Vísir - 14.05.1935, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1935, Blaðsíða 2
fl VÍSIR „SkiMsbimðiim dðmor“ og „herragardupinn“. Vígbixnaöar— lceppnin. Búkarest 13. maí. FB. Samkvæmt áreiSanlegnm heim- ildum hefir Balkanrikjasamband- iö teki'S þá ákvörSun, að lýsa yfir því, aS ef Búlgaríu og Ungverja- landi verSi leyfður endur-vígbún- aSur komi ekki annaS til mála en aS Tyrkjum verSi veittur aukinn réttur í vígbúnaSarmálum. KveSst BalkanríkjasambandiS því vera hlynt því, aS Tyrkjum verSi lyft aS koma upp víggirSingum viS Dardanellasund, svo fremi aS slak- aS verSi til viS Ungverja og Búlg- ara. — Ilins vegar er taliS mjög vafasamt, aS ítalir og Bretar muni fallast á, aS Tyrkjum verSi leyft aS viggirSa Dardanellasund. — (United Press). Karlakóp Reykj avíkup syngur fyrir Ingrid prinsessu. Stokkhólmi 13. maí. FB. Ingrid prinsessa, tilvonandi krónprinsessa íslands var hylt meS söng af Karlakór Reykjavíkur í gær 12. maí i konungshöllinni í Stokkhólmi. Söng kórinn fyrir prinsessuna í viSurvist föSur henn- ar, Gustavs Adolfs, ríkiserfingja SvíþjóSar. AS söngnum loknum flutti krónprinsinn ræSu og þakk- aði íslendingunum fyrir fagran og merkilegan söng þeirra og baS þá aS flytia hlýjar kveSjur frá sér og Ingrid prinsessu til íslensku þjóS- arinnar. Helge Wedin. Söngförin. 13. maí. FÚ. Mikil aSsókn var aS síSari hljómleik kórsins í Oslo. Prófessor Paascke afhenti blóm frá Norræna félaginu. A laugardag var hljóm- leikur í Gautaborg. Myndir af kórnum og langar greinar birtast í öllum helstu blöSum ásamt lof- samlegum ummælum um ísland. Frú Pilsudski alrarlega veik. Varsjá 13. maí. FB. Mme. Pilsudski hefir orSiS snögglega veik af hjartabilun og telja læknar alvarlega horfa um líðan hennar. — Lík marskálksins verSur smurt og á aö liggja á bör- um í Belvederehöll, þar til útför- in fer fram. — Ríkisstjórnin hef- ir fyrirskipaS sex vikna þjóSar- sorg. (United Press). Tertíðín í Testmannaeyjnm. —o— Vestmannaeyjum 12. maí. FÚ. VetrarvertíS lauk í gær hér í Vestmannaeyjum. Aflahæstu bát- ar voru: Frigg 21 smálestir aS stærS, skipsíjóri SigurSur Bjarna- son meS 129 þúsundir af þorski í 65 róSrum, .hásetahlutur 1712.94. Leó, 38 smálestir, skipstjóri*og eigandi Þorvaldur GuSjónsson, afli 123)4 þúsund i 57 róSrum, há- setahlutur 1511,00 kr. Hilrnir, 38 smálestir, skipstjóri Haraldur Eiriarsson, eigendur Gunnar Ólafs- son &, Co. og fl., afli 115 þúsund, róSrar 58, hásetaþlutur 1522,58 kr. ísleifur, 38 smálestir, skipstjóri Andrés Einarsson, eigandi Ársæll Sveinsson, afli 110 þúáund, 63 róSrar, hásetahlutur 1450,00 kr. Freyja 24 smálestir, skipstjóri GuSjón Jónsson, eigandi K.f. Fram, afli 106 þúsund í 61 róSri, hásetahlutur 1411,92 kr. Gulltopp- ur, 22 smálestir, skipstjóri Benó- ný FriSriksson, eigandi Sæinund- ur Jónsson, afli 106 þúsund i 71 róSri, hásetahlutur 1411,00 kr. Þorgeir goSi, 32 smálestir, *skip- . stjóri Karl SigurSsson, eigandi Gunnar Ólafsson & Co., afli-iio þúsund í 58 róSrum, hásetahlutur 1156,30 kr. Erlingur, 22 smálestir, skipstjóri Sighvatur Bjarnason, eigendur Sighvatur og Gunnar M. Jónsson, afli 103 þúsund í 64 róSr- um. ÓSinn 21)4 smálestir, skip- stjóri Ólafur ísleifsson, eigandi K.f. Fram, afli 106 þúsund í 62 