kona haris, Guðrún Sigurðar-
dóttir, prests Sxxorrasonar að
Brjánslæk. — Síra Einar var
kynjaður frá Reykjum í Öfusi,
sonur Hálfdans Jónssonar, lög-
réttumanns og konu hans,
Önnu Einarsdóttur, liálfsystur
Halldórs sýslumanns Einars-
sonar að Einarsstöðunx íReykja-
dal. — Þá er síra Einar hafði
tekið við Kirkjubæjarklausturs-
prestakalli lenti hamx bi’áðlega í
deilunx við Eyvind Jónsson,
duggusnxið og klausturhaldara.
Er fróðlega sagt frá viðureign
þeirri allri í ævisögu meistara
Hálfdans, þeirri er dr. J. H.
hefir nxi saman tekið. — Hafði
síra Einar verið merkisprestur
og lærður vel, að þeirrar aldar
hætti.
Hálfdan Einarsson varð stúd-
ent úr Skálholts-skóla vorið
1749 með mjög loflegum vitn-
isburði. Hann var þá að eins 17
vetra. — Haustið 1750 sigldi
hann til háskólanáms i Kaup-
mannahöfn og dvaldist þar um
finxnx ára skeið. — í apríhxxán-
uði 1755 lauk hann embættis-
prófi, og hélt samsumars heirti
til íslands — i fylgd með Gísla
biskupi Magnússyni, nývígðunx
til Hólastaðar. — Gerðist H. E.
þá þegar skólameistari á Hól-
um og hélt því embætti til dán-
ardægurs. Hann kvæntist 1766
Kristínu Gísladóttur, biskups
Magnússonar, „skörulegri konu
og vel gáfaðri“. Þeixxx varð
tveggja dætra auðið. Hálfdan
Einarssoxx varð ekki gamall
maður, að eins 53 ára, og hafði
verið heilsubilaður mörg síðustu
ár ævinnar. — Hann andaðist
að Hóluixx 1. febrúar 1785 og
hafði þá verið skólameistari tæp
30 ár og útskrifað 105 stúdenta.
— „Hann var grafinn 10. s. m.
(þ. e. febrúar) í viðurvist
margra göfugra manna. Báru
líkið til grafar úr skólanum 6
stúdentar með klæddunx liöfð-
um, en undan gengu söngmenn
berhöfðaðir og á eftir embættis-
mennirnir tveir og tveir, liald-
andi hvor í annars hönd, og sið-
an annað fólk; var svo kistan
sett í gröfina og þar staðið með-
an liún var einasta hulin“.
—o—
Hálfdan Einarsson hefir ver-
ið hinn mesti iðjumaður og
lærður vel. Það er í frásöguixx
haft, er hann var við háskóla-
íxám, „að hann liafi oftar en eitt
sinn keypt af þeim, er vakta
skyldi bibliotekin, að liann lok-
aði sig þar inni um hríð, svo
ekkert bæri á“. Hafi hann þá
„verið útbúinn með eitthvað i
vösum sínum til næringar, samt
pappír og skriffæri, til að geta
iskrifað upp það, hann ekki
treystist til að fá nxeð öðrum
hætti“. — Þetta mun nú ekki
þj'kja allskostar sennilegt, en
þó nxá vera að satt sé. Sagan er
höfð eftir síra Jóni Koixráðssyni,
en honunx sagði góðkunningi
skólanxeistaráns sjálfs. — Hitt
er vist, að lærdóms-áhugi H. E.
hefir verið óvenjulega mikill,
þegar á Hafnarárunum, og stóð
isvo til æviloka. —
H. E. var skólameistari á Hól-
um um 30 ára skeið, senx fyr
segir. — Hann tók við enxbætt-
inu liaustið 1755 og var aðkonx-
an næsta köld. — Dr. Jón Helga-
son segir: — „Hafþök af ísi
höfðu legið fast að landi síðari
hluta vetrar og fram yfir Kross-
nxessu, en kuldar miklir fram á
heyannir höfðu haft í för með
sér tilfinnanlegt grasleysi unx
allar sveitir Norðurlands. Vetur
lagðist snemixxa að um haustið
og upp úr Mikjálsmessu gerði
áfreða og hagbömx. -— Eftir ný-
ár harðnaði vetur xxxjög og frá
miðgóu og fram á hundadaga lá
hafís fyrir öllu Norðurlandi.
Snjó tók ekki upp fyrr en á
krossmessu og vorið var með
afbi’igðum kalt ogumlileypinga-
samt. Af þessu varð mesti fellir
fjár og hrossa. Fjöldi bænda
flosnaði upp og jarðir lögðust í
eyði (í Fljótaunxboði einu sam-
an lögðust í eyði 20 af jörðum
Hólastóls). Og hinn næsta vet-
ur deyði fólk hundruðunx sam-
an norðan lands af bjargar-
skorti og liarðrétíi. Höfðu þá
gengið sex harðindavetur í röð
yfir Norðurland . . . .“ — Húsa-
kynni þau, sem skólameistara
voru ætluð til íbúðar, mundu
nú ekki þykja sæmileg gripa-
hús og húsakynni biskups voru
lítið betri. —
Ári síðar (29. sept. 1756) lýs-
ir Gísli biskup húsum skólans
og aðbúnaði kennara og pilta á
þessa leið (i embættisbréfi):
„Skólahúsin-cru þannig, að t. a.
m. kenslustofan er bæði þröng
og dinxm og rakinxi svo geysi-
mikill, að vatnið, sem streymir
eftir öllum þiljum og xxiyndast
neðan á loftinu, drýpur niður á
fólk og bækur, svo að klæði
kennara og pilta rotna og
skemmast.......Svefnherbergin
eru alopin og halda hvorki úti
í-egni, snjó eða frosti; vantar i
þau þiljar að innan og lolcuð
hvílurúm, og eru þau yfirleitt
svo, að sæmilegur bóndamaður
mundi naumast vilja nota þau
fyrir hestliús....“
Ekki var ástandið betra i
Skálliolti að þessu leyti. Um það
ber vitni bréf frá Páli kon-
rektor Jakobssyni til Magnúsar
anxtnx. Gíslasonar, dags. 13.
júní 1759. — Þar segir svo nx. a.:
„Ætið þá frost og kuldar
liafa innfallið, hafa skriftau
mín frosin staðið dögunx sanx-
an, svo að eg hefi ekkert getað
þar með gert, þótt eg þau dag-
lega brúka þurfi. En þegar vind-
ur hefir blásið af norðri, þá
hefir vqrla, og ekki stundum,
Ijósið á borðinu haldist urn
kveldvökur; svell og klaki hafa
þá einnig alt jafnt verið yfir
minni hvílu og umliverfis í öllu
húsinu, sem af snjó og liélu hef-
ir verið að Hta senx yfirslegið
með kalki“.
Það var almeixn skoðun ogvið-
urkent af öllunx um daga Hálf-
daxxar Einarssonar, að lionum
færi skólastjórnin hið besta úr
liendi og að kensla hans væri
frábær. — Hafa og engar brigð-
ur verið á það bornar, hvorki
fyrr né síðar. — En það er þó
ekki skólastjórnin, seixi lialdið
Iiefir og lialda mun á loft nafni
hans, heldur hókmentaiðjan.
En þar hefir hann unnið merki-
legt starf, er lengi mun geyma
nafn hans í heiðri. — Útgáfa
hans af „Konungs-skuggsjá“
var prentuð í Sórey 1768 og'
lilaut hún góða dóma lærða
nxanna, er létu hennar getið.