róðrum, hásetahlutur 1417,40 kr. Lagarfoss 25 smálestir, skipstjóri Þorsteinn Gíslasön, eigandi Tóm- as GuSjónsson, afli 102 þúsund í 62 róðrum, hásetahlutur 1480,00 kr. Kap, 28 smálestir, skipstjóri GuSjón Valdason, eigendur Kjart- an GuSmundsson, afli 101 þúsund. Allir þessir bátar notuSu bæSi línu og net. Fylkir, 40 smálestir, skipstjóri GuSjóíi Tómasson, eigandi Páll Scheving, byrjaSi róSra 2. mars og fiskafli 91 þúsund í 45 róSrum, hásetahlutur 1178,45 kr. Ver 20 smálestir, skipstjóri Jón GuS- mundsson, eigandi Jón og fleiri, fiskafjli 92 þúis. og notaSi ein- göngu línu. Af bátum 12—16 smálestir voru hæstir Maggy, skipstióri GuS- mundur Grímsson, afli 76 þúsund. Vinur, skipstjóri Hannes Hannes- son, afli 75 þúsund. Emma, skip- stjóri Eiríkur Ásbjörnsson, afli 75 þúsund. Skuld, skipstjóri Jón Benonýsson, afli 75 þúsund. Hal- kion, skipstjóri Stefán Gunnlaugs- son, afli 67 þúsund. Sísi, skipstjóri Sigurður Jónsson, afli 65 þúsund. Gæfa — trillubátur— skipstjóri Kristinn Ásgeirsson, afli 13 þús- uncL Alls stunduðu 84 vélbátar veiðar og 4 trillubátar, afli á þá Þess er iðulega getið í blöð- um, er dómar ganga í málum manna, bæði í liéraði og eins i Hæstarétti, og skýrt frá dóms- niðurstöðum. — Mér hefir skil- ist að lieldur væri nú i þá áttina stefnt, að beita nokkurri vægð við þá, sem brotlegir gerast við lög og rétt. Aldarandinn er lík- lega sá, að taka vægt á yfirsjón- um manna. Eg lasta það ekki í sjálfu sér. Það bcr vitni um mannúð og mildi. Og vitanlega náði engri átt að leggja þær refsingar á menn, sem gert var hér fyrrum, jafnvel fyrir smá- vægilegustu yfirsjónir. Þarf ekki annað en að líta í svo sem hundrað ára gamla Landsyfir- réttardóma, til þess að sannfær- ast um það. En ofmikið má að öllu gera. Og eg er ekki viss um, að það sé til neinna bóta eða æskilegt í sjálfu sér, að skilorði laga nr. 39 frá 1907 sé beitt svo frek- lega, sem nú tíðkast. — En skil- orð þetta er á þá leið, að fresta megi refsingu um sinn i ýms- um málum og að hún falli nið- ur með öllu að fimm árum liðnum frá birtingu dóms, ef liinn dóinfeldi befir ekki gerst brollegur á því tímabili. — Venjan mun sú, að hinn dóm- feldi niaður, sem komist liefir undir „skilorð“ nefndra laga, sleppi alveg við refsingu fyrir verknað þann, sem liann hefir framið og þótt hefir refsiverð- ur. Flestir munu reyna að lialda sér í skefjum þetta árabil, þótt brokkgengir sé að eðlisfari. Og þeir menn losna þá vi rauninni öldungis við það, að bera ábyrgð verka sinna eða gjalda þess, sem þeir bafa illa gert. Þetta er ekki rétt, að riiinsta kosti ekki nema þar sem sakir eru mjög lítilfjörlegar. Mér finst að með þessu miskunn- seminnar ákvæði, sé að allmiklu leyti dregið úr því aðhaldi, sem ákvæði refsilaganna veila þegn- unum, þeim er tilhneigirigu bafa lil aflirota. Menn gela hæglega orðið óprúttnari, er þeir vita af þessu ákvæði og geta átt von á því, að kóm- ast undir „náðarorðið“, þó að þeir verði berir að því, að hafa brotið lögin. — Mér finst að dómstólarnir ætti að fara var- lega í það, að beita þessu ákvæði, nema þar sem ungir eða þá mjög óþroskaðir sak- borningar eiga hlut að máli — t. d. menn, sem svo cru haldn- ir andlega, að ætla megi að þeir hafi ekki getað gerl sér ljósa grein fyrir því, að um afbrot værf að ræða. -— Hið svokallaða vinnuhæli eystra (í nánd við EjTarbakka) hefir og að margra dómi bein- línis orðið til þess, að koma brokkgengum mönnum á þá skoðun, að vistin þar sé í er samtals um 45 þúsund skip- pund/miðaö viö fullverkaöan fisk, auk þess 740 smálestir er sendar voru ísaöar til útlanda. Lifur var 1,612,704 kg. er unn- iö var úr 4178 föt af lýsí, eöa 835,6 smálestir. Slys uröu engin hér í Vest- mannaeyjum á vertíðinni, þótt tíð væri meö óhagstæðara móti og veiöarfæratap með alminsta móti. Vermenn á vertíðinni er áætlað aö hafi verið um 1000, og fór fjöldi þeirra meö Esju í gær, og í dag fóru bátar til Víkur, undir Eyja- fjöll, í Landeyjar og til Stokks- eyrar. Margir fara meö Lýru á morgun. raun og veru engin refsing. Hælið sé alls ekki fangelsi, heldur' einhverskonar geymslu- kompa eða jafnvel liressingar- stofnun. Það væri engin mink- un neinum manni, að vera geymdur þar tíma og tíma. Og haft var eftir dönskum leyni- vínsala, sem þangað var sendur lil „afplánanar“ afbrotum sín- um liér um árið, að þetta væri hinn ákjósanlegasti hvildar- staður þreyttum „sprúttsölum“ og öðru sliku fólki, sem erfiða hefði aðstöðuna við „atvinnu- reksturinn". Þetta væri eigin- lega einskonar „herragarður“, hverjum manni boðlegur, og þá ekki síst þeim sem i „skuggan- um“ þyrfti að starfa eða með leynd noklcurri. —- Það er engin furða, þó að af- brot færist í vöxt, ef á það tvent er litið, að afbrotamennirnir geti í fyrsta lagi gert sér vonir um það, að komast undir skil- orð laga nr. 39/1907, og í öðru lagi, ef það lánast ekki, átt þess vísa von, að verða sendir austur á „herragarðinn“. Samkonmlag mjólkurframleiðenda um stjórn samsölunnar. Eftir löng og ströng fundahöld komst aö lokum kl. 8 i gærkveldi samkomulag á milli fulltrúa mjólkurbúanna um fyrirkomulagiö á yfirstjórn mjólkursamsölunnar. Varö þaö á þá leiö, að þeir Eyj- ólfur Jóhannsson og Egill Thorar- ensen voru kosnir til að fara meö stjórn þessara mála, en oddamað- ur var enginn kjörinn. Þá mun og í vændum samkomu- lag milli ríkisstjórnar og mjólkur- sölunefndar um sölu á ógeril- sneyddri mjólk. Var samþykt á fundi nefnd^rinnar í gærkveldi aö gera breytingu á mjólkursölu- reglugeröinni þar aö lútandi.- Ignaz Frieðman. Hann hefir haldiö hér i bænum fjóra píanóhljómleika fyrir fullu húsi og vakiö mikla hrifningu á- heyrenda. Á fyrsta hljómleikinn hefir áöur verið minst hér í blað- Inu. Næsti hljómleikur var helgaö- ur Chopin, en fyrir meðferö sína á tónsmíðum þessa pólska meistara gat Friedman sér fyrst frægö. Eg hefi flett Friedman upp í nokkrum alfræöiliókum og höfðu þær allar sömu söguna aö segja, að hann sé einhver besti Chopinspilari heims- ins („als Chopinspieler kaum úber- troffen"). Það er því engin tilvilj- un að hann var fenginn til þess aö endurskoða og sjá um útgáfu á píanóverkum tónskáldsins og þyk- ir útgáfan merkileg og er mjög útbreidd. Vitanlega er annar eins snilling- ur og hann ekki einskorðaður við Chopin. Hann hefir á koncertum sínum hér spilaö tónsmíðar eftir Bach, Mozart, Beethoven, Schu- mann, Franz Liszt o. fl„ og sumt engu síður en Chopintónsmíðarn- ar. Alstaðar komu í Ijós sömu ein- kennin á spili hans: glæsileg