Árið 1777 konx út í Kaupmanna-
höfn bókmentasaga meistara
H. E., þ. e. „Ágrip af sögu ís-
lenskra , bókmenta“ („Scia-
graphia Historiæ Literariæ
Islandicæ"). Er það fyrsta til-
raunin (senx hirst hefir á
prenti) senx gerð hefir verið til
þess, að semja íslenska hók-
mentasögu. — H. E. er þvi
brautryðjandi að þessu leyti og
mun æ verða getið lofsamlega.
Segir liöf. i formála bókarinnar,
að hann hafi unnið að verkinu
i 23 ár, eða eins og hann orðar
það „fyrir 23 árum fyrst tekið
að hugsa um þetta bókriienta-
efni og éftir mínum veiku kröf t-
um að koma á það einhverri
mynd“. — Fornxálimx er „dag-
settur 14. ágúst 1775 og ætti
eftir þvi höfundurinn að liafa
byi’jað að hugsa um þetta verk
árið 1752“. Höf. skiftir riti sínu
i sex höfuðþætti og eru þeir
þessir: I. Unx nxálfræða-iðkun
Islendinga og rit þar að lútandi.
— II. Um skáldskapar-iðkun
ísleiidinga og nxerkustu höf-
unda í bundnu máli. — III. Um
sagnfræða-iðkun Islendinga. —
IV. Um heinxspekileg ritstörf
Islendinga og ritstörf þeirra
varðandi eðlisfræði, læknis-
list, tölvísi, liagfræði og sið-
fræði. — V. Um lögfræða-ið-
kun íslendinga og rit varðandi
lögskýringu. — VI. Um guð-
fræða-iðkun íslendinga og x*it
guðfræðislegs og uppbyggilegs
efnis. — Hverjum höfuðþætti er
isvo skift í deildir eftir þörfum
og til þægðarauka. — Svo segja
þeir, sem gerst mega vita, að
rit þetlæ sé hið áreiðanlegasta
og beri vitni um lærdónx og ná-
kvæmni höfúndarins,
Hálfdan Einarsson fylgdi
hókmentasögu sinni úr lilaði
með skemtilegum og mérkum
fornxála og lýsir hann höfund-'
inum að nokkuru, vandvirkni
hans og sanxviskusemi. Hann
isegir m. a.. „Það skal vissulega
þrek til að endurnýja hið gamla,
fullgilda hið nýja, fága það úr-
elta, upplýsa það myrka, gjöra
það leiðigjarna ljúffengt, það
vafasama áreiðanlegt, gefa
hverju einu eiginlegt eðli og
laga livað eina eftir sjálfs sín
eigin eðli“. Og enn segir hann:
— „Það er því næsta ágætt og
mikilvægt, að hafa viljann, þó
viljanum verði ei fullnægt. Með
því eg liefi alloft orðið að spila
upp á eigin spýtur, ef ekki
hrjóía mér erfiðan ís, óska eg
og vona, að sanngjarnir dómar-
ar þessa málefnis beri eigi á
liræsibrekku, þótt eg hafi of
vel trúað einhverjum útgáfunx
eða vitixisburðum og vikið frá
sannleikanum. Þvi að hver af
dauðlegum mönnuxxx er svo rat-
vís, að honum jafnvel nxóti vilja
sínum kunni aldrei verða skugg'-
sýnt fyrir augum sannleikan-
um til skaða“.
H. E. var meira og minna
viðriðinn útgáfu alls þess, sem
prentað var á Hólunx um lians
daga, en ekki verður sá þáttur
rakinn hér. — M. a. mun liann
fyrstur allra hafa skrifað ævi-
sögu síra Hallgríms Pétursson-
ar.