leikni, litauðugur ásláttur, sterkur persónuleiki og skáldleg meðferð. Hann er „subjektiv" í list sinni. Þetta má að vísu segja um alla listamenn, sem leggja sál sína í spilið, en þó er geröur greinar- tnunum á „subjektivu“ og „'objek- tivu“ spili. Friedman setur sinn stimpil á verkin svo aö þau veröa ,.friedmönsk“. Þannig spilar hann tónsmíðar Chopins og annara höf- unda. Á morgun (miövikudag) heldur hann siöustu hljómleika sína og leikur ný verk. Meðal annars leik- ur hann sónötu op. 111 eftir Beet- hoven, sem er siðasta sónatan eftir tónskáldið og af miörgum talin merkilegust. Ennfremur leikur hann lög eftir Chopin o. fl. Vafa- laust sleppa þeir, sem kunna að meta list hans, ekki tækifærinu til þess að hlýða á hann. B. A. Nýtísku drápsvélar -O- Fregnir þær, sem blöðin hafa birt að undanförnu um hin nýju hernaðardrápstæki, velcja hina mestu eftirtekt. Stórveldin öll hafa látið sérfræðinga sína vinna að uppfinningum i þessu augnamiði af kappi að undanförnu, Banda- rikin ekki síður en önnur stórveldi, og þótt uppfinningum á þessu sviði sé reynt að halda leyndum, hefir þó ýmislegt um þær kvis- ast, og af sumum nýtísku hernað- artækjum hafa birst allnákvæmar lýsingar í blööum. Bandaríkin hafa lagt áherslu á, aö fullkomna hvers konar hernaðartæki, sem notuð verða-í land-, sjó- og loft- hernaði. Eitthvert íullkomnasta tækið er skriðdreki (tank), sem getur farið um vegleysur með 50— 60 enskra rnílna hraða á klst. — Skriðdrekar þessir eru tiltölulega litlir og það er ekki erfiðara að stýra þeim en svo, að það er hægð- arleikur að sneiða hjá girðingum o. fl„ sem að vísu mundu ekki hindra — en tefja för þeirra. Her- málasérfræðingar Bandaríkjanna telja skriödreka þessa svo rnikils- verða uppfinningu, að þeir segja, aö með, því að nota þá í nægilega stórum stíl verði með öllu óþarft að hafa riddaraliö. Tvo menn að- eins þarf til þess að stjórna dráps- tækjum skriðdrekans og þessum mönnum skýla skotheldar stál- þynnur. Smiði þessarar nýju skrið- drekategundar er nú hafin í all- stórum stil og er búist við, að herinn hafi 60 af þeim full- búna í árslok. — Önnur merki- legasta uppfinningin^á þessu sviði er ný fallbyssutegund, sem her- málasérfræðingarnir gera sér von- ir um, að verði hægt að nota í hin- um nýju skriðdrekum. Þessar fall- byssur hlaða sig sjálfar (automat- iskt) og það er hægt að skjóta úr þeiin iod skotum á mínútu hverri. Þetta er því í raun og veru vélbyssa, en sá er munurinn, að í stað þess að spýta úr sér riffil- kúlum (bullets) varpar hún frá sér sprengikúlum (shells). Mun bráð- lega takast að sameina þessar upp- finningar, þ. e. gera þessar nýju fallbyssur nothæfar í skriðdrek- unurn, og kalla blöðin þá „land- herskipin“ og ræða mikið um þá í sambandi við landorustur framtíð- arinnar, þótt hinsvegar sé margir hermálasérfræðingar þeirrar skoð- unar, að úrslitaorustur í næstu styrjöld kunni að veröa háðar í loftinu. Þess vegna hafa stórveld- in líka lagt mikla áherslu á að fullkomna fallbyssur til þess að skjóta af á flugvélar í milcilli hæð. Eins og kunnugt er urðu Frökk- um feikna mikil not að hinum frægu 75 mm. fallbyssum sínum í heimsstyrjöldinni og hinar nýju fallbyssur Bandaríkjamanna sem ætlaðar eru til þess að skjóta á 'flugvélar í mikilli hæð, eru i ýmsu b'kar frakknesku 75 mm. íallbyss- unum. Stórskotalið Bandaríkja- hers hefir nú fallbyssur, sem hægt er að skjóta af alt að því 50.000 Mjókurbrúsar allar stærðir nýkomnar, nteð lægra verði en þekst hefir undanfarin ár. VERZL. B. H. BJARNASON. fet í loft upp, eða miklu hærr-a en flugvélar mundu fljúga í hernaði. Þá hefir flotamálastjórnin látið fullkomna flugvélar, búnar vél- byssum. Flugvélar þessar geta og flutt margar smálestir af sprengi- kúluni og flogið 3000 mílur ensk- ar án þess að taka nýjan bensín- forða. Verða þæn notaðar bæði til njósna um skip óvinanna og til þess að varpa niður sprengikúlum. — Tilraunir er nú verið að gera með tvær af þessurn flugvéluin. Gangi þær tilraunir að óskum verða smíðaðar 30 í viðbót á yfir- standandi ári. — Þá er verið að smíða nýja gerð af fallbyssum til notkunar á tundurspillum. Af fall- bysum þessurn verður hægt að skjóta á skip o. fl. í alt að 20.000 yards fjarlægð. Loks er verið að fullkomna ýms tæki í herskipum, miðunartæki, hljóðbylgjutæki o. fl„ sem gefa svo nákvæmlega til kynna hvar óvinaherskip eru stödd, að skyttan getur miöað ná- kvæmlega á þau, þótt hún sjái þau ekki, meö því að athuga mæla þá og tæki, sem hún hefir hjá sér. (United Press). Aðalfimdui* Dýraverndunarfélags íslands. Föstudaginn 10. þ. m„ var að- alfundur Dýraverndunarfélags ís- lands haldinn í Oddfélagahúsinu við Vonarstræti. Áður en gengið var til dagskrár, mintist formað- ur félagsins, Þórarinn Kristjáns- son hafnarstjóri, látinna félaga á starfsárinu, en látist höfðu: Sam- úel Ólafsson fátækrafulltrúi, Haraldur Sigurðsson, forstjóri, og Theódór Sigurðsson deildarstjóri. Risu fundarmenn upp úr sætum sinum til að minnast hinna látnu félága. Fyrsta mál á dagskrá var: upp- taka nýrra félaga. Bættust félag- inu á fundinum 6 nýir meðlimir. Því næst lagði gjaldkeri félagsins, Tómas Tómasson ölgerðarmaður, íram reikninga félagsins og Tryggvasjóðs, fyrir næstliðið ár. Voru reikningarnir endurskoðaðir og upp á skrifaðir af endurskoð- endum félagsins. Samþykti fund- urinn reikningana. Síðan skýrði formaður félagsins frá starfsemi þess á árinu, og verður skýrsla hans birt í málgagni félagsins, Dýraverndaranum, ásamt reikn- ingum félagsins og Tryggvasjóðs. Þá fór fram kosning stjórnar. Var stjórnin endurkosin, en hana skipa: formaöur Þórarinn Krist- jánsson hafnarstjóri, ritari Ludvig C. Magnússon endurskoðandi, gjaldkeri Tómas Tómasson öl- gerðarmaður, og meðstjóriiendur eru Sigurður Gíslason lögreglu- j 'jónn og Björn Gunnlaugsson inn- heimtumaður. — Endurskoðendur voru og líka endurkosnir, þeir Ölafur Briem framkvæmdarstj. og Guðmundur Guðmunclsson versl- unarmaður. — í stjórnarnefnd „Ártíðarskrár dýranna“ voru kosnir: Tóinas Tómasson gjald- keri félagsins, Einar E. Sæmunds- son ritstjór/, Guðbrandur Magnús- son forstjóri. — Loks var á fund- inum kosin nefnd, er starfa á sér- sfaklega að því að útbreiða „Dýra- verndarami“, blað fcAagsins, og safna nýjum meðlimum í félagið. Nefndina skipa: Hjörtur Hans- son umboðssali, Einar E. Sæ- mundsson ritstjóri, Loftur Gunn- arsson kaupmaður, Jón N. Jón- asson kennari, og frú Jóhanna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.