—o—
Hálfdan skólameistari Ein-
arsson hefir verið merkilegur
nxaður og ærið þarfur islensk-
unx bókmentum. Ævi-dagurinn
varð ekki langur og starfstím-
inn á Hólunx ekki full 30 ár. Og
á þeim tíma lá hann hvað eftir
annað langar og'þungar legur,
sem töfðu hann frá öllum störf-
um. Það er því hin nxesta furða,
hversu miklu hann hefir kom-
ið í verk, jafnframt því, sem
hann rækti embætti sitt með
hinni mestu prýði, og varð oft-
ar en einu sinni að takast á
hendur mestan liluta biskups-
stai’fanna og stólsforráðin. Það
er því ljóst, að liaixn liefir ekki
frestað því til morguns, sem
gera mátli i dag. — Fer vel á
því, að nxinning ágætra nxanna
sé á loft haldið, og her að þakka
höfundi, dr. Jóni biskupi Iielga-
syni, fyrir verlc lians. — Dr. J.
H. er einn þeirra fáu embættis-
manna hér, sem vii’ðast „hafa
tíma til alls“, þrátt fyrir mikl-
ar og mai’gháttaðar enxbættis-
annir. — Ritverk lians, nxörg og
stór, bera þvi örugt vitni, að
liann liefir ekki verið iðjulaus
um dagana. —
Það getur vel verið, að æsku-
lýðnum þyki nokkurt þurra-
bragð að ævisögum löngu lið-
inna nxanna og kjósi heldur
léttari kost, svo sem eldhúsreyf-
ara og annað hnossgæti af þeirri
tegund. — En til eru þó menn,
sem taka ævisögur og aldar-
fars-lýsingar fram yfir flest
annað bókmentalegs efnis. —-
Þeir eru jafnvel til meðal aésku-
lýðsins og þess er að vænta, að
þeim ffölgi lieldur en hitt.
Þeir, senx fróðleik unna, og
kynnast vilja ævisögu merki-
legs nxanns og þætti úr sögu
þjóðai’innar á örðugu tímabili,
ætti að lesa „Meistara Hálfdan“.
VidpæðuF
Lavals og Beeks.
Þeir eru sammála um að
Frakkar og Pólverjar vinni
saman að friðarmálununx.
Yarsjá, 13. maí. FB.
Áður en Laval lagði af stað
lil Moskwa var gefin út opin-
ber tilkynning um viðræður
hans og Becks, utanrikisnxála-
ráðherra Póllands. I orðsend-
ingunni er lögð áhersla á, að
ráðherrarnir hafi verið sanx-
nxála unx, að stefna bæri að því
að vai’ðveita friðinn og að
Frakkar og Pólverjar ynni
saman að þeim málurn. (Uni-
ted Press).
Sænskur
lektor
vid Háskóla íslandsT
í Svenska Dagbladet hirtist
fyrir nokkuru grein, senx nefn-
ist „Entusiasm för svenskt
islandslektorat“ og er í grein
þessari látin í ljós mikil gleði
yfir þeirri uppástungu frá rekt-
or Háskóla íslands, að fá sænsk-
an lektor til liáskólans. Segir i
blaðinu, að uppástungan liafi
vakið rnikla eftirtekt liáskóla-
manna og fengið hinar bestu
undirtektir. Birtir blaðið og um-
mæli E. Wesséns prófessors,
hins kunna sænska málfræð-
ings og formanns félagsins
Sverige-Island, en Wessén segir
m. a. að uppástungan sé ágæt
og hann voni, að hún verði
framkvæmd innan skams tírha..
Lætur liann sérstaka ánægju i
Ijós yfir því, að óskxn um að fá
sænskan lektor til Háskóla ís-
lands sé frá skólanunx konx-
in. Bendir liann og á það, að
liversu miklu gagni þetta mætti
koma, bæði Islendingum og
Svíum. — Blaðið birtir og um-
mæli í svipaða átt eftir Bengt
Hesselman prófessor í Uppsöl-
uni, og fil. lic. Dag Strömbeck,
sem hefir haldið fyrirlestra við
háskólann hér, en vinnur nú að
orðabók Svenslca akademisins í
Lundi. I bréfi, sein íslandsvin-
urinn Helge Wedin hefir sent
i